Jólagjafir fyrirtækjanna: Gjafakort, utanlandsferðir og matarkörfur Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 25. desember 2016 11:41 Matarkörfur og gjafakort voru vinsælustu gjafirnar í ár. Þær voru margvíslegar jólagjafirnar sem fyrirtæki gáfu starfsfólki sínu í ár. Gjafirnar voru allt frá konfektkössum að utanlandsferðum, sum fyrirtæki keyptu í jólamatinn eins og hann leggur sig og önnur fyrirtæki borguðu starfsfólki einn auka mánuð í laun. Gjafakort bankanna voru líklega vinsælasta jólagjöf fyrirtækjanna í ár. Vísir hefur tekið saman smá lista yfir jólagjafir til starfsfólks.Utanlandsferð og gjafakort Jólagjöf Bláa lónsins var í veglegri kantinum en öllu fastráðnu starfsfólki var boðið, ásamt mökum, til Lundúna í byrjun mánaðar. Þá fékk starfsfólk jafnframt 40 þúsund króna gjafakort frá Landsbankanum og gjafapoka með snyrtivörum. Starfsfólk Icelandair fékk kjöt og konfekt auk sex þúsund króna gjafabréfs á hótelum Icelandair. Grayline gaf 60 þúsund króna gjafabréf í Kringluna og Eimskip gerði slíkt hið sama, auk tólf þúsund króna gjafabréfs í Bónus. Bankarnir gáfu ekki síður veglegar gjafir. Arion banki gaf starfsmönnum heyrnartól frá Bose og 25 þúsund króna gjafakort. Íslandsbanki gaf pott frá Le Cruset og 25 þúsund króna gjafakort og Landsbankinn leyfði starfsmönnum að velja á milli matarkörfu, ferðatösku og jakka frá 66° norður. 66°norður gaf starfsfólki 20 þúsund króna gjafakort.100 þúsund í Smáralind, frídagur og allt í jólamatinn Reginn hf, sem á eignarhaldsfélagið Smáralind, gaf starfsfólki 100 þúsund króna gjafabréf í Smáralind. Samherji gaf starfsfólki sínu 150 þúsund króna jólabónus, hangilæri, graflax, sultur, þorskhnakka, ostakörfu, hníf og fleira. HB Grandi gaf 30 þúsund króna gjafakort sem og inneignarkort á veitingastað. Velferðarráðuneytið gaf tvo frídaga og 15 þúsund króna gjafakort og atvinnuvegaráðuneytið gaf ferðatösku og vínflösku, en ekki hafa fengist upplýsingar frá fleiri ráðuneytum um jólagjafirnar í ár. Starfsmenn Sinfóníuhljómsveitar Íslands fengu matarkörfu í jólagjöf. Ikea gaf starfsmönnum þrettánda mánuðinn í laun, sem greidd verða út í haust, og matarkörfu með kjöti og meðlæti. Starfsmenn Landspítalans fengu gjafabréf fyrir tvo í Þjóðleikhúsið.Föt, matur og hönnunarvara Ríkisútvarpið gaf gjafaöskju frá Kjötkompaní, Morgunblaðið gaf 15 þúsund króna gjafakort í Bónus og tvær vínflöskur, DV og Vefpressan gáfu 40 þúsund króna gjafabréf í Kost og 365 miðlar 15 þúsund króna gjafabréf í Bónus. Starfsmenn KSÍ fengu gjafakort í Smáralind að andvirði 20 þúsund kr. Bestseller, sem á og rekur Vero Moda, Jack and Jones, Vila, Selected og Name it, gáfu vörur frá iittala og Isavia gaf gjafakort fyrir 15 þúsund krónur. Starfsfólk Mjólkursamsölunnar fékk hanska, tíu þúsund króna gjafabréf í Bónus, ostakörfu og rjóma og þá fengu starfsmenn Strætó matarkörfu sem innihélt hamborgarhrygg, hangikjöt, reyktan og grafinn lax, grænar baunir, rauðkál og konfekt. Elko gaf starfsmönnum tíu þúsund króna inneign í Intersport, en fyrirtækin tvö eru í eigu sama aðila, og vatnsbrúsa. Þá gaf Nýherji fatnað frá 66° norður að andvirði 51 þúsund og einn auka frídag. VSÓ ráðgjöf gaf starfsfólki fatnað og 50 þúsund krónur og Advania gaf rúmföt frá Lín design, bók og súkkulaði, og Ístak gaf matarpakka. Starfsfólk verkfræðistofunnar Eflu fengu þrettánda mánuðinn í jólagjöf auk matargjafar. Fréttir af flugi Jólafréttir Jólagjafir fyrirtækja Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Fleiri fréttir MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Sjá meira
Þær voru margvíslegar jólagjafirnar sem fyrirtæki gáfu starfsfólki sínu í ár. Gjafirnar voru allt frá konfektkössum að utanlandsferðum, sum fyrirtæki keyptu í jólamatinn eins og hann leggur sig og önnur fyrirtæki borguðu starfsfólki einn auka mánuð í laun. Gjafakort bankanna voru líklega vinsælasta jólagjöf fyrirtækjanna í ár. Vísir hefur tekið saman smá lista yfir jólagjafir til starfsfólks.Utanlandsferð og gjafakort Jólagjöf Bláa lónsins var í veglegri kantinum en öllu fastráðnu starfsfólki var boðið, ásamt mökum, til Lundúna í byrjun mánaðar. Þá fékk starfsfólk jafnframt 40 þúsund króna gjafakort frá Landsbankanum og gjafapoka með snyrtivörum. Starfsfólk Icelandair fékk kjöt og konfekt auk sex þúsund króna gjafabréfs á hótelum Icelandair. Grayline gaf 60 þúsund króna gjafabréf í Kringluna og Eimskip gerði slíkt hið sama, auk tólf þúsund króna gjafabréfs í Bónus. Bankarnir gáfu ekki síður veglegar gjafir. Arion banki gaf starfsmönnum heyrnartól frá Bose og 25 þúsund króna gjafakort. Íslandsbanki gaf pott frá Le Cruset og 25 þúsund króna gjafakort og Landsbankinn leyfði starfsmönnum að velja á milli matarkörfu, ferðatösku og jakka frá 66° norður. 66°norður gaf starfsfólki 20 þúsund króna gjafakort.100 þúsund í Smáralind, frídagur og allt í jólamatinn Reginn hf, sem á eignarhaldsfélagið Smáralind, gaf starfsfólki 100 þúsund króna gjafabréf í Smáralind. Samherji gaf starfsfólki sínu 150 þúsund króna jólabónus, hangilæri, graflax, sultur, þorskhnakka, ostakörfu, hníf og fleira. HB Grandi gaf 30 þúsund króna gjafakort sem og inneignarkort á veitingastað. Velferðarráðuneytið gaf tvo frídaga og 15 þúsund króna gjafakort og atvinnuvegaráðuneytið gaf ferðatösku og vínflösku, en ekki hafa fengist upplýsingar frá fleiri ráðuneytum um jólagjafirnar í ár. Starfsmenn Sinfóníuhljómsveitar Íslands fengu matarkörfu í jólagjöf. Ikea gaf starfsmönnum þrettánda mánuðinn í laun, sem greidd verða út í haust, og matarkörfu með kjöti og meðlæti. Starfsmenn Landspítalans fengu gjafabréf fyrir tvo í Þjóðleikhúsið.Föt, matur og hönnunarvara Ríkisútvarpið gaf gjafaöskju frá Kjötkompaní, Morgunblaðið gaf 15 þúsund króna gjafakort í Bónus og tvær vínflöskur, DV og Vefpressan gáfu 40 þúsund króna gjafabréf í Kost og 365 miðlar 15 þúsund króna gjafabréf í Bónus. Starfsmenn KSÍ fengu gjafakort í Smáralind að andvirði 20 þúsund kr. Bestseller, sem á og rekur Vero Moda, Jack and Jones, Vila, Selected og Name it, gáfu vörur frá iittala og Isavia gaf gjafakort fyrir 15 þúsund krónur. Starfsfólk Mjólkursamsölunnar fékk hanska, tíu þúsund króna gjafabréf í Bónus, ostakörfu og rjóma og þá fengu starfsmenn Strætó matarkörfu sem innihélt hamborgarhrygg, hangikjöt, reyktan og grafinn lax, grænar baunir, rauðkál og konfekt. Elko gaf starfsmönnum tíu þúsund króna inneign í Intersport, en fyrirtækin tvö eru í eigu sama aðila, og vatnsbrúsa. Þá gaf Nýherji fatnað frá 66° norður að andvirði 51 þúsund og einn auka frídag. VSÓ ráðgjöf gaf starfsfólki fatnað og 50 þúsund krónur og Advania gaf rúmföt frá Lín design, bók og súkkulaði, og Ístak gaf matarpakka. Starfsfólk verkfræðistofunnar Eflu fengu þrettánda mánuðinn í jólagjöf auk matargjafar.
Fréttir af flugi Jólafréttir Jólagjafir fyrirtækja Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Fleiri fréttir MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Sjá meira