Fullgilding samnings um réttindi fatlaðra varðar okkur öll Steinunn Þóra Árnadóttir skrifar 22. september 2016 07:00 Alþingi hefur samþykkt að fullgilda Samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og verður þar með 167. ríkið sem fullgildir samninginn. Þetta er mikilvæg réttarbót fyrir allt fatlað fólk á Íslandi, en hagsmunasamtök fatlaðs fólks hafa kallað eftir fullgildingu samningsins allt frá undirritun hans árið 2007. En fullgildingin er ekki eingöngu mikilvæg fyrir fatlað fólk heldur allt samfélagið. Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks er nefnilega merkilegur mannréttindasamningur. Hann felur ekki í sér nein ný réttindi til fatlaðs fólks. Staðreyndin er hins vegar sú að þótt fatlað fólk hafi í orði kveðnu sömu mannréttindi og aðrir, hefur það ekki getað nýtt sér réttindi sín til fulls. Það sem Samningurinn gerir er að viðurkenna að mannréttindi fatlaðs fólks eru þau sömu og annarra og staðfesta um leið rétt fatlaðs fólks til að njóta mannréttinda.Áhersla á mannlega reisn og jafnrétti Allt of oft hefur verið litið á málefni fatlaðs fólks sem viðfangsefni velferðar- og heilbrigðiskerfa, sem þurfi að leysa með sérstökum aðgerðum. Þeirri hugsun þurfum við sem samfélag að losna undan. Fatlað fólk er alls konar og hefur, líkt og annað fólk, margbreytilegar þarfir og til þess þarf að horfa í allri stefnumótum og lagasetningu. Samningurinn getur leiðbeint okkur á þeirri vegferð. Í honum er kveðið á um almennar meginreglur sem veita leiðbeiningar um það hvernig eigi að framkvæma hann. Meðal þessara meginreglna eru bann við mismunun og ákvæði um aðgengi, jöfn tækifæri, virðingu fyrir fjölbreytileika og viðurkenning á því að fatlað fólk sé hluti af mannlegum margbreytileika. Samningurinn leggur áherslu á virðingu fyrir mannlegri reisn, jafnrétti karla og kvenna og síðast en ekki síst virðingu fyrir getu fatlaðra barna til að breytast og þroskast, sem og rétti þeirra til að varðveita sjálfsmynd sína. Til þess að uppfylla Samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks þarf að breyta ýmsu í íslenskri löggjöf. Nú þegar hafa sum lög tekið breytingum en margt er enn ógert. Til að mynda á eftir að setja lög um bann við mismunun, meðal annars á vinnumarkaði og í atvinnulífi. Þá þarf að endurskoða lög um þjónustu við fatlað fólk og breyta lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga. Það er þó ekki nóg að breyta lögum sem með sértækum hætti fjalla um málefni fatlaðs fólks. Almenn löggjöf verður að taka mið af því að fólk er alls konar. Stór hluti af þeim skyldum sem lagðar eru á ríki samkvæmt samningnum verða því einungis framkvæmdar með fræðslu og vitundarvakningu. Til þess að Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólk og fullgilding hans verði raunverulegt tæki sem tryggir að mannréttindi fatlaðs fólks verði virt, þurfa allir sem koma að stefnumótun og lagasetningu í samfélaginu að tileinka sér sýn og boðskap samningsins. Fullgildingin er því mikilvægt skref sem ber að fagna. Þó er brýnt að muna að vinnunni við að skapa eitt samfélag fyrir alla þar sem allir fá notið sín er hvergi nærri lokið.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Þóra Árnadóttir Mest lesið Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Skoðun Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Alþingi hefur samþykkt að fullgilda Samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og verður þar með 167. ríkið sem fullgildir samninginn. Þetta er mikilvæg réttarbót fyrir allt fatlað fólk á Íslandi, en hagsmunasamtök fatlaðs fólks hafa kallað eftir fullgildingu samningsins allt frá undirritun hans árið 2007. En fullgildingin er ekki eingöngu mikilvæg fyrir fatlað fólk heldur allt samfélagið. Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks er nefnilega merkilegur mannréttindasamningur. Hann felur ekki í sér nein ný réttindi til fatlaðs fólks. Staðreyndin er hins vegar sú að þótt fatlað fólk hafi í orði kveðnu sömu mannréttindi og aðrir, hefur það ekki getað nýtt sér réttindi sín til fulls. Það sem Samningurinn gerir er að viðurkenna að mannréttindi fatlaðs fólks eru þau sömu og annarra og staðfesta um leið rétt fatlaðs fólks til að njóta mannréttinda.Áhersla á mannlega reisn og jafnrétti Allt of oft hefur verið litið á málefni fatlaðs fólks sem viðfangsefni velferðar- og heilbrigðiskerfa, sem þurfi að leysa með sérstökum aðgerðum. Þeirri hugsun þurfum við sem samfélag að losna undan. Fatlað fólk er alls konar og hefur, líkt og annað fólk, margbreytilegar þarfir og til þess þarf að horfa í allri stefnumótum og lagasetningu. Samningurinn getur leiðbeint okkur á þeirri vegferð. Í honum er kveðið á um almennar meginreglur sem veita leiðbeiningar um það hvernig eigi að framkvæma hann. Meðal þessara meginreglna eru bann við mismunun og ákvæði um aðgengi, jöfn tækifæri, virðingu fyrir fjölbreytileika og viðurkenning á því að fatlað fólk sé hluti af mannlegum margbreytileika. Samningurinn leggur áherslu á virðingu fyrir mannlegri reisn, jafnrétti karla og kvenna og síðast en ekki síst virðingu fyrir getu fatlaðra barna til að breytast og þroskast, sem og rétti þeirra til að varðveita sjálfsmynd sína. Til þess að uppfylla Samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks þarf að breyta ýmsu í íslenskri löggjöf. Nú þegar hafa sum lög tekið breytingum en margt er enn ógert. Til að mynda á eftir að setja lög um bann við mismunun, meðal annars á vinnumarkaði og í atvinnulífi. Þá þarf að endurskoða lög um þjónustu við fatlað fólk og breyta lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga. Það er þó ekki nóg að breyta lögum sem með sértækum hætti fjalla um málefni fatlaðs fólks. Almenn löggjöf verður að taka mið af því að fólk er alls konar. Stór hluti af þeim skyldum sem lagðar eru á ríki samkvæmt samningnum verða því einungis framkvæmdar með fræðslu og vitundarvakningu. Til þess að Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólk og fullgilding hans verði raunverulegt tæki sem tryggir að mannréttindi fatlaðs fólks verði virt, þurfa allir sem koma að stefnumótun og lagasetningu í samfélaginu að tileinka sér sýn og boðskap samningsins. Fullgildingin er því mikilvægt skref sem ber að fagna. Þó er brýnt að muna að vinnunni við að skapa eitt samfélag fyrir alla þar sem allir fá notið sín er hvergi nærri lokið.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun