Sigmundur gæti hafa verið vanhæfur Ingvar Haraldsson skrifar 22. mars 2016 07:00 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra skipaði ráðgjafarhóp um afnám hafta. vísir/anton brink Eiríkur Elís Þorláksson, lektor við lagadeild Háskólans í Reykjavík, telur aðkomu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra að afnámi fjármagnshafta, án þess að upplýsa um hagsmunatengsl sín, ekki vera í samræmi við góða stjórnsýsluhætti. Félagið Wintris Inc. í eigu Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, eiginkonu Sigmundar, lýsti kröfum að fjárhæð um 500 milljónir króna í þrotabú föllnu bankanna. Eiríkur segir ráðherra bundna af hæfisreglum stjórnsýsluréttarins er þeir fara með framkvæmdarvald. „Þannig gilda hæfisreglur stjórnsýslulaga þegar teknar eru stjórnvaldsákvarðanir og óskráðar meginreglur stjórnsýsluréttar við meðferð mála almennt. Ef eiginkona ráðherra átti fjárhagslegra hagsmuna að gæta við lagasetninguna, eins og hún hefur upplýst að hún átti, þá vakna spurningar um hæfi ráðherrans til þess að taka þátt í málinu yfirhöfuð,“ segir Eiríkur. Lykilatriði sé hins vegar hvort hagsmunirnir séu slíkir að það valdi vanhæfi til meðferðar málsins. „Ef hann hefur haft með ákvarðanir um málið að gera sem forsætisráðherra, til dæmis skipað í ráðgjafarhóp og eftir atvikum fleiri nefndir sem áttu að vinna að undirbúningi lagasetningar um afnám hafta, stöðugleikaskatt og fleira, þá kann það að öðrum skilyrðum fullnægðum að vera í andstöðu við stjórnsýslulögin og þessar óskráðu reglur,“ segir hann. Sigmundur hafði margvíslega aðkomu að vinnu stjórnvalda við afnám hafta. Hann skipaði til að mynda ráðgjafarhóp um afnám hafta 27. nóvember 2013. Ákvörðun um skipun hópsins var tekin 18. október 2013 af ráðherranefnd um efnahagsmál, sem er skipuð Sigmundi og Bjarna Benediktssyni, fjármála- og efnahagsráðherra. Á sama fundi var ákveðið að stýrinefnd um afnám hafta myndi stýra vinnu stjórnvalda um haftaafnám og að Bjarni yrði nefndarformaður. Auk þess skyldi forsætisráðuneytið tilefna tvo fulltrúa, fjármála- og efnahagsráðuneytið einn og Seðlabankinn einn. Í nefndinni sátu ráðuneytisstjóri forsætisráðuneytisins og Benedikt Árnason, efnahagsráðgjafi Sigmundar. Einnig kom fram í kynningu stjórnvalda á aðgerðaáætlun til losunar hafta síðasta sumar að ráðherranefndin hefði samþykkt þau stöðugleikaskilyrði sem slitabúin þyrftu að uppfylla til að komast hjá 39 prósenta stöðugleikaskatti. Eiríkur bendir á að vegna stjórnskipulegrar stöðu ráðherra megi almennt játa ráðherra svigrúm til að skipa í nefndir á hans vegum til að útfæra pólitíska stefnu hans. „Hitt er annað að þetta svigrúm ráðherra gildir ekki endilega um önnur atriði og því geta fjárhagslegir hagsmunir leitt til vanhæfis hans. Ef hann teldist vanhæfur, ætti hann ekki að koma að málinu sem framkvæmdarvaldshafi,“ segir Eiríkur. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 22. mars. Panama-skjölin Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Ýmis álitamál um fyrirtækjaleikskóla Aukið fjármagn til að stytta bið Allt gert til „að efla og styrkja enn frekar tengsl okkar við Bandaríkin“ Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Sjá meira
Eiríkur Elís Þorláksson, lektor við lagadeild Háskólans í Reykjavík, telur aðkomu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra að afnámi fjármagnshafta, án þess að upplýsa um hagsmunatengsl sín, ekki vera í samræmi við góða stjórnsýsluhætti. Félagið Wintris Inc. í eigu Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, eiginkonu Sigmundar, lýsti kröfum að fjárhæð um 500 milljónir króna í þrotabú föllnu bankanna. Eiríkur segir ráðherra bundna af hæfisreglum stjórnsýsluréttarins er þeir fara með framkvæmdarvald. „Þannig gilda hæfisreglur stjórnsýslulaga þegar teknar eru stjórnvaldsákvarðanir og óskráðar meginreglur stjórnsýsluréttar við meðferð mála almennt. Ef eiginkona ráðherra átti fjárhagslegra hagsmuna að gæta við lagasetninguna, eins og hún hefur upplýst að hún átti, þá vakna spurningar um hæfi ráðherrans til þess að taka þátt í málinu yfirhöfuð,“ segir Eiríkur. Lykilatriði sé hins vegar hvort hagsmunirnir séu slíkir að það valdi vanhæfi til meðferðar málsins. „Ef hann hefur haft með ákvarðanir um málið að gera sem forsætisráðherra, til dæmis skipað í ráðgjafarhóp og eftir atvikum fleiri nefndir sem áttu að vinna að undirbúningi lagasetningar um afnám hafta, stöðugleikaskatt og fleira, þá kann það að öðrum skilyrðum fullnægðum að vera í andstöðu við stjórnsýslulögin og þessar óskráðu reglur,“ segir hann. Sigmundur hafði margvíslega aðkomu að vinnu stjórnvalda við afnám hafta. Hann skipaði til að mynda ráðgjafarhóp um afnám hafta 27. nóvember 2013. Ákvörðun um skipun hópsins var tekin 18. október 2013 af ráðherranefnd um efnahagsmál, sem er skipuð Sigmundi og Bjarna Benediktssyni, fjármála- og efnahagsráðherra. Á sama fundi var ákveðið að stýrinefnd um afnám hafta myndi stýra vinnu stjórnvalda um haftaafnám og að Bjarni yrði nefndarformaður. Auk þess skyldi forsætisráðuneytið tilefna tvo fulltrúa, fjármála- og efnahagsráðuneytið einn og Seðlabankinn einn. Í nefndinni sátu ráðuneytisstjóri forsætisráðuneytisins og Benedikt Árnason, efnahagsráðgjafi Sigmundar. Einnig kom fram í kynningu stjórnvalda á aðgerðaáætlun til losunar hafta síðasta sumar að ráðherranefndin hefði samþykkt þau stöðugleikaskilyrði sem slitabúin þyrftu að uppfylla til að komast hjá 39 prósenta stöðugleikaskatti. Eiríkur bendir á að vegna stjórnskipulegrar stöðu ráðherra megi almennt játa ráðherra svigrúm til að skipa í nefndir á hans vegum til að útfæra pólitíska stefnu hans. „Hitt er annað að þetta svigrúm ráðherra gildir ekki endilega um önnur atriði og því geta fjárhagslegir hagsmunir leitt til vanhæfis hans. Ef hann teldist vanhæfur, ætti hann ekki að koma að málinu sem framkvæmdarvaldshafi,“ segir Eiríkur. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 22. mars.
Panama-skjölin Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Ýmis álitamál um fyrirtækjaleikskóla Aukið fjármagn til að stytta bið Allt gert til „að efla og styrkja enn frekar tengsl okkar við Bandaríkin“ Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Sjá meira
Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“