Sannleikurinn um sykurskatt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar 10. ágúst 2016 10:00 Um liðna helgi bárust fréttir af því að embætti landlæknis teldi nauðsynlegt að hækka virðisaukaskatt á sykraðar matvörur úr 11% í 24%. Rökstuðningur embættisins var á þá leið að niðurstöður rannsókna sýndu að álögur á gosdrykki gætu verið árangursrík leið til að draga úr neyslu. Þá var vísað til reynslu annarra ríkja, sem sýndi að aukin skattheimta á sykruð matvæli skilaði árangri og var Mexíkó þar sérstaklega nefnt. Hið rétta er að sykurskattur er vond leið til að reyna að stýra neyslu á sykruðum matvælum. Því til stuðnings þarf hvorki að benda á ónefndar erlendar rannsóknir né reynslu ríkja á borð við Mexíkó, sem eiga lítt sambærilegt við Ísland. Staðreyndin er sú að sykurskattur var lagður á hér á landi í mars 2013 í formi vörugjalda. Hann var aflagður í árslok 2014. Áhrif skattsins voru engin á neyslu, en tekjur ríkissjóðs jukust hins vegar um einn milljarð króna. Neytendur héldu því áfram að kaupa sykruð matvæli þrátt fyrir að þau væru dýrari. Ekki hefði verið úr vegi að inna landlæknisembættið eftir þessari niðurstöðu, þegar embættið fer nú aftur af stað með tillögur um að draga fleiri krónur úr vasa neytenda. Þar sem reynsla Mexíkó var sérstaklega nefnd, hefði heldur ekki verið úr vegi að upplýsa að sala á sykruðum gosdrykkjum hefur aftur farið vaxandi þar í landi. Þegar sykurskattur á gosdrykki var lagður á í Mexíkó dróst sala þeirra saman um 1,9% árið 2014. Árið 2015 jókst salan hins vegar aftur um 0,5%. Áhrifin voru því skammvinn. Þá verður ekki hjá því litið að samhliða var ráðist í aðrar aðgerðir, meðal annars forvarnir og fræðslu, á vegum mexíkóska ríkisins til að draga úr offitu. Samdrátt í sölu má því einnig rekja til þeirra aðgerða. Ekki er síður athyglivert að mjólkurvörur og ávaxtasafar voru ekki skattlögð með sambærilegum hætti og gosdrykkir. Neysla þessara afurða jókst þannig um leið og sala gosdrykkja dróst saman. Neytendur færðu sig því frá einni sykraðri vöru í aðra. Neyslu sykraðra matvæla verður ekki stýrt með sköttum, boðum og bönnum. Lýðheilsa er best tryggð með fræðslu og forvörnum. Að endingu er það síðan neytandinn sjálfur sem á að hafa val um það hvaða mat hann leggur sér til munns. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiðrún Lind Marteinsdóttir Mest lesið Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Sjá meira
Um liðna helgi bárust fréttir af því að embætti landlæknis teldi nauðsynlegt að hækka virðisaukaskatt á sykraðar matvörur úr 11% í 24%. Rökstuðningur embættisins var á þá leið að niðurstöður rannsókna sýndu að álögur á gosdrykki gætu verið árangursrík leið til að draga úr neyslu. Þá var vísað til reynslu annarra ríkja, sem sýndi að aukin skattheimta á sykruð matvæli skilaði árangri og var Mexíkó þar sérstaklega nefnt. Hið rétta er að sykurskattur er vond leið til að reyna að stýra neyslu á sykruðum matvælum. Því til stuðnings þarf hvorki að benda á ónefndar erlendar rannsóknir né reynslu ríkja á borð við Mexíkó, sem eiga lítt sambærilegt við Ísland. Staðreyndin er sú að sykurskattur var lagður á hér á landi í mars 2013 í formi vörugjalda. Hann var aflagður í árslok 2014. Áhrif skattsins voru engin á neyslu, en tekjur ríkissjóðs jukust hins vegar um einn milljarð króna. Neytendur héldu því áfram að kaupa sykruð matvæli þrátt fyrir að þau væru dýrari. Ekki hefði verið úr vegi að inna landlæknisembættið eftir þessari niðurstöðu, þegar embættið fer nú aftur af stað með tillögur um að draga fleiri krónur úr vasa neytenda. Þar sem reynsla Mexíkó var sérstaklega nefnd, hefði heldur ekki verið úr vegi að upplýsa að sala á sykruðum gosdrykkjum hefur aftur farið vaxandi þar í landi. Þegar sykurskattur á gosdrykki var lagður á í Mexíkó dróst sala þeirra saman um 1,9% árið 2014. Árið 2015 jókst salan hins vegar aftur um 0,5%. Áhrifin voru því skammvinn. Þá verður ekki hjá því litið að samhliða var ráðist í aðrar aðgerðir, meðal annars forvarnir og fræðslu, á vegum mexíkóska ríkisins til að draga úr offitu. Samdrátt í sölu má því einnig rekja til þeirra aðgerða. Ekki er síður athyglivert að mjólkurvörur og ávaxtasafar voru ekki skattlögð með sambærilegum hætti og gosdrykkir. Neysla þessara afurða jókst þannig um leið og sala gosdrykkja dróst saman. Neytendur færðu sig því frá einni sykraðri vöru í aðra. Neyslu sykraðra matvæla verður ekki stýrt með sköttum, boðum og bönnum. Lýðheilsa er best tryggð með fræðslu og forvörnum. Að endingu er það síðan neytandinn sjálfur sem á að hafa val um það hvaða mat hann leggur sér til munns.
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar