Ríkisstjórn stjórnarandstöðunnar Bolli Héðinsson skrifar 4. maí 2017 07:00 Stöðugt fleiri þingmenn Sjálfstæðisflokksins lýsa því yfir að þeir styðji ekki stefnumál ríkisstjórnarinnar þ. á m. um jafnlaunavottun. Ætlar Viðreisn að sætta sig við það? Er sjálfgefið að stjórnarandstaðan hjálpi ríkisstjórn sem hefur nú fellt grímuna og hyggst í engu koma til móts við einarða kröfu þjóðarinnar um aukin fjárframlög til innviða samfélagsins á sviði menntamála og ríkisrekinna heilbrigðisstofnana? Þegar að afgreiðslu frumvarps um jafnlaunavottun kemur, sem er það eina sem Viðreisn hreykir sér af að hafa náð inn í stjórnarsáttmálann (Björt framtíð hreykir sér ekki af neinu), þá gefst stjórnarandstöðunni einstakt tækifæri til að gleðja sjálfstæðismenn. Það gera þeir með því að taka undir með formanni Sjálfstæðisflokksins um síðustu aldamót. Þessi formaður hefur í viðtalsbók (Í hlutverki leiðtogans, bls. 60) lýst því hvernig flokkar eigi að hegða sér í stjórnarandstöðu: „Ég gerði öll mál tortryggileg … Ég tók því upp öll mál, jafnvel þó að ég væri í hjarta mínu samþykkur þeim, og hjólaði í þau … því að ég leit á stjórnarandstöðu sem stjórnarandstöðu.“ Hér er einboðið að stjórnarandstaðan taki höndum saman og sýni sjálfstæðismönnum fram á áhrifamátt fyrrverandi formanns þeirra. Þeir fylgi leiðbeiningum hans og greiði atkvæði gegn frumvarpi um jafnlaunavottun jafnvel þó stjórnarandstaðan sé í hjarta sínu samþykk frumvarpinu. Þegar mikið liggur við skiptir það engu máli eins og þáverandi formaður Sjálfstæðisflokksins lýsti í viðtalinu. Ef stjórnarandstaðan er reiðubúin að hlaupa undir bagga með ríkisstjórninni, ætlar hún bara að láta bjóða sér það sem ríkisstjórninni þóknast að rétta að henni hverju sinni? Ætlar stjórnarandstaðan ekki að krefjast þess á móti að ná einhverjum sinna mála fram, gegn því að styðja lykilmál ríkisstjórnarinnar? Getur ríkisstjórnin einfaldlega kallað á stjórnarandstöðuna eftir eigin hentugleika og hún hlýtt kallinu án þess að fá nokkuð í staðinn? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Bolli Héðinsson Mest lesið Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Sjá meira
Stöðugt fleiri þingmenn Sjálfstæðisflokksins lýsa því yfir að þeir styðji ekki stefnumál ríkisstjórnarinnar þ. á m. um jafnlaunavottun. Ætlar Viðreisn að sætta sig við það? Er sjálfgefið að stjórnarandstaðan hjálpi ríkisstjórn sem hefur nú fellt grímuna og hyggst í engu koma til móts við einarða kröfu þjóðarinnar um aukin fjárframlög til innviða samfélagsins á sviði menntamála og ríkisrekinna heilbrigðisstofnana? Þegar að afgreiðslu frumvarps um jafnlaunavottun kemur, sem er það eina sem Viðreisn hreykir sér af að hafa náð inn í stjórnarsáttmálann (Björt framtíð hreykir sér ekki af neinu), þá gefst stjórnarandstöðunni einstakt tækifæri til að gleðja sjálfstæðismenn. Það gera þeir með því að taka undir með formanni Sjálfstæðisflokksins um síðustu aldamót. Þessi formaður hefur í viðtalsbók (Í hlutverki leiðtogans, bls. 60) lýst því hvernig flokkar eigi að hegða sér í stjórnarandstöðu: „Ég gerði öll mál tortryggileg … Ég tók því upp öll mál, jafnvel þó að ég væri í hjarta mínu samþykkur þeim, og hjólaði í þau … því að ég leit á stjórnarandstöðu sem stjórnarandstöðu.“ Hér er einboðið að stjórnarandstaðan taki höndum saman og sýni sjálfstæðismönnum fram á áhrifamátt fyrrverandi formanns þeirra. Þeir fylgi leiðbeiningum hans og greiði atkvæði gegn frumvarpi um jafnlaunavottun jafnvel þó stjórnarandstaðan sé í hjarta sínu samþykk frumvarpinu. Þegar mikið liggur við skiptir það engu máli eins og þáverandi formaður Sjálfstæðisflokksins lýsti í viðtalinu. Ef stjórnarandstaðan er reiðubúin að hlaupa undir bagga með ríkisstjórninni, ætlar hún bara að láta bjóða sér það sem ríkisstjórninni þóknast að rétta að henni hverju sinni? Ætlar stjórnarandstaðan ekki að krefjast þess á móti að ná einhverjum sinna mála fram, gegn því að styðja lykilmál ríkisstjórnarinnar? Getur ríkisstjórnin einfaldlega kallað á stjórnarandstöðuna eftir eigin hentugleika og hún hlýtt kallinu án þess að fá nokkuð í staðinn?
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun