Landsréttur mun létta álagið á Hæstarétti til mikilla muna Svavar Hávarðsson skrifar 17. mars 2017 07:00 Álag á Hæstarétt eru rök fyrir að setja á fót millidómstig. vísir/gva Líklegt er talið að væntanlegur fjöldi mála fyrir Hæstarétti verði árlega á bilinu 60 til 100 eftir að nýr áfrýjunardómstóll, Landsréttur, hefur störf. Aldrei í sögunni hafa eins mörg mál borist Hæstarétti og á árinu 2016. Eins og kunnugt er tekur nýr Landsréttur til starfa 10. janúar 2018 á grundvelli laga um dómstóla sem samþykkt voru á Alþingi síðastliðið vor. Þegar þetta er skrifað stendur yfir val í embætti 15 dómara við Landsrétt og niðurstaðan verður tilkynnt á næstunni, en 37 sóttu um. Breytingarnar þýða að dómstigin í landinu verða þrjú; héraðsdómstólar, Landsréttur og Hæstiréttur og um leið eru gerðar verulegar breytingar á stjórnsýslu dómstólanna. Með Landsrétti á að reyna að tryggja milliliðalausa sönnunarfærslu á tveimur dómstigum, sem talin er veruleg réttarbót. Í nýbirtri ársskýrslu Hæstaréttar fyrir árið 2016 kemur fram að aldrei í sögu réttarins hafa fleiri mál borist honum, eða 869 talsins – sjö fleiri en árin tvö á undan. Þessi gríðarlegi málafjöldi er ein meginástæða þess að Landsréttur er settur á fót. Íslendingar vinna 223 virka daga á ári, svo segja má að fjögur ný mál komi inn á borð níu hæstaréttardómara hvern vinnudag, með nokkurri einföldun. Á árinu 2016 voru uppkveðnir dómar 762 eða einum fleiri en árið 2015. Er það svipaður fjöldi dóma og á árunum 2013-2015. Við undirbúning málsins var reynt að nálgast tölu um hugsanlegan málafjölda Hæstaréttar eftir að Landsréttur tekur til starfa, en það er ekki klippt og skorið. Raunverulega er það í ranni Hæstaréttar sjálfs að draga mörkin um hvaða mál koma til umfjöllunar. Það verða mikilvæg eða stefnumarkandi mál með tilliti til stjórnarskrár, mikilla hagsmuna eða í þeim tilfellum að Hæstiréttur telur að dómur á neðra dómstigi sé einfaldlega rangur. Því verður það stór hluti þeirrar vinnu sem mun fara fram í Hæstarétti á næstu árum að móta það sem þar verður gert til lengri framtíðar. Einn mælikvarði sem mun gefa vísbendingar í þessa átt er það hversu mörg mál eru flutt fyrir 5 dómurum, en til dæmis átti það við í 72 málum í fyrra. Í þessu sambandi má geta þess að í skýrslu vinnuhóps um millidómstig frá árinu 2011 kemur fram að ef upplýsingar um fjölda mála fyrir æðstu dómstólum annars staðar á Norðurlöndum eru heimfærðar upp á Ísland gæti væntanlegur fjöldi mála fyrir Hæstarétti orðið um 30 árlega. Hins vegar er jafnframt tekið fram í skýrslunni að fjöldi mála gæti allt eins orðið á bilinu 50 til 100 árlega. Eru þá ótaldar ákvarðanir um áfrýjunarleyfi sem viðbúið er að fjölgi mjög.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Líklegt er talið að væntanlegur fjöldi mála fyrir Hæstarétti verði árlega á bilinu 60 til 100 eftir að nýr áfrýjunardómstóll, Landsréttur, hefur störf. Aldrei í sögunni hafa eins mörg mál borist Hæstarétti og á árinu 2016. Eins og kunnugt er tekur nýr Landsréttur til starfa 10. janúar 2018 á grundvelli laga um dómstóla sem samþykkt voru á Alþingi síðastliðið vor. Þegar þetta er skrifað stendur yfir val í embætti 15 dómara við Landsrétt og niðurstaðan verður tilkynnt á næstunni, en 37 sóttu um. Breytingarnar þýða að dómstigin í landinu verða þrjú; héraðsdómstólar, Landsréttur og Hæstiréttur og um leið eru gerðar verulegar breytingar á stjórnsýslu dómstólanna. Með Landsrétti á að reyna að tryggja milliliðalausa sönnunarfærslu á tveimur dómstigum, sem talin er veruleg réttarbót. Í nýbirtri ársskýrslu Hæstaréttar fyrir árið 2016 kemur fram að aldrei í sögu réttarins hafa fleiri mál borist honum, eða 869 talsins – sjö fleiri en árin tvö á undan. Þessi gríðarlegi málafjöldi er ein meginástæða þess að Landsréttur er settur á fót. Íslendingar vinna 223 virka daga á ári, svo segja má að fjögur ný mál komi inn á borð níu hæstaréttardómara hvern vinnudag, með nokkurri einföldun. Á árinu 2016 voru uppkveðnir dómar 762 eða einum fleiri en árið 2015. Er það svipaður fjöldi dóma og á árunum 2013-2015. Við undirbúning málsins var reynt að nálgast tölu um hugsanlegan málafjölda Hæstaréttar eftir að Landsréttur tekur til starfa, en það er ekki klippt og skorið. Raunverulega er það í ranni Hæstaréttar sjálfs að draga mörkin um hvaða mál koma til umfjöllunar. Það verða mikilvæg eða stefnumarkandi mál með tilliti til stjórnarskrár, mikilla hagsmuna eða í þeim tilfellum að Hæstiréttur telur að dómur á neðra dómstigi sé einfaldlega rangur. Því verður það stór hluti þeirrar vinnu sem mun fara fram í Hæstarétti á næstu árum að móta það sem þar verður gert til lengri framtíðar. Einn mælikvarði sem mun gefa vísbendingar í þessa átt er það hversu mörg mál eru flutt fyrir 5 dómurum, en til dæmis átti það við í 72 málum í fyrra. Í þessu sambandi má geta þess að í skýrslu vinnuhóps um millidómstig frá árinu 2011 kemur fram að ef upplýsingar um fjölda mála fyrir æðstu dómstólum annars staðar á Norðurlöndum eru heimfærðar upp á Ísland gæti væntanlegur fjöldi mála fyrir Hæstarétti orðið um 30 árlega. Hins vegar er jafnframt tekið fram í skýrslunni að fjöldi mála gæti allt eins orðið á bilinu 50 til 100 árlega. Eru þá ótaldar ákvarðanir um áfrýjunarleyfi sem viðbúið er að fjölgi mjög.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira