Alþingi Íslendinga, þjóðin er þinn herra, ekki satt? Opið bréf til löggjafans Kári Stefánsson skrifar 10. desember 2016 07:00 Alþingi, það er réttur þinn og skylda, það er hlutverk þitt að stjórna landinu í samræmi við vilja fólksins sem byggir það. Þú hefur hins vegar engan rétt til þess að brjóta gegn vilja fólksins þegar það hefur tjáð hann þannig að ekki verði um villst. Þess vegna skaltu hafa það í huga að það yrði eftir því tekið ef þú samþykktir það frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2017 sem nú liggur fyrir og litið á það sem dæmi um Ginnungagap milli þings og þjóðar, brot á rétti þess síðari, framið af þeim fyrri. Þú glataðir trausti þjóðarinnar við Hrunið og þér hefur gengið illa að vinna það aftur. Fjárlagafrumvarpið veitir þér núna tækifæri til þess sannfæra þjóðina um að þú berir hag hennar þér fyrir brjósti, fyrst og fremst, og hafnir því að gera mistök einstakra ráðherra að þínum, þótt meðal þeirra kunni að vera formaður þess stjórnmálaflokks sem telur innan sinna raða fleiri einstaklinga sem mynda þig en nokkur annar flokkur. Það er einnig eins gott fyrir þig, kæra Alþingi, að gera þér grein fyrir því að ef þú samþykkir fjárlagafrumvarpið í núverandi mynd er fullt eins líklegt að forsetinn neyðist til þess nýta sér málsskotsréttinn og vísa því til þjóðarinnar, vegna þess að það gengur klárlega í berhögg við þann vilja sem hún hefur tjáð á ýmsan máta. Nú skulum við skoða röksemdir sem styðja þá skoðun mína að fjárlagafrumvarp Bjarna Benediktssonar, stangist á við vilja þjóðarinnar og sé í raun réttri helber dónaskapur: Heilbrigðiskerfi landsins er ekki þess megnugt að sinna hlutverki sínu vegna langvinns fjársveltis, sem eitt og út af fyrir sig hefði nægt til þess að lama það, en hefur líka getið af sér glundroða sem hefur bætt gráu ofan á svart og heimtar endurskipulagningu kerfisins. Á síðustu átján mánuðum hefur þjóðin vaknað til meðvitundar um vandamál heilbrigðiskerfisins og sett fram harðorðar kröfur um að betur sé hlúð að því. Til dæmis skrifuðu 86.500 Íslendingar, 18 ára og eldri, undir þá kröfu að Alþingi veitti 11% af vergri landsframleiðslu til rekstrar heilbrigðiskerfisins á ári hverju. Allir stjórnmálaflokkarnir hétu því fyrir kosningar að beita sér fyrir endurreisn heilbrigðiskerfisins ef þeir enduðu í ríkisstjórn, þar á meðal Sjálfstæðisflokkurinn. Landspítalinn er þungamiðja heilbrigðiskerfisins. Stjórnendur hans áttu fundi með forráðamönnum stjórnmálaflokkanna fyrir kosningar og reyndu að sýna þeim fram á að það þyrfti að bæta 14 milljörðum við rekstrarfé Spítalans til þess að hann gæti sinnt hlutverki sínu sómasamlega eins og það er skilgreint í dag. Fjárlagafrumvarp Bjarna Benediktssonar gerir ráð fyrir því að Spítalinn fengi einungis 4 milljarða í viðbót en þar af væru rúmlega 3 milljarðar verðbætur þannig að raunveruleg aukning yrði einungis rúmlega 800 milljónir króna. Það er engum vafa undirorpið að fólk þjáist og deyr jafnvel af völdum þess hvað spítalinn er illa í stakk búinn til þess að sinna því. Þjóðin gerir sér grein fyrir þessu og krefst þess að þetta sé lagað. Bjarni Benediktsson hunsar þessa kröfu þjóðarinnar í fjárlagafrumvarpi sínu, sem gerir þó ráð fyrir því að ríkissjóður skili 28 milljarða króna afgangi á næsta ári og skattar og tollar séu lækkaðir. Þessi afgangur er borð fyrir báru sem er ætlað að draga úr hættunni á því að ríkissjóður líti bókhaldslega illa út í lok næsta árs. Afleiðingin af þessu borði fyrir báru sem fjármálaráðherra ætlar sér er aukin hætta sem steðjar að þeim sem eru meiddir og lasnir og þurfa að leita til Spítalans. Þetta er nístingskalt. Þetta er ljótt. þetta er með öllu óásættanlegt. En þetta á ekki rætur sínar í grimmd fjármálráðherrans okkar, sem er góður maður, heldur annars vegar í því að hann virðist ekki skynja vandamál venjulegs fólks og lítilmagnans og hins vegar í hégómagirnd hans sem vill hafa brilljantín greiddan ríkisreikning í lok 2017. En Alþingi Íslendinga, þú mátt ekki gleyma því að það er á þínu valdi að koma í veg fyrir að frumvarpið verði að lögum og mæta á þann veg vilja fólksins í landinu. Þegar fjölmiðlafólk hefur leyft sér að gagnrýna fjárlagafrumvarpið hefur Bjarni gjarnan brugðist við með forundran og sagt að fólkið í landinu hafi aldrei haft það betra en í dag, hann skilji ekki þetta vanþakklæti. Það hefur líka vottað fyrir svolitlum hroka, líklega vegna þess að honum finnst hann hafi verið góður strákur og lagt töluvert af mörkum til þess að lýðurinn sé í svona góðum málum. Þetta er einfaldlega ekki rétt, nema hann takmarki notkun sína á heitinu, fólkið í landinu, við ríkisbubba eins og mig og hann sjálfan. Ástandið er allt annað hjá venjulegum launþegum, að maður tali nú ekki um þá sem eru lasnir eða meiddir eða eru að reyna að kaupa sína fyrstu íbúð eða eru börn eða unglingar eða ungmenni að brjótast til menntunar. Honum gleymist að venjulegt fólk í okkar samfélagi sækir meiri verðmæti í velferðarkerfið en í nokkurn annan stað á ævi sinni, skólakerfið til þess að mennta börnin sín, heilbrigðiskerfið þegar eitthvað bjátar á og húsnæðiskerfið til þess að kaupa sína fyrstu íbúð. Heilbrigðiskerfið er í rusli, nýjustu kannanir benda til þess að menntakerfið sé í engu betri málum og það hefur aldrei verið erfiðara fyrir ungt fólk að kaupa sitt fyrsta húsnæði. Venjulegir launþegar á Íslandi eru verr settir en oft áður vegna þess að velferðarkerfið hefur verið vanrækt. Fjármálaráðherra gleymist að það gerist svo ótrúlega margt utan debit og kredit dálka ríkisfjármála af þeirri gerð sem ærlegt fólk vill að sé gert upp í lok árs eins og 2017. Það eru líka áleitnar spurningar sem Bjarni forðast eins og heitan eldinn í frumvarpinu sínu, eins og til dæmis hvernig beri að færa við uppgjör ríkisfjármála 75.000 klukkutíma af sársauka og 100.000 klukkutíma af annarri vanlíðan sem hefði verið hægt að forðast með því að hlúa betur að Spítalanum, 300 ónauðsynlega dauðdaga fyrir aldur fram og óteljandi klukkutíma af sorg og angist þeirra sem eftir lifðu. Stjórnmálamaður sem á jafn auðvelt og Bjarni Benediktsson með að forðast spurningar af þessu tagi og er í jafn litlu sambandi við örlög venjulegs fólks í landinu er ekki líklegri til þess að geta leitt þjóðina í samfélagi réttlætis og kærleika en einfættur maður að spila fótbolta í meistaradeild. Hæstvirt Alþingi Íslendinga, þjóðin krefst þess að þú lesir fjárlagafrumvarpið í tætlur, sem víti til varnaðar og lærir það utanbókar. Helst ættir þú að varpa því yfir á bundið mál þannig að það yrði auðveldara fyrir komandi kynslóðir að gera hið sama. Að lokum þetta, ef þú átt í einhverjum erfiðleikum með að hafna frumvarpinu mundu að fyrir nokkrum dögum sótti 100 ára gömul kona í okkar samfélagi um vist á hjúkrunarheimili og var sett á biðlista. Það er lítil huggun að því að þau nákvæmu gögn sem við eigum í íslensku samfélagi um lífslíkur fólks benda til þess að hún verði þar ekki mjög lengi. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Kári Stefánsson Mest lesið Halldór 11.01.2025 Rafn Ágúst Ragnarsson Halldór Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Sjá meira
Alþingi, það er réttur þinn og skylda, það er hlutverk þitt að stjórna landinu í samræmi við vilja fólksins sem byggir það. Þú hefur hins vegar engan rétt til þess að brjóta gegn vilja fólksins þegar það hefur tjáð hann þannig að ekki verði um villst. Þess vegna skaltu hafa það í huga að það yrði eftir því tekið ef þú samþykktir það frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2017 sem nú liggur fyrir og litið á það sem dæmi um Ginnungagap milli þings og þjóðar, brot á rétti þess síðari, framið af þeim fyrri. Þú glataðir trausti þjóðarinnar við Hrunið og þér hefur gengið illa að vinna það aftur. Fjárlagafrumvarpið veitir þér núna tækifæri til þess sannfæra þjóðina um að þú berir hag hennar þér fyrir brjósti, fyrst og fremst, og hafnir því að gera mistök einstakra ráðherra að þínum, þótt meðal þeirra kunni að vera formaður þess stjórnmálaflokks sem telur innan sinna raða fleiri einstaklinga sem mynda þig en nokkur annar flokkur. Það er einnig eins gott fyrir þig, kæra Alþingi, að gera þér grein fyrir því að ef þú samþykkir fjárlagafrumvarpið í núverandi mynd er fullt eins líklegt að forsetinn neyðist til þess nýta sér málsskotsréttinn og vísa því til þjóðarinnar, vegna þess að það gengur klárlega í berhögg við þann vilja sem hún hefur tjáð á ýmsan máta. Nú skulum við skoða röksemdir sem styðja þá skoðun mína að fjárlagafrumvarp Bjarna Benediktssonar, stangist á við vilja þjóðarinnar og sé í raun réttri helber dónaskapur: Heilbrigðiskerfi landsins er ekki þess megnugt að sinna hlutverki sínu vegna langvinns fjársveltis, sem eitt og út af fyrir sig hefði nægt til þess að lama það, en hefur líka getið af sér glundroða sem hefur bætt gráu ofan á svart og heimtar endurskipulagningu kerfisins. Á síðustu átján mánuðum hefur þjóðin vaknað til meðvitundar um vandamál heilbrigðiskerfisins og sett fram harðorðar kröfur um að betur sé hlúð að því. Til dæmis skrifuðu 86.500 Íslendingar, 18 ára og eldri, undir þá kröfu að Alþingi veitti 11% af vergri landsframleiðslu til rekstrar heilbrigðiskerfisins á ári hverju. Allir stjórnmálaflokkarnir hétu því fyrir kosningar að beita sér fyrir endurreisn heilbrigðiskerfisins ef þeir enduðu í ríkisstjórn, þar á meðal Sjálfstæðisflokkurinn. Landspítalinn er þungamiðja heilbrigðiskerfisins. Stjórnendur hans áttu fundi með forráðamönnum stjórnmálaflokkanna fyrir kosningar og reyndu að sýna þeim fram á að það þyrfti að bæta 14 milljörðum við rekstrarfé Spítalans til þess að hann gæti sinnt hlutverki sínu sómasamlega eins og það er skilgreint í dag. Fjárlagafrumvarp Bjarna Benediktssonar gerir ráð fyrir því að Spítalinn fengi einungis 4 milljarða í viðbót en þar af væru rúmlega 3 milljarðar verðbætur þannig að raunveruleg aukning yrði einungis rúmlega 800 milljónir króna. Það er engum vafa undirorpið að fólk þjáist og deyr jafnvel af völdum þess hvað spítalinn er illa í stakk búinn til þess að sinna því. Þjóðin gerir sér grein fyrir þessu og krefst þess að þetta sé lagað. Bjarni Benediktsson hunsar þessa kröfu þjóðarinnar í fjárlagafrumvarpi sínu, sem gerir þó ráð fyrir því að ríkissjóður skili 28 milljarða króna afgangi á næsta ári og skattar og tollar séu lækkaðir. Þessi afgangur er borð fyrir báru sem er ætlað að draga úr hættunni á því að ríkissjóður líti bókhaldslega illa út í lok næsta árs. Afleiðingin af þessu borði fyrir báru sem fjármálaráðherra ætlar sér er aukin hætta sem steðjar að þeim sem eru meiddir og lasnir og þurfa að leita til Spítalans. Þetta er nístingskalt. Þetta er ljótt. þetta er með öllu óásættanlegt. En þetta á ekki rætur sínar í grimmd fjármálráðherrans okkar, sem er góður maður, heldur annars vegar í því að hann virðist ekki skynja vandamál venjulegs fólks og lítilmagnans og hins vegar í hégómagirnd hans sem vill hafa brilljantín greiddan ríkisreikning í lok 2017. En Alþingi Íslendinga, þú mátt ekki gleyma því að það er á þínu valdi að koma í veg fyrir að frumvarpið verði að lögum og mæta á þann veg vilja fólksins í landinu. Þegar fjölmiðlafólk hefur leyft sér að gagnrýna fjárlagafrumvarpið hefur Bjarni gjarnan brugðist við með forundran og sagt að fólkið í landinu hafi aldrei haft það betra en í dag, hann skilji ekki þetta vanþakklæti. Það hefur líka vottað fyrir svolitlum hroka, líklega vegna þess að honum finnst hann hafi verið góður strákur og lagt töluvert af mörkum til þess að lýðurinn sé í svona góðum málum. Þetta er einfaldlega ekki rétt, nema hann takmarki notkun sína á heitinu, fólkið í landinu, við ríkisbubba eins og mig og hann sjálfan. Ástandið er allt annað hjá venjulegum launþegum, að maður tali nú ekki um þá sem eru lasnir eða meiddir eða eru að reyna að kaupa sína fyrstu íbúð eða eru börn eða unglingar eða ungmenni að brjótast til menntunar. Honum gleymist að venjulegt fólk í okkar samfélagi sækir meiri verðmæti í velferðarkerfið en í nokkurn annan stað á ævi sinni, skólakerfið til þess að mennta börnin sín, heilbrigðiskerfið þegar eitthvað bjátar á og húsnæðiskerfið til þess að kaupa sína fyrstu íbúð. Heilbrigðiskerfið er í rusli, nýjustu kannanir benda til þess að menntakerfið sé í engu betri málum og það hefur aldrei verið erfiðara fyrir ungt fólk að kaupa sitt fyrsta húsnæði. Venjulegir launþegar á Íslandi eru verr settir en oft áður vegna þess að velferðarkerfið hefur verið vanrækt. Fjármálaráðherra gleymist að það gerist svo ótrúlega margt utan debit og kredit dálka ríkisfjármála af þeirri gerð sem ærlegt fólk vill að sé gert upp í lok árs eins og 2017. Það eru líka áleitnar spurningar sem Bjarni forðast eins og heitan eldinn í frumvarpinu sínu, eins og til dæmis hvernig beri að færa við uppgjör ríkisfjármála 75.000 klukkutíma af sársauka og 100.000 klukkutíma af annarri vanlíðan sem hefði verið hægt að forðast með því að hlúa betur að Spítalanum, 300 ónauðsynlega dauðdaga fyrir aldur fram og óteljandi klukkutíma af sorg og angist þeirra sem eftir lifðu. Stjórnmálamaður sem á jafn auðvelt og Bjarni Benediktsson með að forðast spurningar af þessu tagi og er í jafn litlu sambandi við örlög venjulegs fólks í landinu er ekki líklegri til þess að geta leitt þjóðina í samfélagi réttlætis og kærleika en einfættur maður að spila fótbolta í meistaradeild. Hæstvirt Alþingi Íslendinga, þjóðin krefst þess að þú lesir fjárlagafrumvarpið í tætlur, sem víti til varnaðar og lærir það utanbókar. Helst ættir þú að varpa því yfir á bundið mál þannig að það yrði auðveldara fyrir komandi kynslóðir að gera hið sama. Að lokum þetta, ef þú átt í einhverjum erfiðleikum með að hafna frumvarpinu mundu að fyrir nokkrum dögum sótti 100 ára gömul kona í okkar samfélagi um vist á hjúkrunarheimili og var sett á biðlista. Það er lítil huggun að því að þau nákvæmu gögn sem við eigum í íslensku samfélagi um lífslíkur fólks benda til þess að hún verði þar ekki mjög lengi. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun