Borgarstjóri ekki látinn vita af vopnaburði lögreglu á fjöldasamkomum Jóhann K. Jóhannsson skrifar 14. júní 2017 19:30 Borgarstjóri telur eðlilegt að hann sé látinn vita steðji ógn að íbúum borgarinnar en hann segist ekki hafa verið upplýstur um ákvörðun Ríkislögreglustjóra að sérsveitarmenn beri skotvopn á viðburðum þar sem fjölmenni kemur saman. Ákvörðun Ríkislögreglustjóra um að sérsveitarmenn skuli bera skotvopn þar sem fjölmenni kemur saman, hefur vakið upp misjöfn viðbrögð. Borgarstjóri vill fá rök fyrir því af hverju þessi ákvörðun var tekin og á hvaða grundvelli og vill funda með Lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu og Ríkislögreglustjóra. „Ég hef verið talsmaður sýnilegrar löggæslu, almennrar löggæslu sem er óvopnuð og ég held að það sé svona hinn íslenski stíll,“ segir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri.En ertu sáttur við ákvörðunina?„Ég þarf að fara yfir og heyra rökin fyrir henni áður en ég get tjáð mig um það og ég á fund með lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins í næstu viku,“ segir Dagur. Líf Magneudóttir, forseti borgarstjórnar fordæmdi ákvörðun Ríkislögreglustjóra í færslu á samfélagsmiðlum gær og í umræðuþræði tengdum færslunni segir Líf að; "Það skapi óöryggi að sjá vopnaða lögreglu niðrí bæ, ekki öryggistilfinningu. Hvaða rugl er það að kalla til vopnaða lögreglu þegar viðbúnaðarstig hefur ekki verið hækkað." Er ekki hættulegt þegar stjórnmálamenn úr pólitíkinni eru að tjá sig með þessum hætti eins og forseti borgarstjórnar gerir, að þau eru í rauninni að taka á sig ábyrgð með þessum orðum sem að Ríkislögreglustjóri á að vera með? „Ég held að þarna sé verið að spyrja spurninga. Til hvers er verið að vísa? Hvaða mat liggi til grundvallar eða bara hvort það sé verið að taka upp nýjan stíl?Treystir þú ákvörðun Ríkislögreglustjóra?„Ég ætla að fara yfir þetta með lögreglunni og...“En treystir þú ákvörðuninni?„Hans er valdið að taka þessa ákvörðun en við sem að berum ábyrgð á samfélaginu. Ef að þetta snýst um nýtt hættumat að þá teldi ég eðlilegt að mér yrði gert viðvart um það fyrir fram ef að íbúum þessarar borgar væri hætta búin,“ segir Dagur. Skotvopn lögreglu Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Fleiri fréttir MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Sjá meira
Borgarstjóri telur eðlilegt að hann sé látinn vita steðji ógn að íbúum borgarinnar en hann segist ekki hafa verið upplýstur um ákvörðun Ríkislögreglustjóra að sérsveitarmenn beri skotvopn á viðburðum þar sem fjölmenni kemur saman. Ákvörðun Ríkislögreglustjóra um að sérsveitarmenn skuli bera skotvopn þar sem fjölmenni kemur saman, hefur vakið upp misjöfn viðbrögð. Borgarstjóri vill fá rök fyrir því af hverju þessi ákvörðun var tekin og á hvaða grundvelli og vill funda með Lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu og Ríkislögreglustjóra. „Ég hef verið talsmaður sýnilegrar löggæslu, almennrar löggæslu sem er óvopnuð og ég held að það sé svona hinn íslenski stíll,“ segir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri.En ertu sáttur við ákvörðunina?„Ég þarf að fara yfir og heyra rökin fyrir henni áður en ég get tjáð mig um það og ég á fund með lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins í næstu viku,“ segir Dagur. Líf Magneudóttir, forseti borgarstjórnar fordæmdi ákvörðun Ríkislögreglustjóra í færslu á samfélagsmiðlum gær og í umræðuþræði tengdum færslunni segir Líf að; "Það skapi óöryggi að sjá vopnaða lögreglu niðrí bæ, ekki öryggistilfinningu. Hvaða rugl er það að kalla til vopnaða lögreglu þegar viðbúnaðarstig hefur ekki verið hækkað." Er ekki hættulegt þegar stjórnmálamenn úr pólitíkinni eru að tjá sig með þessum hætti eins og forseti borgarstjórnar gerir, að þau eru í rauninni að taka á sig ábyrgð með þessum orðum sem að Ríkislögreglustjóri á að vera með? „Ég held að þarna sé verið að spyrja spurninga. Til hvers er verið að vísa? Hvaða mat liggi til grundvallar eða bara hvort það sé verið að taka upp nýjan stíl?Treystir þú ákvörðun Ríkislögreglustjóra?„Ég ætla að fara yfir þetta með lögreglunni og...“En treystir þú ákvörðuninni?„Hans er valdið að taka þessa ákvörðun en við sem að berum ábyrgð á samfélaginu. Ef að þetta snýst um nýtt hættumat að þá teldi ég eðlilegt að mér yrði gert viðvart um það fyrir fram ef að íbúum þessarar borgar væri hætta búin,“ segir Dagur.
Skotvopn lögreglu Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Fleiri fréttir MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Sjá meira