Lítið skýrðist á fundinum í morgun Jóhann K. Jóhannsson skrifar 16. júní 2017 12:47 Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, segir að spurningar sitja enn eftir um ákvörðun ríkislögreglustjóra um að sérsveitarmenn skuli bera vopn sýnilega við fjöldasamkomu í höfuðborginni í sumar. Hann sat fund með ríkislögreglustjóri hjá allsherjar og menntamálanefnd alþingis nú fyrir hádegið Ríkislögreglustjóri og lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu voru boðaðir á fund Allsherjar- og menntamálanefndar klukkan níu í morgun vegna ákvörðunar Ríkislögreglustjóra um að sérsveitarmenn skyldu bera skotvopn sýnilega á viðburðum þar sem fjölmenni kemur saman. Þá var einnig til umræðu aukinn viðbúnaður almennrar löggæslu við sömu tilefni. Óhætt er að segja að um umdeilt mál sé að ræða. Það má rekja til óvænts útspils ríkislögreglustjóra síðustu helgi þegar The Color Run fór fram í miðbæ Reykjavíkur. Stórir flutningabílar lokuðu götum og skammbyssur voru sýnilegar á sérsveitarmönnum sem stóðu vaktina. Þrátt fyrir þetta útspil ríkislögreglustjóra sem útskýrt hefur verið að sé vegna hryðjuverkaárásanna í London nýlega hefur viðbúnaðarstig vegna hryðjuverka ekki verið hækkað. Dagur B. og Líf Magneudóttir, forseti borgarstjórnar, voru einnig boðuð til fundarins í morgun en þau hafa bæði gagnrýnt að borgaryfirvöld hafi ekki verið látin vita fyrirfram af ákvörðun. Dagur segir að málin hafi ekki lítið skýrst á fundinum í morgun. „Þarna kom þó fram að á hverjum tíma gæti lögreglan verið með upplýsingar sem hún gæti ekki deilt með öðrum og ég held að þessar umræður og þetta mál í heild sinni undirstiki að við þurfum að bæta samráð og ferlanna,“ segir Dagur B. Hann telur breiða samstöðu um það að Ísland sé vopnlaust land og yfirbragð löggæslu eigi að vera sýnileg, hún sé almenn og óvopnuð. Hitt eigi að telja til algjörra undantekninga og fyrir því þurfi sérstök rök. Nánar verður fjallað um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Skotvopn lögreglu Tengdar fréttir Sérsveitin oftar en ekki á Þjóðhátíð Sérsveitarmenn lögreglu hafa oft verið fengnir til aðstoðar við eftirlit á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Þeir hafa þó ekki komist til þess undanfarin 3-4 ár en yfirlögregluþjónn í Vestmannaeyjum segir lögreglu þar alltaf óska eftir aðstoð þeirra um verslunarmannahelgi. Þá hefur sérsveitin verið fengin með lögreglu í útköll vegna gesta Þjóðhátíðar. 14. júní 2017 17:00 Glænýtt vopn sérsveitar þegar verið notað í lögregluaðgerð Höggbyssu sem skýtur boltum var fyrir nokkru beitt á mann sem ógnaði lögreglu með búrhnífum. Það var í fyrsta og eina skiptið sem byssunni hefur verið beitt af sérsveit Ríkislögreglustjóra. Vopnið er kallað gula byssan enda fagurgult. 15. júní 2017 07:00 Vopnuð sérsveit með gæslu á næstunni: Mínútur sem kannski skipta máli upp á líf eða dauða Vopnaðir sérsveitarmenn verða við gæslu á fjöldasamkomum þar til annað verður ákveðið. Verða þeir meðal annars á hátíðarhöldum á 17. júní. 13. júní 2017 14:00 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Fleiri fréttir Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, segir að spurningar sitja enn eftir um ákvörðun ríkislögreglustjóra um að sérsveitarmenn skuli bera vopn sýnilega við fjöldasamkomu í höfuðborginni í sumar. Hann sat fund með ríkislögreglustjóri hjá allsherjar og menntamálanefnd alþingis nú fyrir hádegið Ríkislögreglustjóri og lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu voru boðaðir á fund Allsherjar- og menntamálanefndar klukkan níu í morgun vegna ákvörðunar Ríkislögreglustjóra um að sérsveitarmenn skyldu bera skotvopn sýnilega á viðburðum þar sem fjölmenni kemur saman. Þá var einnig til umræðu aukinn viðbúnaður almennrar löggæslu við sömu tilefni. Óhætt er að segja að um umdeilt mál sé að ræða. Það má rekja til óvænts útspils ríkislögreglustjóra síðustu helgi þegar The Color Run fór fram í miðbæ Reykjavíkur. Stórir flutningabílar lokuðu götum og skammbyssur voru sýnilegar á sérsveitarmönnum sem stóðu vaktina. Þrátt fyrir þetta útspil ríkislögreglustjóra sem útskýrt hefur verið að sé vegna hryðjuverkaárásanna í London nýlega hefur viðbúnaðarstig vegna hryðjuverka ekki verið hækkað. Dagur B. og Líf Magneudóttir, forseti borgarstjórnar, voru einnig boðuð til fundarins í morgun en þau hafa bæði gagnrýnt að borgaryfirvöld hafi ekki verið látin vita fyrirfram af ákvörðun. Dagur segir að málin hafi ekki lítið skýrst á fundinum í morgun. „Þarna kom þó fram að á hverjum tíma gæti lögreglan verið með upplýsingar sem hún gæti ekki deilt með öðrum og ég held að þessar umræður og þetta mál í heild sinni undirstiki að við þurfum að bæta samráð og ferlanna,“ segir Dagur B. Hann telur breiða samstöðu um það að Ísland sé vopnlaust land og yfirbragð löggæslu eigi að vera sýnileg, hún sé almenn og óvopnuð. Hitt eigi að telja til algjörra undantekninga og fyrir því þurfi sérstök rök. Nánar verður fjallað um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.
Skotvopn lögreglu Tengdar fréttir Sérsveitin oftar en ekki á Þjóðhátíð Sérsveitarmenn lögreglu hafa oft verið fengnir til aðstoðar við eftirlit á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Þeir hafa þó ekki komist til þess undanfarin 3-4 ár en yfirlögregluþjónn í Vestmannaeyjum segir lögreglu þar alltaf óska eftir aðstoð þeirra um verslunarmannahelgi. Þá hefur sérsveitin verið fengin með lögreglu í útköll vegna gesta Þjóðhátíðar. 14. júní 2017 17:00 Glænýtt vopn sérsveitar þegar verið notað í lögregluaðgerð Höggbyssu sem skýtur boltum var fyrir nokkru beitt á mann sem ógnaði lögreglu með búrhnífum. Það var í fyrsta og eina skiptið sem byssunni hefur verið beitt af sérsveit Ríkislögreglustjóra. Vopnið er kallað gula byssan enda fagurgult. 15. júní 2017 07:00 Vopnuð sérsveit með gæslu á næstunni: Mínútur sem kannski skipta máli upp á líf eða dauða Vopnaðir sérsveitarmenn verða við gæslu á fjöldasamkomum þar til annað verður ákveðið. Verða þeir meðal annars á hátíðarhöldum á 17. júní. 13. júní 2017 14:00 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Fleiri fréttir Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira
Sérsveitin oftar en ekki á Þjóðhátíð Sérsveitarmenn lögreglu hafa oft verið fengnir til aðstoðar við eftirlit á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Þeir hafa þó ekki komist til þess undanfarin 3-4 ár en yfirlögregluþjónn í Vestmannaeyjum segir lögreglu þar alltaf óska eftir aðstoð þeirra um verslunarmannahelgi. Þá hefur sérsveitin verið fengin með lögreglu í útköll vegna gesta Þjóðhátíðar. 14. júní 2017 17:00
Glænýtt vopn sérsveitar þegar verið notað í lögregluaðgerð Höggbyssu sem skýtur boltum var fyrir nokkru beitt á mann sem ógnaði lögreglu með búrhnífum. Það var í fyrsta og eina skiptið sem byssunni hefur verið beitt af sérsveit Ríkislögreglustjóra. Vopnið er kallað gula byssan enda fagurgult. 15. júní 2017 07:00
Vopnuð sérsveit með gæslu á næstunni: Mínútur sem kannski skipta máli upp á líf eða dauða Vopnaðir sérsveitarmenn verða við gæslu á fjöldasamkomum þar til annað verður ákveðið. Verða þeir meðal annars á hátíðarhöldum á 17. júní. 13. júní 2017 14:00