Heimsþekktum kokki bannað að bera fram engisprettur á Food & Fun Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. mars 2017 14:00 Julian Medina flutti engispretturnar með sér hingað til lands frá Mexíkó en mátti svo ekki bera þær fram á Apótekinu. vísir Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkurborgar bannaði veitingastaðnum Apótekinu að bera fram engisprettur á matarhátíðinni Food & Fun sem fram fór á ýmsum veitingastöðum borgarinnar um helgina. Ástæðan er sú að innflutningur á skordýrum til manneldis er bannaður hér á landi. Kokkurinn sem sá um matinn á Apótekinu á Food & Fun kom með engispretturnar með sér frá Mexíkó. Kokkurinn er einmitt sjálfur frá Mexíkó, heitir Julian Medina og er bandarískur ríkisborgari í dag. Medina er heimsþekktur kokkur og á og rekur fjölda veitingastaða í New York. Þorbjörn Þórðarson, fréttamaður Stöðvar 2, ræddi við Medina í beinni útsendingu á fimmtudagskvöld og smakkaði einmitt engisprettur í beinni en viðtalið má sjá í spilaranum hér að neðan.Óskar Ísfeld Sigurðsson, deildarstjóri matvælaeftirlits heilbrigðiseftirlits Reykjavíkurborgar, segir í samtali við Vísi að heilbrigðiseftirlitið hafi á föstudeginum fengið tilmæli frá Matvælastofnun vegna málsins þar sem stofnunin hafði fengið upplýsingar um að verið væri að nota engisprettur til manneldis á veitingastaðnum. Matvælstofnun fór þess á leit við heilbrigðiseftirlitið, þar sem það hefur eftirlit með veitingastöðum í Reykjavík, að það myndi grípa til aðgerða og var notkun á engisprettunum í kjölfarið bönnuð. Óskar segir ástæðuna þá að innflutningur á skordýrum til manneldis, þar með talið engisprettum, sé bannaður hér á landi. Vísar hann í reglugerð um nýfæði frá árinu 2015 sem tekur til allra landanna á Evrópska efnahagssvæðinu. Heilbrigðiseftirlitið fór ekki á veitingastaðnum heldur beindi þeim tilmælum til veitingastaðarins eftir öðrum leiðum að þeim væri ekki heimilt að bera fram engisprettur. Óskar segir að forsvarsmenn staðarins hafi brugðist vel við tilmælunum og að eftirlitið treysti því að staðurinn hafi farið eftir þeim. Food and Fun Matur Tengdar fréttir Fólk er sólgið í orkustykki úr skordýrum Tímaritið Wired fjallar um íslenskt orkustykki úr krybbum. 3. maí 2015 13:00 Deila um lögmæti skordýraáts í Evrópu Framleiðendur orkustykkisins Jungle Bar segja vinnubrögð MAST óskiljanleg. 8. febrúar 2016 23:30 Fá ekki leyfi til að selja orkustykki úr krybbum Íslenskir frumkvöðlar þurfa að leita til Bandaríkjanna með Jungle Bar-stykkið, sem meðal annars er unnið úr skordýrum. 4. febrúar 2016 09:56 Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkurborgar bannaði veitingastaðnum Apótekinu að bera fram engisprettur á matarhátíðinni Food & Fun sem fram fór á ýmsum veitingastöðum borgarinnar um helgina. Ástæðan er sú að innflutningur á skordýrum til manneldis er bannaður hér á landi. Kokkurinn sem sá um matinn á Apótekinu á Food & Fun kom með engispretturnar með sér frá Mexíkó. Kokkurinn er einmitt sjálfur frá Mexíkó, heitir Julian Medina og er bandarískur ríkisborgari í dag. Medina er heimsþekktur kokkur og á og rekur fjölda veitingastaða í New York. Þorbjörn Þórðarson, fréttamaður Stöðvar 2, ræddi við Medina í beinni útsendingu á fimmtudagskvöld og smakkaði einmitt engisprettur í beinni en viðtalið má sjá í spilaranum hér að neðan.Óskar Ísfeld Sigurðsson, deildarstjóri matvælaeftirlits heilbrigðiseftirlits Reykjavíkurborgar, segir í samtali við Vísi að heilbrigðiseftirlitið hafi á föstudeginum fengið tilmæli frá Matvælastofnun vegna málsins þar sem stofnunin hafði fengið upplýsingar um að verið væri að nota engisprettur til manneldis á veitingastaðnum. Matvælstofnun fór þess á leit við heilbrigðiseftirlitið, þar sem það hefur eftirlit með veitingastöðum í Reykjavík, að það myndi grípa til aðgerða og var notkun á engisprettunum í kjölfarið bönnuð. Óskar segir ástæðuna þá að innflutningur á skordýrum til manneldis, þar með talið engisprettum, sé bannaður hér á landi. Vísar hann í reglugerð um nýfæði frá árinu 2015 sem tekur til allra landanna á Evrópska efnahagssvæðinu. Heilbrigðiseftirlitið fór ekki á veitingastaðnum heldur beindi þeim tilmælum til veitingastaðarins eftir öðrum leiðum að þeim væri ekki heimilt að bera fram engisprettur. Óskar segir að forsvarsmenn staðarins hafi brugðist vel við tilmælunum og að eftirlitið treysti því að staðurinn hafi farið eftir þeim.
Food and Fun Matur Tengdar fréttir Fólk er sólgið í orkustykki úr skordýrum Tímaritið Wired fjallar um íslenskt orkustykki úr krybbum. 3. maí 2015 13:00 Deila um lögmæti skordýraáts í Evrópu Framleiðendur orkustykkisins Jungle Bar segja vinnubrögð MAST óskiljanleg. 8. febrúar 2016 23:30 Fá ekki leyfi til að selja orkustykki úr krybbum Íslenskir frumkvöðlar þurfa að leita til Bandaríkjanna með Jungle Bar-stykkið, sem meðal annars er unnið úr skordýrum. 4. febrúar 2016 09:56 Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Fólk er sólgið í orkustykki úr skordýrum Tímaritið Wired fjallar um íslenskt orkustykki úr krybbum. 3. maí 2015 13:00
Deila um lögmæti skordýraáts í Evrópu Framleiðendur orkustykkisins Jungle Bar segja vinnubrögð MAST óskiljanleg. 8. febrúar 2016 23:30
Fá ekki leyfi til að selja orkustykki úr krybbum Íslenskir frumkvöðlar þurfa að leita til Bandaríkjanna með Jungle Bar-stykkið, sem meðal annars er unnið úr skordýrum. 4. febrúar 2016 09:56