Lífsýnagreiningar í glæparannsóknum Ólafur B. Einarsson skrifar 15. febrúar 2017 07:00 Kári Stefánsson skrifaði grein um greiningar lífsýna og segir frá því að hann hafi boðið ríkinu að annast þær ókeypis. Ég tek undir með Kára Stefánssyni að það væri kostur ef til væri rannsóknarstofa á Íslandi sem gæti boðið upp á greiningar á lífsýnum. Hagræðið væri t.d. sá tími og kostnaður sem fer í að senda sýnið til annars lands en einnig sá kostur að hér á landi gæti orðið til þekking til að að sinna slíkri þjónustu. Kári bendir á í pistlinum að ef sýni er sent til Svíþjóðar þá sé aðeins hægt að bera DNA af vettvangi glæps við DNA þess sem liggur undir grun en ef greining gagna ætti sér stað hér á landi væri hins vegar hægt að segja með vissu úr hvaða einstaklingi lífsýnið sé án þess að þurfa samanburð eða frekari vitna við. Kári á væntanlega við að ef sá grunaði eða einhver skyldur honum hafi veitt sýni til vísindarannsókna að þá sé hægt að bera niðurstöður DNA-greiningar glæparannsóknar saman við gagnagrunn vísindarannsókna og leiða líkur að því hver sá seki er. Hinn möguleikinn væri að ef sá sem grunur er á að hafi verið myrtur en finnst ekki, að hægt væri að staðfesta að lífsýni sem finnst í tengslum við rannsókn væri úr honum. Þeir sem samþykkja að taka þátt í rannsóknunum hafa samþykkt að veita lífsýni til vísindarannsókna en ekki rannsókna sem tengjast glæpum. Kári bendir reyndar á þetta og að hann geri sér fyllilega grein fyrir gagnrýninni á því að nota niðurstöður vísindarannsókna til að negla glæpamenn. Kári og fyrirtæki hans hefur kynnt afburðarannsóknir í vísindagreinum og myndi ég treysta honum fullkomlega til að koma á fót og reka rannsóknarstofu til að greina lífsýni vegna glæparannsókna. Það yrði samt að setja reglur um slíka starfsemi og ef það ætti að bera niðurstöður greininga lífsýna í glæparannsóknum við gögn um þá sem veittu sýni í þágu rannsókna, þá ættu þeir síðarnefndu að fá tækifæri til að endurskoða hug sinn um þátttöku eða kippa þeim út úr vísindarannsókninni sem hafa ekki getu til þess að taka afstöðu. Sé tilgangur lífsýnasafns að nota sýni eða niðurstöður úr greiningum sýna til glæparannsókna þá sé tryggt að sú ætlun verði kynnt fyrir þátttakendum ásamt því að eftirlit sé með að kvöðum leyfishafa slíkra lífsýnasafna sé fylgt eftir af opinberum eftirlitsaðila fáist slíkt safn samþykkt. Þá skiptir máli að rannsóknarstofur sem sinna greiningum tengdum lögreglurannsóknum sinni þjónusturannsóknum en ekki vísindarannsóknum sem talsverður munur er á en það er önnur saga.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Tengdar fréttir Ráðherrabull Það birtist svolítið viðtal við nýja dómsmálaráðherrann okkar hana Sigríði Á. Andersen í Fréttatímanum á fimmtudaginn. Tilefnið var að öllum líkindum að ég hafði boðið fram þjónustu Íslenskrar erfðagreiningar til þess að reyna að hysja gagnlegar upplýsingar upp úr lífsýnum sem fundust á vettvangi glæpsins hræðilega sem hefur hvílt svo þungt á þjóðinni. 7. febrúar 2017 07:00 Mest lesið Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Kári Stefánsson skrifaði grein um greiningar lífsýna og segir frá því að hann hafi boðið ríkinu að annast þær ókeypis. Ég tek undir með Kára Stefánssyni að það væri kostur ef til væri rannsóknarstofa á Íslandi sem gæti boðið upp á greiningar á lífsýnum. Hagræðið væri t.d. sá tími og kostnaður sem fer í að senda sýnið til annars lands en einnig sá kostur að hér á landi gæti orðið til þekking til að að sinna slíkri þjónustu. Kári bendir á í pistlinum að ef sýni er sent til Svíþjóðar þá sé aðeins hægt að bera DNA af vettvangi glæps við DNA þess sem liggur undir grun en ef greining gagna ætti sér stað hér á landi væri hins vegar hægt að segja með vissu úr hvaða einstaklingi lífsýnið sé án þess að þurfa samanburð eða frekari vitna við. Kári á væntanlega við að ef sá grunaði eða einhver skyldur honum hafi veitt sýni til vísindarannsókna að þá sé hægt að bera niðurstöður DNA-greiningar glæparannsóknar saman við gagnagrunn vísindarannsókna og leiða líkur að því hver sá seki er. Hinn möguleikinn væri að ef sá sem grunur er á að hafi verið myrtur en finnst ekki, að hægt væri að staðfesta að lífsýni sem finnst í tengslum við rannsókn væri úr honum. Þeir sem samþykkja að taka þátt í rannsóknunum hafa samþykkt að veita lífsýni til vísindarannsókna en ekki rannsókna sem tengjast glæpum. Kári bendir reyndar á þetta og að hann geri sér fyllilega grein fyrir gagnrýninni á því að nota niðurstöður vísindarannsókna til að negla glæpamenn. Kári og fyrirtæki hans hefur kynnt afburðarannsóknir í vísindagreinum og myndi ég treysta honum fullkomlega til að koma á fót og reka rannsóknarstofu til að greina lífsýni vegna glæparannsókna. Það yrði samt að setja reglur um slíka starfsemi og ef það ætti að bera niðurstöður greininga lífsýna í glæparannsóknum við gögn um þá sem veittu sýni í þágu rannsókna, þá ættu þeir síðarnefndu að fá tækifæri til að endurskoða hug sinn um þátttöku eða kippa þeim út úr vísindarannsókninni sem hafa ekki getu til þess að taka afstöðu. Sé tilgangur lífsýnasafns að nota sýni eða niðurstöður úr greiningum sýna til glæparannsókna þá sé tryggt að sú ætlun verði kynnt fyrir þátttakendum ásamt því að eftirlit sé með að kvöðum leyfishafa slíkra lífsýnasafna sé fylgt eftir af opinberum eftirlitsaðila fáist slíkt safn samþykkt. Þá skiptir máli að rannsóknarstofur sem sinna greiningum tengdum lögreglurannsóknum sinni þjónusturannsóknum en ekki vísindarannsóknum sem talsverður munur er á en það er önnur saga.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Ráðherrabull Það birtist svolítið viðtal við nýja dómsmálaráðherrann okkar hana Sigríði Á. Andersen í Fréttatímanum á fimmtudaginn. Tilefnið var að öllum líkindum að ég hafði boðið fram þjónustu Íslenskrar erfðagreiningar til þess að reyna að hysja gagnlegar upplýsingar upp úr lífsýnum sem fundust á vettvangi glæpsins hræðilega sem hefur hvílt svo þungt á þjóðinni. 7. febrúar 2017 07:00
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar