Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar líklegust Heimir Már Pétursson skrifar 30. október 2016 19:00 Líklegast er að mynduð verði ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. vísir/anton brink Píratar hafa útilokað að fara í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum og Vinstri græn segja ekki sennilegt að þeir geri það heldur. Líklegast er að mynduð verði ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Ekki er hægt að mynda tveggja flokka ríkisstjórn eftir kosningarnar í gær og það er heldur ekki hægt að mynda þriggja flokka stjórn án aðkomu Sjálfstæðisflokksins sem er með fjölmennasta þingflokkinn eða 21 þingmann. Minnsti mögulegi meirihluti á Alþingi er 32 þingmenn. Sjálfstæðismenn gætu ýmist myndað þriggja flokka stjórn með Framsóknarmönnum sem samanlagt hafa 29 þingmenn og vantaði þá þrjá til að mynda meirihluta. Í kosningabaráttunni lýstu allir gömlu stjórnarandstöðuflokkarnir því yfir ásamt Viðreisn að þeir myndu ekki tryggja fráfarandi ríkisstjórn framhaldslíf. Þannig að ólíklegt er að nokkur flokkur vilji þetta mynstur. Sjálfstæðismenn og Vinstri græn vantaði aðeins einn þingmann til myndunar meirihluta, En Katrín Jakobsdóttir tók ekki vel í slíka stjórn í hádegisþætti á Stöð 2 í dag.Gætir þú gengið á fund þinna félaga í miðstjórn flokksins og mælt með því að þið færuð í stjórn með Sjálfstæðismönnum, Bjartri framtíð eða Viðreisn? „Ég hugsa að sá fundur myndi enda illa fyrir mig. Þannig að eins og við höfum talað mjög skýrt og heiðarlega um, þá erum við líklega lengst hvort frá öðru, við Bjarni á hinu pólitíska litrófi,“ sagði Katrín.Píratar hafna samstarfi við Sjálfstæðismenn Sjálfstæðisflokk og Pírata vantaði sömuleiðis aðeins einn þingmann til að mynda minnsta meirihluta á Alþingi. En Björn Leví Gunnarsson nýkjörinn þingmaður flokksins útilokaði þann kost í þættinum á Stöð 2. Hinn möguleikinn er þá bara fimm flokka stjórn, eða eftir atvikum fjögurra flokka stjórn með stuðningi Samfylkingarinnar? „Það eru möguleikar á minnihlutastjórnum líka,“ svarði Björn Leví. Þær eru oftast ekki upp á borðinu í íslenskri sögu nema það sé stjórnarkreppa. „Píratar eru tilbúnir til að prófa ýmislegt nýtt og hafa sýnt það núna fyrir kosningabaráttuna.“„Þannig að þið eruð kannski tilbúin að búa til stjórnarkreppu til að það yrði raunin? „Við erum ábyrgur flokkur og viljum að það sé gert vel fyrir landsmenn,“ sagði Björn Leví. Þar með eru þriggja flokka ríkisstjórnir Sjálfstæðisflokks og Pírata annað hvort með Viðreisn eða Bjartri framtíð ekki í spilunum eins og staðan er núna. Þannig að ef mynda ætti þriggja flokka stjórn væri stjórn Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar eini slíki kosturinn og líklegasta stjórnarmynstrið ef þessir flokkar ná saman um málefni og hvernig slík stjórn yrði skipuð. Frændur vilja báðir umboðið frá forseta Það er nú í höndum Guðna Th. Jóhannessonar forseta Íslands að deila út stjórnarmyndunarumboðinu. En Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar telur eðlilegt að hann fengi umboðið. „Þá held ég að menn séu kannski að hugsa um óvenjulega stjórn yfir miðjuna með einhverjum hætti. Við teljum í ljósi úrslitananna sé ekki óeðlilegt að nýr flokkur sem hefur unnið mikið á og bætt mestu við sig af öllum flokkum leiði slíka stjórnarmyndun,“ sagði Benedikt í hádegisþættinum á Stöð 2. Þá myndir þú vilja vera forsætisráðherra í slíkri stjórn? „Við teljum að það sé ekki óeðlilegt að líta til þess möguleika. En auðvitað er það forsetinn sem hefur það vald að fela mönnum stjórnarmyndun,“ sagði Benedikt. Bjarni Benediktsson frændi hans og formaður Sjálfstæðisflokksins telur hins vegar eðlilegra að forseti feli honum umboð til stjórnarmyndunar. „Já mér finnst það. Ég ætla bara að benda á nokkrar augljósar staðreyndir. Við erum með mest fylgi í öllum kjördæmum. Við höfum fyrsta þingmann allra kjördæma. Við höfum rétt tæplega þrefalt meira fylgi en Viðreisn. En mér þetta ekki vera staður til að togast á um þetta,“ sagði Bjarni. Hins vegar hefur formaður Sjálfstæðisflokksins áður sýnt að hann er tilbúinn til að fórna forsætisráðherraembættinu til að ná saman ríkisstjórn og útilokar það ekki í stöðunni núna. „Ég sóttist eftir því að fá að leiða síðustu ríkisstjórn í ljósi niðurstöðu kosninganna þegar ég gekk á fund Ólafs Ragnars. En það varð önnur niðurstaða og ég var alveg sáttur við að vinna með hana líka. Ég er bara í þessu fyrir ávinning landsmanna. Ég er ekki í þessu af einhverjum persónulegum metnaði,“ sagði Bjarni. Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar vill ekki útiloka neitt varðandi stjórnarmyndunarviðræður eins og möguleikann á samstarfi við Sjálfstæðisflokk og Viðreisn. Málefnalega hafi Björt framtíð og Sjálfstæðismenn þó verið langt í sundur á kjörtímabilinu og í kosningabaráttunni. „Við höfum talað fyrir því að við viljum vera og erum ábyrgur flokkur. Það er ljóst að niðurstaða kosninganna er þannig að við fögnum varnarsigri með fjóra þingmenn. Þannig að við gerum ekki kröfu um að vera leiðandi afl við ríkisstjórnarmyndun. En það er ekki ástæða til að útiloka neitt fyrirfram. Ég vil líka minna á að við erum nú í fyrsta skipti í yfir tuttugu ár með nýjan forseta. Sem ég held að sé ástæða til að gefa ákveðið ráðrúm til að móta það sjálfur hvernig hann ætlar að vinna,“ sagði Óttarr Proppé. Umræðuþátt Heimis Más Péturssonar má sjá í heild hér fyrir neðan. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Stjórnarkreppa eða Engeyjarstjórn í kortunum Benedikt Jóhannesson með alla ása á hendi sér en staða hans er þröng og þrengist ef eitthvað er með yfirlýsingum hans. 30. október 2016 16:39 Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
Píratar hafa útilokað að fara í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum og Vinstri græn segja ekki sennilegt að þeir geri það heldur. Líklegast er að mynduð verði ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Ekki er hægt að mynda tveggja flokka ríkisstjórn eftir kosningarnar í gær og það er heldur ekki hægt að mynda þriggja flokka stjórn án aðkomu Sjálfstæðisflokksins sem er með fjölmennasta þingflokkinn eða 21 þingmann. Minnsti mögulegi meirihluti á Alþingi er 32 þingmenn. Sjálfstæðismenn gætu ýmist myndað þriggja flokka stjórn með Framsóknarmönnum sem samanlagt hafa 29 þingmenn og vantaði þá þrjá til að mynda meirihluta. Í kosningabaráttunni lýstu allir gömlu stjórnarandstöðuflokkarnir því yfir ásamt Viðreisn að þeir myndu ekki tryggja fráfarandi ríkisstjórn framhaldslíf. Þannig að ólíklegt er að nokkur flokkur vilji þetta mynstur. Sjálfstæðismenn og Vinstri græn vantaði aðeins einn þingmann til myndunar meirihluta, En Katrín Jakobsdóttir tók ekki vel í slíka stjórn í hádegisþætti á Stöð 2 í dag.Gætir þú gengið á fund þinna félaga í miðstjórn flokksins og mælt með því að þið færuð í stjórn með Sjálfstæðismönnum, Bjartri framtíð eða Viðreisn? „Ég hugsa að sá fundur myndi enda illa fyrir mig. Þannig að eins og við höfum talað mjög skýrt og heiðarlega um, þá erum við líklega lengst hvort frá öðru, við Bjarni á hinu pólitíska litrófi,“ sagði Katrín.Píratar hafna samstarfi við Sjálfstæðismenn Sjálfstæðisflokk og Pírata vantaði sömuleiðis aðeins einn þingmann til að mynda minnsta meirihluta á Alþingi. En Björn Leví Gunnarsson nýkjörinn þingmaður flokksins útilokaði þann kost í þættinum á Stöð 2. Hinn möguleikinn er þá bara fimm flokka stjórn, eða eftir atvikum fjögurra flokka stjórn með stuðningi Samfylkingarinnar? „Það eru möguleikar á minnihlutastjórnum líka,“ svarði Björn Leví. Þær eru oftast ekki upp á borðinu í íslenskri sögu nema það sé stjórnarkreppa. „Píratar eru tilbúnir til að prófa ýmislegt nýtt og hafa sýnt það núna fyrir kosningabaráttuna.“„Þannig að þið eruð kannski tilbúin að búa til stjórnarkreppu til að það yrði raunin? „Við erum ábyrgur flokkur og viljum að það sé gert vel fyrir landsmenn,“ sagði Björn Leví. Þar með eru þriggja flokka ríkisstjórnir Sjálfstæðisflokks og Pírata annað hvort með Viðreisn eða Bjartri framtíð ekki í spilunum eins og staðan er núna. Þannig að ef mynda ætti þriggja flokka stjórn væri stjórn Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar eini slíki kosturinn og líklegasta stjórnarmynstrið ef þessir flokkar ná saman um málefni og hvernig slík stjórn yrði skipuð. Frændur vilja báðir umboðið frá forseta Það er nú í höndum Guðna Th. Jóhannessonar forseta Íslands að deila út stjórnarmyndunarumboðinu. En Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar telur eðlilegt að hann fengi umboðið. „Þá held ég að menn séu kannski að hugsa um óvenjulega stjórn yfir miðjuna með einhverjum hætti. Við teljum í ljósi úrslitananna sé ekki óeðlilegt að nýr flokkur sem hefur unnið mikið á og bætt mestu við sig af öllum flokkum leiði slíka stjórnarmyndun,“ sagði Benedikt í hádegisþættinum á Stöð 2. Þá myndir þú vilja vera forsætisráðherra í slíkri stjórn? „Við teljum að það sé ekki óeðlilegt að líta til þess möguleika. En auðvitað er það forsetinn sem hefur það vald að fela mönnum stjórnarmyndun,“ sagði Benedikt. Bjarni Benediktsson frændi hans og formaður Sjálfstæðisflokksins telur hins vegar eðlilegra að forseti feli honum umboð til stjórnarmyndunar. „Já mér finnst það. Ég ætla bara að benda á nokkrar augljósar staðreyndir. Við erum með mest fylgi í öllum kjördæmum. Við höfum fyrsta þingmann allra kjördæma. Við höfum rétt tæplega þrefalt meira fylgi en Viðreisn. En mér þetta ekki vera staður til að togast á um þetta,“ sagði Bjarni. Hins vegar hefur formaður Sjálfstæðisflokksins áður sýnt að hann er tilbúinn til að fórna forsætisráðherraembættinu til að ná saman ríkisstjórn og útilokar það ekki í stöðunni núna. „Ég sóttist eftir því að fá að leiða síðustu ríkisstjórn í ljósi niðurstöðu kosninganna þegar ég gekk á fund Ólafs Ragnars. En það varð önnur niðurstaða og ég var alveg sáttur við að vinna með hana líka. Ég er bara í þessu fyrir ávinning landsmanna. Ég er ekki í þessu af einhverjum persónulegum metnaði,“ sagði Bjarni. Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar vill ekki útiloka neitt varðandi stjórnarmyndunarviðræður eins og möguleikann á samstarfi við Sjálfstæðisflokk og Viðreisn. Málefnalega hafi Björt framtíð og Sjálfstæðismenn þó verið langt í sundur á kjörtímabilinu og í kosningabaráttunni. „Við höfum talað fyrir því að við viljum vera og erum ábyrgur flokkur. Það er ljóst að niðurstaða kosninganna er þannig að við fögnum varnarsigri með fjóra þingmenn. Þannig að við gerum ekki kröfu um að vera leiðandi afl við ríkisstjórnarmyndun. En það er ekki ástæða til að útiloka neitt fyrirfram. Ég vil líka minna á að við erum nú í fyrsta skipti í yfir tuttugu ár með nýjan forseta. Sem ég held að sé ástæða til að gefa ákveðið ráðrúm til að móta það sjálfur hvernig hann ætlar að vinna,“ sagði Óttarr Proppé. Umræðuþátt Heimis Más Péturssonar má sjá í heild hér fyrir neðan.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Stjórnarkreppa eða Engeyjarstjórn í kortunum Benedikt Jóhannesson með alla ása á hendi sér en staða hans er þröng og þrengist ef eitthvað er með yfirlýsingum hans. 30. október 2016 16:39 Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
Stjórnarkreppa eða Engeyjarstjórn í kortunum Benedikt Jóhannesson með alla ása á hendi sér en staða hans er þröng og þrengist ef eitthvað er með yfirlýsingum hans. 30. október 2016 16:39