Einkavæðing í kyrrþey Björn Leví Gunnarsson skrifar 5. maí 2017 15:22 Umræða um mikilvægar ákvarðanir er einn af hornsteinum lýðræðis, en með einkavæðingaráformum sínum á Fjölbrautarskólanum í Ármúla lætur menntamálaráðherra vanvirðingu sína á lýðræðinu í ljós, beitir geðþóttavaldi og grefur þannig enn frekar undan trausti á stjórnkerfi landsins. Menntamálaráðherra hefur fengið fjölmörg tækifæri til að upplýsa þing og þjóð um áform sín. Í síðustu viku kom hann á fund allsherjar- og menntamálanefndar vegna fjármálaáætlunar ríkisstjórnarinnar. Ekkert var minnst á sameiningu skóla á framhaldsskólastiginu, hvað þá sameiningu á einum af stærstu framhaldsskólum landsins við einkafyrirtæki. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar er talað um fjölbreytt rekstrarform, en hvernig er það fjölbreytt rekstrarform að búa til einn risastóran skóla. Skóli atvinnulífsins er þegar einn stærsti skólinn á framhaldsskólastigi. Hvað er fjölbreytt við að allir skólar endi sem Tækniskólinn? Við búum við óvenjulegar aðstæður, ríkisstjórnin situr með minni hluta atkvæða og er algerlega án umboðs til þess að taka svona ákvarðanir án samráðs við þing og þjóð. Þrátt fyrir að vera með minni hluta atkvæða, og færri atkvæði á bak við sig en stjórnarandstöðuflokkarnir, situr ríkisstjórnin með meiri hluta þingsæta. Í þessum aðstæðum er það ekki bara kurteisi, heldur nauðsyn, að leita eftir víðtæku samráði. Það er hins vegar ekki gert og stjórnarandstöðuþingmenn heyra fyrst af þessum áformum í gegnum fjölmiðla. Þegar þessi vinnubrögð eru betur skoðuð þá er hægt að spyrja fjölmargra spurninga. Til dæmis: Af hverju FÁ en ekki einhver annar skóli? FÁ er vel rekinn og sinnir mjög mikilvægu þjónustuhlutverki fyrir marga nemendur. Er þetta enn ein einkavæðing góðs reksturs? Hvar í fjárlögum sér ráðherra heimild til að selja húsnæði FÁ eða leigja það hlutafélagi? Ég hef alla vega ekki fundið þá heimild, en hún hlýtur að vera forsenda þess að húsnæðið verði nýtt af sameinuðum einkaskóla. Hverjir voru spurðir álits á þessum áformum og hvert var þeirra svar? Venjulega koma þessar upplýsingar fram í nefndarstörfum á Alþingi í formi umsagna frá hagsmunaaðilum, en það er erfitt þegar Alþingi er haldið frá umræðunni. Þar að auki þarf að huga að ýmsum réttindamálum, nú eru skólagjöld í Tækniskólanum þónokkuð hærri en í FÁ. Hvernig verður réttur nýnema við FÁ tryggður þegar kemur að hækkun skólagjalda, þannig að þeir þurfi ekki að eiga von á hækkun skólagjalda í miðju námi? Hvernig yrði rekstrarformi hins sameinaða skóla háttað og hvernig yrðu réttindi kennara við skólana tryggð? Er búið að ákveða hversu stóran eignahlut ríkið fær í hinum nýja skóla? Hvernig verður ákveðið hverjir taka sæti í stjórn skólans? Hvernig verður staðið að sölu á húsnæði skólans, það verður að minnsta kosti undarlegt uppboð ef það er þegar búið að ákveða hver verður rekstraraðili skólans. Í ráðherratíð sinni sem heilbrigðisráðherra gerði Kristján Þór sitt besta til að einkavæða heilbrigðiskerfið. Þar beitti hann fyrir sig Sjúkratryggingum Íslands, með því að auka greiðslur til einkafyrirtækja í heilbrigðisþjónustu á meðan Landspítalinn og heilsugæslur urðu fyrir síauknum niðurskurði. Í þeim málaflokki var líka reynt að forðast umræðu um einkavæðingu, útúrsnúningar og leyndarhyggja réðu ríkjum á þeirri fjallabaksleið. Ef markmiðið er einkavæðing þá verður að ræða það á opinn og heiðarlegan hátt og marka stefnu áður en farið er í umbreytingar. Að reyna að keyra fram einkavæðingu í kyrrþey er bæði léleg stjórnsýsla og aðför að lýðræði í landinu. Ráðabruggi ríkisstjórnarinnar um að lauma innviðum landsins í vasa vina sinna verður að linna! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Leví Gunnarsson Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Skoðun Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Sjá meira
Umræða um mikilvægar ákvarðanir er einn af hornsteinum lýðræðis, en með einkavæðingaráformum sínum á Fjölbrautarskólanum í Ármúla lætur menntamálaráðherra vanvirðingu sína á lýðræðinu í ljós, beitir geðþóttavaldi og grefur þannig enn frekar undan trausti á stjórnkerfi landsins. Menntamálaráðherra hefur fengið fjölmörg tækifæri til að upplýsa þing og þjóð um áform sín. Í síðustu viku kom hann á fund allsherjar- og menntamálanefndar vegna fjármálaáætlunar ríkisstjórnarinnar. Ekkert var minnst á sameiningu skóla á framhaldsskólastiginu, hvað þá sameiningu á einum af stærstu framhaldsskólum landsins við einkafyrirtæki. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar er talað um fjölbreytt rekstrarform, en hvernig er það fjölbreytt rekstrarform að búa til einn risastóran skóla. Skóli atvinnulífsins er þegar einn stærsti skólinn á framhaldsskólastigi. Hvað er fjölbreytt við að allir skólar endi sem Tækniskólinn? Við búum við óvenjulegar aðstæður, ríkisstjórnin situr með minni hluta atkvæða og er algerlega án umboðs til þess að taka svona ákvarðanir án samráðs við þing og þjóð. Þrátt fyrir að vera með minni hluta atkvæða, og færri atkvæði á bak við sig en stjórnarandstöðuflokkarnir, situr ríkisstjórnin með meiri hluta þingsæta. Í þessum aðstæðum er það ekki bara kurteisi, heldur nauðsyn, að leita eftir víðtæku samráði. Það er hins vegar ekki gert og stjórnarandstöðuþingmenn heyra fyrst af þessum áformum í gegnum fjölmiðla. Þegar þessi vinnubrögð eru betur skoðuð þá er hægt að spyrja fjölmargra spurninga. Til dæmis: Af hverju FÁ en ekki einhver annar skóli? FÁ er vel rekinn og sinnir mjög mikilvægu þjónustuhlutverki fyrir marga nemendur. Er þetta enn ein einkavæðing góðs reksturs? Hvar í fjárlögum sér ráðherra heimild til að selja húsnæði FÁ eða leigja það hlutafélagi? Ég hef alla vega ekki fundið þá heimild, en hún hlýtur að vera forsenda þess að húsnæðið verði nýtt af sameinuðum einkaskóla. Hverjir voru spurðir álits á þessum áformum og hvert var þeirra svar? Venjulega koma þessar upplýsingar fram í nefndarstörfum á Alþingi í formi umsagna frá hagsmunaaðilum, en það er erfitt þegar Alþingi er haldið frá umræðunni. Þar að auki þarf að huga að ýmsum réttindamálum, nú eru skólagjöld í Tækniskólanum þónokkuð hærri en í FÁ. Hvernig verður réttur nýnema við FÁ tryggður þegar kemur að hækkun skólagjalda, þannig að þeir þurfi ekki að eiga von á hækkun skólagjalda í miðju námi? Hvernig yrði rekstrarformi hins sameinaða skóla háttað og hvernig yrðu réttindi kennara við skólana tryggð? Er búið að ákveða hversu stóran eignahlut ríkið fær í hinum nýja skóla? Hvernig verður ákveðið hverjir taka sæti í stjórn skólans? Hvernig verður staðið að sölu á húsnæði skólans, það verður að minnsta kosti undarlegt uppboð ef það er þegar búið að ákveða hver verður rekstraraðili skólans. Í ráðherratíð sinni sem heilbrigðisráðherra gerði Kristján Þór sitt besta til að einkavæða heilbrigðiskerfið. Þar beitti hann fyrir sig Sjúkratryggingum Íslands, með því að auka greiðslur til einkafyrirtækja í heilbrigðisþjónustu á meðan Landspítalinn og heilsugæslur urðu fyrir síauknum niðurskurði. Í þeim málaflokki var líka reynt að forðast umræðu um einkavæðingu, útúrsnúningar og leyndarhyggja réðu ríkjum á þeirri fjallabaksleið. Ef markmiðið er einkavæðing þá verður að ræða það á opinn og heiðarlegan hátt og marka stefnu áður en farið er í umbreytingar. Að reyna að keyra fram einkavæðingu í kyrrþey er bæði léleg stjórnsýsla og aðför að lýðræði í landinu. Ráðabruggi ríkisstjórnarinnar um að lauma innviðum landsins í vasa vina sinna verður að linna!
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun