Dapurleg fjarvera Íslands Steinunn Þóra Árnadóttir skrifar 20. apríl 2017 07:00 Dagana 27. til 31.mars síðastliðinn komu 132 ríki saman í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna til þess að hefja viðræður um gerð alþjóðasamnings sem banna myndi tilvist kjarnorkuvopna. Ísland tók ekki þátt í viðræðunum frekar en flestöll önnur Natóríki. Undirbúningur þessara viðræðna hefur staðið yfir í nokkur ár en því miður hafa íslensk stjórnvöld ekki sýnt þeim áhuga. Það vakti til að mynda athygli á árinu 2015 þegar Ísland greiddi á vettvangi Sameinuðu þjóðanna atkvæði gegn tillögu um slíkt bann en eftir umræðu í fjölmiðlum, í utanríkismálanefnd og á Alþingi var þeirri afstöðu breytt í hjásetu við seinni atkvæðagreiðslu. Ísland greiddi svo að lokum atkvæði gegn því að boðað væri til viðræðnanna í mars. Þótt minna sé talað um kjarnorkuvopn nú en þegar kalda stríðið stóð sem hæst er fátt sem ógnar mannkyni meira. Ríkin sem búa yfir kjarnorkusprengjum eru níu talsins og áætlað að sprengjurnar séu tæplega 15 þúsund í allt. Þær eru vissulega færri en þegar verst lét á tímum kalda stríðsins en tækniþróun hefur gert það að verkum að þær eru öflugri og hreyfanlegri en áður. Verði kjarnorkuvopnum beitt mun það alltaf leiða til hörmunga fyrir milljónir manna. Því meiri orku og fjármunum sem varið er í þróun kjarnorkuvopna, því erfiðara verður að uppræta þau og koma í veg fyrir að þeim verði að lokum beitt á nýjan leik. Það eru sár vonbrigði að íslensk stjórnvöld kjósi að fylgja kjarnorkubandalaginu Nató í þessum efnum í stað þess að skipa sér í sveit með meira en 130 þjóðum til að vinna að þessu brýna máli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Þóra Árnadóttir Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Sjá meira
Dagana 27. til 31.mars síðastliðinn komu 132 ríki saman í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna til þess að hefja viðræður um gerð alþjóðasamnings sem banna myndi tilvist kjarnorkuvopna. Ísland tók ekki þátt í viðræðunum frekar en flestöll önnur Natóríki. Undirbúningur þessara viðræðna hefur staðið yfir í nokkur ár en því miður hafa íslensk stjórnvöld ekki sýnt þeim áhuga. Það vakti til að mynda athygli á árinu 2015 þegar Ísland greiddi á vettvangi Sameinuðu þjóðanna atkvæði gegn tillögu um slíkt bann en eftir umræðu í fjölmiðlum, í utanríkismálanefnd og á Alþingi var þeirri afstöðu breytt í hjásetu við seinni atkvæðagreiðslu. Ísland greiddi svo að lokum atkvæði gegn því að boðað væri til viðræðnanna í mars. Þótt minna sé talað um kjarnorkuvopn nú en þegar kalda stríðið stóð sem hæst er fátt sem ógnar mannkyni meira. Ríkin sem búa yfir kjarnorkusprengjum eru níu talsins og áætlað að sprengjurnar séu tæplega 15 þúsund í allt. Þær eru vissulega færri en þegar verst lét á tímum kalda stríðsins en tækniþróun hefur gert það að verkum að þær eru öflugri og hreyfanlegri en áður. Verði kjarnorkuvopnum beitt mun það alltaf leiða til hörmunga fyrir milljónir manna. Því meiri orku og fjármunum sem varið er í þróun kjarnorkuvopna, því erfiðara verður að uppræta þau og koma í veg fyrir að þeim verði að lokum beitt á nýjan leik. Það eru sár vonbrigði að íslensk stjórnvöld kjósi að fylgja kjarnorkubandalaginu Nató í þessum efnum í stað þess að skipa sér í sveit með meira en 130 þjóðum til að vinna að þessu brýna máli.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun