Aldrei færri fasteignir auglýstar til sölu Snærós Sindradóttir skrifar 23. febrúar 2017 07:00 Ekki mun losna um spennu á fasteignamarkaði fyrr en verulegt magn nýrra íbúða kemur á markað, að mati sérfræðings greiningardeildar Arion. vísir/vilhelm Framboð á fasteignum til sölu er í algjöru lágmarki sem bendir til þess að ekki komi til þess í bráð að spenna losni af fasteignamarkaðnum. Samkvæmt hagvísum Seðlabanka Íslands og nýrri skýrslu greiningardeildar Arion banka eru 700 færri eignir til sölu nú en í síðustu lægð, í ágúst 2007. Í skýrslu greiningardeildarinnar kemur fram að í lok janúar hafi 910 fasteignir verið til sölu um allt land. Þegar mest var, í desember 2009, voru tæplega 4.500 fasteignir auglýstar. Í Fréttablaðinu í gær var sagt frá áhyggjum fasteignasala af gríðarlegri spennu á markaði síðastliðnar þrjár vikur, eða allt frá því að greiningardeildin spáði 30 prósenta hækkun á fasteignaverði á næstu þremur árum. Þá var sagt frá því að í miklum mæli væri boðið hærra verð í fasteignir en ásett væri en einnig að sumir seljendur kysu að hunsa ráðleggingar fasteignasala og verðleggja sjálfir fasteignir sínar.Erna Björg Sverrisdóttir, sérfræðingur hjá greiningardeild Arion.Mynd/aðsendSérfræðingur hjá greiningardeild Arion banka, tekur undir með fasteignasölum að seljendamarkaður ríki núna. Hækkun á fasteignaverði hafi þó hlutfallslega verið meiri í nágrannasveitarfélögum við höfuðborgarsvæðið. „Svo virðist sem ungt fólk sé að gefast upp á höfuðborgarsvæðinu og sé að færa sig á Suðurnesin, Selfoss, Hveragerði og upp á Akranes. Við höfum verið að sjá mestar hækkanir á því svæði. Eftirspurnin byrjaði að byggjast upp miðsvæðis en svo dreifist hún út í jaðarsvæði höfuðborgarsvæðisins,“ segir Erna Björg Sverrisdóttir, sérfræðingur hjá greiningardeildinni.Hún segir að vandinn sé fyrst og fremst sá að ekki hafi nógu margar íbúðir verið byggðar á undanförnum árum. Ákveðinn lager hafi myndast fljótlega eftir hrun sem svo hafi gengið á og sé með öllu uppurinn núna. Í fylgiriti Fréttablaðsins í gær kom fram álit Konráðs S. Guðjónssonar, sem einnig er sérfræðingur í greiningardeild Arion banka, um að byggja þyrfti 1.500 til 2.000 íbúðir árlega til að anna eftirspurn. Hjá Reykjavíkurborg er áformað að hefja byggingu 1.239 íbúða á þessu ári og 1.323 íbúða á næsta ári. „Uppbyggingaráform á höfuðborgarsvæðinu hafa gengið illa eftir. Hvenær þetta íbúðamagn kemur loks inn á markaðinn er mjög erfitt að segja til um, hvort það verði 2019 eða 2020. Það fæst ekki séð að í ár eða á næsta ári komi það mikið eignamagn inn á markaðinn sem verði til þess að lækka þrýstinginn. Þótt uppbyggingaráformin séu háleit er ekkert víst hvenær þau koma til með að rætast,“ segir Erna.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Fleiri fréttir ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Sjá meira
Framboð á fasteignum til sölu er í algjöru lágmarki sem bendir til þess að ekki komi til þess í bráð að spenna losni af fasteignamarkaðnum. Samkvæmt hagvísum Seðlabanka Íslands og nýrri skýrslu greiningardeildar Arion banka eru 700 færri eignir til sölu nú en í síðustu lægð, í ágúst 2007. Í skýrslu greiningardeildarinnar kemur fram að í lok janúar hafi 910 fasteignir verið til sölu um allt land. Þegar mest var, í desember 2009, voru tæplega 4.500 fasteignir auglýstar. Í Fréttablaðinu í gær var sagt frá áhyggjum fasteignasala af gríðarlegri spennu á markaði síðastliðnar þrjár vikur, eða allt frá því að greiningardeildin spáði 30 prósenta hækkun á fasteignaverði á næstu þremur árum. Þá var sagt frá því að í miklum mæli væri boðið hærra verð í fasteignir en ásett væri en einnig að sumir seljendur kysu að hunsa ráðleggingar fasteignasala og verðleggja sjálfir fasteignir sínar.Erna Björg Sverrisdóttir, sérfræðingur hjá greiningardeild Arion.Mynd/aðsendSérfræðingur hjá greiningardeild Arion banka, tekur undir með fasteignasölum að seljendamarkaður ríki núna. Hækkun á fasteignaverði hafi þó hlutfallslega verið meiri í nágrannasveitarfélögum við höfuðborgarsvæðið. „Svo virðist sem ungt fólk sé að gefast upp á höfuðborgarsvæðinu og sé að færa sig á Suðurnesin, Selfoss, Hveragerði og upp á Akranes. Við höfum verið að sjá mestar hækkanir á því svæði. Eftirspurnin byrjaði að byggjast upp miðsvæðis en svo dreifist hún út í jaðarsvæði höfuðborgarsvæðisins,“ segir Erna Björg Sverrisdóttir, sérfræðingur hjá greiningardeildinni.Hún segir að vandinn sé fyrst og fremst sá að ekki hafi nógu margar íbúðir verið byggðar á undanförnum árum. Ákveðinn lager hafi myndast fljótlega eftir hrun sem svo hafi gengið á og sé með öllu uppurinn núna. Í fylgiriti Fréttablaðsins í gær kom fram álit Konráðs S. Guðjónssonar, sem einnig er sérfræðingur í greiningardeild Arion banka, um að byggja þyrfti 1.500 til 2.000 íbúðir árlega til að anna eftirspurn. Hjá Reykjavíkurborg er áformað að hefja byggingu 1.239 íbúða á þessu ári og 1.323 íbúða á næsta ári. „Uppbyggingaráform á höfuðborgarsvæðinu hafa gengið illa eftir. Hvenær þetta íbúðamagn kemur loks inn á markaðinn er mjög erfitt að segja til um, hvort það verði 2019 eða 2020. Það fæst ekki séð að í ár eða á næsta ári komi það mikið eignamagn inn á markaðinn sem verði til þess að lækka þrýstinginn. Þótt uppbyggingaráformin séu háleit er ekkert víst hvenær þau koma til með að rætast,“ segir Erna.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Fleiri fréttir ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Sjá meira