Reiknum nú rétt fyrir heimilin Elsa Lára Arnardóttir og Gunnar Bragi Sveinsson skrifar 5. október 2016 15:45 Hagstofan hefur vanreiknað vísitölu neysluverð í hálft ár. Ástæða þess er að í útreikningum Hagstofunnar var reiknuð húsaleiga vanmetin. Í áður birtum útreikningum Hagstofunnar var verðbólga mæld 0,9 % þar sem stuðst var við vísitölu neysluverðs. En ef reiknað hefði verið út frá samræmdri vísitölu, líkt og gert er í OECD ríkjunum, þá hefði verðbólga verið – 0,9 %. Það er vegna þess að í samræmdri vísitölu neysluverðs er húsnæðisliðurinn ekki inni. Þar er hann skilgreindur sem fjárfesting en ekki neysla, líkt og hann er skilgreindur hér á landi. Samkvæmt áður birtum tölum Hagstofunnar þá hefðu verðtryggðar skuldir heimilanna lækkað um 18 milljarða á síðustu 12 mánuðum, ef við hefðum reiknað út frá samræmdri vísitölu neysluverðs. Í stað þess hækkuðu þær um 18 milljarða því við reiknum út frá vísitölu neysluverðs. Hagstofan birti hins vegar nýja útreikninga fyrir skömmu síðan, því eins og áður segir voru mistök gerð í útreikningum vísitölunnar. Þar kemur fram að verðbólga síðustu 12 mánaða mælist nú 1,8 % því reiknað er út frá vísitölu neysluverðs. Verðbólgan væri 0,4 % ef stuðst væri við samræmda vísitölu neysluverðs. Gríðarlegur munur er á þessum útreikningum Hagstofunnar og munu þessi áhrif m.a. birtast á verðtryggðum fjárskuldbindingum heimila í landinu. Vegna þessara mistaka er upplagt að okkar mati að endurskoða þau viðmið sem vísitalan er reiknuð út frá. Okkur langar í þessu samhengi að minnast á þingsályktunartillögu sem Framsóknarmenn lögðu fram í vor. Þar er fjármála – og efnahagsráðherra falið að skipa starfshóp óháðra sérfræðinga sem greini kosti og galla þess að gera breytingar á útreikningi vísitölu ( verðbólgu og verðtryggingar) þannig að framvegis verði notuð samræmd vísitala neysluverðs í stað vísitölu neysluverðs. Við greiningarvinnuna verði sérstaklega horft til þess hvernig verðbólga er mæld í helstu viðskiptalöndum Íslands og metið hvaða áhrif breytingin hefði á launakjör, lánakjör, stöðu verðtryggðra lána og vexti. Við Framsóknarmenn höfum kallað eftir því að þetta mál komist á dagskrá þingsins fyrir þinglok. Við trúum ekki öðru en að aðrir stjórnmálaflokkar séu okkur sammála. Það tekur enga stund að koma þessu máli í ferli. Hér er um afar hógværa tillögu um að ræða en hún er getur skipt miklu máli fyrir heimili landsins.Elsa Lára Arnardóttir - þingmaður Framsóknarflokksins og skipar 2. sæti á lista flokksins í NV kjördæmi.Gunnar Bragi Sveinsson - sjávarútvegs – og landbúnaðarráðherra og skipar 1. sæti á lista Framsóknarflokksins í NV kjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Bragi Sveinsson Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Hagstofan hefur vanreiknað vísitölu neysluverð í hálft ár. Ástæða þess er að í útreikningum Hagstofunnar var reiknuð húsaleiga vanmetin. Í áður birtum útreikningum Hagstofunnar var verðbólga mæld 0,9 % þar sem stuðst var við vísitölu neysluverðs. En ef reiknað hefði verið út frá samræmdri vísitölu, líkt og gert er í OECD ríkjunum, þá hefði verðbólga verið – 0,9 %. Það er vegna þess að í samræmdri vísitölu neysluverðs er húsnæðisliðurinn ekki inni. Þar er hann skilgreindur sem fjárfesting en ekki neysla, líkt og hann er skilgreindur hér á landi. Samkvæmt áður birtum tölum Hagstofunnar þá hefðu verðtryggðar skuldir heimilanna lækkað um 18 milljarða á síðustu 12 mánuðum, ef við hefðum reiknað út frá samræmdri vísitölu neysluverðs. Í stað þess hækkuðu þær um 18 milljarða því við reiknum út frá vísitölu neysluverðs. Hagstofan birti hins vegar nýja útreikninga fyrir skömmu síðan, því eins og áður segir voru mistök gerð í útreikningum vísitölunnar. Þar kemur fram að verðbólga síðustu 12 mánaða mælist nú 1,8 % því reiknað er út frá vísitölu neysluverðs. Verðbólgan væri 0,4 % ef stuðst væri við samræmda vísitölu neysluverðs. Gríðarlegur munur er á þessum útreikningum Hagstofunnar og munu þessi áhrif m.a. birtast á verðtryggðum fjárskuldbindingum heimila í landinu. Vegna þessara mistaka er upplagt að okkar mati að endurskoða þau viðmið sem vísitalan er reiknuð út frá. Okkur langar í þessu samhengi að minnast á þingsályktunartillögu sem Framsóknarmenn lögðu fram í vor. Þar er fjármála – og efnahagsráðherra falið að skipa starfshóp óháðra sérfræðinga sem greini kosti og galla þess að gera breytingar á útreikningi vísitölu ( verðbólgu og verðtryggingar) þannig að framvegis verði notuð samræmd vísitala neysluverðs í stað vísitölu neysluverðs. Við greiningarvinnuna verði sérstaklega horft til þess hvernig verðbólga er mæld í helstu viðskiptalöndum Íslands og metið hvaða áhrif breytingin hefði á launakjör, lánakjör, stöðu verðtryggðra lána og vexti. Við Framsóknarmenn höfum kallað eftir því að þetta mál komist á dagskrá þingsins fyrir þinglok. Við trúum ekki öðru en að aðrir stjórnmálaflokkar séu okkur sammála. Það tekur enga stund að koma þessu máli í ferli. Hér er um afar hógværa tillögu um að ræða en hún er getur skipt miklu máli fyrir heimili landsins.Elsa Lára Arnardóttir - þingmaður Framsóknarflokksins og skipar 2. sæti á lista flokksins í NV kjördæmi.Gunnar Bragi Sveinsson - sjávarútvegs – og landbúnaðarráðherra og skipar 1. sæti á lista Framsóknarflokksins í NV kjördæmi
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar