Gestasprettur í borginni Jakob Frímann Magnússon skrifar 1. júní 2016 07:00 Fáa hefði órað fyrir því árið 2003 að 300 þúsund erlendir ferðamenn þess árs á Íslandi yrðu orðnir að heilum 2 milljónum árið 2017. Sú staðreynd blasir nú við. Dulbúin gæfa fólst í Eyjafjallajökulsgosinu 2010 og þeim vel ígrunduðu ráðstöfunum sem gripið var til í kjölfar þess við markaðssetningu á áfangastaðnum Íslandi, ekki síst að vetrarlagi, en á þeim árstíma hefur vöxturinn orðið hlutfallslega hraðastur. Þetta skýrir að nokkru þann búhnykk sem glætt hefur efnahag landsins að undanförnu og samkvæmt nýjum spám Samtaka atvinnulífsins mun framlag ferðaþjónustunnar til þjóðarbúsins verða margfalt á við fiskveiðar, landbúnað og álbræðslu innan fárra ára. Fylgifiskar þessa hraða vaxtar blasa síðan við í þeim fjölda nýrra hótela og annarra gistirýma sem sprottið hafa upp og ekki sér fyrir endann á. Hröð uppbygging þessa mætir þó engan veginn brýnustu þörfum og ef AirBnB nyti ekki við, væri útilokað að veita væntanlegum tveimur milljónum gesta gistingu á komandi ári. AirBnB veitir fjölda Íslendinga hlutdeild í þessari nýju ofurbúgrein og á vafalítið þátt í að sætta almenning við þær hliðarverkanir sem óhjákvæmilega fylgja þeim umbreytingum sem yfirstandandi eru um þessar mundir og ýmsir líkja við e.k. hernámsástand.Nafli alheimsins? Mikið framboð á fjármagni til hótelbygginga og annarra innviða ferðaþjónustunnar hefur valdið umtalsverðum vaxtarverkjum, ekki síst í miðborginni. Þolrif rekstraraðila, einkum á Laugavegi og Hverfisgötu, hafa verið þanin til hins ýtrasta á undanförnum misserum en nú sér sem betur fer fyrir endann á því helsta: Stækkunarframkvæmdum á Hótel Öldu við Laugaveg 66-70 er að mestu lokið, sama gildir um Sandholt bakarí, Laugavegi 34, stefnt er að því að framkvæmdum á Laugavegshlið Frakkastígsreits verði lokið fyrir 17. júní og senn er lokið meginframkvæmdum á Hljómalindarreit, a.m.k. á því húsnæði sem snýr að Laugavegi 17-19 og að Hverfisgötu þar sem Icelandair mun opna nýtt hótel á næstu vikum. Við Laugaveg 4-6 eru hins vegar nýhafnar framkvæmdir á lítilli miðborgarkringlu á þremur hæðum sem standa munu yfir næstu 2-3 misseri og fela m.a. í sér opið flæði milli Skólavörðustígs og Laugavegs . Þá reyndist óhjákvæmilegt að endurgera Smiðjustíg milli Laugavegs og Hverfisgötu m.a. vegna hæðarmunar á gamla stígnum og nýja Hljómalindarreitnum. Í framhaldi af því þótti skynsamlegt að ljúka endurgerð á Hverfisgötu frá Smiðjustíg að Klapparstíg með tilheyrandi jarðvegsskiptum og endurgerð lagna og skolpræsakerfis sem rekja má heila öld aftur í tímann. Að því verki loknu á einungis eftir að lagfæra vestasta hluta Hverfisgötunnar, frá Smiðjustíg að Lækjargötu og er horft til lúkningar þess fyrir 2018. Mætti að því verki loknu halda því fram með gildum rökum að Hverfisgata verðskuldi sæmdarheitið „glæstasta breiðgata landsins“, sannkölluð Boulevard sem skartar fjölmörgum af fegurstu byggingum höfuðborgarinnar. Ýmislegt fleira mætti hér nefna en að öllu samanlögðu og frágengnu blasir við ein fallegasta, skemmtilegasta og aðgengilegasta miðborg Evrópu.Spámenn annars föðurlands Mælingar undanfarinna ára hafa speglað mikla ánægju erlendra ferðamanna. 92%-98% þeirra sem sótt hafa Reykjavík heim á mismunandi árstímum lýsa mikilli ánægju með höfuðborgina okkar og mæla eindregið með heimsókn hingað. Það þarf ekki að koma á óvart. Þúsundir viðburða af ólíkum toga prýða borgina á ári hverju , þ.m.t. 75 veglegar hátíðir. Hátíð hafsins er ein þeirra og verður nú um helgina, með tilheyrandi Fiskisúpudegi og skemmtilegheitum. Skapandi greinar blómstra hér sem aldrei fyrr og sérstaða miðborgarinnar okkar felst ekki bara í rótgrónum sjarma heldur því hve upplifunarstaðir og möguleikar þeim tengdir eru fjölbreytilegir og í þægilegri fjarlægð hver frá öðrum. 95% þeirra sem heimsækja Ísland heimsækja og sjálfa miðborgina. Það er mikilvægt að við sem hér búum minnum hvert annað á hve lánsöm við í raun erum í þessum efnum. Við eigum frábæra borg, fágæta miðborg. Á nýlegri ráðstefnu í Hörpu þar sem menningarborgirnar Berlín og Reykjavík voru teknar til umfjöllunar og samanburðar sem áfangastaðir ferðamanna, áttu forsvarsmenn hinnar þýsku sendinefndar lokaorðin: Svo virðist sem framtíð áfangastaðarins Reykjavíkur sé einstaklega björt og glæsileg. Þið þurfið að líkindum engu að kvíða!Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 1. júní Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Jakob Frímann Magnússon Mest lesið Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Skoðun Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Sjá meira
Fáa hefði órað fyrir því árið 2003 að 300 þúsund erlendir ferðamenn þess árs á Íslandi yrðu orðnir að heilum 2 milljónum árið 2017. Sú staðreynd blasir nú við. Dulbúin gæfa fólst í Eyjafjallajökulsgosinu 2010 og þeim vel ígrunduðu ráðstöfunum sem gripið var til í kjölfar þess við markaðssetningu á áfangastaðnum Íslandi, ekki síst að vetrarlagi, en á þeim árstíma hefur vöxturinn orðið hlutfallslega hraðastur. Þetta skýrir að nokkru þann búhnykk sem glætt hefur efnahag landsins að undanförnu og samkvæmt nýjum spám Samtaka atvinnulífsins mun framlag ferðaþjónustunnar til þjóðarbúsins verða margfalt á við fiskveiðar, landbúnað og álbræðslu innan fárra ára. Fylgifiskar þessa hraða vaxtar blasa síðan við í þeim fjölda nýrra hótela og annarra gistirýma sem sprottið hafa upp og ekki sér fyrir endann á. Hröð uppbygging þessa mætir þó engan veginn brýnustu þörfum og ef AirBnB nyti ekki við, væri útilokað að veita væntanlegum tveimur milljónum gesta gistingu á komandi ári. AirBnB veitir fjölda Íslendinga hlutdeild í þessari nýju ofurbúgrein og á vafalítið þátt í að sætta almenning við þær hliðarverkanir sem óhjákvæmilega fylgja þeim umbreytingum sem yfirstandandi eru um þessar mundir og ýmsir líkja við e.k. hernámsástand.Nafli alheimsins? Mikið framboð á fjármagni til hótelbygginga og annarra innviða ferðaþjónustunnar hefur valdið umtalsverðum vaxtarverkjum, ekki síst í miðborginni. Þolrif rekstraraðila, einkum á Laugavegi og Hverfisgötu, hafa verið þanin til hins ýtrasta á undanförnum misserum en nú sér sem betur fer fyrir endann á því helsta: Stækkunarframkvæmdum á Hótel Öldu við Laugaveg 66-70 er að mestu lokið, sama gildir um Sandholt bakarí, Laugavegi 34, stefnt er að því að framkvæmdum á Laugavegshlið Frakkastígsreits verði lokið fyrir 17. júní og senn er lokið meginframkvæmdum á Hljómalindarreit, a.m.k. á því húsnæði sem snýr að Laugavegi 17-19 og að Hverfisgötu þar sem Icelandair mun opna nýtt hótel á næstu vikum. Við Laugaveg 4-6 eru hins vegar nýhafnar framkvæmdir á lítilli miðborgarkringlu á þremur hæðum sem standa munu yfir næstu 2-3 misseri og fela m.a. í sér opið flæði milli Skólavörðustígs og Laugavegs . Þá reyndist óhjákvæmilegt að endurgera Smiðjustíg milli Laugavegs og Hverfisgötu m.a. vegna hæðarmunar á gamla stígnum og nýja Hljómalindarreitnum. Í framhaldi af því þótti skynsamlegt að ljúka endurgerð á Hverfisgötu frá Smiðjustíg að Klapparstíg með tilheyrandi jarðvegsskiptum og endurgerð lagna og skolpræsakerfis sem rekja má heila öld aftur í tímann. Að því verki loknu á einungis eftir að lagfæra vestasta hluta Hverfisgötunnar, frá Smiðjustíg að Lækjargötu og er horft til lúkningar þess fyrir 2018. Mætti að því verki loknu halda því fram með gildum rökum að Hverfisgata verðskuldi sæmdarheitið „glæstasta breiðgata landsins“, sannkölluð Boulevard sem skartar fjölmörgum af fegurstu byggingum höfuðborgarinnar. Ýmislegt fleira mætti hér nefna en að öllu samanlögðu og frágengnu blasir við ein fallegasta, skemmtilegasta og aðgengilegasta miðborg Evrópu.Spámenn annars föðurlands Mælingar undanfarinna ára hafa speglað mikla ánægju erlendra ferðamanna. 92%-98% þeirra sem sótt hafa Reykjavík heim á mismunandi árstímum lýsa mikilli ánægju með höfuðborgina okkar og mæla eindregið með heimsókn hingað. Það þarf ekki að koma á óvart. Þúsundir viðburða af ólíkum toga prýða borgina á ári hverju , þ.m.t. 75 veglegar hátíðir. Hátíð hafsins er ein þeirra og verður nú um helgina, með tilheyrandi Fiskisúpudegi og skemmtilegheitum. Skapandi greinar blómstra hér sem aldrei fyrr og sérstaða miðborgarinnar okkar felst ekki bara í rótgrónum sjarma heldur því hve upplifunarstaðir og möguleikar þeim tengdir eru fjölbreytilegir og í þægilegri fjarlægð hver frá öðrum. 95% þeirra sem heimsækja Ísland heimsækja og sjálfa miðborgina. Það er mikilvægt að við sem hér búum minnum hvert annað á hve lánsöm við í raun erum í þessum efnum. Við eigum frábæra borg, fágæta miðborg. Á nýlegri ráðstefnu í Hörpu þar sem menningarborgirnar Berlín og Reykjavík voru teknar til umfjöllunar og samanburðar sem áfangastaðir ferðamanna, áttu forsvarsmenn hinnar þýsku sendinefndar lokaorðin: Svo virðist sem framtíð áfangastaðarins Reykjavíkur sé einstaklega björt og glæsileg. Þið þurfið að líkindum engu að kvíða!Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 1. júní
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun