Lög brotin í meðferð Alþingis Snærós Sindradóttir skrifar 6. júní 2017 07:00 Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra skipti fjórum af lista þeirra hæfustu út fyrir aðra umsækjendur sem þóttu síður hæfir. vísir/anton brink Kosning Alþingis um skipun dómara við Landsrétt var ekki í samræmi við lög og gæti skapað ríkinu bótaábyrgð. Alþingi bar að greiða atkvæði með hverjum og einum umsækjanda um starfið í stað þess að greiða atkvæði um tillögu dómsmálaráðherra í heild sinni. Þetta er samdóma álit þeirra lögfræðinga sem Fréttablaðið ræddi við vegna málsins. Þingmenn Pírata hafa vakið athygli á málinu síðan atkvæðagreiðslan fór fram á fimmtudag en þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, Birgir Ármannsson, sagði í kvöldfréttum RÚV á laugardag að Alþingi hefði farið að lögum í einu og öllu í málinu. Arnar Þór Jónsson, lektor við lagadeild HR. Þetta var í fyrsta sinn sem Alþingi greiðir atkvæði um skipan heils dómstóls í einu. Ólíklegt er að viðlíka mál, þar sem heill dómstóll er skipaður, komi aftur til kasta Alþingis í bráð. Arnar Þór Jónsson, lektor við lagadeild Háskólans í Reykjavík, segir málið ekki svo einfalt. „Ef ráðherra vill víkja frá tillögu dómnefndar þá þarf að leggja tillögu þess efnis fyrir Alþingi og nafngreina þá umsækjendur sem hann vill að komi inn. Þá má túlka lögin, sem Alþingi hefur sjálft sett, þannig að það beri að kjósa um hvern og einn umsækjanda.“ Arnar segir þó að kosning Alþingis standi óhögguð en að umsækjendur geti látið reyna á bótarétt fyrir dómi. Nú þegar hefur Ástráður Haraldsson lögmaður gefið það út að hann hyggist leita réttar síns eftir að hafa ekki verið á lista dómsmálaráðherra þrátt fyrir að vera í hópi fimmtán hæfustu í starfið að mati nefndar. „Í svona dómsmáli myndi reyna á hvort löggjafinn hafi brotið sín eigin lög. Það væri í hæsta máta óvenjulegt. Það yrði áhugavert að fylgjast með afgreiðslu slíks dómsmáls,“ segir Arnar. Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður hefur sama skilning og Arnar á lögunum. „Minn skilningur er sá að það hefði átt að greiða atkvæði um hvern og einn. Það á eftir að reyna á þetta fyrir dómstólum. Þetta er spurning um bótaskyldu býst ég við. Íslenskum lögum er þannig háttað að það er erfitt að koma svona grundvallarspurningum að fyrir dómstólum. Almenningur getur ekki látið reyna á þetta heldur bara þeir sem urðu fyrir neikvæðri niðurstöðu af þessu.“ Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Segir ráðherra hafa svindlað á kerfinu og ætlar í mál Ástráður Haraldsson hæstaréttarlögmaður var metinn einn af fimmtán hæfustu umsækjendunum um dómarastöðu í Landsrétti en var færður af listanum af dómsmálaráðherra. Hann segir reglur hafa verið brotnar og ætlar í mál við ráðherra. 3. júní 2017 06:00 Úr fallsæti hjá hæfnisnefnd í dómarasæti hjá ráðherra Breyting Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra á tillögum hæfnisnefndar um skipan dómara í Landsrétt er umdeild en flaug í gegnum Alþingi mínútu fyrir þinglok. 2. júní 2017 13:15 Tveir íhuga stöðuna en einn ákveðið að stefna Ástráður Haraldsson telur að dómsmálaráðherra hafi meðal annars brotið gegn reglum stjórnsýsluréttarins og jafnréttislögum við skipan dómara við Landsrétt. 3. júní 2017 07:00 Mest lesið „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Fleiri fréttir Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Sjá meira
Kosning Alþingis um skipun dómara við Landsrétt var ekki í samræmi við lög og gæti skapað ríkinu bótaábyrgð. Alþingi bar að greiða atkvæði með hverjum og einum umsækjanda um starfið í stað þess að greiða atkvæði um tillögu dómsmálaráðherra í heild sinni. Þetta er samdóma álit þeirra lögfræðinga sem Fréttablaðið ræddi við vegna málsins. Þingmenn Pírata hafa vakið athygli á málinu síðan atkvæðagreiðslan fór fram á fimmtudag en þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, Birgir Ármannsson, sagði í kvöldfréttum RÚV á laugardag að Alþingi hefði farið að lögum í einu og öllu í málinu. Arnar Þór Jónsson, lektor við lagadeild HR. Þetta var í fyrsta sinn sem Alþingi greiðir atkvæði um skipan heils dómstóls í einu. Ólíklegt er að viðlíka mál, þar sem heill dómstóll er skipaður, komi aftur til kasta Alþingis í bráð. Arnar Þór Jónsson, lektor við lagadeild Háskólans í Reykjavík, segir málið ekki svo einfalt. „Ef ráðherra vill víkja frá tillögu dómnefndar þá þarf að leggja tillögu þess efnis fyrir Alþingi og nafngreina þá umsækjendur sem hann vill að komi inn. Þá má túlka lögin, sem Alþingi hefur sjálft sett, þannig að það beri að kjósa um hvern og einn umsækjanda.“ Arnar segir þó að kosning Alþingis standi óhögguð en að umsækjendur geti látið reyna á bótarétt fyrir dómi. Nú þegar hefur Ástráður Haraldsson lögmaður gefið það út að hann hyggist leita réttar síns eftir að hafa ekki verið á lista dómsmálaráðherra þrátt fyrir að vera í hópi fimmtán hæfustu í starfið að mati nefndar. „Í svona dómsmáli myndi reyna á hvort löggjafinn hafi brotið sín eigin lög. Það væri í hæsta máta óvenjulegt. Það yrði áhugavert að fylgjast með afgreiðslu slíks dómsmáls,“ segir Arnar. Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður hefur sama skilning og Arnar á lögunum. „Minn skilningur er sá að það hefði átt að greiða atkvæði um hvern og einn. Það á eftir að reyna á þetta fyrir dómstólum. Þetta er spurning um bótaskyldu býst ég við. Íslenskum lögum er þannig háttað að það er erfitt að koma svona grundvallarspurningum að fyrir dómstólum. Almenningur getur ekki látið reyna á þetta heldur bara þeir sem urðu fyrir neikvæðri niðurstöðu af þessu.“
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Segir ráðherra hafa svindlað á kerfinu og ætlar í mál Ástráður Haraldsson hæstaréttarlögmaður var metinn einn af fimmtán hæfustu umsækjendunum um dómarastöðu í Landsrétti en var færður af listanum af dómsmálaráðherra. Hann segir reglur hafa verið brotnar og ætlar í mál við ráðherra. 3. júní 2017 06:00 Úr fallsæti hjá hæfnisnefnd í dómarasæti hjá ráðherra Breyting Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra á tillögum hæfnisnefndar um skipan dómara í Landsrétt er umdeild en flaug í gegnum Alþingi mínútu fyrir þinglok. 2. júní 2017 13:15 Tveir íhuga stöðuna en einn ákveðið að stefna Ástráður Haraldsson telur að dómsmálaráðherra hafi meðal annars brotið gegn reglum stjórnsýsluréttarins og jafnréttislögum við skipan dómara við Landsrétt. 3. júní 2017 07:00 Mest lesið „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Fleiri fréttir Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Sjá meira
Segir ráðherra hafa svindlað á kerfinu og ætlar í mál Ástráður Haraldsson hæstaréttarlögmaður var metinn einn af fimmtán hæfustu umsækjendunum um dómarastöðu í Landsrétti en var færður af listanum af dómsmálaráðherra. Hann segir reglur hafa verið brotnar og ætlar í mál við ráðherra. 3. júní 2017 06:00
Úr fallsæti hjá hæfnisnefnd í dómarasæti hjá ráðherra Breyting Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra á tillögum hæfnisnefndar um skipan dómara í Landsrétt er umdeild en flaug í gegnum Alþingi mínútu fyrir þinglok. 2. júní 2017 13:15
Tveir íhuga stöðuna en einn ákveðið að stefna Ástráður Haraldsson telur að dómsmálaráðherra hafi meðal annars brotið gegn reglum stjórnsýsluréttarins og jafnréttislögum við skipan dómara við Landsrétt. 3. júní 2017 07:00