Arkitektúr og túrismi – þriðji hluti Dagur Eggertsson skrifar 29. september 2016 07:00 Í fyrri greinum um efnið var farið í gegn um mikilvægi þess að hlúa vel að ferðamannastöðum með faglegum vinnubrögðum og hvernig það skilaði sér í auknum tekjum og bættri ímynd landsins.Aðdráttarafl staða Með aukinni hnattvæðingu er farið að bera á því að samfélög taki sig saman um að þróa sérkenni staða í þeim tilgangi að þeir veki athygli og standi upp úr í stöðugt stærri hringiðu upplýsinga í heiminum. Markmiðið er einatt að laða fólk að, bæði ferðamenn og þá sem hafa hug á að setjast að. Það hefur einnig sýnt sig að sérkenni staða hafa oft jákvæð áhrif á staðarval fyrirtækja. Ástæðan er hin einfalda staðreynd að vel hannað umhverfi hefur jákvæð áhrif á vellíðan fólks. Á fagmáli skipulagsfræðinga er þetta kallað attractivity[vi], eða aðdráttarafl[vii] eins og það gæti útlagst á íslensku. Er það þá sett í samhengi við aukinn hagvöxt á svæðum sem verið er að þróa. Sérkenni staða er hægt að þróa út frá staðháttum, menningu, hefðum eða öðrum þáttum sem geta leitt til aukinnar búsetu, skapað atvinnutækifæri og þar af leiðandi eflt hagvöxt þegar til lengri tíma er litið. Hér á landi mættu menn kynna sér þá þætti sem lúta að aðlöðunarafli innan ferðamannageirans fyrst og fremst til að sporna við niðurníðslu, en einnig til að auka sjálfbærni ferðamannastaða. Þetta á bæði við um vistrænar og fjárhagslegar hliðar málsins vegna þess að ferðamannastaðir verða óhjákvæmilega að geta staðið undir sér. Hér þurfa stjórnvöld að útbúa kerfi til fjármögnunar á góðum og sjálfbærum verkefnum með hvötum sem verðlauna metnaðarfull áform, og sýna fordæmi í tengslum við þróun mikilvægra áfangastaða, meðal annars með því að nota góða hönnuði í verkin. Fjárfestingar af þessu tagi eru furðu fljótar að skila sér aftur til ríkissjóðs því að viðhaldskostnaður lækkar mikið í vel skipulögðu umhverfi og ánægðir ferðamenn skila auknum tekjum þegar upp er staðið.Vörumerking Mig langar til að enda þetta á lítilli frásögn af þorpinu Krumbach í fjallahéraðinu Vorarlberg í vesturhluta Austurríkis. Fyrir nokkrum árum ákváðu menn þar á bæ að ganga skrefi lengra en flestir í að vekja athygli á sér og hversu aðlaðandi staðurinn er. Svæðið er þekkt fyrir aldagamla byggingarhefð og notkun á sjálfbæru og staðbundnu byggingarefni. Haft var samband við forstöðumann arkitektasafns Austurríkis og var hann beðinn um að koma með tillögur að því hvernig menn gætu endurnýjað byggingarhefð staðarins. Eftir stutta umhugsun stakk hann upp á því að erlendir arkitektar yrðu ráðnir til að hanna strætóskýli sem gætu sýnt almenningi að hefð er ekki fast og óhagganlegt hugtak, heldur afurð stöðugrar þróunar. Með þessu sá hann að þorpið gæti styrkt ímynd sína sem sjálfbært og kolefnishlutlaust samfélag og gert það nánast að „vörumerki“ sínu. Var teiknistofa okkar þess aðnjótandi að taka þátt í þessu verkefni[i]. Hugmyndin um „vörumerkingu“ eða branding[ii] er ekki ný, en er farin að skjóta æ oftar upp kollinum í arkitektúr síðustu árin. Eru menn þá iðulega að notfæra sér arkitektinn í að túlka umhverfið beint eða óbeint innan fyrirfram ákveðins ramma. Aðferð þessa mætti einnig nota við þróun svæða á Íslandi enda búa flestir staðir á landinu yfir ógrynni af efniviði sem upplagt væri að miðla með aðstoð byggingarlistar. Vestfirðir hafa þegar farið af stað með að tengja svæðið við náttúrulaugar með aðstoð samstarfshópsins Vatnavina. Fleiri héruð mættu spreyta sig á svipuðu í framtíðinni og þar með gera menningu og náttúru Íslands aðgengilega og í senn aðlaðandi fyrir umheiminn. Í þessum þremur greinum hefur mikilvægi fjárfestinga í innviðum ferðamannaþjónustunnar á Íslandi verið rakið. Eins og mál standa eru gæði ferðamannastaða lítið í brennidepli og heildræna menningarstefnu ferðamannaiðnaðarins vantar. Snúa þarf áherslunum frá magni í gæði svo að gestir og gangandi öðlist betri þekkingu á djúpstæðum tengslum náttúru okkar og menningar. [vi] www.telemarksforsking.no/publikasjoner/filer/2301.pdf [vii] Making our cities attractive and sustainable, How the EU contributes to improving the urban environment; ec.europa.eu/environment/europeangreencapital/wp-content/uploads/2011/08/Making-our-cities-attractive-and-sustainable.pdf [i] www.kulturkrumbach.at/ [ii] en.wikipedia.org/wiki/Place_brandingÞessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Í fyrri greinum um efnið var farið í gegn um mikilvægi þess að hlúa vel að ferðamannastöðum með faglegum vinnubrögðum og hvernig það skilaði sér í auknum tekjum og bættri ímynd landsins.Aðdráttarafl staða Með aukinni hnattvæðingu er farið að bera á því að samfélög taki sig saman um að þróa sérkenni staða í þeim tilgangi að þeir veki athygli og standi upp úr í stöðugt stærri hringiðu upplýsinga í heiminum. Markmiðið er einatt að laða fólk að, bæði ferðamenn og þá sem hafa hug á að setjast að. Það hefur einnig sýnt sig að sérkenni staða hafa oft jákvæð áhrif á staðarval fyrirtækja. Ástæðan er hin einfalda staðreynd að vel hannað umhverfi hefur jákvæð áhrif á vellíðan fólks. Á fagmáli skipulagsfræðinga er þetta kallað attractivity[vi], eða aðdráttarafl[vii] eins og það gæti útlagst á íslensku. Er það þá sett í samhengi við aukinn hagvöxt á svæðum sem verið er að þróa. Sérkenni staða er hægt að þróa út frá staðháttum, menningu, hefðum eða öðrum þáttum sem geta leitt til aukinnar búsetu, skapað atvinnutækifæri og þar af leiðandi eflt hagvöxt þegar til lengri tíma er litið. Hér á landi mættu menn kynna sér þá þætti sem lúta að aðlöðunarafli innan ferðamannageirans fyrst og fremst til að sporna við niðurníðslu, en einnig til að auka sjálfbærni ferðamannastaða. Þetta á bæði við um vistrænar og fjárhagslegar hliðar málsins vegna þess að ferðamannastaðir verða óhjákvæmilega að geta staðið undir sér. Hér þurfa stjórnvöld að útbúa kerfi til fjármögnunar á góðum og sjálfbærum verkefnum með hvötum sem verðlauna metnaðarfull áform, og sýna fordæmi í tengslum við þróun mikilvægra áfangastaða, meðal annars með því að nota góða hönnuði í verkin. Fjárfestingar af þessu tagi eru furðu fljótar að skila sér aftur til ríkissjóðs því að viðhaldskostnaður lækkar mikið í vel skipulögðu umhverfi og ánægðir ferðamenn skila auknum tekjum þegar upp er staðið.Vörumerking Mig langar til að enda þetta á lítilli frásögn af þorpinu Krumbach í fjallahéraðinu Vorarlberg í vesturhluta Austurríkis. Fyrir nokkrum árum ákváðu menn þar á bæ að ganga skrefi lengra en flestir í að vekja athygli á sér og hversu aðlaðandi staðurinn er. Svæðið er þekkt fyrir aldagamla byggingarhefð og notkun á sjálfbæru og staðbundnu byggingarefni. Haft var samband við forstöðumann arkitektasafns Austurríkis og var hann beðinn um að koma með tillögur að því hvernig menn gætu endurnýjað byggingarhefð staðarins. Eftir stutta umhugsun stakk hann upp á því að erlendir arkitektar yrðu ráðnir til að hanna strætóskýli sem gætu sýnt almenningi að hefð er ekki fast og óhagganlegt hugtak, heldur afurð stöðugrar þróunar. Með þessu sá hann að þorpið gæti styrkt ímynd sína sem sjálfbært og kolefnishlutlaust samfélag og gert það nánast að „vörumerki“ sínu. Var teiknistofa okkar þess aðnjótandi að taka þátt í þessu verkefni[i]. Hugmyndin um „vörumerkingu“ eða branding[ii] er ekki ný, en er farin að skjóta æ oftar upp kollinum í arkitektúr síðustu árin. Eru menn þá iðulega að notfæra sér arkitektinn í að túlka umhverfið beint eða óbeint innan fyrirfram ákveðins ramma. Aðferð þessa mætti einnig nota við þróun svæða á Íslandi enda búa flestir staðir á landinu yfir ógrynni af efniviði sem upplagt væri að miðla með aðstoð byggingarlistar. Vestfirðir hafa þegar farið af stað með að tengja svæðið við náttúrulaugar með aðstoð samstarfshópsins Vatnavina. Fleiri héruð mættu spreyta sig á svipuðu í framtíðinni og þar með gera menningu og náttúru Íslands aðgengilega og í senn aðlaðandi fyrir umheiminn. Í þessum þremur greinum hefur mikilvægi fjárfestinga í innviðum ferðamannaþjónustunnar á Íslandi verið rakið. Eins og mál standa eru gæði ferðamannastaða lítið í brennidepli og heildræna menningarstefnu ferðamannaiðnaðarins vantar. Snúa þarf áherslunum frá magni í gæði svo að gestir og gangandi öðlist betri þekkingu á djúpstæðum tengslum náttúru okkar og menningar. [vi] www.telemarksforsking.no/publikasjoner/filer/2301.pdf [vii] Making our cities attractive and sustainable, How the EU contributes to improving the urban environment; ec.europa.eu/environment/europeangreencapital/wp-content/uploads/2011/08/Making-our-cities-attractive-and-sustainable.pdf [i] www.kulturkrumbach.at/ [ii] en.wikipedia.org/wiki/Place_brandingÞessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun