Setjum hjartað í málið Bubbi Morthens skrifar 9. júní 2017 09:00 Yngsta dóttir mín – hún er 5 ára – hrópaði upp yfir sig öðru hvoru „oh my goodness“ þangað til ég sagði henni að prófa að hrópa „guð minn góður“ í staðinn. Og viti menn: það virkaði. Þegar henni er mikið niðri fyrir hrópar hún hátt og snjallt „guð minn góður“! Íslenskan á undir högg að sækja þessa dagana. Tölvur, snjallsímar, bíó og sjónvarp með enskuna að vopni brjóta niður varnir íslenskunnar án erfiðleika. Æ fleira ungt fólk í tónlistarheiminum kýs að syngja á ensku en sem betur fer kjósa margir enn þá að syngja og rappa á íslensku. Heimurinn er ekki lengur stór. Hann er í raun ekki stærri en síminn í lófa þér. Þar gerist allt. Þar eru stjórntækin enskumælandi, leikirnir, textinn, allt er á ensku. Meðan íslenskan er að berjast fyrir lífi sínu í brimboðum enskunnar hafa menn slökkt á vitanum. Það sést ekki til lands. Æ fleiri fyrirtæki í græðgisbríma kasta íslenskunni. Í veitingahúsabransanum er það að verða þannig að þjónar tala ekki íslensku, matseðlar eru á ensku, staðirnir bera ensk nöfn. Í fjármálageiranum fara fyrirlestrar fram á ensku. Það nýjasta nýja er að Flugfélagi Íslands varð brátt í brók og skírði kúkinn Air Iceland Connect. Virðingin fyrir sögunni, arfleifðinni, tungumálinu var ekki meiri hjá þessu gamalgróna fyrirtæki. Við verðum að snúa vörn í sókn Nú er sjálf okkar, innsti kjarninn, rót menningar okkar að veði. Við verðum að snúa vörn í sókn. Það er mikilvægara að setja peninga í að íslenska tölvur en að grafa göng, svo dæmi sé tekið. Hvernig væri að hin ofsaríku útgerðarfyrirtæki, sem hafa mokað milljörðum upp úr hafinu árum saman, settu ásamt íslenskum stjórnvöldum peninga í það verkefni að bjarga íslenskunni? Við verðum líka öll að vera vakandi heima fyrir, leiðrétta börnin okkar og okkur sjálf. Það er enn þá ort á íslensku, það er enn þá sungið á íslensku, enn þá eru skrifaðar bækur á íslensku, við tölum enn þá íslensku, fréttir eru sagðar á íslensku, en hversu lengi verður það þegar hvert fyrirtækið af öðru í borginni ber enskt nafn? Þó að ferðamenn komi hingað í áður óþekktum mæli þurfum ekki að gefa íslenskuna upp á bátinn. Ég heyrði í útvarpinu um daginn viðtal við fólk frá Belgíu sem hafði verið á tónleikum með Ásgeiri Trausta. Hann er að túra um heiminn og eðlilega syngur hann að mestu á ensku. En fólkið sem var talað við kvartaði yfir því að hann hefði ekki sungið á íslensku. Ég heyrði að Ólafur Páll útvarpsmaður var jafn hissa og ég. Enskan er komin á fullt í orðaforða barna okkar, fullorðið fólk slettir til hægri og vinstri, fréttafólk notar ensk orð í beinni í staðinn fyrir góð íslensk orð. Ég heyri vini barna minna nota enskuna svo mikið að það er verulegt áhyggjuefni. Við þurfum á íslenskunni að halda og íslenskan þarf á okkur að halda. Þú berð ábyrgð. Við berum ábyrgð á að tungumálið okkar lifi. Setjum hjartað í málið. Höfundur er tónlistarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Bubbi Morthens Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Yngsta dóttir mín – hún er 5 ára – hrópaði upp yfir sig öðru hvoru „oh my goodness“ þangað til ég sagði henni að prófa að hrópa „guð minn góður“ í staðinn. Og viti menn: það virkaði. Þegar henni er mikið niðri fyrir hrópar hún hátt og snjallt „guð minn góður“! Íslenskan á undir högg að sækja þessa dagana. Tölvur, snjallsímar, bíó og sjónvarp með enskuna að vopni brjóta niður varnir íslenskunnar án erfiðleika. Æ fleira ungt fólk í tónlistarheiminum kýs að syngja á ensku en sem betur fer kjósa margir enn þá að syngja og rappa á íslensku. Heimurinn er ekki lengur stór. Hann er í raun ekki stærri en síminn í lófa þér. Þar gerist allt. Þar eru stjórntækin enskumælandi, leikirnir, textinn, allt er á ensku. Meðan íslenskan er að berjast fyrir lífi sínu í brimboðum enskunnar hafa menn slökkt á vitanum. Það sést ekki til lands. Æ fleiri fyrirtæki í græðgisbríma kasta íslenskunni. Í veitingahúsabransanum er það að verða þannig að þjónar tala ekki íslensku, matseðlar eru á ensku, staðirnir bera ensk nöfn. Í fjármálageiranum fara fyrirlestrar fram á ensku. Það nýjasta nýja er að Flugfélagi Íslands varð brátt í brók og skírði kúkinn Air Iceland Connect. Virðingin fyrir sögunni, arfleifðinni, tungumálinu var ekki meiri hjá þessu gamalgróna fyrirtæki. Við verðum að snúa vörn í sókn Nú er sjálf okkar, innsti kjarninn, rót menningar okkar að veði. Við verðum að snúa vörn í sókn. Það er mikilvægara að setja peninga í að íslenska tölvur en að grafa göng, svo dæmi sé tekið. Hvernig væri að hin ofsaríku útgerðarfyrirtæki, sem hafa mokað milljörðum upp úr hafinu árum saman, settu ásamt íslenskum stjórnvöldum peninga í það verkefni að bjarga íslenskunni? Við verðum líka öll að vera vakandi heima fyrir, leiðrétta börnin okkar og okkur sjálf. Það er enn þá ort á íslensku, það er enn þá sungið á íslensku, enn þá eru skrifaðar bækur á íslensku, við tölum enn þá íslensku, fréttir eru sagðar á íslensku, en hversu lengi verður það þegar hvert fyrirtækið af öðru í borginni ber enskt nafn? Þó að ferðamenn komi hingað í áður óþekktum mæli þurfum ekki að gefa íslenskuna upp á bátinn. Ég heyrði í útvarpinu um daginn viðtal við fólk frá Belgíu sem hafði verið á tónleikum með Ásgeiri Trausta. Hann er að túra um heiminn og eðlilega syngur hann að mestu á ensku. En fólkið sem var talað við kvartaði yfir því að hann hefði ekki sungið á íslensku. Ég heyrði að Ólafur Páll útvarpsmaður var jafn hissa og ég. Enskan er komin á fullt í orðaforða barna okkar, fullorðið fólk slettir til hægri og vinstri, fréttafólk notar ensk orð í beinni í staðinn fyrir góð íslensk orð. Ég heyri vini barna minna nota enskuna svo mikið að það er verulegt áhyggjuefni. Við þurfum á íslenskunni að halda og íslenskan þarf á okkur að halda. Þú berð ábyrgð. Við berum ábyrgð á að tungumálið okkar lifi. Setjum hjartað í málið. Höfundur er tónlistarmaður.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun