Skipuleg uppbygging fiskeldis Einar K. Guðfinnsson skrifar 12. apríl 2017 07:00 Þorbjörn Þórðarson fetar villigöturnar í leiðara sínum í Fréttablaðinu um fiskeldi hér á landi. Í leiðaranum er því haldið fram að uppbygging eldisins hafi einkennst af fyrirhyggju- og skipulagsleysi. Þannig er það þó ekki. Byggt er á nýlegum lögum, frá árinu 2014 sem undirbúin voru vandlega. Í meðförum Alþingis tók frumvarp þar að lútandi verulegum breytingum, ekki síst til þess að bregðast við ábendingum þeirra sem efasemdir hafa um eldi í sjókvíum hér við land. Með löggjöfinni var afmarkaður skýr rammi og eftirlits- og vísindastofnunum ætlað veigamikið hlutverk við undirbúning að útgáfu leyfa til fiskeldis.Varúðarnálgun við burðarþolsmat Forsenda fiskeldis er að Hafrannsóknastofnun vinni svo kallað burðarþolsmat á þeim fjörðum þar sem ætlunin er að ala fisk. Ljóst er að stofnunin beitir mikilli varúð við mat á burðarþolinu. Þannig segir í greinargerð með nýjasta burðarþolsmatinu, þ.e í Ísafjarðardjúpi: „Tillit er tekið til stærðar fjarðarins og varúðarnálgunar varðandi raunveruleg áhrif eldisins einkum á botndýralíf og súrefnisstyrk. Í þessu mati er gert ráð fyrir að hámarkslífmassi verði aldrei meiri en 30 þúsund tonn og að nákvæm vöktun á áhrifum eldisins fari fram samhliða því. Slík vöktun er forsenda fyrir hugsanlegu endurmati á burðarþoli fjarðarins, til hækkunar eða lækkunar, sem byggt væri á raungögnum.“Ítarlegt umhverfismat Fyrst eftir að burðarþolsmatinu lýkur tekur við næsti kafli. Umhverfismat sem Skipulagsstofnun framkvæmir á grundvelli laga um umhverfismat. Fyrirtækin leggja fram frummatsskýrslu í samræmi við umhverfismatslögin. Aflað er mikilla gagna og leitast við að svara spurningum er lúta að umhverfisaðstæðum. Lögin um umhverfismat opna leiðir mjög margra til þess að gera athugasemdir eða leggja fram spurningar í umhverfismatsferlinu. Reynslan sýnir að sú er og reynslan. Bregðast þarf við þessum spurningum/athugasemdum og kallar það oft á mikla gagnaöflun og ítarleg svör. Fyrst að þessu loknu gefur Skipulagsstofnun út álit sitt.Þáttur Umhverfisstofnunar og MAST Þá hefst annað vers. Til starfrækslu fiskeldisstöðva þarf starfsleyfi Umhverfisstofnunar og rekstrarleyfi Matvælastofnunar, MAST. Matvælastofnun skal framsenda umsókn um starfsleyfi fyrir eldi ferskvatns- og sjávarlífvera til Umhverfisstofnunar til meðferðar. Umsóknir um starfsleyfi og rekstrarleyfi skal afgreiða innan sex mánaða frá því að þær berast. Matvælastofnun skal tilkynna umsækjanda hvort umsókn telst fullnægjandi innan mánaðar frá því að umsóknin berst stofnuninni. Á þessu stigi eru einnig kæruleiðir. Umhverfisstofnun auglýsir starfsleyfið og á þeim tíma er unnt að koma að athugasemdum. Þegar Umhverfisstofnun hefur gefið út starfsleyfi skal það sent Matvælastofnun. Ef umsóknir eru samþykktar skulu starfsleyfi og rekstrarleyfi afhent umsækjanda samtímis.Vinna við fiskeldisleyfi haldi áfram Af þessu má sjá að starfræksla fiskeldis lýtur mjög ströngum skilyrðum og reglum, enda sýnir reynslan að frá því að fiskeldisfyrirtæki tilkynna áform sín um að hefja starfsemi á tilteknu hafsvæði líða misseri og ár þar til að hægt er að setja seiði í kvíar. Hér á landi er og stuðst við ströngustu reglur sem þekkjast um allan búnað og reynslan sýnir að hefur skilað miklum árangri. Eðlilegt er því að áfram sé haldið við vinnu að þeim fiskeldisleyfum sem sótt hefur verið um til viðkomandi eftirlits og sérfræðistofnana eins og lög kveða á um. Leyfa til fiskeldis verður ekki aflað nema að undangengnum löngum tíma og þau gilda einvörðungu tímabundið. Því er nægur tími til að bregðast við álitaefnum, ábendingum og ákvörðunum sem kunna að verða teknar í þeirri faglegu vinnu sem nú fer fram að frekari stefnumótun í fiskeldismálum hér á landi.Stærstum hluta strandlengjunnar lokað fyrir fiskeldi Þó rétt sé að fiskeldi hér á landi hafi notið góðs af reynslu annarra þjóða, svo sem Norðmanna, er ljóst að reglur hér við land eru á margan hátt strangari en í öðrum löndum. Þar má ekki síst nefna þá ákvörðun sem tekin var árið 2004 um að loka stærstum hluta strandlengjunnar fyrir fiskeldi. Þetta var gert í varúðarskyni og var almennt fagnað á sínum tíma. Og þegar menn bera saman aðstæður í Noregi og hér er nauðsynlegt að minnast þessa. Norska laxeldið hófst beinlínis við ósa helstu laxveiðiánna og enginn hafði neitt við það að athuga fyrstu 20 – 30 árin. Í Noregi fer enn fram eldisframleiðsla nálægt helstu búsvæðum villtra laxastofna. Þessu er þveröfugt farið á Íslandi þar sem hér er beinlínis bannað að ala lax í sjókvíum nálægt náttúrulegum villtum laxastofnum.Leiður misskilningur Og að lokum þetta: Í leiðaranum kemur sá leiði misskilningur fram að fiskur í kvíum hér við land sé „genetískt breyttur lax“. Það er einfaldlega rangt. Þessi misskilningur er skiljanlegur, svo oft hefur þessi ranga fullyrðing verið vakin upp og hún svo gengið aftur í umræðunni æ ofan í æ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Einar K. Guðfinnsson Mest lesið Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson Skoðun Halldór 28.12.2024 Halldór Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson skrifar Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson skrifar Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Þorbjörn Þórðarson fetar villigöturnar í leiðara sínum í Fréttablaðinu um fiskeldi hér á landi. Í leiðaranum er því haldið fram að uppbygging eldisins hafi einkennst af fyrirhyggju- og skipulagsleysi. Þannig er það þó ekki. Byggt er á nýlegum lögum, frá árinu 2014 sem undirbúin voru vandlega. Í meðförum Alþingis tók frumvarp þar að lútandi verulegum breytingum, ekki síst til þess að bregðast við ábendingum þeirra sem efasemdir hafa um eldi í sjókvíum hér við land. Með löggjöfinni var afmarkaður skýr rammi og eftirlits- og vísindastofnunum ætlað veigamikið hlutverk við undirbúning að útgáfu leyfa til fiskeldis.Varúðarnálgun við burðarþolsmat Forsenda fiskeldis er að Hafrannsóknastofnun vinni svo kallað burðarþolsmat á þeim fjörðum þar sem ætlunin er að ala fisk. Ljóst er að stofnunin beitir mikilli varúð við mat á burðarþolinu. Þannig segir í greinargerð með nýjasta burðarþolsmatinu, þ.e í Ísafjarðardjúpi: „Tillit er tekið til stærðar fjarðarins og varúðarnálgunar varðandi raunveruleg áhrif eldisins einkum á botndýralíf og súrefnisstyrk. Í þessu mati er gert ráð fyrir að hámarkslífmassi verði aldrei meiri en 30 þúsund tonn og að nákvæm vöktun á áhrifum eldisins fari fram samhliða því. Slík vöktun er forsenda fyrir hugsanlegu endurmati á burðarþoli fjarðarins, til hækkunar eða lækkunar, sem byggt væri á raungögnum.“Ítarlegt umhverfismat Fyrst eftir að burðarþolsmatinu lýkur tekur við næsti kafli. Umhverfismat sem Skipulagsstofnun framkvæmir á grundvelli laga um umhverfismat. Fyrirtækin leggja fram frummatsskýrslu í samræmi við umhverfismatslögin. Aflað er mikilla gagna og leitast við að svara spurningum er lúta að umhverfisaðstæðum. Lögin um umhverfismat opna leiðir mjög margra til þess að gera athugasemdir eða leggja fram spurningar í umhverfismatsferlinu. Reynslan sýnir að sú er og reynslan. Bregðast þarf við þessum spurningum/athugasemdum og kallar það oft á mikla gagnaöflun og ítarleg svör. Fyrst að þessu loknu gefur Skipulagsstofnun út álit sitt.Þáttur Umhverfisstofnunar og MAST Þá hefst annað vers. Til starfrækslu fiskeldisstöðva þarf starfsleyfi Umhverfisstofnunar og rekstrarleyfi Matvælastofnunar, MAST. Matvælastofnun skal framsenda umsókn um starfsleyfi fyrir eldi ferskvatns- og sjávarlífvera til Umhverfisstofnunar til meðferðar. Umsóknir um starfsleyfi og rekstrarleyfi skal afgreiða innan sex mánaða frá því að þær berast. Matvælastofnun skal tilkynna umsækjanda hvort umsókn telst fullnægjandi innan mánaðar frá því að umsóknin berst stofnuninni. Á þessu stigi eru einnig kæruleiðir. Umhverfisstofnun auglýsir starfsleyfið og á þeim tíma er unnt að koma að athugasemdum. Þegar Umhverfisstofnun hefur gefið út starfsleyfi skal það sent Matvælastofnun. Ef umsóknir eru samþykktar skulu starfsleyfi og rekstrarleyfi afhent umsækjanda samtímis.Vinna við fiskeldisleyfi haldi áfram Af þessu má sjá að starfræksla fiskeldis lýtur mjög ströngum skilyrðum og reglum, enda sýnir reynslan að frá því að fiskeldisfyrirtæki tilkynna áform sín um að hefja starfsemi á tilteknu hafsvæði líða misseri og ár þar til að hægt er að setja seiði í kvíar. Hér á landi er og stuðst við ströngustu reglur sem þekkjast um allan búnað og reynslan sýnir að hefur skilað miklum árangri. Eðlilegt er því að áfram sé haldið við vinnu að þeim fiskeldisleyfum sem sótt hefur verið um til viðkomandi eftirlits og sérfræðistofnana eins og lög kveða á um. Leyfa til fiskeldis verður ekki aflað nema að undangengnum löngum tíma og þau gilda einvörðungu tímabundið. Því er nægur tími til að bregðast við álitaefnum, ábendingum og ákvörðunum sem kunna að verða teknar í þeirri faglegu vinnu sem nú fer fram að frekari stefnumótun í fiskeldismálum hér á landi.Stærstum hluta strandlengjunnar lokað fyrir fiskeldi Þó rétt sé að fiskeldi hér á landi hafi notið góðs af reynslu annarra þjóða, svo sem Norðmanna, er ljóst að reglur hér við land eru á margan hátt strangari en í öðrum löndum. Þar má ekki síst nefna þá ákvörðun sem tekin var árið 2004 um að loka stærstum hluta strandlengjunnar fyrir fiskeldi. Þetta var gert í varúðarskyni og var almennt fagnað á sínum tíma. Og þegar menn bera saman aðstæður í Noregi og hér er nauðsynlegt að minnast þessa. Norska laxeldið hófst beinlínis við ósa helstu laxveiðiánna og enginn hafði neitt við það að athuga fyrstu 20 – 30 árin. Í Noregi fer enn fram eldisframleiðsla nálægt helstu búsvæðum villtra laxastofna. Þessu er þveröfugt farið á Íslandi þar sem hér er beinlínis bannað að ala lax í sjókvíum nálægt náttúrulegum villtum laxastofnum.Leiður misskilningur Og að lokum þetta: Í leiðaranum kemur sá leiði misskilningur fram að fiskur í kvíum hér við land sé „genetískt breyttur lax“. Það er einfaldlega rangt. Þessi misskilningur er skiljanlegur, svo oft hefur þessi ranga fullyrðing verið vakin upp og hún svo gengið aftur í umræðunni æ ofan í æ.
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun