Einkavæðing í kyrrþey Björn Leví Gunnarsson skrifar 5. maí 2017 15:22 Umræða um mikilvægar ákvarðanir er einn af hornsteinum lýðræðis, en með einkavæðingaráformum sínum á Fjölbrautarskólanum í Ármúla lætur menntamálaráðherra vanvirðingu sína á lýðræðinu í ljós, beitir geðþóttavaldi og grefur þannig enn frekar undan trausti á stjórnkerfi landsins. Menntamálaráðherra hefur fengið fjölmörg tækifæri til að upplýsa þing og þjóð um áform sín. Í síðustu viku kom hann á fund allsherjar- og menntamálanefndar vegna fjármálaáætlunar ríkisstjórnarinnar. Ekkert var minnst á sameiningu skóla á framhaldsskólastiginu, hvað þá sameiningu á einum af stærstu framhaldsskólum landsins við einkafyrirtæki. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar er talað um fjölbreytt rekstrarform, en hvernig er það fjölbreytt rekstrarform að búa til einn risastóran skóla. Skóli atvinnulífsins er þegar einn stærsti skólinn á framhaldsskólastigi. Hvað er fjölbreytt við að allir skólar endi sem Tækniskólinn? Við búum við óvenjulegar aðstæður, ríkisstjórnin situr með minni hluta atkvæða og er algerlega án umboðs til þess að taka svona ákvarðanir án samráðs við þing og þjóð. Þrátt fyrir að vera með minni hluta atkvæða, og færri atkvæði á bak við sig en stjórnarandstöðuflokkarnir, situr ríkisstjórnin með meiri hluta þingsæta. Í þessum aðstæðum er það ekki bara kurteisi, heldur nauðsyn, að leita eftir víðtæku samráði. Það er hins vegar ekki gert og stjórnarandstöðuþingmenn heyra fyrst af þessum áformum í gegnum fjölmiðla. Þegar þessi vinnubrögð eru betur skoðuð þá er hægt að spyrja fjölmargra spurninga. Til dæmis: Af hverju FÁ en ekki einhver annar skóli? FÁ er vel rekinn og sinnir mjög mikilvægu þjónustuhlutverki fyrir marga nemendur. Er þetta enn ein einkavæðing góðs reksturs? Hvar í fjárlögum sér ráðherra heimild til að selja húsnæði FÁ eða leigja það hlutafélagi? Ég hef alla vega ekki fundið þá heimild, en hún hlýtur að vera forsenda þess að húsnæðið verði nýtt af sameinuðum einkaskóla. Hverjir voru spurðir álits á þessum áformum og hvert var þeirra svar? Venjulega koma þessar upplýsingar fram í nefndarstörfum á Alþingi í formi umsagna frá hagsmunaaðilum, en það er erfitt þegar Alþingi er haldið frá umræðunni. Þar að auki þarf að huga að ýmsum réttindamálum, nú eru skólagjöld í Tækniskólanum þónokkuð hærri en í FÁ. Hvernig verður réttur nýnema við FÁ tryggður þegar kemur að hækkun skólagjalda, þannig að þeir þurfi ekki að eiga von á hækkun skólagjalda í miðju námi? Hvernig yrði rekstrarformi hins sameinaða skóla háttað og hvernig yrðu réttindi kennara við skólana tryggð? Er búið að ákveða hversu stóran eignahlut ríkið fær í hinum nýja skóla? Hvernig verður ákveðið hverjir taka sæti í stjórn skólans? Hvernig verður staðið að sölu á húsnæði skólans, það verður að minnsta kosti undarlegt uppboð ef það er þegar búið að ákveða hver verður rekstraraðili skólans. Í ráðherratíð sinni sem heilbrigðisráðherra gerði Kristján Þór sitt besta til að einkavæða heilbrigðiskerfið. Þar beitti hann fyrir sig Sjúkratryggingum Íslands, með því að auka greiðslur til einkafyrirtækja í heilbrigðisþjónustu á meðan Landspítalinn og heilsugæslur urðu fyrir síauknum niðurskurði. Í þeim málaflokki var líka reynt að forðast umræðu um einkavæðingu, útúrsnúningar og leyndarhyggja réðu ríkjum á þeirri fjallabaksleið. Ef markmiðið er einkavæðing þá verður að ræða það á opinn og heiðarlegan hátt og marka stefnu áður en farið er í umbreytingar. Að reyna að keyra fram einkavæðingu í kyrrþey er bæði léleg stjórnsýsla og aðför að lýðræði í landinu. Ráðabruggi ríkisstjórnarinnar um að lauma innviðum landsins í vasa vina sinna verður að linna! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Leví Gunnarsson Mest lesið Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Skoðun Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Umræða um mikilvægar ákvarðanir er einn af hornsteinum lýðræðis, en með einkavæðingaráformum sínum á Fjölbrautarskólanum í Ármúla lætur menntamálaráðherra vanvirðingu sína á lýðræðinu í ljós, beitir geðþóttavaldi og grefur þannig enn frekar undan trausti á stjórnkerfi landsins. Menntamálaráðherra hefur fengið fjölmörg tækifæri til að upplýsa þing og þjóð um áform sín. Í síðustu viku kom hann á fund allsherjar- og menntamálanefndar vegna fjármálaáætlunar ríkisstjórnarinnar. Ekkert var minnst á sameiningu skóla á framhaldsskólastiginu, hvað þá sameiningu á einum af stærstu framhaldsskólum landsins við einkafyrirtæki. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar er talað um fjölbreytt rekstrarform, en hvernig er það fjölbreytt rekstrarform að búa til einn risastóran skóla. Skóli atvinnulífsins er þegar einn stærsti skólinn á framhaldsskólastigi. Hvað er fjölbreytt við að allir skólar endi sem Tækniskólinn? Við búum við óvenjulegar aðstæður, ríkisstjórnin situr með minni hluta atkvæða og er algerlega án umboðs til þess að taka svona ákvarðanir án samráðs við þing og þjóð. Þrátt fyrir að vera með minni hluta atkvæða, og færri atkvæði á bak við sig en stjórnarandstöðuflokkarnir, situr ríkisstjórnin með meiri hluta þingsæta. Í þessum aðstæðum er það ekki bara kurteisi, heldur nauðsyn, að leita eftir víðtæku samráði. Það er hins vegar ekki gert og stjórnarandstöðuþingmenn heyra fyrst af þessum áformum í gegnum fjölmiðla. Þegar þessi vinnubrögð eru betur skoðuð þá er hægt að spyrja fjölmargra spurninga. Til dæmis: Af hverju FÁ en ekki einhver annar skóli? FÁ er vel rekinn og sinnir mjög mikilvægu þjónustuhlutverki fyrir marga nemendur. Er þetta enn ein einkavæðing góðs reksturs? Hvar í fjárlögum sér ráðherra heimild til að selja húsnæði FÁ eða leigja það hlutafélagi? Ég hef alla vega ekki fundið þá heimild, en hún hlýtur að vera forsenda þess að húsnæðið verði nýtt af sameinuðum einkaskóla. Hverjir voru spurðir álits á þessum áformum og hvert var þeirra svar? Venjulega koma þessar upplýsingar fram í nefndarstörfum á Alþingi í formi umsagna frá hagsmunaaðilum, en það er erfitt þegar Alþingi er haldið frá umræðunni. Þar að auki þarf að huga að ýmsum réttindamálum, nú eru skólagjöld í Tækniskólanum þónokkuð hærri en í FÁ. Hvernig verður réttur nýnema við FÁ tryggður þegar kemur að hækkun skólagjalda, þannig að þeir þurfi ekki að eiga von á hækkun skólagjalda í miðju námi? Hvernig yrði rekstrarformi hins sameinaða skóla háttað og hvernig yrðu réttindi kennara við skólana tryggð? Er búið að ákveða hversu stóran eignahlut ríkið fær í hinum nýja skóla? Hvernig verður ákveðið hverjir taka sæti í stjórn skólans? Hvernig verður staðið að sölu á húsnæði skólans, það verður að minnsta kosti undarlegt uppboð ef það er þegar búið að ákveða hver verður rekstraraðili skólans. Í ráðherratíð sinni sem heilbrigðisráðherra gerði Kristján Þór sitt besta til að einkavæða heilbrigðiskerfið. Þar beitti hann fyrir sig Sjúkratryggingum Íslands, með því að auka greiðslur til einkafyrirtækja í heilbrigðisþjónustu á meðan Landspítalinn og heilsugæslur urðu fyrir síauknum niðurskurði. Í þeim málaflokki var líka reynt að forðast umræðu um einkavæðingu, útúrsnúningar og leyndarhyggja réðu ríkjum á þeirri fjallabaksleið. Ef markmiðið er einkavæðing þá verður að ræða það á opinn og heiðarlegan hátt og marka stefnu áður en farið er í umbreytingar. Að reyna að keyra fram einkavæðingu í kyrrþey er bæði léleg stjórnsýsla og aðför að lýðræði í landinu. Ráðabruggi ríkisstjórnarinnar um að lauma innviðum landsins í vasa vina sinna verður að linna!
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar