Órökstuddar fullyrðingar formanns Neytendasamtakanna Gunnar Bragi Sveinsson skrifar 21. desember 2016 14:04 Ólafur Arnarson, nýr formaður Neytendasamtakanna skrifaði opið bréf í vikunni til mín og annarra þingmanna þar sem að hann hvetur okkur til að falla frá „beinni aðför að íslenskum neytendum og heimilum landsins“ - en þar vísar hann til 100 milljóna króna framlags á fjáraukalögum sem ætluð er til markaðssetningar á íslenskum sauðfjárafurðum. Við þessar aðstæður þykir mér rétt að fara yfir feril málsins með staðreyndir að vopni. Íslenskur landbúnaður skapar 10-12 þúsund bein og óbein störf á Íslandi og veltir hátt í 70 milljörðum á ári. Sauðfjárbúskapur er ein megin forsendan fyrir dreifðri byggð í landinu og saman mynda sauðfjárbúin menningarlegt, atvinnulegt og öryggislegt net vítt og breitt um landið. Sauðfjárafurðir frá íslenskum bændum eru einnig framúrskarandi vara hvað varðar gæði, heilnæmi og aðbúnað dýra. en einhverra hluta vegna er það orðið vinsælt að gera lítið úr þessari eftirsóknarverðu stöðu sem við höfum náð. Þrengingar hafa orðið hjá útflutningsgreinum á Íslandi í kjölfar styrkingar krónunar og í ofanálag hafa viðskiptadeilur Vesturvelda við Rússland leitt til lækkunar á mörkuðum fyrir landbúnaðarafurðir. Í kjölfarið tóku sauðfjárbændur á sig tekjuskerðingu uppá 600 milljónir síðasta haust þegar afurðastöðvar lækkuðu verð til bænda vegna fyrrnefndra aðstæðna. Í haust bárust svo þau tíðindi að Norðmenn myndu ekki taka sín 600 tonn af lambakjöti eins og þeir hafa gert undanfarin ár samkvæmt samningi þar um. Því var ljóst að ef ekki yrði brugðist við yrðu enn frekari verðlækkanir til sauðfjárbænda næsta haust með tilheyrandi tekjumissi fyrir bændur. Það taldi ég ekki ásættanlegt. Í kjölfarið brugðumst við með því að samþykkja í ríkisstjórn sérstakt 100 milljón króna framlag í fjáraukalögum til markaðssetningar á íslensku lambakjöti til að koma í veg fyrir tekjuhrun sauðfjárbænda. Það má því öllum vera ljóst að fullyrðing Ólafs þess efnis að aðgerðin sé ekki í þágu bænda á við engin rök að styðjast. Ólafur hefur miklar áhyggjur af því að aðgerðin haldi verði á lambakjöti hér á landi of háu en rétt er að benda á að í alþjóðlegum samanburði er smásöluverð á lambakjöti mjög lágt hér á landi, íslenska lambakjötið er hágæða vara á sanngjörnu verði. Það er því stórfurðulegt að það skuli vera forgangsatriði hjá Ólafi að tortryggja þessa einstöku aðgerð sem miðar af því að tryggja kjör bænda og halda byggð í landinu. Ekki má gleyma því að þessi starfsstétt hefur tekið á sig launaskerðingu á sama tíma og allar aðrar stéttir hafa fengið töluverðar kjarabætur undanfarin misseri. Það er rétt að benda á að við erum einnig að byggja upp til lengri tíma, í gangi er metnaðarfullt markaðsstarf á sauðfjárafurðum sem þegar er byrjað að skila árangri . Meðal annars er Landssamband sauðfjárbænda ásamt fleirum að vinna frábært starf við kynningu og markaðssetningu sem er ekki síst miðuð að þeim ferðamönnum sem koma til landsins. Árangurinn er byrjaður að skila sér og jókst sala á lambakjöti um 25% hér á landi, fyrsta ársfjórðung ársins 2016. Ef nýr formaður Neytendasamtakanna vill sérstaklega skoða starfsumhverfi sauðfjárbænda gæti hann beint spjótum sínum að versluninni og skoða hversu hátt hlutfall hún tekur af smásöluverðinu útí búð. Samkvæmt tölum Hagstofunnar fær hver bóndi einungis að meðaltali þriðjung af heildarverði kjöts í sinn hlut. Hann gæti líka skoðað hvernig stendur á því að arðsemi af verslunarkeðjum hér á landi er mun meiri en á löndunum í kringum okkur og athugað sérstaklega hvers vegna styrking krónunnar og niðurfelling á vörugjöldum og tollum skili sér ekki útí verðlagið? Ég bíð spenntur eftir öðru opnu bréfi þar sem hann fer yfir þátt verslunarinnar í of háu verðlagi hér á landi en jafnframt vona ég að hann kynni sér málin betur áður en hann skrifar fleiri opin bréf með órökstuddum fullyrðingum um íslenskan landbúnað. Að endingu óska ég Ólafi og landsmönnum öllum gleðilegra jóla með fullvissu um að þeir munu njóta alls þess besta sem íslenskur landbúnaður hefur fram að færa um hátíðarnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Bragi Sveinsson Mest lesið Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 16.08.2025 Halldór Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ólafur Arnarson, nýr formaður Neytendasamtakanna skrifaði opið bréf í vikunni til mín og annarra þingmanna þar sem að hann hvetur okkur til að falla frá „beinni aðför að íslenskum neytendum og heimilum landsins“ - en þar vísar hann til 100 milljóna króna framlags á fjáraukalögum sem ætluð er til markaðssetningar á íslenskum sauðfjárafurðum. Við þessar aðstæður þykir mér rétt að fara yfir feril málsins með staðreyndir að vopni. Íslenskur landbúnaður skapar 10-12 þúsund bein og óbein störf á Íslandi og veltir hátt í 70 milljörðum á ári. Sauðfjárbúskapur er ein megin forsendan fyrir dreifðri byggð í landinu og saman mynda sauðfjárbúin menningarlegt, atvinnulegt og öryggislegt net vítt og breitt um landið. Sauðfjárafurðir frá íslenskum bændum eru einnig framúrskarandi vara hvað varðar gæði, heilnæmi og aðbúnað dýra. en einhverra hluta vegna er það orðið vinsælt að gera lítið úr þessari eftirsóknarverðu stöðu sem við höfum náð. Þrengingar hafa orðið hjá útflutningsgreinum á Íslandi í kjölfar styrkingar krónunar og í ofanálag hafa viðskiptadeilur Vesturvelda við Rússland leitt til lækkunar á mörkuðum fyrir landbúnaðarafurðir. Í kjölfarið tóku sauðfjárbændur á sig tekjuskerðingu uppá 600 milljónir síðasta haust þegar afurðastöðvar lækkuðu verð til bænda vegna fyrrnefndra aðstæðna. Í haust bárust svo þau tíðindi að Norðmenn myndu ekki taka sín 600 tonn af lambakjöti eins og þeir hafa gert undanfarin ár samkvæmt samningi þar um. Því var ljóst að ef ekki yrði brugðist við yrðu enn frekari verðlækkanir til sauðfjárbænda næsta haust með tilheyrandi tekjumissi fyrir bændur. Það taldi ég ekki ásættanlegt. Í kjölfarið brugðumst við með því að samþykkja í ríkisstjórn sérstakt 100 milljón króna framlag í fjáraukalögum til markaðssetningar á íslensku lambakjöti til að koma í veg fyrir tekjuhrun sauðfjárbænda. Það má því öllum vera ljóst að fullyrðing Ólafs þess efnis að aðgerðin sé ekki í þágu bænda á við engin rök að styðjast. Ólafur hefur miklar áhyggjur af því að aðgerðin haldi verði á lambakjöti hér á landi of háu en rétt er að benda á að í alþjóðlegum samanburði er smásöluverð á lambakjöti mjög lágt hér á landi, íslenska lambakjötið er hágæða vara á sanngjörnu verði. Það er því stórfurðulegt að það skuli vera forgangsatriði hjá Ólafi að tortryggja þessa einstöku aðgerð sem miðar af því að tryggja kjör bænda og halda byggð í landinu. Ekki má gleyma því að þessi starfsstétt hefur tekið á sig launaskerðingu á sama tíma og allar aðrar stéttir hafa fengið töluverðar kjarabætur undanfarin misseri. Það er rétt að benda á að við erum einnig að byggja upp til lengri tíma, í gangi er metnaðarfullt markaðsstarf á sauðfjárafurðum sem þegar er byrjað að skila árangri . Meðal annars er Landssamband sauðfjárbænda ásamt fleirum að vinna frábært starf við kynningu og markaðssetningu sem er ekki síst miðuð að þeim ferðamönnum sem koma til landsins. Árangurinn er byrjaður að skila sér og jókst sala á lambakjöti um 25% hér á landi, fyrsta ársfjórðung ársins 2016. Ef nýr formaður Neytendasamtakanna vill sérstaklega skoða starfsumhverfi sauðfjárbænda gæti hann beint spjótum sínum að versluninni og skoða hversu hátt hlutfall hún tekur af smásöluverðinu útí búð. Samkvæmt tölum Hagstofunnar fær hver bóndi einungis að meðaltali þriðjung af heildarverði kjöts í sinn hlut. Hann gæti líka skoðað hvernig stendur á því að arðsemi af verslunarkeðjum hér á landi er mun meiri en á löndunum í kringum okkur og athugað sérstaklega hvers vegna styrking krónunnar og niðurfelling á vörugjöldum og tollum skili sér ekki útí verðlagið? Ég bíð spenntur eftir öðru opnu bréfi þar sem hann fer yfir þátt verslunarinnar í of háu verðlagi hér á landi en jafnframt vona ég að hann kynni sér málin betur áður en hann skrifar fleiri opin bréf með órökstuddum fullyrðingum um íslenskan landbúnað. Að endingu óska ég Ólafi og landsmönnum öllum gleðilegra jóla með fullvissu um að þeir munu njóta alls þess besta sem íslenskur landbúnaður hefur fram að færa um hátíðarnar.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun