
Fiskeldi á öruggri framfarabraut
Gagnstætt því sem Orri lætur liggja að fer eldisframleiðsla á laxi í heiminum að langmestu leyti fram í sjókvíum; rétt eins og nú er gert (í afar litlum mæli þó) hér við land og notaður til þess búnaður eins og best þekkist annars staðar. Miklar framfarir hafa orðið varðandi allan búnað og tækni á undanförnum árum. Fiskeldisfyrirtækin hafa lagt fram geysiháar upphæðir til þess að þróa stöðugt betri tækni og lausnir af ýmsu tagi, sem til að mynda eru að líta dagsins ljós á þessu ári.
Stjórnvöld við N-Atlantshaf stefna að auknu fiskeldi
Orri fullyrðir að norska fyrirtækið Marine Harvest, stærsta fiskeldisfyrirtæki í heimi, „hafi snúið baki við eldi í opnum sjókvíum“. Þetta er heldur betur villandi máflutningur, svo ekki sé nú dýpra í árinni tekið. Fyrirtækið stundar sitt laxeldi með sambærilegum hætti og önnur. En rétt eins og margir aðrir í þessari grein vinnur fyrirtækið hörðum höndum að þróun æ betri og öruggari búnaðar. Þekktast í því sambandi er hið svokallaða „egg“; lokað egglaga fiskeldiskerfi. Það er þó enn á þróunarstigi. Fullyrða má að eindregin viðleitni Marine Harvest og annarra muni valda straumhvörfum og auðvelda stjórnvöldum við Norður-Atlantshafið að ná þeim yfirlýstu markmiðum sínum að stórauka fiskeldisframleiðslu á næstu árum og áratugum.
Eins og ég benti á í nýlegri Fréttablaðsgrein er engin ástæða til að ætla annað en að mikil þróun verði á þessu sviði á næstu árum. Þar eigum við Íslendingar ekki að vera hljóðir áhorfendur heldur virkir þátttakendur. Forsenda þess er auðvitað sú að hér sé þá til staðar fiskeldi svo að tryggt sé að þær lausnir sem bestar verða henti okkur og aðstæðum okkar.
„Kuldinn er því náttúruleg vörn gegn lúsinni“
Þá segir Orri í grein sinni Soffíu „afneita hættunni af laxalús við Íslandsstrendur“. Þetta er einfaldlega röng fullyrðing og stenst engan veginn þegar hin ágæta grein hennar er lesin. Þvert á móti reifar Soffía einfaldlega stöðu þessara mála og gerir það á hófstilltan hátt og með gildum rökum. Þar er hún á sömu slóðum og vísindamenn okkar. Skemmst er að minnast fróðlegs viðtals Morgunblaðsins (5. maí sl.) við Agnar Steinarsson, sérfræðing hjá Hafrannsóknastofnun, sem segir: „Það er lús í hafinu og þar hefur alltaf verið lús, það er bara eðlilegur hluti af flórunni. Lúsin er ekki orðin vandamál hér við land en ég veit til þess að menn í sjókvíaeldi fyrir vestan ætla að taka hrognkelsaseiði í haust. Þeir vilja hafa vaðið fyrir neðan sig og hyggjast prófa sig áfram til að læra á þetta. Ef sjórinn heldur áfram að hlýna og vetur mildir samhliða auknu laxeldi þá eiga sumir von á því að lúsin geti náð sér á strik hérna. Þegar hitastig er komið niður í 2-3 gráður vex lúsin hins vegar ekki og fjölgar sér ekki og kuldinn er því náttúruleg vörn gegn lúsinni.“
„Ríflega 90 prósent staðsetninga með gott eða mjög gott ástand“
Það kom mér á óvart að sjá fullyrðingu Orra um mengun frá laxeldisstöðvum. Margt mætti um það mál segja. Hér skal þó látið nægja – að sinni a.m.k. – að vísa í ný gögn norsku Fiskistofunnar, en þar segir: „Árleg umhverfisvöktun Fiskistofu Noregs undir og umhverfis eldiskvíar árið 2016 staðfestir góða þróun fyrri ára. Ríflega 90 prósent staðsetninga er með gott eða mjög gott ástand bæði undir og umhverfis eldiskvíarnar.“
Það er ástæða til þess að taka að lokum undir ákall Soffíu Karenar Magnúsdóttur um mikilvægi þess „að byggja upp málefnalega umræðu um fiskeldi þar sem ólík sjónarmið komi fram“. Því ákalli eigum við að svara; ekki síst við Orri Vigfússon, þó báðir höfum við stríðar skoðanir í þessu máli.
Skoðun

COVID-19: 5 ár frá fyrsta smiti
Svandís Svavarsdóttir skrifar

Meira um íslenskan her
skrifar

Sannanir í dómsmáli? Huldufyrirtæki og huldusögur
Jörgen Ingimar Hansson skrifar

Guðrún Hafsteinsdóttir til forystu
Hópur Sjálfstæðismanna skrifar

Háskóladagurinn og föðurlausir drengir
Margrét Valdimarsdóttir skrifar

Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands
Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar

En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar
Davíð Már Sigurðsson skrifar

Vandi Háskóla Íslands og lausnir – III – Fjármögnun háskóla
Pétur Henry Petersen skrifar

Loðnukreppan: Fleiri hvalir þýða meiri fiskur
Micah Garen skrifar

Tölum um það sem skiptir máli
Flosi Eiríksson skrifar

Hvernig borg verður til
Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar

Vill ríkisstjórnin vernda vatnið okkar?
Snæbjörn Guðmundsson skrifar

Tækifærin felast í hjúkrunarfræðingum
Helga Rósa Másdóttir skrifar

Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund?
Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna skrifar

Dagur sjaldgæfra sjúkdóma 2025
Alice Viktoría Kent skrifar

Sjálfstæðisflokkurinn – Breiðfylking framtíðar
Sigvaldi H. Ragnarsson skrifar

Guðrún Hafsteins nýr leiðtogi - Sameinandi afl
Jóna Lárusdóttir skrifar

Látum verkin tala
Sigríður María Björnsdóttir Fortescue skrifar

Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn
Jón Ólafur Halldórsson skrifar

Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein
Jörgen Ingimar Hansson skrifar

Glötuðu tækifærin
Guðmundur Ragnarsson skrifar

Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf
Sverrir Fannberg Júliusson skrifar

Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina!
Sigvaldi Einarsson skrifar

Hvað eru Innri þróunarmarkmið?
Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar

Hagur okkar allra
Steinþór Logi Arnarsson skrifar

Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna
Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar

Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna?
Karl Guðmundsson skrifar

Smíðar eru nauðsyn
Einar Sverrisson skrifar

Nýsköpunarlandið
Elías Larsen skrifar

Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10
Sigurvin Lárus Jónsson skrifar