Hið smáa Logi Einarsson skrifar 29. september 2016 07:00 Hugsum okkur grafískan hönnuð á Kópaskeri, forritara á Húsavík og þýðanda á Breiðdalsvík. Fólk sem hefur fjárfest í góðri menntun, fylgt hjartanu við starfsval, er líklegt til að vinna í litlu fyrirtæki og getur, ef vel er haldið á spöðunum, starfað að hugðarefnum sínum hvar sem er á landinu. Örvun smáfyrirtækja hefur ótvíræða kosti; uppbyggingin er ódýr, áhættulítil, þarfnast lítillar yfirbyggingar og gerist hægt eða hratt, eftir smekk, vilja eða nauðsyn. Fólk getur starfað við það sem hugurinn girnist, fyllt líf sitt af meiri hamingju sem er gott fyrir fjölskyldulífið og smitar út í samfélagið. Með því að greiða fyrir atvinnuuppbyggingu sem krefst ekki sérstakrar staðsetningar, með almennum aðgerðum sem gagnast alls staðar, ekki síst smáum fyrirtækjum, erum við líkleg til að styrkja byggðir landsins; reisa þeim öflugar stoðir og glæða lífi. Það er því skynsamlegt að búa slíkum fyrirtækjum hagstæðan rekstrargrundvöll. Til þess þarf að tryggja næga raforku um allt land og háhraða nettengingu. Þá þurfa hefðbundnar samgöngur að vera greiðar og öruggar. Loks er mikilvægt að lækka tryggingagjald, enda er það skattur sem er reiknaður út frá launakostnaði og bitnar því harðast á starfsemi sem byggist einkum á hugviti. Það er brýnt að hlúa vel að hinu fíngerða í gangverki atvinnulífsins.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Logi Einarsson Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Hugsum okkur grafískan hönnuð á Kópaskeri, forritara á Húsavík og þýðanda á Breiðdalsvík. Fólk sem hefur fjárfest í góðri menntun, fylgt hjartanu við starfsval, er líklegt til að vinna í litlu fyrirtæki og getur, ef vel er haldið á spöðunum, starfað að hugðarefnum sínum hvar sem er á landinu. Örvun smáfyrirtækja hefur ótvíræða kosti; uppbyggingin er ódýr, áhættulítil, þarfnast lítillar yfirbyggingar og gerist hægt eða hratt, eftir smekk, vilja eða nauðsyn. Fólk getur starfað við það sem hugurinn girnist, fyllt líf sitt af meiri hamingju sem er gott fyrir fjölskyldulífið og smitar út í samfélagið. Með því að greiða fyrir atvinnuuppbyggingu sem krefst ekki sérstakrar staðsetningar, með almennum aðgerðum sem gagnast alls staðar, ekki síst smáum fyrirtækjum, erum við líkleg til að styrkja byggðir landsins; reisa þeim öflugar stoðir og glæða lífi. Það er því skynsamlegt að búa slíkum fyrirtækjum hagstæðan rekstrargrundvöll. Til þess þarf að tryggja næga raforku um allt land og háhraða nettengingu. Þá þurfa hefðbundnar samgöngur að vera greiðar og öruggar. Loks er mikilvægt að lækka tryggingagjald, enda er það skattur sem er reiknaður út frá launakostnaði og bitnar því harðast á starfsemi sem byggist einkum á hugviti. Það er brýnt að hlúa vel að hinu fíngerða í gangverki atvinnulífsins.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar