Að pissa í skóinn sinn Logi Einarsson skrifar 15. maí 2017 07:00 Pólitískir loftfimleikar snúast iðulega um undanbrögð, eftiráskýringar og kúvendingu í stefnumálum. Ríkisstjórnin iðkar þá íþrótt nú af miklum móð. Síðasta haust voru framhaldsskólarnir plataðir til að sættast á styttingu úr fjórum árum í þrjú undir því yfirskini að það ætti að styrkja fjárhagsgrunn þeirra. Fyrrverandi menntamálaráðherra sór að við þetta yrði staðið en nýr ráðherra hefur nokkrum mánuðum síðar gengið hraustlega á bak orða forvera síns. Í fjármálaáætlun síðustu ríkisstjórnar sagði um styttingu framhaldsskólans: „Áætlunin gerir ráð fyrir að allur sá sparnaður sem muni falla vegna styttingarinnar muni haldast innan kerfisins og fari í að efla framhaldsskólastigið enn frekar.“ Í nýrri fjármálaáætlun sem bíður samþykktar þingsins er öllu snúið á haus: „Eins og í fyrri fjármálaáætlun er gert ráð fyrir að umtalsverður sparnaður komi fram í framhaldsskólakerfinu vegna styttingar námstíma til stúdentsprófs úr fjórum árum í þrjú og sá sparnaður endurspeglast í lægri framlögum til málefnasviðsins.“ Sem sagt, á nokkrum mánuðum hafa fyrirheitin verið svikin. Í nýrri fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar (bls. 265) er sérstaklega tekið fram að langvarandi aðhald í fjárheimildum framhaldsskóla hafi sett mark sitt á starfsemi og rekstrarstöðu þeirra. Undirfjármögnun hafi bitnað á gæðum kennslu og námsframboði. Hvorki hafi verið unnt að veita viðunandi stoðþjónustu né endurnýja búnað og kennslutæki. Eftir slíka klausu mætti gera ráð fyrir að í kjölfarið fylgdu upplýsingar um stórauknar fjárheimildir sem gerðu skólunum kleift að bæta stöðuna svo um munaði, en svo er ekki, þvert á móti. Áætlað er að yfir 600 milljónir hverfi út úr framhaldsskólakerfinu til ársins 2022, á gildistíma fjármálaáætlunarinnar. Nær væri að spýta hraustlega í, að minnsta kosti standa við gefin loforð. Það þarf að búa íslenskt samfélag undir stórkostlegar breytingar í atvinnuháttum, samfara tæknibyltingu sjálfvæðingar, tölvu og gervigreindar, sem er framundan. Þar mun aukin og bætt menntun landsmanna leika algjört lykilhlutverk.Pistillinn birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Logi Einarsson Mest lesið Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium Skoðun Skoðun Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Pólitískir loftfimleikar snúast iðulega um undanbrögð, eftiráskýringar og kúvendingu í stefnumálum. Ríkisstjórnin iðkar þá íþrótt nú af miklum móð. Síðasta haust voru framhaldsskólarnir plataðir til að sættast á styttingu úr fjórum árum í þrjú undir því yfirskini að það ætti að styrkja fjárhagsgrunn þeirra. Fyrrverandi menntamálaráðherra sór að við þetta yrði staðið en nýr ráðherra hefur nokkrum mánuðum síðar gengið hraustlega á bak orða forvera síns. Í fjármálaáætlun síðustu ríkisstjórnar sagði um styttingu framhaldsskólans: „Áætlunin gerir ráð fyrir að allur sá sparnaður sem muni falla vegna styttingarinnar muni haldast innan kerfisins og fari í að efla framhaldsskólastigið enn frekar.“ Í nýrri fjármálaáætlun sem bíður samþykktar þingsins er öllu snúið á haus: „Eins og í fyrri fjármálaáætlun er gert ráð fyrir að umtalsverður sparnaður komi fram í framhaldsskólakerfinu vegna styttingar námstíma til stúdentsprófs úr fjórum árum í þrjú og sá sparnaður endurspeglast í lægri framlögum til málefnasviðsins.“ Sem sagt, á nokkrum mánuðum hafa fyrirheitin verið svikin. Í nýrri fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar (bls. 265) er sérstaklega tekið fram að langvarandi aðhald í fjárheimildum framhaldsskóla hafi sett mark sitt á starfsemi og rekstrarstöðu þeirra. Undirfjármögnun hafi bitnað á gæðum kennslu og námsframboði. Hvorki hafi verið unnt að veita viðunandi stoðþjónustu né endurnýja búnað og kennslutæki. Eftir slíka klausu mætti gera ráð fyrir að í kjölfarið fylgdu upplýsingar um stórauknar fjárheimildir sem gerðu skólunum kleift að bæta stöðuna svo um munaði, en svo er ekki, þvert á móti. Áætlað er að yfir 600 milljónir hverfi út úr framhaldsskólakerfinu til ársins 2022, á gildistíma fjármálaáætlunarinnar. Nær væri að spýta hraustlega í, að minnsta kosti standa við gefin loforð. Það þarf að búa íslenskt samfélag undir stórkostlegar breytingar í atvinnuháttum, samfara tæknibyltingu sjálfvæðingar, tölvu og gervigreindar, sem er framundan. Þar mun aukin og bætt menntun landsmanna leika algjört lykilhlutverk.Pistillinn birtist fyrst í Fréttablaðinu
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun