Viðskipti erlent

Walker fór illa með víking í jólaboði Iceland

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Walker fór létt með að fella víkinginn.
Walker fór létt með að fella víkinginn. Mynd/Skjáskot

Malcolm Walker, stofnandi Iceland Foods, virðist ekkert sérstaklega stressaður yfir því að íslensk yfirvöld ætli sér að halda lagalegum aðgerðum sínum til streytu eftir fund fulltrúa utanríkisráðuneytisins og Iceland Foods fyrir helgi.

Um helgina var árlegt jólaboð fyrirtækisins haldið og þar barðist Walker við víking, sem líklega á að tákna Ísland. Tókst honum fyrir rest að fella víkinginn við mikinn fögnuð starfsmanna fyrirtækisins líkt og sjá má á meðfylgjandi myndbandi.



Víkingaþema var í veislunni og sagði Walker við starfsmenn sína áður en hann lagði til atlögu gegn víkingnum að hann hefði ekki hugmynd um hver hefði átt þá „fáránlegu hugmynd“ að hafa víkingaþema á meðan fyrirtækið stæði í deilum við íslenska ríkið.



Í frétt Daily Post er haft eftir talsmanni Iceland Foods að þemað hafi löngu verið ákveðið, áður en að deilan við Ísland kom upp.



Walker fór létt með víkinginn og sparkaði í hann eftir að hann var felldur. Deila Iceland Foods og Íslands snýst um að verslunarkeðjan hefur beitt sér gegn því að íslensk fyrirtæki geti auðkennt sig með upprunalandinu við markaðssetningu.



Sendinefnd Iceland Food var stödd hér á landi í síðustu viku til að ræða við íslensk stjórnvöld. Fundir skiluðu þó engri niðurstöðu og tilkynnti utanríkisráðuneytið að áfram yrði sótt að Iceland Foods vegna notkunar á nafninu Iceland.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×