Fiskeldi í heiminum er í sókn Einar K. Guðfinnsson skrifar 10. apríl 2017 07:00 Lífsseig er hún sú flökkusaga, en jafn kolröng, að fiskeldi sé á undanhaldi í heiminum og ekki síst í okkar heimshluta. Oft hefur mátt lesa þetta hér í Fréttablaðinu og síðast nú alveg nýverið. Þó er þessu alveg öfugt farið. Fiskeldi er almennt að aukast í veröldinni. Í þeim löndum á okkar slóðum sem geta stundað fiskeldi hefur það vaxið og áform stjórnvaldanna standa til þess auka það enn frekar. Allt er það að vonum. Það er alveg ljóst - og raunar óumdeilt - að vaxandi fæðuþörf mannkyns verður ekki mætt nema með auknu fiskeldi. Bágt ástand margra villtra fiskistofna gerir það að verkum að því fer fjarri að fiskveiðar geti núna mætt vaxandi fæðuþörf; og alls ekki í framtíðinni. Jafnvel þó betur væri staðið að málum við fiskveiðar í heiminum hrykki það ekki til. Fiskeldi er því svarið við þeirri staðreynd. Fiskeldi er margbreytilegt. Skel og krabbadýr, fjölbreytileg flóra fiskitegunda og áfram má telja. Mismunandi náttúrulegar aðstæður í heiminum ráða því. Sumt fer fram á landi en annað í sjó. Aðstæður í hverju landi og hverjum heimshluta stýra þeirri þróun. Þess vegna er fiskeldi í heiminum í stöðugri sókn og stöðugum vexti. Meira en helmingi allrar fisk og sjávardýraneyslu í heiminum er mætt með fiskeldi. Eldisfiskur í heiminum er framleiddur í meira mæli en nautakjöt. Og ef laxeldi er skoðað sérstaklega þá blasa við athyglisverðar tölur. Laxeldi í heiminum nemur um 2,1 milljón tonna, sem svarar til um 15 milljarða máltíða á ári. Framleiðsluverðmætið er um 10 milljarðar dollara, 1.1100 milljörðum íslenskra króna. Það er því ekki að undra að stofnanir á borð við Sameinuðu þjóðirnar hvetji til aukins fiskeldis og sama á við um stjórnvöld um víða veröld, svo sem eins og í löndunum í kring um okkur. „Fiskeldi skiptir sköpum til þess að mæta fæðuþörf heimsins næstu 50 árin“, sagði til að mynda Kofi Annan, fyrrverandi aðalritari Sameinuðu þjóðanna. Það er ástæða fyrir okkur Íslendinga sem og aðra að leggja við hlustir og svara þessu ákalli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar K. Guðfinnsson Mest lesið Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Viska bendir á ójöfnuð kynslóðanna Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun Að kjósa í roki, hríð og nístingskulda Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Lífsseig er hún sú flökkusaga, en jafn kolröng, að fiskeldi sé á undanhaldi í heiminum og ekki síst í okkar heimshluta. Oft hefur mátt lesa þetta hér í Fréttablaðinu og síðast nú alveg nýverið. Þó er þessu alveg öfugt farið. Fiskeldi er almennt að aukast í veröldinni. Í þeim löndum á okkar slóðum sem geta stundað fiskeldi hefur það vaxið og áform stjórnvaldanna standa til þess auka það enn frekar. Allt er það að vonum. Það er alveg ljóst - og raunar óumdeilt - að vaxandi fæðuþörf mannkyns verður ekki mætt nema með auknu fiskeldi. Bágt ástand margra villtra fiskistofna gerir það að verkum að því fer fjarri að fiskveiðar geti núna mætt vaxandi fæðuþörf; og alls ekki í framtíðinni. Jafnvel þó betur væri staðið að málum við fiskveiðar í heiminum hrykki það ekki til. Fiskeldi er því svarið við þeirri staðreynd. Fiskeldi er margbreytilegt. Skel og krabbadýr, fjölbreytileg flóra fiskitegunda og áfram má telja. Mismunandi náttúrulegar aðstæður í heiminum ráða því. Sumt fer fram á landi en annað í sjó. Aðstæður í hverju landi og hverjum heimshluta stýra þeirri þróun. Þess vegna er fiskeldi í heiminum í stöðugri sókn og stöðugum vexti. Meira en helmingi allrar fisk og sjávardýraneyslu í heiminum er mætt með fiskeldi. Eldisfiskur í heiminum er framleiddur í meira mæli en nautakjöt. Og ef laxeldi er skoðað sérstaklega þá blasa við athyglisverðar tölur. Laxeldi í heiminum nemur um 2,1 milljón tonna, sem svarar til um 15 milljarða máltíða á ári. Framleiðsluverðmætið er um 10 milljarðar dollara, 1.1100 milljörðum íslenskra króna. Það er því ekki að undra að stofnanir á borð við Sameinuðu þjóðirnar hvetji til aukins fiskeldis og sama á við um stjórnvöld um víða veröld, svo sem eins og í löndunum í kring um okkur. „Fiskeldi skiptir sköpum til þess að mæta fæðuþörf heimsins næstu 50 árin“, sagði til að mynda Kofi Annan, fyrrverandi aðalritari Sameinuðu þjóðanna. Það er ástæða fyrir okkur Íslendinga sem og aðra að leggja við hlustir og svara þessu ákalli.
Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar
Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar