Fullgilding samnings um réttindi fatlaðra varðar okkur öll Steinunn Þóra Árnadóttir skrifar 22. september 2016 07:00 Alþingi hefur samþykkt að fullgilda Samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og verður þar með 167. ríkið sem fullgildir samninginn. Þetta er mikilvæg réttarbót fyrir allt fatlað fólk á Íslandi, en hagsmunasamtök fatlaðs fólks hafa kallað eftir fullgildingu samningsins allt frá undirritun hans árið 2007. En fullgildingin er ekki eingöngu mikilvæg fyrir fatlað fólk heldur allt samfélagið. Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks er nefnilega merkilegur mannréttindasamningur. Hann felur ekki í sér nein ný réttindi til fatlaðs fólks. Staðreyndin er hins vegar sú að þótt fatlað fólk hafi í orði kveðnu sömu mannréttindi og aðrir, hefur það ekki getað nýtt sér réttindi sín til fulls. Það sem Samningurinn gerir er að viðurkenna að mannréttindi fatlaðs fólks eru þau sömu og annarra og staðfesta um leið rétt fatlaðs fólks til að njóta mannréttinda.Áhersla á mannlega reisn og jafnrétti Allt of oft hefur verið litið á málefni fatlaðs fólks sem viðfangsefni velferðar- og heilbrigðiskerfa, sem þurfi að leysa með sérstökum aðgerðum. Þeirri hugsun þurfum við sem samfélag að losna undan. Fatlað fólk er alls konar og hefur, líkt og annað fólk, margbreytilegar þarfir og til þess þarf að horfa í allri stefnumótum og lagasetningu. Samningurinn getur leiðbeint okkur á þeirri vegferð. Í honum er kveðið á um almennar meginreglur sem veita leiðbeiningar um það hvernig eigi að framkvæma hann. Meðal þessara meginreglna eru bann við mismunun og ákvæði um aðgengi, jöfn tækifæri, virðingu fyrir fjölbreytileika og viðurkenning á því að fatlað fólk sé hluti af mannlegum margbreytileika. Samningurinn leggur áherslu á virðingu fyrir mannlegri reisn, jafnrétti karla og kvenna og síðast en ekki síst virðingu fyrir getu fatlaðra barna til að breytast og þroskast, sem og rétti þeirra til að varðveita sjálfsmynd sína. Til þess að uppfylla Samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks þarf að breyta ýmsu í íslenskri löggjöf. Nú þegar hafa sum lög tekið breytingum en margt er enn ógert. Til að mynda á eftir að setja lög um bann við mismunun, meðal annars á vinnumarkaði og í atvinnulífi. Þá þarf að endurskoða lög um þjónustu við fatlað fólk og breyta lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga. Það er þó ekki nóg að breyta lögum sem með sértækum hætti fjalla um málefni fatlaðs fólks. Almenn löggjöf verður að taka mið af því að fólk er alls konar. Stór hluti af þeim skyldum sem lagðar eru á ríki samkvæmt samningnum verða því einungis framkvæmdar með fræðslu og vitundarvakningu. Til þess að Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólk og fullgilding hans verði raunverulegt tæki sem tryggir að mannréttindi fatlaðs fólks verði virt, þurfa allir sem koma að stefnumótun og lagasetningu í samfélaginu að tileinka sér sýn og boðskap samningsins. Fullgildingin er því mikilvægt skref sem ber að fagna. Þó er brýnt að muna að vinnunni við að skapa eitt samfélag fyrir alla þar sem allir fá notið sín er hvergi nærri lokið.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Þóra Árnadóttir Mest lesið 3003 Elliði Vignisson Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Sjá meira
Alþingi hefur samþykkt að fullgilda Samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og verður þar með 167. ríkið sem fullgildir samninginn. Þetta er mikilvæg réttarbót fyrir allt fatlað fólk á Íslandi, en hagsmunasamtök fatlaðs fólks hafa kallað eftir fullgildingu samningsins allt frá undirritun hans árið 2007. En fullgildingin er ekki eingöngu mikilvæg fyrir fatlað fólk heldur allt samfélagið. Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks er nefnilega merkilegur mannréttindasamningur. Hann felur ekki í sér nein ný réttindi til fatlaðs fólks. Staðreyndin er hins vegar sú að þótt fatlað fólk hafi í orði kveðnu sömu mannréttindi og aðrir, hefur það ekki getað nýtt sér réttindi sín til fulls. Það sem Samningurinn gerir er að viðurkenna að mannréttindi fatlaðs fólks eru þau sömu og annarra og staðfesta um leið rétt fatlaðs fólks til að njóta mannréttinda.Áhersla á mannlega reisn og jafnrétti Allt of oft hefur verið litið á málefni fatlaðs fólks sem viðfangsefni velferðar- og heilbrigðiskerfa, sem þurfi að leysa með sérstökum aðgerðum. Þeirri hugsun þurfum við sem samfélag að losna undan. Fatlað fólk er alls konar og hefur, líkt og annað fólk, margbreytilegar þarfir og til þess þarf að horfa í allri stefnumótum og lagasetningu. Samningurinn getur leiðbeint okkur á þeirri vegferð. Í honum er kveðið á um almennar meginreglur sem veita leiðbeiningar um það hvernig eigi að framkvæma hann. Meðal þessara meginreglna eru bann við mismunun og ákvæði um aðgengi, jöfn tækifæri, virðingu fyrir fjölbreytileika og viðurkenning á því að fatlað fólk sé hluti af mannlegum margbreytileika. Samningurinn leggur áherslu á virðingu fyrir mannlegri reisn, jafnrétti karla og kvenna og síðast en ekki síst virðingu fyrir getu fatlaðra barna til að breytast og þroskast, sem og rétti þeirra til að varðveita sjálfsmynd sína. Til þess að uppfylla Samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks þarf að breyta ýmsu í íslenskri löggjöf. Nú þegar hafa sum lög tekið breytingum en margt er enn ógert. Til að mynda á eftir að setja lög um bann við mismunun, meðal annars á vinnumarkaði og í atvinnulífi. Þá þarf að endurskoða lög um þjónustu við fatlað fólk og breyta lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga. Það er þó ekki nóg að breyta lögum sem með sértækum hætti fjalla um málefni fatlaðs fólks. Almenn löggjöf verður að taka mið af því að fólk er alls konar. Stór hluti af þeim skyldum sem lagðar eru á ríki samkvæmt samningnum verða því einungis framkvæmdar með fræðslu og vitundarvakningu. Til þess að Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólk og fullgilding hans verði raunverulegt tæki sem tryggir að mannréttindi fatlaðs fólks verði virt, þurfa allir sem koma að stefnumótun og lagasetningu í samfélaginu að tileinka sér sýn og boðskap samningsins. Fullgildingin er því mikilvægt skref sem ber að fagna. Þó er brýnt að muna að vinnunni við að skapa eitt samfélag fyrir alla þar sem allir fá notið sín er hvergi nærri lokið.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar