Vísindamenn "misstu“ af nýlegum eldgosum Kristján Már Unnarsson skrifar 30. september 2016 16:59 Tveir sigkatlar komu í ljós við Hamarinn í vestanverðum Vatnajökli sumarið 2011. Þeir eru nú taldir hafa myndast vegna eldgoss. Mynd/ Oddur Sigurðsson. Líkur eru taldar á að nokkur eldgos hafi orðið undir jökli og í sjó við Ísland á undanförnum árum og áratugum, án þess að vísindamenn hafi greint þau eða staðfest meðan á þeim stóð. Nánari rannsóknir á atburðum hafa síðar orðið til þess að menn hafa getað túlkað þá sem eldgos. Nýjustu dæmin eru aðeins tveggja ára gömul, úr norðanverðum Vatnajökli. Rannsóknir á umbrotunum í Bárðarbungu sumarið 2014 benda núna til að fjögur eldgos hafi orðið undir Vatnajökli í aðdraganda og við upphaf Holuhraunsgossins. Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur skýrði frá þessu í viðtali á Stöð 2 fyrr á þessu ári. Annað dæmi er frá árinu 2011. Gríðarstór flóðbylgja, sem óvænt kom í Hágöngulón þá um sumarið, er nú rakin til lítils eldgoss sem talið er hafa orðið undir vestanverðum Vatnajökli. Þrjú miðlunarlón Landsvirkjunar, þar á meðal Þórisvatn, náðu hins vegar alfarið að dempa flóðbylgjuna en leiðigarðar sópuðust burt við Hágöngulón. Þá virðast eldgos geta orðið neðansjávar við Ísland án þess að jarðvísindamenn greini þau fyrr en löngu síðar. Þannig fundu vísindamenn við hafnsbotnsrannsóknir úti fyrr Norðurlandi árið 2005 óvænt nýlegan hraunmola milli Grímseyjar og Kolbeinseyjar. Hraunmolinn var talinn geta verið nokkurra mánaða gamall og í mesta lagi nokkurra ára gamall. Bryndís Brandsdóttir jarðeðlisfræðingur nefndi í viðtali við Stöð 2 fyrir þremur árum að haustið 2002 hefði mælst mikill órói á þessu svæði, sem gæti hafa tengst litlu neðansjávargosi. Loks má nefna að kenningar eru um að þegar leið að lokum Heimaeyjargossins árið 1973 hafi orðið lítið eldgos á hafsbotni milli lands og eyja um vorið. Sigurðar Þórarinsson jarðfræðingur birti grein um málið, byggða á frásögn skipstjóra, sem sá merki um gos dýpst í álnum norðnorðaustur af Elliðaey þann 26. maí 1973. Þar sást ólgandi sjór og dauðir fiskar. Fjölgeislamæling, sem gerð var fyrir tæpum áratug, sýndi upphækkun á hafsbotninum á þessum stað, sem ekki kom fram við sjómælingar á árunum 1951 til 1961. Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Sönnun fundin um neðansjávargos? Ný botnmynd, fengin með fjölgeislamælingum, sýnir hugsanleg ummerki neðansjávareldgoss undan Landeyjum fyrir 35 árum. Myndin sýnir upphækkun á hafsbotninum sem kom ekki fram við sjómælingar á árunum 1951 til 1961. 1. nóvember 2008 19:02 Leynigos fyrir 35 árum Neðansjávargos við Landeyjar um fimm kílómetra undan suðurströndinni fyrir 35 árum er komið á opinberan lista yfir eldgos á Íslandi á tuttugustu öld. Jarðfræðingar efast þó um að nægar sannanir séu til fyrir þessu leynigosi. 28. október 2008 18:53 Fjögur önnur eldgos urðu í Vatnajökli frá Bárðarbungu Rannsóknir á umbrotunum í Bárðarbungu sumarið 2014 hafa leitt í ljós að fjögur eldgos, sem ekki var áður vitað um, urðu undir Vatnajökli. 3. mars 2016 19:45 Við misstum af síðasta eldgosi við Norðurland Vísbendingar hafa fundist um nýlegt neðansjávargos úti fyrir Norðurlandi, milli Grímseyjar og Kolbeinseyjar. 17. október 2013 19:00 Lítið leynigos líklega í Vatnajökli árið 2011 Gríðarstór flóðbylgja, sem óvænt kom í Hágöngulón sumarið 2011, er nú rakin til lítils eldgoss við Hamarinn í vestanverðum Vatnajökli. 5. mars 2016 19:45 Eldgos gæti hafa brotist upp við Hamarinn Líkur eru taldar á að lítið eldgos hafi orsakað hlaupið undan vestanverðum Vatnajökli í gær, að sögn Odds Sigurðssonar jarðfræðings. Tveir nýir sigkatlar, sem ekki var vitað um áður, komu í ljós í flugi almannavarna yfir svæðið í gærkvöldi. 14. júlí 2011 12:05 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Fleiri fréttir „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Sjá meira
Líkur eru taldar á að nokkur eldgos hafi orðið undir jökli og í sjó við Ísland á undanförnum árum og áratugum, án þess að vísindamenn hafi greint þau eða staðfest meðan á þeim stóð. Nánari rannsóknir á atburðum hafa síðar orðið til þess að menn hafa getað túlkað þá sem eldgos. Nýjustu dæmin eru aðeins tveggja ára gömul, úr norðanverðum Vatnajökli. Rannsóknir á umbrotunum í Bárðarbungu sumarið 2014 benda núna til að fjögur eldgos hafi orðið undir Vatnajökli í aðdraganda og við upphaf Holuhraunsgossins. Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur skýrði frá þessu í viðtali á Stöð 2 fyrr á þessu ári. Annað dæmi er frá árinu 2011. Gríðarstór flóðbylgja, sem óvænt kom í Hágöngulón þá um sumarið, er nú rakin til lítils eldgoss sem talið er hafa orðið undir vestanverðum Vatnajökli. Þrjú miðlunarlón Landsvirkjunar, þar á meðal Þórisvatn, náðu hins vegar alfarið að dempa flóðbylgjuna en leiðigarðar sópuðust burt við Hágöngulón. Þá virðast eldgos geta orðið neðansjávar við Ísland án þess að jarðvísindamenn greini þau fyrr en löngu síðar. Þannig fundu vísindamenn við hafnsbotnsrannsóknir úti fyrr Norðurlandi árið 2005 óvænt nýlegan hraunmola milli Grímseyjar og Kolbeinseyjar. Hraunmolinn var talinn geta verið nokkurra mánaða gamall og í mesta lagi nokkurra ára gamall. Bryndís Brandsdóttir jarðeðlisfræðingur nefndi í viðtali við Stöð 2 fyrir þremur árum að haustið 2002 hefði mælst mikill órói á þessu svæði, sem gæti hafa tengst litlu neðansjávargosi. Loks má nefna að kenningar eru um að þegar leið að lokum Heimaeyjargossins árið 1973 hafi orðið lítið eldgos á hafsbotni milli lands og eyja um vorið. Sigurðar Þórarinsson jarðfræðingur birti grein um málið, byggða á frásögn skipstjóra, sem sá merki um gos dýpst í álnum norðnorðaustur af Elliðaey þann 26. maí 1973. Þar sást ólgandi sjór og dauðir fiskar. Fjölgeislamæling, sem gerð var fyrir tæpum áratug, sýndi upphækkun á hafsbotninum á þessum stað, sem ekki kom fram við sjómælingar á árunum 1951 til 1961.
Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Sönnun fundin um neðansjávargos? Ný botnmynd, fengin með fjölgeislamælingum, sýnir hugsanleg ummerki neðansjávareldgoss undan Landeyjum fyrir 35 árum. Myndin sýnir upphækkun á hafsbotninum sem kom ekki fram við sjómælingar á árunum 1951 til 1961. 1. nóvember 2008 19:02 Leynigos fyrir 35 árum Neðansjávargos við Landeyjar um fimm kílómetra undan suðurströndinni fyrir 35 árum er komið á opinberan lista yfir eldgos á Íslandi á tuttugustu öld. Jarðfræðingar efast þó um að nægar sannanir séu til fyrir þessu leynigosi. 28. október 2008 18:53 Fjögur önnur eldgos urðu í Vatnajökli frá Bárðarbungu Rannsóknir á umbrotunum í Bárðarbungu sumarið 2014 hafa leitt í ljós að fjögur eldgos, sem ekki var áður vitað um, urðu undir Vatnajökli. 3. mars 2016 19:45 Við misstum af síðasta eldgosi við Norðurland Vísbendingar hafa fundist um nýlegt neðansjávargos úti fyrir Norðurlandi, milli Grímseyjar og Kolbeinseyjar. 17. október 2013 19:00 Lítið leynigos líklega í Vatnajökli árið 2011 Gríðarstór flóðbylgja, sem óvænt kom í Hágöngulón sumarið 2011, er nú rakin til lítils eldgoss við Hamarinn í vestanverðum Vatnajökli. 5. mars 2016 19:45 Eldgos gæti hafa brotist upp við Hamarinn Líkur eru taldar á að lítið eldgos hafi orsakað hlaupið undan vestanverðum Vatnajökli í gær, að sögn Odds Sigurðssonar jarðfræðings. Tveir nýir sigkatlar, sem ekki var vitað um áður, komu í ljós í flugi almannavarna yfir svæðið í gærkvöldi. 14. júlí 2011 12:05 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Fleiri fréttir „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Sjá meira
Sönnun fundin um neðansjávargos? Ný botnmynd, fengin með fjölgeislamælingum, sýnir hugsanleg ummerki neðansjávareldgoss undan Landeyjum fyrir 35 árum. Myndin sýnir upphækkun á hafsbotninum sem kom ekki fram við sjómælingar á árunum 1951 til 1961. 1. nóvember 2008 19:02
Leynigos fyrir 35 árum Neðansjávargos við Landeyjar um fimm kílómetra undan suðurströndinni fyrir 35 árum er komið á opinberan lista yfir eldgos á Íslandi á tuttugustu öld. Jarðfræðingar efast þó um að nægar sannanir séu til fyrir þessu leynigosi. 28. október 2008 18:53
Fjögur önnur eldgos urðu í Vatnajökli frá Bárðarbungu Rannsóknir á umbrotunum í Bárðarbungu sumarið 2014 hafa leitt í ljós að fjögur eldgos, sem ekki var áður vitað um, urðu undir Vatnajökli. 3. mars 2016 19:45
Við misstum af síðasta eldgosi við Norðurland Vísbendingar hafa fundist um nýlegt neðansjávargos úti fyrir Norðurlandi, milli Grímseyjar og Kolbeinseyjar. 17. október 2013 19:00
Lítið leynigos líklega í Vatnajökli árið 2011 Gríðarstór flóðbylgja, sem óvænt kom í Hágöngulón sumarið 2011, er nú rakin til lítils eldgoss við Hamarinn í vestanverðum Vatnajökli. 5. mars 2016 19:45
Eldgos gæti hafa brotist upp við Hamarinn Líkur eru taldar á að lítið eldgos hafi orsakað hlaupið undan vestanverðum Vatnajökli í gær, að sögn Odds Sigurðssonar jarðfræðings. Tveir nýir sigkatlar, sem ekki var vitað um áður, komu í ljós í flugi almannavarna yfir svæðið í gærkvöldi. 14. júlí 2011 12:05