Dagur: Blundar í mér smá frekjuhundur Henry Birgir Gunnarsson skrifar 21. október 2016 19:11 Dagur Sigurðsson, landsliðsþjálfari Þýskalands í handbolta, er staddur hér á landi þessa dagana og Guðjón Guðmundsson settist niður með honum í dag. Gaupi fór um víðan völl með þýska landsliðsþjálfaranum í dag og spurði hann meðal annars út framhaldið hjá þýska landsliðinu en hann er samningsbundinn Þjóðverjum til ársins 2020. „Það er klásúla í samningnum að við myndum setjast niður á þessum tímapunkti. Það er því í ferli. Hvort ég sjái það fyrir mér næstu 2-3 árin. Það er erfitt að segja. Þegar vel gengur þá er kroppað í mann úr ýmsum áttum. Það getur svo sem farið í allar áttir,“ segir Dagur en það kæmi eflaust mörgum á óvart ef hann stigi frá borði miðað við hversu vel hefur gengið hjá honum. Dagur segir að þjálfaratíminn hjá þýska landsliðinu hafi ekki bara verið dans á rósum. „Ég finn fyrir því á hverjum einasta degi. Ég held að það sé líka eitthvað sem ég hef alist upp við. Eitthvað sem ég er vanur að gera. Stundum væri ég feginn að vera í venjulegri 9-5 vinnu. Geta bara slökkt á símanum klukkan fimm. Það er ábyrgðarhlutur að vera með þýska landsliðið,“ segir Dagur en hefur hann þurft að setja upp grímu og fara inn í skelina? „Ég finn að maður verður svolítið þreyttur á sjálfum sér. Maður er alltaf að svara í einhverjum frösum og það er ekki gaman. Það er erfitt að komast út úr því. Ég hef verið leiðinlegur en það er meira inn á við. Inn í handknattleikssambandið. Einhver svona pólitík sem er þreytandi. Það hefur alltaf blundað í mér smá frekjuhundur þannig að ég tek þá slagi einn á einn. Alltaf minna samt. Ég er aðeins að róast með árunum í því.“ Sjá má innslag Gaupa í heild sinni hér að ofan. Dagur verður einnig í ítarlegu viðtali við Fréttablaðið í fyrramálið. Handbolti Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Enski boltinn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Körfubolti Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sjá meira
Dagur Sigurðsson, landsliðsþjálfari Þýskalands í handbolta, er staddur hér á landi þessa dagana og Guðjón Guðmundsson settist niður með honum í dag. Gaupi fór um víðan völl með þýska landsliðsþjálfaranum í dag og spurði hann meðal annars út framhaldið hjá þýska landsliðinu en hann er samningsbundinn Þjóðverjum til ársins 2020. „Það er klásúla í samningnum að við myndum setjast niður á þessum tímapunkti. Það er því í ferli. Hvort ég sjái það fyrir mér næstu 2-3 árin. Það er erfitt að segja. Þegar vel gengur þá er kroppað í mann úr ýmsum áttum. Það getur svo sem farið í allar áttir,“ segir Dagur en það kæmi eflaust mörgum á óvart ef hann stigi frá borði miðað við hversu vel hefur gengið hjá honum. Dagur segir að þjálfaratíminn hjá þýska landsliðinu hafi ekki bara verið dans á rósum. „Ég finn fyrir því á hverjum einasta degi. Ég held að það sé líka eitthvað sem ég hef alist upp við. Eitthvað sem ég er vanur að gera. Stundum væri ég feginn að vera í venjulegri 9-5 vinnu. Geta bara slökkt á símanum klukkan fimm. Það er ábyrgðarhlutur að vera með þýska landsliðið,“ segir Dagur en hefur hann þurft að setja upp grímu og fara inn í skelina? „Ég finn að maður verður svolítið þreyttur á sjálfum sér. Maður er alltaf að svara í einhverjum frösum og það er ekki gaman. Það er erfitt að komast út úr því. Ég hef verið leiðinlegur en það er meira inn á við. Inn í handknattleikssambandið. Einhver svona pólitík sem er þreytandi. Það hefur alltaf blundað í mér smá frekjuhundur þannig að ég tek þá slagi einn á einn. Alltaf minna samt. Ég er aðeins að róast með árunum í því.“ Sjá má innslag Gaupa í heild sinni hér að ofan. Dagur verður einnig í ítarlegu viðtali við Fréttablaðið í fyrramálið.
Handbolti Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Enski boltinn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Körfubolti Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sjá meira