Déjà vu í ríkisbanka Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar 16. mars 2016 23:00 Það þarf ekki að fara mörgum orðum um sölu Landsbankans – ríkisbankans á Borgun. Bankinn ákvað að selja hlut sinn í lokuðu ferli í stað opins eins og eðlilegast hefði verið að gera. Rök stjórnenda ríkisbankans fyrir verklaginu eru ófullnægjandi að mati Bankasýslunnar – halda ekki vatni eins og einhver sagði. Framganga ríkisbankans hefur sannfært mig um nauðsyn þess að setja í lög eða reglur að öll fyrirtæki, allar eignir ríkisins, ríkisstofnana og ríkisfyrirtækja skuli selja fyrir opnum tjöldum þar sem allir standa jafnfætis. Vissulega geta komið upp aðstæður þar sem það er réttlætanlegt að beita öðrum aðferðum, en það er undantekning, ekki meginregla. Fyrir undirritaðan er Borgunar-salan því miður endurtekið efni – déjà vu. Árið 2010 fór ríkisbankinn fram með svipuðum hætti þegar hann seldi Vestia-fyrirtækin. Bankasýslan fer með eignarhlut ríkisins í ríkisbankanum og í lögum segir meðal annars: „Bankasýsla ríkisins fer með eignarhluti ríkisins í fjármálafyrirtækjum, í samræmi við lög, góða stjórnsýslu- og viðskiptahætti og eigendastefnu ríkisins á hverjum tíma?…“ Þar segir líka að tryggja beri gagnsæi í allri ákvarðanatöku varðandi þátttöku ríkisins í fjármálastarfsemi og að tryggja eigi virka upplýsingamiðlun til almennings. Bankasýslan á einnig að hafa eftirlit með eigendastefnu. Í eigendastefnu segir: „Fjármálafyrirtæki skulu koma sér upp innri verkferlum um lykilþætti í starfsemi sinni, svo sem endurskipulagningu skuldsettra fyrirtækja, úrlausn skuldavanda einstaklinga, sölu eigna o.fl. Mikilvægt er að slíkir ferlar séu skilvirkir og gagnsæir og birtir á heimasíðum fyrirtækjanna.“ Skýrara verður það ekki en hvernig er framkvæmdin á sölu fyrirtækja í eigu bankans? Í bréfi Landsbankans til Bankasýslunnar vegna Borgunarmálsins er upplýst að opið söluferli er ekki regla þegar fyrirtæki í eigu bankans eru seld. Spurningin sem kemur upp í huga flestra er hvernig getur þetta gerst? Hvar er eftirlitið? Svarið er að við erum með mikið eftirlit og í hlut á ríkisbanki. Við erum með eitt umfangsmesta fjármálaeftirlit á byggðu bóli, sérstaka stofnun um eignarhlut ríkisins og markaða eigendastefnu ríkisins. Strangar reglur um fjármálafyrirtæki, sérstök próf fyrir þá einstaklinga sem sitja í bankaráðum, sérstök valnefnd velur ráðsmenn þannig að stjórnmálamenn koma hvergi nærri. Og af hverju er þá svona erfitt að fara eftir lögum og eðlilegum verklagsreglum? Af hverju er ekki selt í opnu ferli og tryggt að allir sitji við sama borð? Mér hefur gengið illa að fá svör við þessum spurningum. Déjà vu! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðlaugur Þór Þórðarson Mest lesið Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Það þarf ekki að fara mörgum orðum um sölu Landsbankans – ríkisbankans á Borgun. Bankinn ákvað að selja hlut sinn í lokuðu ferli í stað opins eins og eðlilegast hefði verið að gera. Rök stjórnenda ríkisbankans fyrir verklaginu eru ófullnægjandi að mati Bankasýslunnar – halda ekki vatni eins og einhver sagði. Framganga ríkisbankans hefur sannfært mig um nauðsyn þess að setja í lög eða reglur að öll fyrirtæki, allar eignir ríkisins, ríkisstofnana og ríkisfyrirtækja skuli selja fyrir opnum tjöldum þar sem allir standa jafnfætis. Vissulega geta komið upp aðstæður þar sem það er réttlætanlegt að beita öðrum aðferðum, en það er undantekning, ekki meginregla. Fyrir undirritaðan er Borgunar-salan því miður endurtekið efni – déjà vu. Árið 2010 fór ríkisbankinn fram með svipuðum hætti þegar hann seldi Vestia-fyrirtækin. Bankasýslan fer með eignarhlut ríkisins í ríkisbankanum og í lögum segir meðal annars: „Bankasýsla ríkisins fer með eignarhluti ríkisins í fjármálafyrirtækjum, í samræmi við lög, góða stjórnsýslu- og viðskiptahætti og eigendastefnu ríkisins á hverjum tíma?…“ Þar segir líka að tryggja beri gagnsæi í allri ákvarðanatöku varðandi þátttöku ríkisins í fjármálastarfsemi og að tryggja eigi virka upplýsingamiðlun til almennings. Bankasýslan á einnig að hafa eftirlit með eigendastefnu. Í eigendastefnu segir: „Fjármálafyrirtæki skulu koma sér upp innri verkferlum um lykilþætti í starfsemi sinni, svo sem endurskipulagningu skuldsettra fyrirtækja, úrlausn skuldavanda einstaklinga, sölu eigna o.fl. Mikilvægt er að slíkir ferlar séu skilvirkir og gagnsæir og birtir á heimasíðum fyrirtækjanna.“ Skýrara verður það ekki en hvernig er framkvæmdin á sölu fyrirtækja í eigu bankans? Í bréfi Landsbankans til Bankasýslunnar vegna Borgunarmálsins er upplýst að opið söluferli er ekki regla þegar fyrirtæki í eigu bankans eru seld. Spurningin sem kemur upp í huga flestra er hvernig getur þetta gerst? Hvar er eftirlitið? Svarið er að við erum með mikið eftirlit og í hlut á ríkisbanki. Við erum með eitt umfangsmesta fjármálaeftirlit á byggðu bóli, sérstaka stofnun um eignarhlut ríkisins og markaða eigendastefnu ríkisins. Strangar reglur um fjármálafyrirtæki, sérstök próf fyrir þá einstaklinga sem sitja í bankaráðum, sérstök valnefnd velur ráðsmenn þannig að stjórnmálamenn koma hvergi nærri. Og af hverju er þá svona erfitt að fara eftir lögum og eðlilegum verklagsreglum? Af hverju er ekki selt í opnu ferli og tryggt að allir sitji við sama borð? Mér hefur gengið illa að fá svör við þessum spurningum. Déjà vu!
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun