Stjórnmálamenn verða að deila kjörum með þjóðinni Heimir Már Pétursson skrifar 31. mars 2016 12:33 Formaður Samfylkingarinnar segir ekki flókið að eiga peninga á Íslandi en í stjórnmálum verði menn að velja að deila kjörum með þjóðinni. Forystumenn ríkisstjórnarinnar verði að svara því hvers vegna þeir vilji halda almenningi í hlekkjum krónunnar á meðan þeir búi sjálfir við annan veruleika. Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins, var spurður að því í kvöldfréttum Stöðvar tvö í gær hvort eðlilegt væri að forsætisráðherra og eiginkona hans ættu stórar fjárhæðir á Tortola. „Það er auðvitað augljóslega talsvert flókið að eiga peninga á Íslandi. Það er ekkert að því að fólk sé efnað á Íslandi.“En að eiga peninga á Tortola?„Einhvers staðar verða peningarnir að vera,“ svaraði Sigurður Ingi. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, segir þetta undarlega útleggingu hjá ráðherranum. „Það er ekkert flókið að eiga peninga á Íslandi. En það er þannig að ef menn vilja vera í stjórnmálum verða menn að velja og hafna. Þeir verða að velja hvort þeir ætla að deila kjörum með þjóðinni eða ekki. Um það snýst þetta mál. Það er stóra spurningin sem greinilega ráðherrar þessarar ríkisstjórnar eiga mjög erfitt með að svara, hvort þeir ætli að deila kjörum með þjóðinni,“ segir Árni Páll.Anna Sigurlaug Pálsdóttir og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, segja að skattar vegna félagsins Wintris hafi alltaf verið greiddir hér á landi.VísirVilhjálmur Þorsteinsson sagði af sér embætti gjaldkera Samfylkingarinnar í gær eftir mikla umræðu sem skapaðist um að hann ætti eignarhaldsfélag í Luxemburg, sem hann reyndar vakti athygli á sjálfur að hann hefði átt í mörg ár.Einmitt kannski vegna þess að það er flókið að eiga peninga á Íslandi? Hann nefnir krónuna í því samhengi sem ástæðuna fyrir því að hann hafi félag í Luxemburg.„Já hann á nú heiður skilið fyrir að meta það meta það mest að halda fókusnum á því sem máli skiptir. Sem er trúnaðarbrot forystumanna í ríkisstjórn,“ segir formaður Samfylkingarinnar. Íslenska krónan valdi því að allur almenningur hafi ekki raunverulegt val um hvar hann hafi eignir sínar. „Og reiði fólks er eðlileg þegar menn sjá að þeir sem síðan stjórna landinu og þeir sem ætla okkur að vera föst í þessum hlekkjum, hafa engan áhuga á því að vera sjálfir sjálfir í þessum hlekkjum. Þeir vilja bara binda okkur niður við íslenska krónu en ekki búa við þann veruleika sjálfir,“ segir Árni Páll. Þá hafi flest stórfyrirtæki í útflutningi yfirgefið krónuna. „Og það liggur fyrir tillaga frá fjármálaráðherra um að auðugustu Íslendingarnir fái einir að taka lán í erlendum gjaldmiðli og öðrum Íslendingum verði það bannað. Það undirstrikar enn og aftur eindreginn ásetning þessarar stjórnarforystu til að búa til tvær þjóðir í þessu landi. Þar sem önnur er frjáls, býr ekki við nein landamæri, en þorri fólks er fastur hér tjóðraður og kemst hvorki lönd né strönd,“ segir Árni Páll Árnason. Panama-skjölin Tengdar fréttir Flókið að eiga peninga á Íslandi að mati atvinnuvegaráðherra Heilbrigðisráðherra segir nauðsynlegt að þingmenn Sjálfstæðisflokksins ræði aflandsmálin en atvinnuvegaráðherra segir málin ekki hafa veikt ríkisstjórnina. 30. mars 2016 18:36 Ráðherrarnir þrír sem tengjast aflandsfélögum í skattaskjólum Forsætisráðherra, fjármálaráðherra og innanríkisráðherra. 29. mars 2016 19:08 Aflandsfélög og skattaskjól: Löglegt en siðlaust? Ótrúverðugt þegar fólk á svona félög en segist ekki ætla sér að hafa neitt hagræði af því, segir fyrrverandi ríkisskattstjóri. 31. mars 2016 10:30 Birti upplýsingar um fjármál 2009 en nefndi ekki hlut sinn í Wintris Forsætisráðherra var enn skráður fyrir félaginu þegar samantekt um hagsmunatengsl hans var birt fyrir kosningar. 29. mars 2016 13:30 Skoða þurfi Wintris málið í samhengi við árangur Sigmundar Stjórnarþingmaður segir að skoða verði þögn forsætisráðherra um félagið Wintris í samhengi við þá staðreynd að hann barðist fyrir hagsmunum almennings gegn slitabúunum, ekki hagsmunum konu sinnar. Vantrauststillaga er talin styrkja forsætisráðherra og það er ólíklegt að það þjóni hagsmunum stjórnarandstöðunnar að leggja hana fram. 29. mars 2016 19:08 Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Fleiri fréttir „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Sjá meira
Formaður Samfylkingarinnar segir ekki flókið að eiga peninga á Íslandi en í stjórnmálum verði menn að velja að deila kjörum með þjóðinni. Forystumenn ríkisstjórnarinnar verði að svara því hvers vegna þeir vilji halda almenningi í hlekkjum krónunnar á meðan þeir búi sjálfir við annan veruleika. Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins, var spurður að því í kvöldfréttum Stöðvar tvö í gær hvort eðlilegt væri að forsætisráðherra og eiginkona hans ættu stórar fjárhæðir á Tortola. „Það er auðvitað augljóslega talsvert flókið að eiga peninga á Íslandi. Það er ekkert að því að fólk sé efnað á Íslandi.“En að eiga peninga á Tortola?„Einhvers staðar verða peningarnir að vera,“ svaraði Sigurður Ingi. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, segir þetta undarlega útleggingu hjá ráðherranum. „Það er ekkert flókið að eiga peninga á Íslandi. En það er þannig að ef menn vilja vera í stjórnmálum verða menn að velja og hafna. Þeir verða að velja hvort þeir ætla að deila kjörum með þjóðinni eða ekki. Um það snýst þetta mál. Það er stóra spurningin sem greinilega ráðherrar þessarar ríkisstjórnar eiga mjög erfitt með að svara, hvort þeir ætli að deila kjörum með þjóðinni,“ segir Árni Páll.Anna Sigurlaug Pálsdóttir og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, segja að skattar vegna félagsins Wintris hafi alltaf verið greiddir hér á landi.VísirVilhjálmur Þorsteinsson sagði af sér embætti gjaldkera Samfylkingarinnar í gær eftir mikla umræðu sem skapaðist um að hann ætti eignarhaldsfélag í Luxemburg, sem hann reyndar vakti athygli á sjálfur að hann hefði átt í mörg ár.Einmitt kannski vegna þess að það er flókið að eiga peninga á Íslandi? Hann nefnir krónuna í því samhengi sem ástæðuna fyrir því að hann hafi félag í Luxemburg.„Já hann á nú heiður skilið fyrir að meta það meta það mest að halda fókusnum á því sem máli skiptir. Sem er trúnaðarbrot forystumanna í ríkisstjórn,“ segir formaður Samfylkingarinnar. Íslenska krónan valdi því að allur almenningur hafi ekki raunverulegt val um hvar hann hafi eignir sínar. „Og reiði fólks er eðlileg þegar menn sjá að þeir sem síðan stjórna landinu og þeir sem ætla okkur að vera föst í þessum hlekkjum, hafa engan áhuga á því að vera sjálfir sjálfir í þessum hlekkjum. Þeir vilja bara binda okkur niður við íslenska krónu en ekki búa við þann veruleika sjálfir,“ segir Árni Páll. Þá hafi flest stórfyrirtæki í útflutningi yfirgefið krónuna. „Og það liggur fyrir tillaga frá fjármálaráðherra um að auðugustu Íslendingarnir fái einir að taka lán í erlendum gjaldmiðli og öðrum Íslendingum verði það bannað. Það undirstrikar enn og aftur eindreginn ásetning þessarar stjórnarforystu til að búa til tvær þjóðir í þessu landi. Þar sem önnur er frjáls, býr ekki við nein landamæri, en þorri fólks er fastur hér tjóðraður og kemst hvorki lönd né strönd,“ segir Árni Páll Árnason.
Panama-skjölin Tengdar fréttir Flókið að eiga peninga á Íslandi að mati atvinnuvegaráðherra Heilbrigðisráðherra segir nauðsynlegt að þingmenn Sjálfstæðisflokksins ræði aflandsmálin en atvinnuvegaráðherra segir málin ekki hafa veikt ríkisstjórnina. 30. mars 2016 18:36 Ráðherrarnir þrír sem tengjast aflandsfélögum í skattaskjólum Forsætisráðherra, fjármálaráðherra og innanríkisráðherra. 29. mars 2016 19:08 Aflandsfélög og skattaskjól: Löglegt en siðlaust? Ótrúverðugt þegar fólk á svona félög en segist ekki ætla sér að hafa neitt hagræði af því, segir fyrrverandi ríkisskattstjóri. 31. mars 2016 10:30 Birti upplýsingar um fjármál 2009 en nefndi ekki hlut sinn í Wintris Forsætisráðherra var enn skráður fyrir félaginu þegar samantekt um hagsmunatengsl hans var birt fyrir kosningar. 29. mars 2016 13:30 Skoða þurfi Wintris málið í samhengi við árangur Sigmundar Stjórnarþingmaður segir að skoða verði þögn forsætisráðherra um félagið Wintris í samhengi við þá staðreynd að hann barðist fyrir hagsmunum almennings gegn slitabúunum, ekki hagsmunum konu sinnar. Vantrauststillaga er talin styrkja forsætisráðherra og það er ólíklegt að það þjóni hagsmunum stjórnarandstöðunnar að leggja hana fram. 29. mars 2016 19:08 Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Fleiri fréttir „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Sjá meira
Flókið að eiga peninga á Íslandi að mati atvinnuvegaráðherra Heilbrigðisráðherra segir nauðsynlegt að þingmenn Sjálfstæðisflokksins ræði aflandsmálin en atvinnuvegaráðherra segir málin ekki hafa veikt ríkisstjórnina. 30. mars 2016 18:36
Ráðherrarnir þrír sem tengjast aflandsfélögum í skattaskjólum Forsætisráðherra, fjármálaráðherra og innanríkisráðherra. 29. mars 2016 19:08
Aflandsfélög og skattaskjól: Löglegt en siðlaust? Ótrúverðugt þegar fólk á svona félög en segist ekki ætla sér að hafa neitt hagræði af því, segir fyrrverandi ríkisskattstjóri. 31. mars 2016 10:30
Birti upplýsingar um fjármál 2009 en nefndi ekki hlut sinn í Wintris Forsætisráðherra var enn skráður fyrir félaginu þegar samantekt um hagsmunatengsl hans var birt fyrir kosningar. 29. mars 2016 13:30
Skoða þurfi Wintris málið í samhengi við árangur Sigmundar Stjórnarþingmaður segir að skoða verði þögn forsætisráðherra um félagið Wintris í samhengi við þá staðreynd að hann barðist fyrir hagsmunum almennings gegn slitabúunum, ekki hagsmunum konu sinnar. Vantrauststillaga er talin styrkja forsætisráðherra og það er ólíklegt að það þjóni hagsmunum stjórnarandstöðunnar að leggja hana fram. 29. mars 2016 19:08