Ásgeir sækist eftir 4. sæti Atli Ísleifsson skrifar 29. ágúst 2016 12:41 Ásgeir Einarsson stjórnmálafræðingur. Ásgeir Einarsson stjórnmálafræðingur sækist eftir 4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi sem fer fram þann 10. september næstkomandi. Í tilkynningu frá Ásgeiri segir að hann hafi verið virkur í SUS frá árinu 2012. „Ég er Hafnfirðingur, stjórnmálafræðingur að mennt og hef verið í kringum körfuboltahreyfinguna á Íslandi í áratug. Mér finnst vera kominn tími að ungt fólk láti til skara stríða og verða afl inn á sviði stjórnmálanna. Ástæður þess að ég býð mig fram eru meðal annars vilji minn til að halda áfram þeirri góðu vinnu sem ungir Sjálfstæðismenn náðu fram á síðasta landsfundi flokksins. Eins og margir vita þá voru ungir mjög áberandi á fundinum. Við mættum með vel undirbúnar tillögur sem aðrir landsfundagestir voru tilbúnir að samþykkja í flestum tilvikum. Ég býð mig fram í baráttu fyrir þessum málum. Þar má til dæmis telja upp vinnu um að taka upp nýjan gjaldmiðill. Með breytingum í þeim málum má færa rök fyrir meiri stöðugleika, lækkun vaxta, aukningu kaupmáttar, lægri kostnaðar við að lifa o.fl. Með upptöku annars gjaldmiðilis má þannig ná fram hærri launum og lánakjörum líkt og þekkist í öðrum löndum. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins ályktaði einnig um að gera breytingar á rekstri Ríkisútvarpsins. Ég tel mikilvægt að endurskoða rekstur RÚV frá grunni. Fyrsta skref væri að taka RÚV af auglýsingamarkaði enda með óþolandi forskot á einkarekna fjölmiðla á þeim vettvangi. Sjálfstæðisflokkurinn hefur einnig lengi barist fyrir „litlum“ frelsismálum í gegnum tíðina. Þar má til dæmis nefna frjálst útvarp, afnám bjórbannsins o.fl. Ég vil auka verslunarfrelsi almennings með að afnema einokunarsölu ríkisins á áfengi. Ríkið gæti þar með farið að einbeita sér að þarfari hlutum en að standa í verslunarrekstri. Þá vil ég einnig berjast fyrir því að auðvelda ungu fólk að stíga inn á fasteignamarkaðinn með kaupum á sinni fyrstu eign. Það má gera með notkun séreignasparnaðar, einföldun byggingarreglugerðar og auknu framboði af ódýrum lóðum. Skattkerfið skal einfalda en með lækkun skatta þá eykst ráðstöfunarfé hvers og eins sem hann getur nýtt sér til sparnaðar og jafnvel notað þann pening til húsnæðiskaupa. Sjálfstæðisflokkurinn á að bera höfuðið hátt og leggja verk sín fram á borðið fyrir kjósendur. Enda frábær árangur sem náðst hefur í tíð núverandi ríkisstjórnar. En alltaf má gera betur eins og fylgistölur sýna. Þess vegna tel ég að mikilvægt sé að Sjálfstæðisflokkurinn skapi sér sérstöðu sem eini hægri flokkur Íslands. En það þýðir að flokkurinn berjist af kappi fyrir frelsi einstaklingsins til orð og athafna. Hafni ríkisafskiptum í hinu daglega lífi hvers og eins borgara landsins. Og fylgja eftir þeim málum sem ég taldi upp hér að ofan. Þess vegna er að mínu mati komið að því að ungt fólk stígi fram á sjónarsviðið í stjórnmálum og sjái til að þessi góðu mál ásamt fleirum nái fram að ganga. Ég er tilbúinn í það og óska eftir stuðningi til þess,“ segir í tilkynningunni. Kosningar 2016 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Ásgeir Einarsson stjórnmálafræðingur sækist eftir 4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi sem fer fram þann 10. september næstkomandi. Í tilkynningu frá Ásgeiri segir að hann hafi verið virkur í SUS frá árinu 2012. „Ég er Hafnfirðingur, stjórnmálafræðingur að mennt og hef verið í kringum körfuboltahreyfinguna á Íslandi í áratug. Mér finnst vera kominn tími að ungt fólk láti til skara stríða og verða afl inn á sviði stjórnmálanna. Ástæður þess að ég býð mig fram eru meðal annars vilji minn til að halda áfram þeirri góðu vinnu sem ungir Sjálfstæðismenn náðu fram á síðasta landsfundi flokksins. Eins og margir vita þá voru ungir mjög áberandi á fundinum. Við mættum með vel undirbúnar tillögur sem aðrir landsfundagestir voru tilbúnir að samþykkja í flestum tilvikum. Ég býð mig fram í baráttu fyrir þessum málum. Þar má til dæmis telja upp vinnu um að taka upp nýjan gjaldmiðill. Með breytingum í þeim málum má færa rök fyrir meiri stöðugleika, lækkun vaxta, aukningu kaupmáttar, lægri kostnaðar við að lifa o.fl. Með upptöku annars gjaldmiðilis má þannig ná fram hærri launum og lánakjörum líkt og þekkist í öðrum löndum. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins ályktaði einnig um að gera breytingar á rekstri Ríkisútvarpsins. Ég tel mikilvægt að endurskoða rekstur RÚV frá grunni. Fyrsta skref væri að taka RÚV af auglýsingamarkaði enda með óþolandi forskot á einkarekna fjölmiðla á þeim vettvangi. Sjálfstæðisflokkurinn hefur einnig lengi barist fyrir „litlum“ frelsismálum í gegnum tíðina. Þar má til dæmis nefna frjálst útvarp, afnám bjórbannsins o.fl. Ég vil auka verslunarfrelsi almennings með að afnema einokunarsölu ríkisins á áfengi. Ríkið gæti þar með farið að einbeita sér að þarfari hlutum en að standa í verslunarrekstri. Þá vil ég einnig berjast fyrir því að auðvelda ungu fólk að stíga inn á fasteignamarkaðinn með kaupum á sinni fyrstu eign. Það má gera með notkun séreignasparnaðar, einföldun byggingarreglugerðar og auknu framboði af ódýrum lóðum. Skattkerfið skal einfalda en með lækkun skatta þá eykst ráðstöfunarfé hvers og eins sem hann getur nýtt sér til sparnaðar og jafnvel notað þann pening til húsnæðiskaupa. Sjálfstæðisflokkurinn á að bera höfuðið hátt og leggja verk sín fram á borðið fyrir kjósendur. Enda frábær árangur sem náðst hefur í tíð núverandi ríkisstjórnar. En alltaf má gera betur eins og fylgistölur sýna. Þess vegna tel ég að mikilvægt sé að Sjálfstæðisflokkurinn skapi sér sérstöðu sem eini hægri flokkur Íslands. En það þýðir að flokkurinn berjist af kappi fyrir frelsi einstaklingsins til orð og athafna. Hafni ríkisafskiptum í hinu daglega lífi hvers og eins borgara landsins. Og fylgja eftir þeim málum sem ég taldi upp hér að ofan. Þess vegna er að mínu mati komið að því að ungt fólk stígi fram á sjónarsviðið í stjórnmálum og sjái til að þessi góðu mál ásamt fleirum nái fram að ganga. Ég er tilbúinn í það og óska eftir stuðningi til þess,“ segir í tilkynningunni.
Kosningar 2016 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira