Guðmundur hættir að þjálfa danska landsliðið Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. nóvember 2016 10:20 Guðmundur Guðmundsson lenti upp á kant við Wilbek sem hætti og nú er Guðmundur að hætta líka. vísir/getty Guðmundur Guðmundsson mun láta af störfum sem þjálfari danska landsliðsins í handbolta næsta sumar þegar samningur hans rennur út 1. júlí. Þetta kemur fram á heimasíðu danska handboltasambandsins. Guðmundur gerði þriggja ára ára samning við danska sambandið árið 2014 en mun ekki endurnýja hann. Síðustu leikir Guðmundar með danska liðið verða á HM í Frakklandi í janúar en hann gerði danska liðið að Ólympíumeisturum í Ríó í sumar. „Ég hef upplifað marga spennandi hluti með danska landsliðinu, nú síðast að vinna Ólympíugull sem er það stærsta sem ég hef afrekað. En nú mun samningur minn renna út í sumar og ég er með önnur áform,“ segir Guðmundur á heimasíðu danska sambandsins. Þrátt fyrir frábæran árangur í sumar var allt í rjúkandi rúst innan sambandsins er varðar samband Guðmundar og Ulriks Wilbek, forvera Guðmundar með danska liðið. Wilbek gerðist íþróttastjóri danska handknattleikssambandsins og var að grafa undan Guðmundi á Ólympíuleikunum í sumar. Wilbek vildi láta reka Guðmund á miðjum Ólympíleikunum og kallaði þar lykilmenn danska liðsins á fund þar sem hann viðraði þessa hugmynd við þá. Leikmennirnir slógu hugmynd Danans út af borðinu og héldu tryggð við Guðmund sem svo skilaði þeim gullinu. Wilbek sagði upp störfum til að gefa Guðmundi vinnufrið.Sjá einnig:Guðmundur hafði ekkert að gera með afsögn Wilbek Guðmundur fær mikla lofræðu frá Morten Stig Christiansen, framkvæmdastjóra danska sambandsins, í tilkynningunni um verðandi brotthvarf Guðmundar en þar er Íslendingnum þakkað fyrir góð störf „Guðmundur er ótrúlega hæfileikaríkur handboltaþjálfari og eftir því sem ég best veit er hann eini maðurinn sem hefur komið tveimur þjóðum í úrslitaleik Ólympíuleikana,“ segir Christiansen. „Þegar við réðum Guðmund var aðalmarkmiðið að vinna gull í Ríó. Þar spilaði liðið ótrúlega vel og þessi árangur skiptir danskan handbolta miklu máli. Þess vegna mun Guðmundar alltaf vera minnst fyrir það sem hann gerði fyrir danskt íþróttalíf,“ segir Morten Stig Christiansen. Handbolti Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Enski boltinn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Körfubolti Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson mun láta af störfum sem þjálfari danska landsliðsins í handbolta næsta sumar þegar samningur hans rennur út 1. júlí. Þetta kemur fram á heimasíðu danska handboltasambandsins. Guðmundur gerði þriggja ára ára samning við danska sambandið árið 2014 en mun ekki endurnýja hann. Síðustu leikir Guðmundar með danska liðið verða á HM í Frakklandi í janúar en hann gerði danska liðið að Ólympíumeisturum í Ríó í sumar. „Ég hef upplifað marga spennandi hluti með danska landsliðinu, nú síðast að vinna Ólympíugull sem er það stærsta sem ég hef afrekað. En nú mun samningur minn renna út í sumar og ég er með önnur áform,“ segir Guðmundur á heimasíðu danska sambandsins. Þrátt fyrir frábæran árangur í sumar var allt í rjúkandi rúst innan sambandsins er varðar samband Guðmundar og Ulriks Wilbek, forvera Guðmundar með danska liðið. Wilbek gerðist íþróttastjóri danska handknattleikssambandsins og var að grafa undan Guðmundi á Ólympíuleikunum í sumar. Wilbek vildi láta reka Guðmund á miðjum Ólympíleikunum og kallaði þar lykilmenn danska liðsins á fund þar sem hann viðraði þessa hugmynd við þá. Leikmennirnir slógu hugmynd Danans út af borðinu og héldu tryggð við Guðmund sem svo skilaði þeim gullinu. Wilbek sagði upp störfum til að gefa Guðmundi vinnufrið.Sjá einnig:Guðmundur hafði ekkert að gera með afsögn Wilbek Guðmundur fær mikla lofræðu frá Morten Stig Christiansen, framkvæmdastjóra danska sambandsins, í tilkynningunni um verðandi brotthvarf Guðmundar en þar er Íslendingnum þakkað fyrir góð störf „Guðmundur er ótrúlega hæfileikaríkur handboltaþjálfari og eftir því sem ég best veit er hann eini maðurinn sem hefur komið tveimur þjóðum í úrslitaleik Ólympíuleikana,“ segir Christiansen. „Þegar við réðum Guðmund var aðalmarkmiðið að vinna gull í Ríó. Þar spilaði liðið ótrúlega vel og þessi árangur skiptir danskan handbolta miklu máli. Þess vegna mun Guðmundar alltaf vera minnst fyrir það sem hann gerði fyrir danskt íþróttalíf,“ segir Morten Stig Christiansen.
Handbolti Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Enski boltinn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Körfubolti Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sjá meira