Sprungið gatnakerfi, vanræktar almenningssamgöngur og fjársvelt heilbrigðiskerfi virðast vera þau málefni sem brenna hvað heitast á íbúum Reykjavíkur. Þá virðast málefni ferðamanna einnig vera ofarlega í huga Reykvíkinga, enda dvelja 97 prósent af öllum ferðamönnum sem koma til landsins í lengri eða skemmri tíma í Reykjavík. Þá eru húsnæðismál sömuleiðis mikið nefnd, sérstaklega húsnæðismál ungs fólks.Reykjavík skiptist í tvö kjördæmi – Reykjavíkurkjördæmi norður annars vegar og suður hins vegar. Alls sitja ellefu þingmenn á þingi fyrir hvort kjördæmi fyrir sig, þar af tveir jöfnunarþingmenn í hvoru. Samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá er fjöldi kjósenda fyrir kosningarnar 46.082 í Reykjavíkurkjördæmi norður og 45.685 í Reykjavíkurkjördæmi suður. Samtals eru kjósendur í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur 91.767 talsins, eða 37.2 prósent kjósenda á landinu öllu. Í alþingiskosningunum árið 2013 hlaut Sjálfstæðisflokkurinn flest atkvæði í Reykjavíkurkjördæmi norður og náði þremur mönnum inn á þing. Framsókn, Vinstri græn og Samfylking náðu tveimur og Björt framtíð og Píratar einum. í Reykjavíkurkjördæmi suður hlaut Sjálfstæðisflokkurinn flest atkvæði og náði þremur mönnum inn á þing. Framsókn, Björt framtíð og Samfylking náðu inn tveimur og Vinstri græn og Píratar einum. Viðmælendur Vísis voru sammála um það að samgöngumálum sé ábótavant í Reykjavík.Vísir/VilhelmSamgöngumál: Sprungið gatnakerfi og vanræktar almenningssamgöngurÞað virðist ekki skipta máli hvern rætt er við, samgöngumál bera alltaf á góma. Þó virðast vera skiptar skoðanir um hvernig sé best að taka á samgönguvandamálum borgarinnar svo að fólk komist greiðar leiðar sinnar. Hinn almenni Reykvíkingur hugsar ekki um sértækar framkvæmdir heldur um að komast í vinnu eða skóla á morgnana og heim á kvöldin á sem skemmstum tíma og á sem öruggastan hátt. Einhvern hluta álags á gatnakerfi Reykjavíkur má rekja til aukins ferðamannastraums til landsins. Óánægja virðist vera með að borgarstjórn hafi gert samning við Vegagerðina um tíu ára framkvæmdastopp. Engar nýframkvæmdir verða gerðar til ársins 2023 sem þýðir að ekki er von á nýjum mislægum gatnamótum eða öðrum umferðamannvirkjum. Í staðinn fer milljarður í almenningssamgöngur. Einhverjir telja að borgaryfirvöld hugsi of lítið um einkabílinn og of mikið um almenningssamgöngur og hjólreiðar. Þetta komi niður á afkastagetu gatna, þá sérstaklega á háannatíma á morgnana og síðdegis. Aðrir taka í annan streng og segja að bæta þurfi almenningssamgöngur. Fólk sé þreytt á einkabílnum, mikið sé um mengun og að fólk sé almennt eitt á ferð í bílum á háannatíma. Fyrir þúsundir íbúa höfuðborgarsvæðisins snúist samgöngumál ekki um hraðbrautir, mislæg gatnamót eða göng, heldur um almenningssamgöngur. Viðmælendur Vísis nefndu einnig að erfitt sé að fá tíma hjá heilsugæslulæknum í Reykjavík og að kostnaðarþátttaka almennings í heilbrigðiskerfinu sé of mikil, verðið of hátt og kerfið ekki nægilega aðgengilegt.Vísir/VilhelmHeilbrigðismál: Kostnaðarþátttaka almennings og nýr LandspítaliHeilbrigðismálin brenna einnig á fólki í höfuðborginni. Allt að þriggja daga bið er eftir innlögn á bráðamótöku Landspítalans og kemur sá vandi til vegna þess að ekki er nægt pláss á hjúkrunarheimilum og endurhæfingardeildum. Síðastliðinn föstudag var Páli Matthíassyni, forstóra Landspítalans, afhent bréf frá 22 sérfræðilæknum á bráðadeild spítalans. Þar lýstu læknarnir yfir neyðarástandi á bráðamótttökunni þar sem deildin sé yfirfull af sjúklingum sem ættu með réttu að fara á aðrar deildir. Á meðan geti þeir ekki sinnt bráðatilfellum nægilega vel. Talað er um að styrkja þurfi Landspítalann og að gengið hafi verið of langt í að veikja heilbrigðisstofnanir á landsbyggðinni. Sjúkraflug hefur aukist upp á síðkastið og að það sé hagur Reykvíkinga að styrkja stofnanir úti á landi. Viðmælendur Vísis nefndu einnig að erfitt sé að fá tíma hjá heilsugæslulæknum í Reykjavík og að kostnaðarþátttaka almennings í heilbrigðiskerfinu sé of mikil, verðið of hátt og kerfið ekki nægilega aðgengilegt. Kerfið þykir ógegnsætt svo ef fólk veikist sé því ekki ljóst hversu mikill kostnaðurinn verði, sem valdi kvíða hjá sjúklingum. Þá þurfi að gera úrbætur í geðheilsbrigðismálum og kosntaði á sálfræðiþjónustu og að pólítísk ákvörðun um það að auka hlutfall kökunnar til heilbrigðismála sé nauðsynleg. Þá var bæði nefnt að klára þurfi byggingu nýs landspítala og að byggingin ætti að vera undanskilin í umræðunni og að einblína ætti á rekstur Landspítalans. Einnig þurfi að flýta byggingu nýs landspítala, setja meira fjármagn í heilbrigðiskerfið svo að þjónusta sé aðgengileg og innleiða Notendastýrða persónulega aðstoð, NPA.Tæplega 40% íslendinga á aldrinum 20 til 29 ára búa í foreldrahúsum Vísir/Anton BrinkHúsnæðismál: Vandi ungs fólks og aðgerðir varðandi AirbnbFlestir þeir sem Vísir ræddi við í Reykjavík nefndu húsnæðismál. Mjög skiptar skoðanir voru um hvað væri best að gera í stöðunni en húsnæðismál ungs fólks voru helst nefnd. Allir virtust sammála um að húsnæðismálum sé ábótavant í höfuðborginni og að stjórnvöld þurfi að beita sér þar að einhverju leyti, þó að slík mál séu oftast á könnu sveitarstjórnar. Þar má meðal annars nefna fjölgun stofnframlaga til uppbyggingar íbúahúsnæðis, en ef sveitarfélög eigi að byggja fleiri íbúðahús þá sé fjölgun stofnframlaga lykilatriði. Húsnæðisvandi ungs fólks virðist vera ofarlega í huga fólks, en ungt fólk á í afar miklum erfiðleikum með að komast inn á húsnæðismarkaðinn, hvort sem það er að leigja eða kaupa húsnæði. Tæplega 40% íslendinga á aldrinum 20 til 29 ára búa í foreldrahúsum og í ár sóttu um 2300 manns um húsnæði á stúdentagörðum, fleiri en nokkurn tímann áður. Tillögur um lausnir á þessu eru til að mynda að koma til móts við ungt fólk í formi meðgjafar eða lífeyrissparnaðar. Einn viðmælandi nefndi að sú stefna Reykjavíkurborgar að úthluta lóðum til verktaka undir leiguhúsnæði virðist ekki hafa virkað, vegna þess að engar hvaðir eða skilmálar varðandi leiguverð fylgi lokaúthlutuninni. Þá var einnig nefnt að mögulegt væri að fara í markvissar aðgerðir varðandi Airbnb, en Vísir greindi frá því í nóvember á síðasta ári að um 2500 íbúðir í Reykjavík væru skráðar til útleigu á airbnb.com. Talið var að aðeins 14 prósent virkra íbúða væru með þartilgert leyfi. Nefnt var að auka mætti eftirlit og styrkja sveitarfélög til að framfylgja því, svo að hverfi leggist ekki af. Mikil aukning ferðamanna hafi gríðarleg áhrif á hverfasamsetninguna. Þá var einnig nefnt að mikill skortur sé á litlum íbúðum miðsvæðis í borginni og að íbúðir annars staðar leysi ekki þann vanda. Ef fólk fái ekki húsnæðiskost við hæfi sé það til að mynda ólíklegt til að flytja aftur heim eftir nám erlendis. 97% ferðamanna sem koma til Íslands dvelja í einhvern tíma í Reykjavík.Vísir/ErnirMálefni ferðamanna: Gistináttagjald og færri ferðamennÍ viðtali við fréttastofu þann 30. september síðastliðinn kallaði ferðamálastjóri eftir kerfisbreytingu í ferðamálum. Um 242 þúsund erlendir ferðamenn fóru frá landinu í ágúst á þessu ári og er það 24,7 prósent aukning frá árinu áður. Gert er ráð fyrir að erlendir ferðamenn verði yfir 2 milljónir á næsta ári. 97% ferðamanna sem koma til Íslands dvelja í einhvern tíma í Reykjavík. Viðmælendur Vísis nefndu gistináttagjald sem skynsamlega leið til að auka tekjur hins opinbera af ferðamönnum. Þar sem álagið sé mest þurfi tekjur að koma á móti til að hægt sé að standa straum af umhirðu, viðhaldi á gatnakerfi, ágangi á gangstéttar og fleira. Víða erlendis er algengt að menn borgi skatta líkt og gistináttagjald. Einhverjir viðmælendur töldu mikilvægt að fækka ferðamönnum til landsins og að dýrara ætti að vera að sækja landið heim. Þá ætti að vera mögulegt að sinna betur innviðum í kringum ferðamenn.Börn að leik við FoldaskólaVísir/GVAMenntamál: Breytt rekstrarumhverfi skóla Viðmælendur Vísis telja menntamál, jafnvel þau sem eru á könnu sveitarfélaga, skipta miklu máli og vera eina af grunnstoðum samfélagsins. Skólamál voru flutt frá ríkinu til sveitarfélaganna árið 1996 en spurt er hversu vel ríkið styðji við sveitarfélögin. Einn viðmælandi velti því upp hvort að skólamálin hafi verið of mikið fyrir sveitarfélögin frá upphafi og hvort nú sé verið að súpa seyðið af því. Mikið hefur verið rætt um málefni leik- og grunnskóla í Reykjavík upp á síðkastið og starfsfólk vantar á um helming leikskóla í borginni þrátt fyrir að borgin sé rekin með hagnaði. Mikið hefur breyst í rekstrarumhverfi skólanna á þeim tíma síðan sveitarfélög tóku við rekstri leik- og grunnskóla. Skólaumhverfið er orðið flóknara með lengri skóladögum aukarekstri líkt og mötuneytum og fjölbreyttari nemendahópi sem kalli á meiri þjónustu. Viðmælendur Vísis telja að bæta þurfi löggæslumál í tengslum við aukningu ferðamanna. Vísir/PjeturLöggæslumálViðmælendur Vísis telja að bæta þurfi löggæslumál í tengslum við aukningu ferðamanna. Einhver hafði til að mynda sent inn kvörtun til lögreglu vegna manns sem hafði tjaldað ólöglega í Laugardalnum en fengið þau svör að ólíklegt væri að eitthvað yrði gert vegna manneklu. Það sé slæmt ef borgurum finnist ekki þýða að hringja í lögreglu vegna þess að ólíklegt sé að eitthvað verði gert í málunum. Þá var einnig nefnt að bæta þyrfti aðgengi og sýnileika lögreglu, fólk kæmi að læstum dyrum nema á skrifstofutímum.Önnur málMálin hér á undan voru þau sem flestir nefndu í samtali sínu við Vísi. Listinn er þó engan veginn tæmandi. Til að mynda þótti mörgum viðmælendum Vísis að bæta þyrfti samspil ríkis og sveitarfélags í höfuðborginni, að keyra þyrfti stjórnarskrármálið í gegn og auka framlög til menningarmála og velferðarmála. Stykja þyrfti höfuðborgarsvæðið svo að höfuðborgin væri samkeppnishæf á alþjóðavísu, að möguleg sala á ríkis- og þjóðareignum væri óæskileg og útrýma spillingu.Samtals eru kjósendur í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur 91.767 talsins, eða 37,2 prósent kjósenda á landinu öllu.Vísir/GVAKjördæminMörk kjördæmanna í kosningum 2013 voru dregin um miðlínu Hringbrautar, Miklubraut, Ártúnsbrekku og Vesturlandsvegar, en frá Vesturlandsvegi á móts við Sóltorg í Grafarholti er dregin bein lína í miðpunkt Sóltorgs og þaðan eru mörkin dregin eftir miðlínu Kristnibrautar, Gvendargeisla og Biskupsgötu að Reynisvatnsvegi. Frá gatnamótum Biskupsgötu og Reynisvatnsvegar er dregin bein lína að borgarmörkum Reykjavíkurborgar og Mosfellsbæjar. Mörkin verða óbreytt fyrir komandi kosningar. Alls voru 45.523 kjósendur á kjörskrá í Reykjavíkurkjördæmi norður í kosningum 2013 og var kosningaþátttakan 79 prósent, sem var sú lægsta á landinu. Í kosningunum 2013 voru 4.138 atkvæði á bakvið hvern þingmann í kjördæminu, borið saman við 2.665 atkvæði í Norðvesturkjördæmi og 4.856 atkvæði í Suðvesturkjördæmi. Í Reykjavíkurkjördæmi suður voru alls 45.187 kjósendur á kjörskrá í kosningum 2013 og var kosningaþátttakan 80,2 prósent. þá voru 4.108 atkvæði á bakvið hvern þingmann í kjördæminu. Samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá er fjöldi kjósenda fyrir kosningarnar 46.082 í Reykjavíkurkjördæmi norður og 45.685 í Reykjavíkurkjördæmi suður. Samtals eru kjósendur í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur 91.767 talsins, eða 37.2 prósent kjósenda á landinu öllu. Frestur til að skila inn framboðum til yfirkjörstjórnar rennur út þann 14. október og verður þá endanlega ljóst hvaða flokkar bjóða fram í kjördæminu. Sjö þingmenn af þeim 22 sem sitja á Alþingi fyrir Reykjavík hafa gefið það út að þeir hyggist láta af þingmennsku eftir kosningarnar. Í Reykjavíkurkjördæmi norður eru það Hanna Birna Kristjánsdóttir, fyrrverandi innanríkisráðherra (D), Vigdís Hauksdóttir (B) og Róbert Marshall (A). Í Reykjavíkurkjördæmi suður eru það Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra (B), Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra (D), Frosti Sigurjónsson (B) og Helgi Hrafn Gunnarsson (P). Þá flytur Óttarr Proppé, formaður Bjartrar Framtíðar, sig um kjördæmi úr Reykjavíkurkjördæmi suður og yfir í Suðvesturkjördæmi.Við vinnslu fréttarinnar var haft samband við fjölda fólks í kjördæmunum til að draga upp heildstæða mynd af þeim málum sem helst brenna á fólki í kjördæminu. Í samtölum við viðmælendur var tekið fram að nöfn þeirra yrðu ekki gefin upp. Alþingi Ferðamennska á Íslandi Fréttaskýringar Kosningar 2016 Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Tengdar fréttir Kjördæmapot Vísis: Þetta brennur á fólki í Norðvesturkjördæmi Vesturlandsvegurinn, fiskeldi, uppboðsleiðin og byggðamál. 3. október 2016 10:00 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent
Sprungið gatnakerfi, vanræktar almenningssamgöngur og fjársvelt heilbrigðiskerfi virðast vera þau málefni sem brenna hvað heitast á íbúum Reykjavíkur. Þá virðast málefni ferðamanna einnig vera ofarlega í huga Reykvíkinga, enda dvelja 97 prósent af öllum ferðamönnum sem koma til landsins í lengri eða skemmri tíma í Reykjavík. Þá eru húsnæðismál sömuleiðis mikið nefnd, sérstaklega húsnæðismál ungs fólks.Reykjavík skiptist í tvö kjördæmi – Reykjavíkurkjördæmi norður annars vegar og suður hins vegar. Alls sitja ellefu þingmenn á þingi fyrir hvort kjördæmi fyrir sig, þar af tveir jöfnunarþingmenn í hvoru. Samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá er fjöldi kjósenda fyrir kosningarnar 46.082 í Reykjavíkurkjördæmi norður og 45.685 í Reykjavíkurkjördæmi suður. Samtals eru kjósendur í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur 91.767 talsins, eða 37.2 prósent kjósenda á landinu öllu. Í alþingiskosningunum árið 2013 hlaut Sjálfstæðisflokkurinn flest atkvæði í Reykjavíkurkjördæmi norður og náði þremur mönnum inn á þing. Framsókn, Vinstri græn og Samfylking náðu tveimur og Björt framtíð og Píratar einum. í Reykjavíkurkjördæmi suður hlaut Sjálfstæðisflokkurinn flest atkvæði og náði þremur mönnum inn á þing. Framsókn, Björt framtíð og Samfylking náðu inn tveimur og Vinstri græn og Píratar einum. Viðmælendur Vísis voru sammála um það að samgöngumálum sé ábótavant í Reykjavík.Vísir/VilhelmSamgöngumál: Sprungið gatnakerfi og vanræktar almenningssamgöngurÞað virðist ekki skipta máli hvern rætt er við, samgöngumál bera alltaf á góma. Þó virðast vera skiptar skoðanir um hvernig sé best að taka á samgönguvandamálum borgarinnar svo að fólk komist greiðar leiðar sinnar. Hinn almenni Reykvíkingur hugsar ekki um sértækar framkvæmdir heldur um að komast í vinnu eða skóla á morgnana og heim á kvöldin á sem skemmstum tíma og á sem öruggastan hátt. Einhvern hluta álags á gatnakerfi Reykjavíkur má rekja til aukins ferðamannastraums til landsins. Óánægja virðist vera með að borgarstjórn hafi gert samning við Vegagerðina um tíu ára framkvæmdastopp. Engar nýframkvæmdir verða gerðar til ársins 2023 sem þýðir að ekki er von á nýjum mislægum gatnamótum eða öðrum umferðamannvirkjum. Í staðinn fer milljarður í almenningssamgöngur. Einhverjir telja að borgaryfirvöld hugsi of lítið um einkabílinn og of mikið um almenningssamgöngur og hjólreiðar. Þetta komi niður á afkastagetu gatna, þá sérstaklega á háannatíma á morgnana og síðdegis. Aðrir taka í annan streng og segja að bæta þurfi almenningssamgöngur. Fólk sé þreytt á einkabílnum, mikið sé um mengun og að fólk sé almennt eitt á ferð í bílum á háannatíma. Fyrir þúsundir íbúa höfuðborgarsvæðisins snúist samgöngumál ekki um hraðbrautir, mislæg gatnamót eða göng, heldur um almenningssamgöngur. Viðmælendur Vísis nefndu einnig að erfitt sé að fá tíma hjá heilsugæslulæknum í Reykjavík og að kostnaðarþátttaka almennings í heilbrigðiskerfinu sé of mikil, verðið of hátt og kerfið ekki nægilega aðgengilegt.Vísir/VilhelmHeilbrigðismál: Kostnaðarþátttaka almennings og nýr LandspítaliHeilbrigðismálin brenna einnig á fólki í höfuðborginni. Allt að þriggja daga bið er eftir innlögn á bráðamótöku Landspítalans og kemur sá vandi til vegna þess að ekki er nægt pláss á hjúkrunarheimilum og endurhæfingardeildum. Síðastliðinn föstudag var Páli Matthíassyni, forstóra Landspítalans, afhent bréf frá 22 sérfræðilæknum á bráðadeild spítalans. Þar lýstu læknarnir yfir neyðarástandi á bráðamótttökunni þar sem deildin sé yfirfull af sjúklingum sem ættu með réttu að fara á aðrar deildir. Á meðan geti þeir ekki sinnt bráðatilfellum nægilega vel. Talað er um að styrkja þurfi Landspítalann og að gengið hafi verið of langt í að veikja heilbrigðisstofnanir á landsbyggðinni. Sjúkraflug hefur aukist upp á síðkastið og að það sé hagur Reykvíkinga að styrkja stofnanir úti á landi. Viðmælendur Vísis nefndu einnig að erfitt sé að fá tíma hjá heilsugæslulæknum í Reykjavík og að kostnaðarþátttaka almennings í heilbrigðiskerfinu sé of mikil, verðið of hátt og kerfið ekki nægilega aðgengilegt. Kerfið þykir ógegnsætt svo ef fólk veikist sé því ekki ljóst hversu mikill kostnaðurinn verði, sem valdi kvíða hjá sjúklingum. Þá þurfi að gera úrbætur í geðheilsbrigðismálum og kosntaði á sálfræðiþjónustu og að pólítísk ákvörðun um það að auka hlutfall kökunnar til heilbrigðismála sé nauðsynleg. Þá var bæði nefnt að klára þurfi byggingu nýs landspítala og að byggingin ætti að vera undanskilin í umræðunni og að einblína ætti á rekstur Landspítalans. Einnig þurfi að flýta byggingu nýs landspítala, setja meira fjármagn í heilbrigðiskerfið svo að þjónusta sé aðgengileg og innleiða Notendastýrða persónulega aðstoð, NPA.Tæplega 40% íslendinga á aldrinum 20 til 29 ára búa í foreldrahúsum Vísir/Anton BrinkHúsnæðismál: Vandi ungs fólks og aðgerðir varðandi AirbnbFlestir þeir sem Vísir ræddi við í Reykjavík nefndu húsnæðismál. Mjög skiptar skoðanir voru um hvað væri best að gera í stöðunni en húsnæðismál ungs fólks voru helst nefnd. Allir virtust sammála um að húsnæðismálum sé ábótavant í höfuðborginni og að stjórnvöld þurfi að beita sér þar að einhverju leyti, þó að slík mál séu oftast á könnu sveitarstjórnar. Þar má meðal annars nefna fjölgun stofnframlaga til uppbyggingar íbúahúsnæðis, en ef sveitarfélög eigi að byggja fleiri íbúðahús þá sé fjölgun stofnframlaga lykilatriði. Húsnæðisvandi ungs fólks virðist vera ofarlega í huga fólks, en ungt fólk á í afar miklum erfiðleikum með að komast inn á húsnæðismarkaðinn, hvort sem það er að leigja eða kaupa húsnæði. Tæplega 40% íslendinga á aldrinum 20 til 29 ára búa í foreldrahúsum og í ár sóttu um 2300 manns um húsnæði á stúdentagörðum, fleiri en nokkurn tímann áður. Tillögur um lausnir á þessu eru til að mynda að koma til móts við ungt fólk í formi meðgjafar eða lífeyrissparnaðar. Einn viðmælandi nefndi að sú stefna Reykjavíkurborgar að úthluta lóðum til verktaka undir leiguhúsnæði virðist ekki hafa virkað, vegna þess að engar hvaðir eða skilmálar varðandi leiguverð fylgi lokaúthlutuninni. Þá var einnig nefnt að mögulegt væri að fara í markvissar aðgerðir varðandi Airbnb, en Vísir greindi frá því í nóvember á síðasta ári að um 2500 íbúðir í Reykjavík væru skráðar til útleigu á airbnb.com. Talið var að aðeins 14 prósent virkra íbúða væru með þartilgert leyfi. Nefnt var að auka mætti eftirlit og styrkja sveitarfélög til að framfylgja því, svo að hverfi leggist ekki af. Mikil aukning ferðamanna hafi gríðarleg áhrif á hverfasamsetninguna. Þá var einnig nefnt að mikill skortur sé á litlum íbúðum miðsvæðis í borginni og að íbúðir annars staðar leysi ekki þann vanda. Ef fólk fái ekki húsnæðiskost við hæfi sé það til að mynda ólíklegt til að flytja aftur heim eftir nám erlendis. 97% ferðamanna sem koma til Íslands dvelja í einhvern tíma í Reykjavík.Vísir/ErnirMálefni ferðamanna: Gistináttagjald og færri ferðamennÍ viðtali við fréttastofu þann 30. september síðastliðinn kallaði ferðamálastjóri eftir kerfisbreytingu í ferðamálum. Um 242 þúsund erlendir ferðamenn fóru frá landinu í ágúst á þessu ári og er það 24,7 prósent aukning frá árinu áður. Gert er ráð fyrir að erlendir ferðamenn verði yfir 2 milljónir á næsta ári. 97% ferðamanna sem koma til Íslands dvelja í einhvern tíma í Reykjavík. Viðmælendur Vísis nefndu gistináttagjald sem skynsamlega leið til að auka tekjur hins opinbera af ferðamönnum. Þar sem álagið sé mest þurfi tekjur að koma á móti til að hægt sé að standa straum af umhirðu, viðhaldi á gatnakerfi, ágangi á gangstéttar og fleira. Víða erlendis er algengt að menn borgi skatta líkt og gistináttagjald. Einhverjir viðmælendur töldu mikilvægt að fækka ferðamönnum til landsins og að dýrara ætti að vera að sækja landið heim. Þá ætti að vera mögulegt að sinna betur innviðum í kringum ferðamenn.Börn að leik við FoldaskólaVísir/GVAMenntamál: Breytt rekstrarumhverfi skóla Viðmælendur Vísis telja menntamál, jafnvel þau sem eru á könnu sveitarfélaga, skipta miklu máli og vera eina af grunnstoðum samfélagsins. Skólamál voru flutt frá ríkinu til sveitarfélaganna árið 1996 en spurt er hversu vel ríkið styðji við sveitarfélögin. Einn viðmælandi velti því upp hvort að skólamálin hafi verið of mikið fyrir sveitarfélögin frá upphafi og hvort nú sé verið að súpa seyðið af því. Mikið hefur verið rætt um málefni leik- og grunnskóla í Reykjavík upp á síðkastið og starfsfólk vantar á um helming leikskóla í borginni þrátt fyrir að borgin sé rekin með hagnaði. Mikið hefur breyst í rekstrarumhverfi skólanna á þeim tíma síðan sveitarfélög tóku við rekstri leik- og grunnskóla. Skólaumhverfið er orðið flóknara með lengri skóladögum aukarekstri líkt og mötuneytum og fjölbreyttari nemendahópi sem kalli á meiri þjónustu. Viðmælendur Vísis telja að bæta þurfi löggæslumál í tengslum við aukningu ferðamanna. Vísir/PjeturLöggæslumálViðmælendur Vísis telja að bæta þurfi löggæslumál í tengslum við aukningu ferðamanna. Einhver hafði til að mynda sent inn kvörtun til lögreglu vegna manns sem hafði tjaldað ólöglega í Laugardalnum en fengið þau svör að ólíklegt væri að eitthvað yrði gert vegna manneklu. Það sé slæmt ef borgurum finnist ekki þýða að hringja í lögreglu vegna þess að ólíklegt sé að eitthvað verði gert í málunum. Þá var einnig nefnt að bæta þyrfti aðgengi og sýnileika lögreglu, fólk kæmi að læstum dyrum nema á skrifstofutímum.Önnur málMálin hér á undan voru þau sem flestir nefndu í samtali sínu við Vísi. Listinn er þó engan veginn tæmandi. Til að mynda þótti mörgum viðmælendum Vísis að bæta þyrfti samspil ríkis og sveitarfélags í höfuðborginni, að keyra þyrfti stjórnarskrármálið í gegn og auka framlög til menningarmála og velferðarmála. Stykja þyrfti höfuðborgarsvæðið svo að höfuðborgin væri samkeppnishæf á alþjóðavísu, að möguleg sala á ríkis- og þjóðareignum væri óæskileg og útrýma spillingu.Samtals eru kjósendur í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur 91.767 talsins, eða 37,2 prósent kjósenda á landinu öllu.Vísir/GVAKjördæminMörk kjördæmanna í kosningum 2013 voru dregin um miðlínu Hringbrautar, Miklubraut, Ártúnsbrekku og Vesturlandsvegar, en frá Vesturlandsvegi á móts við Sóltorg í Grafarholti er dregin bein lína í miðpunkt Sóltorgs og þaðan eru mörkin dregin eftir miðlínu Kristnibrautar, Gvendargeisla og Biskupsgötu að Reynisvatnsvegi. Frá gatnamótum Biskupsgötu og Reynisvatnsvegar er dregin bein lína að borgarmörkum Reykjavíkurborgar og Mosfellsbæjar. Mörkin verða óbreytt fyrir komandi kosningar. Alls voru 45.523 kjósendur á kjörskrá í Reykjavíkurkjördæmi norður í kosningum 2013 og var kosningaþátttakan 79 prósent, sem var sú lægsta á landinu. Í kosningunum 2013 voru 4.138 atkvæði á bakvið hvern þingmann í kjördæminu, borið saman við 2.665 atkvæði í Norðvesturkjördæmi og 4.856 atkvæði í Suðvesturkjördæmi. Í Reykjavíkurkjördæmi suður voru alls 45.187 kjósendur á kjörskrá í kosningum 2013 og var kosningaþátttakan 80,2 prósent. þá voru 4.108 atkvæði á bakvið hvern þingmann í kjördæminu. Samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá er fjöldi kjósenda fyrir kosningarnar 46.082 í Reykjavíkurkjördæmi norður og 45.685 í Reykjavíkurkjördæmi suður. Samtals eru kjósendur í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur 91.767 talsins, eða 37.2 prósent kjósenda á landinu öllu. Frestur til að skila inn framboðum til yfirkjörstjórnar rennur út þann 14. október og verður þá endanlega ljóst hvaða flokkar bjóða fram í kjördæminu. Sjö þingmenn af þeim 22 sem sitja á Alþingi fyrir Reykjavík hafa gefið það út að þeir hyggist láta af þingmennsku eftir kosningarnar. Í Reykjavíkurkjördæmi norður eru það Hanna Birna Kristjánsdóttir, fyrrverandi innanríkisráðherra (D), Vigdís Hauksdóttir (B) og Róbert Marshall (A). Í Reykjavíkurkjördæmi suður eru það Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra (B), Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra (D), Frosti Sigurjónsson (B) og Helgi Hrafn Gunnarsson (P). Þá flytur Óttarr Proppé, formaður Bjartrar Framtíðar, sig um kjördæmi úr Reykjavíkurkjördæmi suður og yfir í Suðvesturkjördæmi.Við vinnslu fréttarinnar var haft samband við fjölda fólks í kjördæmunum til að draga upp heildstæða mynd af þeim málum sem helst brenna á fólki í kjördæminu. Í samtölum við viðmælendur var tekið fram að nöfn þeirra yrðu ekki gefin upp.
Kjördæmapot Vísis: Þetta brennur á fólki í Norðvesturkjördæmi Vesturlandsvegurinn, fiskeldi, uppboðsleiðin og byggðamál. 3. október 2016 10:00