Sanders og Cruz láta til sín taka í forvalinu um forsetaefnið Sæunn Gísladóttir skrifar 7. apríl 2016 07:00 Bernie Sanders Nordicphotos/AFP Repúblikaninn Ted Cruz fór með sigur af hólmi í forkosningum sem fram fóru í Wisconsin á þriðjudagsnótt. Á sama tíma sigraði demókratinn Bernie Sanders, en hann hefur sigrað í sex af sjö síðustu ríkjum sem kosið hefur verið í. Svo virðist sem Hillary Clinton hafi ekki náð að sannfæra demókrata um styrk framboðs síns til forseta Bandaríkjanna, og er nú líklegra en áður að Trump muni eiga í erfiðleikum með að tryggja sér nægilegan fjölda kjörmanna til að verða forsetaefni Repúblíkanaflokksins. Sigur Cruz er áfall fyrir Donald Trump sem hingað til hefur verið á sigurbraut. Trump þarf 1.237 kjörmenn til að hljóta tilnefningu Repúblikanaflokksins. Hann hefur nú þegar tryggt sér 743 kjörmenn. Þrír eru enn í framboði, hinir tveir, þeir Cruz og John Kasich, binda nú vonir við að enginn þeirra nái tilætluðum fjölda. Gerist það, verður útnefningin á komandi landsþingi í höndum leiðtoga flokksins en ekki kjósenda. Ósigur Trumps kemur eftir erfiða viku þar sem hann dró til baka orð sín um að refsa ætti konum sem hefðu farið í fóstureyðingu ef lögbann yrði sett á fóstureyðingar. Demókrataframbjóðendur þurfa 2.383 kjörmenn til að verða forsetaefni flokksins. Bernie Sanders og Hillary Clinton berjast hart um tilnefninguna. Þrátt fyrir sigur í Wisconsin, þar sem Sanders tryggði sér 47 kjörmenn en Clinton 36, nær Sanders lítið að saxa á forskotið sem Hillary hefur á hann. Hann hefur nú tryggt sér 1.027 kjörmenn, en hún 1.279. Jafnframt hefur Bernie tryggt sér 31 ofurkjörfulltrúa svokallaða, en Clinton 469.Næstu kosningar í forvali beggja flokka fara fram í New York þann 19. apríl næstkomandi og eftir það fara fram kosningar í fimm ríkjum á austurströnd Bandaríkjanna þann 26. apríl. Clinton er spáð góðu gengi í þeim kosningum, en hún var öldungadeildarþingmaður fyrir New York-fylki á árunum 2001 til 2009. Síðustu forkosningar verða haldnar þann 14. júní næstkomandi. Forkosningar hafa staðið frá því 1. febrúar síðastliðinn þegar þær hófust í Iowa. Flokkarnir tilnefna formlega frambjóðendur sína á flokksþingunum í júlí. Þá verður einnig ljóst hvert verður varaforsetaefni frambjóðandans. Hafi enginn frambjóðandi tryggt sér nægilega marga kjörmenn þegar kemur að flokksþinginu, verður frambjóðandi endanlega valinn á flokksþinginu. Slíkt hefur þó ekki gerst frá því á flokksþingi repúblikana árið 1976. Flokksþing repúblikana fer að þessu sinni fram í Cleveland í Ohio dagana 18. til 21. júlí, en flokksþing demókrata í Philadelphiu í Pennsylvaníu 25. til 28. júlí. Þá verður ljóst hverjir munu etja kappi um að verða arftaki Baracks Obama í stóli forseta þann 20. janúar 2017.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 7. apríl Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Sjá meira
Repúblikaninn Ted Cruz fór með sigur af hólmi í forkosningum sem fram fóru í Wisconsin á þriðjudagsnótt. Á sama tíma sigraði demókratinn Bernie Sanders, en hann hefur sigrað í sex af sjö síðustu ríkjum sem kosið hefur verið í. Svo virðist sem Hillary Clinton hafi ekki náð að sannfæra demókrata um styrk framboðs síns til forseta Bandaríkjanna, og er nú líklegra en áður að Trump muni eiga í erfiðleikum með að tryggja sér nægilegan fjölda kjörmanna til að verða forsetaefni Repúblíkanaflokksins. Sigur Cruz er áfall fyrir Donald Trump sem hingað til hefur verið á sigurbraut. Trump þarf 1.237 kjörmenn til að hljóta tilnefningu Repúblikanaflokksins. Hann hefur nú þegar tryggt sér 743 kjörmenn. Þrír eru enn í framboði, hinir tveir, þeir Cruz og John Kasich, binda nú vonir við að enginn þeirra nái tilætluðum fjölda. Gerist það, verður útnefningin á komandi landsþingi í höndum leiðtoga flokksins en ekki kjósenda. Ósigur Trumps kemur eftir erfiða viku þar sem hann dró til baka orð sín um að refsa ætti konum sem hefðu farið í fóstureyðingu ef lögbann yrði sett á fóstureyðingar. Demókrataframbjóðendur þurfa 2.383 kjörmenn til að verða forsetaefni flokksins. Bernie Sanders og Hillary Clinton berjast hart um tilnefninguna. Þrátt fyrir sigur í Wisconsin, þar sem Sanders tryggði sér 47 kjörmenn en Clinton 36, nær Sanders lítið að saxa á forskotið sem Hillary hefur á hann. Hann hefur nú tryggt sér 1.027 kjörmenn, en hún 1.279. Jafnframt hefur Bernie tryggt sér 31 ofurkjörfulltrúa svokallaða, en Clinton 469.Næstu kosningar í forvali beggja flokka fara fram í New York þann 19. apríl næstkomandi og eftir það fara fram kosningar í fimm ríkjum á austurströnd Bandaríkjanna þann 26. apríl. Clinton er spáð góðu gengi í þeim kosningum, en hún var öldungadeildarþingmaður fyrir New York-fylki á árunum 2001 til 2009. Síðustu forkosningar verða haldnar þann 14. júní næstkomandi. Forkosningar hafa staðið frá því 1. febrúar síðastliðinn þegar þær hófust í Iowa. Flokkarnir tilnefna formlega frambjóðendur sína á flokksþingunum í júlí. Þá verður einnig ljóst hvert verður varaforsetaefni frambjóðandans. Hafi enginn frambjóðandi tryggt sér nægilega marga kjörmenn þegar kemur að flokksþinginu, verður frambjóðandi endanlega valinn á flokksþinginu. Slíkt hefur þó ekki gerst frá því á flokksþingi repúblikana árið 1976. Flokksþing repúblikana fer að þessu sinni fram í Cleveland í Ohio dagana 18. til 21. júlí, en flokksþing demókrata í Philadelphiu í Pennsylvaníu 25. til 28. júlí. Þá verður ljóst hverjir munu etja kappi um að verða arftaki Baracks Obama í stóli forseta þann 20. janúar 2017.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 7. apríl
Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Sjá meira