Misráðnar umbætur - Opið bréf til borgarstjóra Grasrót kennara skrifar 21. nóvember 2016 06:30 Opið bréf til Dags B. Eggertssonar, Reykjavík, 20. nóvember 2016 Ágæti Dagur. Í vikupósti þínum þann 18. nóvember víkur þú máli þínu að ástandinu í grunnskólunum enda ekki auðvelt að komast hjá því eftir atburði liðinnar viku. Við fögnum því að þér sé ljóst hversu alvarleg staðan er, en jafnframt vekja eftirfarandi orð þín okkur nokkrar áhyggjur: „Ég legg áherslu á að nýr samningur verði liður í heildstæðri umbótaáætlun sem mótuð verði í samstarfi við kennara og annað fagfólk skólasamfélagsins, auk þess að bæta kjörin.“ Okkur langar að benda þér á að það er ekki hluti af kjörum kennara eða samningum þeirra að vinna að „heildstæðri umbótaáætlun“ fyrir skólana. Ein af ástæðunum fyrir því að staðan er komin í þann hnút sem raun ber vitni er að allt of oft hafa svokallaðar umbætur og/eða skipulagsbreytingar í skólunum verið fléttaðar saman við kjör kennara. Oftar en ekki hafa þessar skipulagsbreytingar verið illa hugsaðar og misráðnar, auk þess sem upptök þeirra virðast oftast liggja hjá samninganefnd sveitarfélaganna, en í gegnum tíðina hefur það virst aðaláhersla nefndarinnar þegar störf kennara og kjör eru annars vegar að troða skólastarfinu í Excel-skjalið sitt og láta kennara svo í raun greiða fyrir umbæturnar með meiri vinnu og smánarlegum launahækkunum sem oftast eru keyptar dýru verði af okkur kennurum sjálfum. Það að blanda „heildstæðri umbótaáætlun“ inn í þær viðræður sem nú eru í gangi er í besta falli misráðið og mjög líklega það sem mun koma í veg fyrir að samningar náist, ef áherslur samninganefndar sveitarfélaga liggja þar, enn eina ferðina. Öll börn eiga rétt á sömu menntun óháð efnahag og öðrum aðstæðum foreldra sinna, við getum öll verið sammála um það. En það er mikill munur á því hvort öll börn eigi rétt á „góðri menntun“ eða hvort alltaf eigi að miða við lægsta samnefnara þannig að enginn fái það sem er gott. Þið sem berið ábyrgð á skólunum verðið að átta ykkur á því að kennarar ætla ekki lengur að bera bæði ábyrgðina og kostnaðinn af því að dæmið gangi upp. Við munum aldrei aftur samþykkja breytingar á samningum sem eru gerðar í því skyni að þið fáið sem mest fyrir sem minnst eða jafnvel allt fyrir ekkert. Sá tími er endanlega liðinn. Kennarar hafa sýnt mikið langlundargeð en núna er það á þrotum. Við vitum ekki hvað er að gerast hjá samninganefndunum en innlegg þitt um „heildstæða umbótaáætlun“ er ekki til að vekja hjá okkur bjartsýni. Ef skólastarf á ekki að hrynja á næstu – ja, vikum í sumum tilfellum, þarf einfaldan samning sem felur í sér ríflegar launahækkanir án þess að kennarar láti neitt í staðinn fyrir þær. Þú ert einn af þeim sem bera ábyrgð á því að það gerist. Enn er hugsanlega hægt að bæta þann skaða sem þegar er skeður en eftir þessa lotu er ekki víst að það verði lengur hægt. Á það að gerast á þinni vakt?Fyrir hönd grasrótar kennara,Ágúst Tómasson, VogaskólaÁsthildur Lóa Þórsdóttir, ÁrbæjarskólaBjarni Þórður Halldórsson, KlettaskólaEdda Sigrún Guðmundsdóttir, SelásskólaErla Karlsdóttir, ÁrbæjarskólaHlíf Magnúsdóttir, SelásskólaJóhanna Kristín Óskarsdóttir, SelásskólaRannveig Þorvaldsdóttir, ÁrbæjarskólaÞorgerður L. Diðriksdóttir, Grandaskóla Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Mest lesið Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Opið bréf til Dags B. Eggertssonar, Reykjavík, 20. nóvember 2016 Ágæti Dagur. Í vikupósti þínum þann 18. nóvember víkur þú máli þínu að ástandinu í grunnskólunum enda ekki auðvelt að komast hjá því eftir atburði liðinnar viku. Við fögnum því að þér sé ljóst hversu alvarleg staðan er, en jafnframt vekja eftirfarandi orð þín okkur nokkrar áhyggjur: „Ég legg áherslu á að nýr samningur verði liður í heildstæðri umbótaáætlun sem mótuð verði í samstarfi við kennara og annað fagfólk skólasamfélagsins, auk þess að bæta kjörin.“ Okkur langar að benda þér á að það er ekki hluti af kjörum kennara eða samningum þeirra að vinna að „heildstæðri umbótaáætlun“ fyrir skólana. Ein af ástæðunum fyrir því að staðan er komin í þann hnút sem raun ber vitni er að allt of oft hafa svokallaðar umbætur og/eða skipulagsbreytingar í skólunum verið fléttaðar saman við kjör kennara. Oftar en ekki hafa þessar skipulagsbreytingar verið illa hugsaðar og misráðnar, auk þess sem upptök þeirra virðast oftast liggja hjá samninganefnd sveitarfélaganna, en í gegnum tíðina hefur það virst aðaláhersla nefndarinnar þegar störf kennara og kjör eru annars vegar að troða skólastarfinu í Excel-skjalið sitt og láta kennara svo í raun greiða fyrir umbæturnar með meiri vinnu og smánarlegum launahækkunum sem oftast eru keyptar dýru verði af okkur kennurum sjálfum. Það að blanda „heildstæðri umbótaáætlun“ inn í þær viðræður sem nú eru í gangi er í besta falli misráðið og mjög líklega það sem mun koma í veg fyrir að samningar náist, ef áherslur samninganefndar sveitarfélaga liggja þar, enn eina ferðina. Öll börn eiga rétt á sömu menntun óháð efnahag og öðrum aðstæðum foreldra sinna, við getum öll verið sammála um það. En það er mikill munur á því hvort öll börn eigi rétt á „góðri menntun“ eða hvort alltaf eigi að miða við lægsta samnefnara þannig að enginn fái það sem er gott. Þið sem berið ábyrgð á skólunum verðið að átta ykkur á því að kennarar ætla ekki lengur að bera bæði ábyrgðina og kostnaðinn af því að dæmið gangi upp. Við munum aldrei aftur samþykkja breytingar á samningum sem eru gerðar í því skyni að þið fáið sem mest fyrir sem minnst eða jafnvel allt fyrir ekkert. Sá tími er endanlega liðinn. Kennarar hafa sýnt mikið langlundargeð en núna er það á þrotum. Við vitum ekki hvað er að gerast hjá samninganefndunum en innlegg þitt um „heildstæða umbótaáætlun“ er ekki til að vekja hjá okkur bjartsýni. Ef skólastarf á ekki að hrynja á næstu – ja, vikum í sumum tilfellum, þarf einfaldan samning sem felur í sér ríflegar launahækkanir án þess að kennarar láti neitt í staðinn fyrir þær. Þú ert einn af þeim sem bera ábyrgð á því að það gerist. Enn er hugsanlega hægt að bæta þann skaða sem þegar er skeður en eftir þessa lotu er ekki víst að það verði lengur hægt. Á það að gerast á þinni vakt?Fyrir hönd grasrótar kennara,Ágúst Tómasson, VogaskólaÁsthildur Lóa Þórsdóttir, ÁrbæjarskólaBjarni Þórður Halldórsson, KlettaskólaEdda Sigrún Guðmundsdóttir, SelásskólaErla Karlsdóttir, ÁrbæjarskólaHlíf Magnúsdóttir, SelásskólaJóhanna Kristín Óskarsdóttir, SelásskólaRannveig Þorvaldsdóttir, ÁrbæjarskólaÞorgerður L. Diðriksdóttir, Grandaskóla
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar