Ekki bara neikvæðar upplifanir – frábær gagnrýni í National Geographic Ragnheiður Harpa Haraldsdóttir skrifar 16. desember 2016 14:03 Nýverið hafa farið hátt viðtöl við ferðafólk sem blöskrar verðlag hér á landi. Nú síðast tók par frá Bretlandi svo djúpt í árinni að þeim leið eins og það hafi verið í haldi fjárkúgara á meðan þau dvöldu hér á landi. Auðvitað er margt sem betur má fara hvað ferðamennsku varðar, en það eru síður en svo neikvæðar umsagnir eða upplifanir sem einkenna endurgjöfina sem við fáum frá okkar viðskiptavinum. Í samtali við National Geographic segir Meg Calnan, framkvæmdarstjóri samskiptasviðs ferðahluta blaðsins, frá hápunktum heimsóknar sinnar til Íslands. Þar er náttúran í aðalhlutverki, enda er hún, að margra mati, það verðmætasta sem við eigum. Meg nefnir jökla, fossa, norðurljós og veðrið í því samhengi. Það sem Meg segir hafa verið annan hápunkt ferðar sinnar er leiðsögumaðurinn, Gilli, en hvergi minnist hún á verðlag. Því er nefnilega þannig farið að innan ferðaþjónustunnar starfar fjöldi fólks af ástríðu og alúð og það er þetta fólk sem hjálpar ferðamönnum að skapa ódauðlegar minningar. Og fyrir þær eru ferðamenn tilbúnir að borga. Gilla, sem heitir Þorgils Gunnarsson fullu nafni, er lýst sem stórkostlegum leiðsögumanni; þolinmóðum, fyndnum og sveigjanlegum. Í rauninni var Gilli sá þáttur, að mati Meg, sem færði heimsóknina á hærra plan. Enda ómetanlegt að ferðast um framandi staði með leiðsögumanni sem þekkir umhverfið vel. Val á sjónarhorni Við höfum alltaf val um það hvernig við horfum á hlutina, hvort sem við erum ferðamenn, ferðaskipuleggjendur eða blaðamenn getum við valið okkur sjónarhorn. Ferðalög kosta alltaf eitthvað og Ísland verður líklega aldrei „ódýr“ áfangastaður en ég held að við ættum að líta á stóru myndina áður en við förum að segja fleiri sögur af óánægðu fólki, við ættum að tala okkur upp frekar en niður og fagna því sem vel er gert í stað þess að einblína á hið neikvæða. Greinin í National Geographic segir miklu áhugaverðari sögu um stöðu ferðaþjónustunnar á Íslandi því sem haldið er að okkur í íslenskum fjölmiðlum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Nýverið hafa farið hátt viðtöl við ferðafólk sem blöskrar verðlag hér á landi. Nú síðast tók par frá Bretlandi svo djúpt í árinni að þeim leið eins og það hafi verið í haldi fjárkúgara á meðan þau dvöldu hér á landi. Auðvitað er margt sem betur má fara hvað ferðamennsku varðar, en það eru síður en svo neikvæðar umsagnir eða upplifanir sem einkenna endurgjöfina sem við fáum frá okkar viðskiptavinum. Í samtali við National Geographic segir Meg Calnan, framkvæmdarstjóri samskiptasviðs ferðahluta blaðsins, frá hápunktum heimsóknar sinnar til Íslands. Þar er náttúran í aðalhlutverki, enda er hún, að margra mati, það verðmætasta sem við eigum. Meg nefnir jökla, fossa, norðurljós og veðrið í því samhengi. Það sem Meg segir hafa verið annan hápunkt ferðar sinnar er leiðsögumaðurinn, Gilli, en hvergi minnist hún á verðlag. Því er nefnilega þannig farið að innan ferðaþjónustunnar starfar fjöldi fólks af ástríðu og alúð og það er þetta fólk sem hjálpar ferðamönnum að skapa ódauðlegar minningar. Og fyrir þær eru ferðamenn tilbúnir að borga. Gilla, sem heitir Þorgils Gunnarsson fullu nafni, er lýst sem stórkostlegum leiðsögumanni; þolinmóðum, fyndnum og sveigjanlegum. Í rauninni var Gilli sá þáttur, að mati Meg, sem færði heimsóknina á hærra plan. Enda ómetanlegt að ferðast um framandi staði með leiðsögumanni sem þekkir umhverfið vel. Val á sjónarhorni Við höfum alltaf val um það hvernig við horfum á hlutina, hvort sem við erum ferðamenn, ferðaskipuleggjendur eða blaðamenn getum við valið okkur sjónarhorn. Ferðalög kosta alltaf eitthvað og Ísland verður líklega aldrei „ódýr“ áfangastaður en ég held að við ættum að líta á stóru myndina áður en við förum að segja fleiri sögur af óánægðu fólki, við ættum að tala okkur upp frekar en niður og fagna því sem vel er gert í stað þess að einblína á hið neikvæða. Greinin í National Geographic segir miklu áhugaverðari sögu um stöðu ferðaþjónustunnar á Íslandi því sem haldið er að okkur í íslenskum fjölmiðlum.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar