Bubbi Morthens

Fréttamynd

Þegar ó­mennskan vitnar í lög

Í gegnum söguna hafa allskonar óhæfuverk verið framin af ríkisstjórnum sem réttlæta slíkt með því að vitna í lög. Þegar ráðherra vitnar í lög til þess að réttlæta það að flytja barn með ólæknandi sjúkdóm úr landi, útí óvissuna, og fjölskyldu hans með, þá getur hann um leið slökkt á samvisku sinni og sagt: Ég er bara að fylgja lögum.

Skoðun
Fréttamynd

Þar sem þing­menn þagna

Bændur eiga allt gott skilið, meira að segja ýmiskonar undanþágur ef það getur hjálpað þeim í baráttu sinni fyrir lífsbjörginni. En það hjálpar þeim lítið að afhenda Kaupfélagi Skagfirðinga alræðisvald yfir afurðum sínum.

Skoðun
Fréttamynd

Ólafur Jóhann farðu fram!

Ólafur Jóhann Ólafsson er ekki bara snjall rithöfundur og farsæll sem stjórnandi í heimi skemmtiiðnaðarins í Ameríku heldur hefur hann alla helstu mannkosti sem prýða má forseta Íslands: Hann er hógvær, traustur, kurteis og kemur mjög vel fyrir.

Skoðun
Fréttamynd

Nú eru þeir strákarnir þeirra

Hvernig gat þetta gerst, að Handknattleikssamband Íslands gerði samning við Arnarlax, þá norsku aurgoða sem hafa hreiðrað um sig í fjörðum landsins og eru að þar leggja lífríkið í rúst? Formaður HSÍ hefur gerst sekur um alvarlegan dómgreindarbrest og ætti að segja af sér strax.

Skoðun
Fréttamynd

Ævarandi skömm stjórnmálafólks

Fyrir nokkrum árum skrifaði ég marga pistla um laxeldi í sjó. Í þeim var ég ekki að spá neinu heldur sagði ég skýrt og greinilega frá því hvað myndi gerast.

Skoðun
Fréttamynd

Heiðar­legur for­seti

Í seinustu forsetakosningum kaus ég annan frambjóðanda en Guðna. Í þessum kosningum sem nú fara í hönd mun ég kjósa Guðna. Hann hefur allt sem prýða má forseta lýðveldisins.

Skoðun
Fréttamynd

Öngvar máls­bætur

Hvað fær mann til að sleppa hundrað og sextíu þúsund norskum laxaseiðum í sjó fyrir vestan, nánar tiltekið á Tálknafirði?

Skoðun
Fréttamynd

Setjum hjartað í málið

Yngsta dóttir mín – hún er 5 ára – hrópaði upp yfir sig öðru hvoru "oh my goodness“ þangað til ég sagði henni að prófa að hrópa "guð minn góður“ í staðinn. Og viti menn: það virkaði. Þegar henni er mikið niðri fyrir hrópar hún hátt og snjallt "guð minn góður“!

Skoðun
Fréttamynd

Geldfiskur er málið

Þá er talsmaður norsku aurgoðanna farinn að skrifa og svara gagnrýni sem fellur líkt og svört nóttin á iðnaðinn sem hann hefur verið keyptur til þess að verja. Gott og vel. Matvælastofnun (MAST) hefur úthlutað leyfum eins og enginn væri morgundagurinn þó að um borð í þeirri skútu hafi verið dýralæknir sem sat beggja megin borðsins.

Skoðun
Fréttamynd

Það er kyrr­látt kvöld við fjörðinn

Fyrirtæki sem hefur grætt tugi milljarða ákveður vegna græðgi sem er kallað hagræðing á Excel-skjali að hætta starfsemi í litlu bæjarsamfélagi, það er ekki að græða nóg og ástæðan er að krónan er vond við þau þessa stundina.

Skoðun
Fréttamynd

Geldur eldislax er málið

Laxeldi er mengunarfrekur iðnaður, um það er ekki hægt að deila. Laxeldi gefur af sér miklar tekjur handa þeim sem eiga fyrirtækið, um það er heldur ekki hægt að deila. Og laxeldi skemmir lífríkið á botninum í firðinum þar sem það er sett niður. Um það er heldur ekki hægt að deila.

Skoðun
Fréttamynd

Svart lax­eldi

Hallgerður Hauksdóttir, formaður stjórnar Dýraverndarsambands Íslands, segir í viðtali við Fréttatímann að sambandið hafi orðið talsverðar áhyggjur af auknu laxeldi á Íslandi.

Skoðun
Fréttamynd

Svart lax­eldi

Hvers vegna ráða eldismenn fyrrverandi þingmann og forseta Alþingis sem talsmann sinn?

Skoðun
Fréttamynd

Stór-Reykjavíkursvæðið er til­rauna­dýr

Silicor Materials hefur fundið út að Ísland sé kjörið tilraunaland fyrir framleiðslu sína. Önnur lönd vilja þá ekki og þeir sem létu glepjast sluppu með skrekkinn því Silicor stökk frá borði þegar á reyndi í henni Ameríku.

Skoðun
Fréttamynd

Peningar og blinda ráða för

Hver ákveður að ef einn iðnaður mengi minna en annar sams konar iðnaður þá sé hann umhverfisvænn? Getið þið svarað þessu, Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, Gísli Gíslason hafnarstjóri, Skúli Þórðarson sveitarstjóri? Og kannski stofan sem vann matið

Skoðun
Fréttamynd

Grundartangi og Hval­fjörður

Börnin okkar eiga betra skilið en að búa í borg umkringdri mengandi verksmiðjum. Við getum stöðvað þetta en til þess þarf gríðarlegur fjöldi að rísa upp og segja nei: Þetta snýst um framtíð barnanna okkar.

Skoðun