Tugir milljarða til að ná forystu Sæunn Gísladóttir skrifar 3. mars 2016 07:00 Úrslit ofurþriðjudagskosninganna svokölluðu í Bandaríkjunum eru nú ljós, og allt stefnir í forsetaslag milli Hillary Clinton og Donalds Trump í nóvember. Þau hafa eytt samanlagt sem nemur tæpum tuttugu milljörðum króna til að tryggja sér forystu. Forsetakosningar í Bandaríkjunum og himinháar fjárhæðir hafa verið óaðskiljanlegar undanfarna áratugi. Þó er áhugavert að í þessari kosningabaráttu hefur langt í frá verið samasemmerki milli þess að safna hæstu fjárhæð og velgengni. Trump hefur safnað langminnst meðal þeirra sem eru með forystu um þessar mundir. Jeb Bush sem hafði safnað næsthæstri upphæð á eftir Clinton og eytt mestu í sitt framboð hætti í kosningabaráttunni þann 20. febrúar síðastliðinn. Hillary Clinton er nú með forystu meðal demókrata, en Donald Trump meðal repúblíkana. Þau hafa eytt 17,9 milljörðum króna í framboð sín, samkvæmt nýjustu tölum frá 22. febrúar, en áætla má að talsvert hafi bæst við upphæðina milli 22. febrúar og 1. mars. Clinton hafði þá safnað 24,3 milljörðum króna og eytt 14,3 milljörðum króna, til að tryggja sér forystu. Trump hafði þó einungis eytt fimmtungi af fjárhæð Clinton, eða 3,3 milljörðum íslenskra króna.Höfðu safnað 40 milljörðum Það er ekki einungis þeir sem eru í lokaslagnum sem hafa safnað og eytt miklu fé. Center for Responsive Politics áætlar að frambjóðendur sem nú hafa hætt kosningabaráttu hafi safnað samtals 314 milljónum dollara, rúmum 40 milljörðum króna, í kosningabaráttunni.Jeb BushVísir/GettyBush safnaði 20 milljörðum Þar fremstur í flokki er Jeb Bush. Þegar hann hætti kosningabaráttu þann 20. febrúar hafði hann safnað næstmestu allra frambjóðenda eða 157,6 milljónum dollara, rúmum 20 milljörðum króna. Þar af varði hann 17 milljörðum króna í framboðið. Það er hærri fjárhæð en Hillary Clinton og Trump höfðu varið þann 22. febrúar. Aðrir vongóðir repúblíkanar, Scott Walker, Chris Christie og Carly Fiorina, söfnuðu milli 24 og 32 milljóna dollara fyrir framboðin sín. Martin O’Malley, þriðji frambjóðandi demókrata sem var lítið áberandi í kosningabaráttunni, náði hins vegar einungis að safna tæpum sex milljónum dollara. Áhugavert er að beina sjónum að því hvaðan fjármagn frambjóðendana kemur. Ef litið er á landið í heild sinni sést að þær 500 milljónir dollara sem frambjóðendur höfðu safnað í lok janúar koma að mestu leyti frá Kaliforníu, New York, Texas og Flórída, samkvæmt Federal Election Comssion. Flokkarnir söfnuðu mest tæpum 30 milljónum dollara í fylki, repúblíkanar söfnuðu fénu í Texas en demókratar í Kaliforníu. Hillary Clinton safnaði mestu fé í Kaliforníu og svo New York. Langstærsti hluti fjármagns hennar kemur frá norðausturströnd Bandaríkjanna. Fjármagn Trumps kemur úr mun fleiri áttum. Mestu safnaði hann í Texas. Sömu sögu er að segja um fjármagn Cruz, tæplega þrjátíu prósent þess koma frá Texas.Hilary Clinton varði mestu í sjónvarpsauglýsingar.vísir/gettyVörðu þremur milljörðum í sjónvarpsauglýsingar fyrir ofurþriðjudaginnFrambjóðendur verja miklu fé í sjónvarpsauglýsingar í aðdraganda kosninga. NBC News greinir frá því að frambjóðendurnir hafi varið samtals 23 milljónum dollara, jafnvirði þriggja milljarða íslenskra króna, í sjónvarpsauglýsingar í aðdraganda ofurþriðjudags. Clinton varði mestu, eða 6,4 milljónum dollara, jafnvirði 830 milljóna íslenskra króna, Sanders varði aðeins minni fjárhæð eða 5,2 milljónum dollara, tæpum 700 milljónum króna. Ted Cruz og hans kosningateymi vörðu næstmestu, og mestu meðal repúblíkana, eða 6,2 milljónum dollara, rúmlega 800 milljónum króna, að mestu leyti í Suðurríkjunum. Rubio varði 3,5 milljónum dollara samtals, jafnvirði 455 milljóna króna. Kosningateymi Trumps varði langminnstu, tæplega einum sjötta af því sem Cruz varði, eða 1,1 milljón dollara, 143 milljónum króna. Donald Trump Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Úrslit ofurþriðjudagskosninganna svokölluðu í Bandaríkjunum eru nú ljós, og allt stefnir í forsetaslag milli Hillary Clinton og Donalds Trump í nóvember. Þau hafa eytt samanlagt sem nemur tæpum tuttugu milljörðum króna til að tryggja sér forystu. Forsetakosningar í Bandaríkjunum og himinháar fjárhæðir hafa verið óaðskiljanlegar undanfarna áratugi. Þó er áhugavert að í þessari kosningabaráttu hefur langt í frá verið samasemmerki milli þess að safna hæstu fjárhæð og velgengni. Trump hefur safnað langminnst meðal þeirra sem eru með forystu um þessar mundir. Jeb Bush sem hafði safnað næsthæstri upphæð á eftir Clinton og eytt mestu í sitt framboð hætti í kosningabaráttunni þann 20. febrúar síðastliðinn. Hillary Clinton er nú með forystu meðal demókrata, en Donald Trump meðal repúblíkana. Þau hafa eytt 17,9 milljörðum króna í framboð sín, samkvæmt nýjustu tölum frá 22. febrúar, en áætla má að talsvert hafi bæst við upphæðina milli 22. febrúar og 1. mars. Clinton hafði þá safnað 24,3 milljörðum króna og eytt 14,3 milljörðum króna, til að tryggja sér forystu. Trump hafði þó einungis eytt fimmtungi af fjárhæð Clinton, eða 3,3 milljörðum íslenskra króna.Höfðu safnað 40 milljörðum Það er ekki einungis þeir sem eru í lokaslagnum sem hafa safnað og eytt miklu fé. Center for Responsive Politics áætlar að frambjóðendur sem nú hafa hætt kosningabaráttu hafi safnað samtals 314 milljónum dollara, rúmum 40 milljörðum króna, í kosningabaráttunni.Jeb BushVísir/GettyBush safnaði 20 milljörðum Þar fremstur í flokki er Jeb Bush. Þegar hann hætti kosningabaráttu þann 20. febrúar hafði hann safnað næstmestu allra frambjóðenda eða 157,6 milljónum dollara, rúmum 20 milljörðum króna. Þar af varði hann 17 milljörðum króna í framboðið. Það er hærri fjárhæð en Hillary Clinton og Trump höfðu varið þann 22. febrúar. Aðrir vongóðir repúblíkanar, Scott Walker, Chris Christie og Carly Fiorina, söfnuðu milli 24 og 32 milljóna dollara fyrir framboðin sín. Martin O’Malley, þriðji frambjóðandi demókrata sem var lítið áberandi í kosningabaráttunni, náði hins vegar einungis að safna tæpum sex milljónum dollara. Áhugavert er að beina sjónum að því hvaðan fjármagn frambjóðendana kemur. Ef litið er á landið í heild sinni sést að þær 500 milljónir dollara sem frambjóðendur höfðu safnað í lok janúar koma að mestu leyti frá Kaliforníu, New York, Texas og Flórída, samkvæmt Federal Election Comssion. Flokkarnir söfnuðu mest tæpum 30 milljónum dollara í fylki, repúblíkanar söfnuðu fénu í Texas en demókratar í Kaliforníu. Hillary Clinton safnaði mestu fé í Kaliforníu og svo New York. Langstærsti hluti fjármagns hennar kemur frá norðausturströnd Bandaríkjanna. Fjármagn Trumps kemur úr mun fleiri áttum. Mestu safnaði hann í Texas. Sömu sögu er að segja um fjármagn Cruz, tæplega þrjátíu prósent þess koma frá Texas.Hilary Clinton varði mestu í sjónvarpsauglýsingar.vísir/gettyVörðu þremur milljörðum í sjónvarpsauglýsingar fyrir ofurþriðjudaginnFrambjóðendur verja miklu fé í sjónvarpsauglýsingar í aðdraganda kosninga. NBC News greinir frá því að frambjóðendurnir hafi varið samtals 23 milljónum dollara, jafnvirði þriggja milljarða íslenskra króna, í sjónvarpsauglýsingar í aðdraganda ofurþriðjudags. Clinton varði mestu, eða 6,4 milljónum dollara, jafnvirði 830 milljóna íslenskra króna, Sanders varði aðeins minni fjárhæð eða 5,2 milljónum dollara, tæpum 700 milljónum króna. Ted Cruz og hans kosningateymi vörðu næstmestu, og mestu meðal repúblíkana, eða 6,2 milljónum dollara, rúmlega 800 milljónum króna, að mestu leyti í Suðurríkjunum. Rubio varði 3,5 milljónum dollara samtals, jafnvirði 455 milljóna króna. Kosningateymi Trumps varði langminnstu, tæplega einum sjötta af því sem Cruz varði, eða 1,1 milljón dollara, 143 milljónum króna.
Donald Trump Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira