Dagur: Blundar í mér smá frekjuhundur Henry Birgir Gunnarsson skrifar 21. október 2016 19:11 Dagur Sigurðsson, landsliðsþjálfari Þýskalands í handbolta, er staddur hér á landi þessa dagana og Guðjón Guðmundsson settist niður með honum í dag. Gaupi fór um víðan völl með þýska landsliðsþjálfaranum í dag og spurði hann meðal annars út framhaldið hjá þýska landsliðinu en hann er samningsbundinn Þjóðverjum til ársins 2020. „Það er klásúla í samningnum að við myndum setjast niður á þessum tímapunkti. Það er því í ferli. Hvort ég sjái það fyrir mér næstu 2-3 árin. Það er erfitt að segja. Þegar vel gengur þá er kroppað í mann úr ýmsum áttum. Það getur svo sem farið í allar áttir,“ segir Dagur en það kæmi eflaust mörgum á óvart ef hann stigi frá borði miðað við hversu vel hefur gengið hjá honum. Dagur segir að þjálfaratíminn hjá þýska landsliðinu hafi ekki bara verið dans á rósum. „Ég finn fyrir því á hverjum einasta degi. Ég held að það sé líka eitthvað sem ég hef alist upp við. Eitthvað sem ég er vanur að gera. Stundum væri ég feginn að vera í venjulegri 9-5 vinnu. Geta bara slökkt á símanum klukkan fimm. Það er ábyrgðarhlutur að vera með þýska landsliðið,“ segir Dagur en hefur hann þurft að setja upp grímu og fara inn í skelina? „Ég finn að maður verður svolítið þreyttur á sjálfum sér. Maður er alltaf að svara í einhverjum frösum og það er ekki gaman. Það er erfitt að komast út úr því. Ég hef verið leiðinlegur en það er meira inn á við. Inn í handknattleikssambandið. Einhver svona pólitík sem er þreytandi. Það hefur alltaf blundað í mér smá frekjuhundur þannig að ég tek þá slagi einn á einn. Alltaf minna samt. Ég er aðeins að róast með árunum í því.“ Sjá má innslag Gaupa í heild sinni hér að ofan. Dagur verður einnig í ítarlegu viðtali við Fréttablaðið í fyrramálið. Handbolti Mest lesið Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Enski boltinn Anníe Mist, Katrín Tanja og Sara verða saman í liði Sport Margfaldur Ólympíuverðlaunahafi skiptir um íþrótt Sport Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Enski boltinn Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Enski boltinn Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi Fótbolti Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Enski boltinn Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Enski boltinn Rashford laus úr útlegð Enski boltinn Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Enski boltinn Fleiri fréttir Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Sjá meira
Dagur Sigurðsson, landsliðsþjálfari Þýskalands í handbolta, er staddur hér á landi þessa dagana og Guðjón Guðmundsson settist niður með honum í dag. Gaupi fór um víðan völl með þýska landsliðsþjálfaranum í dag og spurði hann meðal annars út framhaldið hjá þýska landsliðinu en hann er samningsbundinn Þjóðverjum til ársins 2020. „Það er klásúla í samningnum að við myndum setjast niður á þessum tímapunkti. Það er því í ferli. Hvort ég sjái það fyrir mér næstu 2-3 árin. Það er erfitt að segja. Þegar vel gengur þá er kroppað í mann úr ýmsum áttum. Það getur svo sem farið í allar áttir,“ segir Dagur en það kæmi eflaust mörgum á óvart ef hann stigi frá borði miðað við hversu vel hefur gengið hjá honum. Dagur segir að þjálfaratíminn hjá þýska landsliðinu hafi ekki bara verið dans á rósum. „Ég finn fyrir því á hverjum einasta degi. Ég held að það sé líka eitthvað sem ég hef alist upp við. Eitthvað sem ég er vanur að gera. Stundum væri ég feginn að vera í venjulegri 9-5 vinnu. Geta bara slökkt á símanum klukkan fimm. Það er ábyrgðarhlutur að vera með þýska landsliðið,“ segir Dagur en hefur hann þurft að setja upp grímu og fara inn í skelina? „Ég finn að maður verður svolítið þreyttur á sjálfum sér. Maður er alltaf að svara í einhverjum frösum og það er ekki gaman. Það er erfitt að komast út úr því. Ég hef verið leiðinlegur en það er meira inn á við. Inn í handknattleikssambandið. Einhver svona pólitík sem er þreytandi. Það hefur alltaf blundað í mér smá frekjuhundur þannig að ég tek þá slagi einn á einn. Alltaf minna samt. Ég er aðeins að róast með árunum í því.“ Sjá má innslag Gaupa í heild sinni hér að ofan. Dagur verður einnig í ítarlegu viðtali við Fréttablaðið í fyrramálið.
Handbolti Mest lesið Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Enski boltinn Anníe Mist, Katrín Tanja og Sara verða saman í liði Sport Margfaldur Ólympíuverðlaunahafi skiptir um íþrótt Sport Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Enski boltinn Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Enski boltinn Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi Fótbolti Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Enski boltinn Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Enski boltinn Rashford laus úr útlegð Enski boltinn Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Enski boltinn Fleiri fréttir Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Sjá meira