
Arkitektúr og túrismi – fyrsti hluti
Ástand mála
Eftir búsetu í Noregi í 30 ár get ég leyft mér að horfa með gestsauga á umhverfið og njóta einstakrar náttúru Íslands á ferðum um landið jafnframt því að rýna á bak við sjónarsviðið eftir ófáar ferðir um landið allt frá æsku. Oft verður maður samt var við hluti sem erfitt er að útskýra fyrir sjálfum sér og erlendum ferðafélögum. Þetta á sér í lagi við um hið byggða umhverfi við fjölsótta ferðamannastaði og náttúruperlur landsins. Mikilvægt er að undirstrika að vel hefur verið haldið á málunum við þróun fjölmargra staða á landinu. Eldheimar í Eyjum, Snæfellsstofa í Vatnajökulsþjóðgarði, Hakið á Þingvöllum og sundlaugin á Hofsósi eru fáein af mörgum mannvirkjum sem unun er að sækja heim einfaldlega vegna þess að heildræn hugsun býr að baki. Engu að síður er margt sem borið er á borð fyrir ferðamenn og almenning töluvert lakara. Auðvitað má útskýra megnið af því sem ber fyrir sjónir sem afleiðingu vanefna. Og hvers vegna ekki að leyfa sér að hrífast af þeim þokka sem tengist sjálfsbjargarviðleitninni sem okkur Íslendingum er í blóð borin? Að gera hlutina á einfaldan hátt er hugsunarháttur sem þrátt fyrir allt hefur haldið þessu fámenna þjóðfélagi gangandi í gegnum aldirnar.
Drífum í því
Við köllum þetta pragmatisma á fagmáli eða gagnsemishyggju eins og hugtakið útleggst á íslensku og njótum þess að skoða fyrirbæri eins og þessi með augum sérfræðingsins, jafnvel notfæra okkur slík vinnubrögð þegar við á. Pragmatismi er eðlilegur hluti af starfi hönnuða og má meðal annars nota til að útskýra hvernig byggingarhefðir hafa þróast út um allan heim. Það er samt sem áður töluverður munur á þeim pragmatisma sem ræður í ferðamannaiðnaðinum hér á landi og þeim hefðum og aðferðafræði í arkitektúr sem hafa fengið að þróast um aldir. Munurinn er sá sem ég vék að í upphafi greinarinnar – hugsunin sem býr að baki.
Græðgi
Því miður er fátt annað en hugsun um peninga sem sýnist ráða ferð í þróun ferðamannastaða á Íslandi. Fjárfestingarnar virðast eiga að vera sem minnstar og afkasta sem mestu á sem stystum tíma. Við lesum um það í fjölmiðlum að tekjur ferðaþjónustufyrirtækja hafi margfaldast á síðustu árum og mörg hver velti milljörðum. Tekjur þessar eru lítið notaðar til að þróa og bæta svæðin, en renna fremur beint í vasana á hluthöfunum sem vilja og krefjast meira. Landeigendur eru oft lítils megandi sveitarfélög eða bændur sem þurfa því að standa straum af kostnaði við að sjá ferðamönnum fyrir salernisaðstöðu og nauðsynlegri þjónustu. Það er því ekki skrýtið að leitað sé leiða til að gera hlutina á fljótlegan, einfaldan og ódýran hátt. En er það hægt til frambúðar? Það er vafasamt, vegna þess að álagið á landinu er orðið svo mikið að víða er það stórlega farið að láta á sjá af ágangi fólks og fjármagn ekki til nauðsynlegra umbóta til að koma í veg fyrir varanlegt tjón.
Umhverfisstofnun hefur á síðustu árum tekið saman upplýsingar í bæklingnum „Rauði listinn“ um svæði í hættu sem á ríkt erindi til almennings[i]. Geysissvæðið er dæmi um svæði sem þarf að taka fyrir sem allra fyrst. Þar er byggingamagn orðið meira en góðu hófi gegnir, heildarmynd vantar á stíga, göngupalla og skilti, og upplýsingum um sögu og jarðfræði svæðisins er ábótavant. Sömuleiðis stingur byggingarstíllinn í stúf og er að öllum líkindum fremur notaður til að vekja athygli en að laga byggingarnar að umhverfinu.
Víða hafa landeigendur líka séð sér leik á borði og leigt einkaaðilum aðgang að náttúruminjum, sem aftur selja ævintýri í Hollywood-stíl til túrista á uppsprengdu verði. Af þessu fást tekjur en smám saman einkavæðist náttúran og við Íslendingar sjálfir kynnumst ekki náttúru okkar nema með vasana fulla af peningum. Er það þróun sem við erum sátt við?
[i] Rauði listinn – svæði í hættu. Yfirlit til umhverfis- og auðlindaráðuneytis; Umhverfisstofnun 2014. https://www.ust.is/library/Skrar/Einstaklingar/Nattura/Skyrslur/raudi_listinn_2014.pdf
Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun

Leiðréttingar á staðhæfingum um mjólkurmarkaðinn og tollflokkun
Erna Bjarnadóttir skrifar

Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque
Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir skrifar

Traustur vinur getur gert voðaverk!
Arnrún María Magnúsdóttir skrifar

Hrós getur skipt sköpum
Ingrid Kuhlman skrifar

Leiðrétting vegna rangfærslna framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda
Elín Margrét Stefánsdóttir skrifar

Þrautreynd baráttukona fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands
Ragný Þóra Guðjohnsen skrifar

Vönduð vinnubrögð í umhverfismálum
Edda Sif Pind Aradóttir,Sævar Freyr Þráinsson skrifar

Jón og félagar eru farnir
Árni Guðmundsson skrifar

Gervigreind, uppfinningar og einkaleyfi
Einar Karl Friðriksson skrifar

Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru
Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir skrifar

Við lifum í skjóli hvers annars
Dagný Hængsdóttir Köhler skrifar

Halldór 01.03.2025
skrifar

COVID-19: 5 ár frá fyrsta smiti
Svandís Svavarsdóttir skrifar

Meira um íslenskan her
skrifar

Sannanir í dómsmáli? Huldufyrirtæki og huldusögur
Jörgen Ingimar Hansson skrifar

Guðrún Hafsteinsdóttir til forystu
Hópur Sjálfstæðismanna skrifar

Háskóladagurinn og föðurlausir drengir
Margrét Valdimarsdóttir skrifar

Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands
Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar

En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar
Davíð Már Sigurðsson skrifar

Vandi Háskóla Íslands og lausnir – III – Fjármögnun háskóla
Pétur Henry Petersen skrifar

Loðnukreppan: Fleiri hvalir þýða meiri fiskur
Micah Garen skrifar

Tölum um það sem skiptir máli
Flosi Eiríksson skrifar

Hvernig borg verður til
Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar

Vill ríkisstjórnin vernda vatnið okkar?
Snæbjörn Guðmundsson skrifar

Tækifærin felast í hjúkrunarfræðingum
Helga Rósa Másdóttir skrifar

Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund?
Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna skrifar

Dagur sjaldgæfra sjúkdóma 2025
Alice Viktoría Kent skrifar

Sjálfstæðisflokkurinn – Breiðfylking framtíðar
Sigvaldi H. Ragnarsson skrifar

Guðrún Hafsteins nýr leiðtogi - Sameinandi afl
Jóna Lárusdóttir skrifar

Látum verkin tala
Sigríður María Björnsdóttir Fortescue skrifar