Viðsnúningur í rekstri Dagur B. Eggertsson skrifar 3. nóvember 2016 07:00 Reykjavík er borg í örum vexti. Metár eru framundan í byggingu íbúða, atvinnustig hefur sjaldan verið jafn hátt og atvinnulífið sækir fram á fjölbreyttum sviðum ferðaþjónustu, þekkingariðnaðar og skapandi greina. Undanfarin ár hafa einkennst af umtalsverðum launahækkunum hjá sveitarfélögum en tekjur hafa hækkað hægar. Fjármál borgarinnar hafa því verið í járnum. Með sameiginlegu átaki, aðhaldi og hagræðingu, samhliða ákveðnum tekjuvexti, hefur nú tekist að leggja fram fjárhagsáætlun með afgangi án þess að hækka skatta. Það svigrúm sem hefur orðið til vegna rekstrarbatans verður nýtt til að hefja nýja sókn í skólamálum, fjölga búsetuúrræðum og til að bæta velferðarþjónustu í takt við auknar þjónustukröfur. Þannig er forgangsraðað í þágu grunnþjónustu. Í fjárfestingu ætlar borgin að sækja fram með rúma 14 milljarða til áframhaldandi uppbyggingar í Úlfarsárdal þar sem grunnskóli, menningarmiðstöð, bókasafn, sundlaug og íþróttaaðstaða rís. Skólarnir eru áberandi í fjárfestingaáætluninni þar sem við gerum ráð fyrir áframhaldandi framkvæmdum við viðbyggingar við Klettaskóla og Vesturbæjarskóla auk aukins viðhalds og þess að taka skólalóðirnar í borginni í gegn fyrir um 300 milljónir. Samhliða þessu verður farið í átak í malbikun gatna til að vinna upp niðurskurð Sjálfstæðisflokksins eftir hrun. Uppbygging íbúða í Reykjavík verður sífellt áþreifanlegri og umtalsverðir fjármunir fara í að styðja við þá uppbyggingu og styðja við þá leigjendur sem standa verst með sérstökum húsnæðisstuðningi. Samanlagt eru framlög Reykjavíkurborgar til húsnæðismála 3,6 milljarðar á næsta ári en á næstu fimm árum um 21 milljarður, sem á sér ekki hliðstæðu í sögu borgarinnar. Viðsnúningur í rekstri Reykjavíkurborgar er ekki síst verk öflugs starfsfólks og stjórnenda sem ég vil færa bestu þakkir. Mikilvægt er að starfsemin njóti líka afrakstursins, því víða er kallað eftir auknum fjármunum. Með skipulögðum vinnubrögðum og aga hefur tekist að tryggja traustan rekstur og í honum felast sóknarfæri til vaxtar og uppbyggingar. Borgin mun á næstu árum halda áfram að fjárfesta í menntun, velferð, öflugum innviðum og umfangsmikilli húsnæðisuppbyggingu um leið og ljóst er að áfram þarf að halda vel á spöðunum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dagur B. Eggertsson Mest lesið Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Reykjavík er borg í örum vexti. Metár eru framundan í byggingu íbúða, atvinnustig hefur sjaldan verið jafn hátt og atvinnulífið sækir fram á fjölbreyttum sviðum ferðaþjónustu, þekkingariðnaðar og skapandi greina. Undanfarin ár hafa einkennst af umtalsverðum launahækkunum hjá sveitarfélögum en tekjur hafa hækkað hægar. Fjármál borgarinnar hafa því verið í járnum. Með sameiginlegu átaki, aðhaldi og hagræðingu, samhliða ákveðnum tekjuvexti, hefur nú tekist að leggja fram fjárhagsáætlun með afgangi án þess að hækka skatta. Það svigrúm sem hefur orðið til vegna rekstrarbatans verður nýtt til að hefja nýja sókn í skólamálum, fjölga búsetuúrræðum og til að bæta velferðarþjónustu í takt við auknar þjónustukröfur. Þannig er forgangsraðað í þágu grunnþjónustu. Í fjárfestingu ætlar borgin að sækja fram með rúma 14 milljarða til áframhaldandi uppbyggingar í Úlfarsárdal þar sem grunnskóli, menningarmiðstöð, bókasafn, sundlaug og íþróttaaðstaða rís. Skólarnir eru áberandi í fjárfestingaáætluninni þar sem við gerum ráð fyrir áframhaldandi framkvæmdum við viðbyggingar við Klettaskóla og Vesturbæjarskóla auk aukins viðhalds og þess að taka skólalóðirnar í borginni í gegn fyrir um 300 milljónir. Samhliða þessu verður farið í átak í malbikun gatna til að vinna upp niðurskurð Sjálfstæðisflokksins eftir hrun. Uppbygging íbúða í Reykjavík verður sífellt áþreifanlegri og umtalsverðir fjármunir fara í að styðja við þá uppbyggingu og styðja við þá leigjendur sem standa verst með sérstökum húsnæðisstuðningi. Samanlagt eru framlög Reykjavíkurborgar til húsnæðismála 3,6 milljarðar á næsta ári en á næstu fimm árum um 21 milljarður, sem á sér ekki hliðstæðu í sögu borgarinnar. Viðsnúningur í rekstri Reykjavíkurborgar er ekki síst verk öflugs starfsfólks og stjórnenda sem ég vil færa bestu þakkir. Mikilvægt er að starfsemin njóti líka afrakstursins, því víða er kallað eftir auknum fjármunum. Með skipulögðum vinnubrögðum og aga hefur tekist að tryggja traustan rekstur og í honum felast sóknarfæri til vaxtar og uppbyggingar. Borgin mun á næstu árum halda áfram að fjárfesta í menntun, velferð, öflugum innviðum og umfangsmikilli húsnæðisuppbyggingu um leið og ljóst er að áfram þarf að halda vel á spöðunum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun