Atvinnufrelsi ökuleiðsögumanna er skert Guðrún Helga Sigurðardóttir skrifar 7. júní 2016 07:00 Regluverk um fólksflutninga á landi skerða atvinnufrelsi ökuleiðsögumanna. Í starfi sínu þurfa leiðsögumenn að fara með ferðamenn um hina ýmsu staði til að geta sinnt starfi sínu með eðlilegum hætti. Ökuleiðsögumönnum er hins vegar óheimilt að leiðsegja akandi í farartækjum fyrir færri en átta farþega nema í rútum, breyttum jeppum eða eðalvögnum. Í því felst vandinn. Mjög óhagkvæmt er að leiðsegja litlum hópum í stórum rútum. Í tólf til átján farþega rútu tapast nándin sem ferðamenn sækjast eftir þegar þeir ráða akandi einkaleiðsögumann. Breyttir jeppar eru óþarfir á helstu vegum landsins. Mörgum ferðamönnum þykir auk þess erfitt og hvimleitt að þurfa að klifra upp í breytta jeppa. Almennt séð er engin ástæða til að keyra með ferðamenn á fjallatrukkum og jöklajeppum nema farið sé um fjallvegi, yfir ár eða jökla. Eðalvagnar eru lúxusbílar, væntanlega limósínur og svipuð farartæki. Þessi ökutæki henta ekki í ferðir út fyrir Reykjavík. Engin ástæða er heldur til að notast við eðalvagna þegar ferðamennirnir óska sjálfir eftir sparneytnum fólksbílum. Stofnkostnaðurinn við eðalvagn er óþarflega dýr og getur reynst of stór biti. Þá vilja alls ekki allir ferðamenn ferðast í limósínum. Ferðamennirnir eru ekkert endilega að sækjast eftir lúxus, eðalvagnar höfða ekkert sérstaklega til þeirra. Þeir vilja bara fá að kynnast landi og þjóð í gegnum góðan leiðsögumann sem hjálpar þeim að heimsækja landið og leiðbeinir þeim um landslag, náttúru og sögu sem og þau mörk sem heimamenn hafa. Loftslagsmálin hafa verið mikið til umræðu síðustu mánuði. Það er í takt við þróunina að nota sparneytna bíla. Venjulegir bílar, ekki síst rafmagnsbílar, hljóta að koma sterkar inn í ferðaþjónustuna. Ökuleiðsögumenn eiga að geta nýtt sér þessa bíla.Fagmenntuðum mismunað Leigubílastöðvar auglýsa leiðsögn á leigubílum um náttúruperlur landsins. Búast má við að einhverjir, kannski margir, leigubílstjórar sinni þessari leiðsögn án þess að hafa til þess fagmenntun. Ósanngjarnt er að fagmenntaðir leiðsögumenn sem hafa bæði leigubílapróf og rútupróf megi ekki leiðsegja á allt að átta farþega bílum meðan ófagmenntaðir leigubílstjórar geta gert það í skjóli laga og reglna. Hvaða réttlæti er í því? Fagmenntaðir ökuleiðsögumenn hafa menntun til þess að sinna leiðsögn, þeir eru líka með meirapróf og hafa menntun til að sinna akstri um leið, bæði svokallað leigubílapróf (án þess að það eitt sér nýtist þeim á nokkurn hátt faglega eða starfslega). Einnig eru þeir með próf á litlar og jafnvel stórar rútur. Þessi próf nýtast ekki vegna skerðandi ákvæða í lögum og reglugerðum. Fagmenntuðum ökuleiðsögumönnum er mismunað. Þeir búa ekki við sama atvinnufrelsi og aðrar stéttir. Þeir hafa ekki frelsi til að velja sér þau ökutæki sem þeim þykir best henta í sínu starfi eða rekstri. Þessu þarf að breyta. Engin ástæða er til að skerða atvinnufrelsi ökuleiðsögumanna með þessum hætti. Engin ástæða er til að taka þá út úr og hefta frelsi þeirra umfram aðrar stéttir til að velja sér það atvinnutæki sem þeim þykir best henta til að geta stundað vinnu sína með eðlilegum hætti. Reglugerðarákvæðum þarf því að breyta strax og opna fyrir starfsfrelsi og starfsmöguleika ökuleiðsögumanna að fullu þannig að þeir geti valið það ökutæki sem þeim þykir henta. Þeir þurfa að geta leiðsagt litlum hópum í farartækjum fyrir átta farþega eða færri.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Sjá meira
Regluverk um fólksflutninga á landi skerða atvinnufrelsi ökuleiðsögumanna. Í starfi sínu þurfa leiðsögumenn að fara með ferðamenn um hina ýmsu staði til að geta sinnt starfi sínu með eðlilegum hætti. Ökuleiðsögumönnum er hins vegar óheimilt að leiðsegja akandi í farartækjum fyrir færri en átta farþega nema í rútum, breyttum jeppum eða eðalvögnum. Í því felst vandinn. Mjög óhagkvæmt er að leiðsegja litlum hópum í stórum rútum. Í tólf til átján farþega rútu tapast nándin sem ferðamenn sækjast eftir þegar þeir ráða akandi einkaleiðsögumann. Breyttir jeppar eru óþarfir á helstu vegum landsins. Mörgum ferðamönnum þykir auk þess erfitt og hvimleitt að þurfa að klifra upp í breytta jeppa. Almennt séð er engin ástæða til að keyra með ferðamenn á fjallatrukkum og jöklajeppum nema farið sé um fjallvegi, yfir ár eða jökla. Eðalvagnar eru lúxusbílar, væntanlega limósínur og svipuð farartæki. Þessi ökutæki henta ekki í ferðir út fyrir Reykjavík. Engin ástæða er heldur til að notast við eðalvagna þegar ferðamennirnir óska sjálfir eftir sparneytnum fólksbílum. Stofnkostnaðurinn við eðalvagn er óþarflega dýr og getur reynst of stór biti. Þá vilja alls ekki allir ferðamenn ferðast í limósínum. Ferðamennirnir eru ekkert endilega að sækjast eftir lúxus, eðalvagnar höfða ekkert sérstaklega til þeirra. Þeir vilja bara fá að kynnast landi og þjóð í gegnum góðan leiðsögumann sem hjálpar þeim að heimsækja landið og leiðbeinir þeim um landslag, náttúru og sögu sem og þau mörk sem heimamenn hafa. Loftslagsmálin hafa verið mikið til umræðu síðustu mánuði. Það er í takt við þróunina að nota sparneytna bíla. Venjulegir bílar, ekki síst rafmagnsbílar, hljóta að koma sterkar inn í ferðaþjónustuna. Ökuleiðsögumenn eiga að geta nýtt sér þessa bíla.Fagmenntuðum mismunað Leigubílastöðvar auglýsa leiðsögn á leigubílum um náttúruperlur landsins. Búast má við að einhverjir, kannski margir, leigubílstjórar sinni þessari leiðsögn án þess að hafa til þess fagmenntun. Ósanngjarnt er að fagmenntaðir leiðsögumenn sem hafa bæði leigubílapróf og rútupróf megi ekki leiðsegja á allt að átta farþega bílum meðan ófagmenntaðir leigubílstjórar geta gert það í skjóli laga og reglna. Hvaða réttlæti er í því? Fagmenntaðir ökuleiðsögumenn hafa menntun til þess að sinna leiðsögn, þeir eru líka með meirapróf og hafa menntun til að sinna akstri um leið, bæði svokallað leigubílapróf (án þess að það eitt sér nýtist þeim á nokkurn hátt faglega eða starfslega). Einnig eru þeir með próf á litlar og jafnvel stórar rútur. Þessi próf nýtast ekki vegna skerðandi ákvæða í lögum og reglugerðum. Fagmenntuðum ökuleiðsögumönnum er mismunað. Þeir búa ekki við sama atvinnufrelsi og aðrar stéttir. Þeir hafa ekki frelsi til að velja sér þau ökutæki sem þeim þykir best henta í sínu starfi eða rekstri. Þessu þarf að breyta. Engin ástæða er til að skerða atvinnufrelsi ökuleiðsögumanna með þessum hætti. Engin ástæða er til að taka þá út úr og hefta frelsi þeirra umfram aðrar stéttir til að velja sér það atvinnutæki sem þeim þykir best henta til að geta stundað vinnu sína með eðlilegum hætti. Reglugerðarákvæðum þarf því að breyta strax og opna fyrir starfsfrelsi og starfsmöguleika ökuleiðsögumanna að fullu þannig að þeir geti valið það ökutæki sem þeim þykir henta. Þeir þurfa að geta leiðsagt litlum hópum í farartækjum fyrir átta farþega eða færri.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun