Borgarfulltrúar neikvæðir í garð varanlegs byssuburðar Jóhann Óli Eiðsson skrifar 14. júní 2017 06:00 Skotvopn lögreglunnar verða sýnilegri í sumar en við höfum átt að venjast hingað til. vísir/eyþór Borgarfulltrúar úr meirihlutanum eru ekki hrifnir af skotvopnaburði lögreglu á fjölmennum viðburðum í sumar. Flestir heyrðu fyrst af viðbúnaðinum í fjölmiðlum. Eins og greint hefur verið frá hefur verið ákveðið að hafa vopnaða lögreglumenn á fjöldasamkomum sem fram undan eru vegna meintrar hryðjuverkaógnar. Málið er afar umdeilt, líka innan borgarinnar. Forseti borgarstjórnar, Líf Magneudóttir, hefur meðal annars látið sig málið varða og fordæmt vopnaburðinn. „Mér hefur þótt vanta í allri þessari umræðu að það sé sýnt fram á það með nokkuð afgerandi hætti að almennir borgarar séu öruggari, og það sé sannað, ef vopnaðir lögreglumenn eru á ferli. Það hef ég ekki séð með óyggjandi hætti,“ segir S. Björn Blöndal, formaður borgarráðs.Tilefni til að breyta samskiptum borgarinnar og ríkislögreglustjóraBjörn segir ákvörðunina um að vopnbúa sérsveitarmenn á fjöldasamkomum vera ríkislögreglustjóra. Ekki sé mikið samtal milli borgaryfirvalda og þess embættis, kannski sé tilefni til að breyta því. „Það er auðvitað þannig að borgarstjóri og lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu funda reglulega og við höfum átt í mjög góðu samstarfi við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu. Það er ekki mikið samtal milli okkar og ríkislögreglustjóra, en kannski er tilefni til þess að hafa meira samráð þar á milli. Ég er alltaf hlynntur samtali. Ég get bara sagt að ég vona að okkar samfélag þróist í þá átt að við getum áfram verið land þar sem lögreglan þarf ekki að bera skotvopn. Og raunar finnst mér töluvert á sig leggjandi til að ná því fram,“ segir Björn.Oddviti minnihlutans treystir lögreglunniHalldór Auðar Svansson, borgarfulltrúi Pírata, segir að hann skipi sér frekar í hóp þeirra sem finnst þetta slæm þróun. „Lögreglunni er falið að hafa einkarétt á ofbeldi og beitingu þess og það er hluti af lýðræðislegu aðhaldi að hafa skoðun á því hvernig því er beitt,“ segir Halldór. „Það er eitt meginmarkmiða hryðjuverka að skapa ótta og óvissu og láta fólk breyta hegðun sinni út frá ógninni.“ Halldór segir það vandmeðfarið hvernig skuli bregðast við ógninni og hvaða skilaboð séu send með því. Það sé erfitt að vera með aukinn viðbúnað og senda samtímis skilaboð um að ekkert sé að óttast. Aðspurður segir hann fyrst hafa heyrt af viðbúnaðinum í fjölmiðlum. Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni, segir að hann treysti lögreglunni til að meta aðstæður hverju sinni. Hann hafi heldur ekki heyrt af viðbúnaðinum fyrr en í fjölmiðlum. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri baðst undan viðtali þegar eftir því var falast. johannoli@frettabladid.is Birtist í Fréttablaðinu Skotvopn lögreglu Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Sjá meira
Borgarfulltrúar úr meirihlutanum eru ekki hrifnir af skotvopnaburði lögreglu á fjölmennum viðburðum í sumar. Flestir heyrðu fyrst af viðbúnaðinum í fjölmiðlum. Eins og greint hefur verið frá hefur verið ákveðið að hafa vopnaða lögreglumenn á fjöldasamkomum sem fram undan eru vegna meintrar hryðjuverkaógnar. Málið er afar umdeilt, líka innan borgarinnar. Forseti borgarstjórnar, Líf Magneudóttir, hefur meðal annars látið sig málið varða og fordæmt vopnaburðinn. „Mér hefur þótt vanta í allri þessari umræðu að það sé sýnt fram á það með nokkuð afgerandi hætti að almennir borgarar séu öruggari, og það sé sannað, ef vopnaðir lögreglumenn eru á ferli. Það hef ég ekki séð með óyggjandi hætti,“ segir S. Björn Blöndal, formaður borgarráðs.Tilefni til að breyta samskiptum borgarinnar og ríkislögreglustjóraBjörn segir ákvörðunina um að vopnbúa sérsveitarmenn á fjöldasamkomum vera ríkislögreglustjóra. Ekki sé mikið samtal milli borgaryfirvalda og þess embættis, kannski sé tilefni til að breyta því. „Það er auðvitað þannig að borgarstjóri og lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu funda reglulega og við höfum átt í mjög góðu samstarfi við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu. Það er ekki mikið samtal milli okkar og ríkislögreglustjóra, en kannski er tilefni til þess að hafa meira samráð þar á milli. Ég er alltaf hlynntur samtali. Ég get bara sagt að ég vona að okkar samfélag þróist í þá átt að við getum áfram verið land þar sem lögreglan þarf ekki að bera skotvopn. Og raunar finnst mér töluvert á sig leggjandi til að ná því fram,“ segir Björn.Oddviti minnihlutans treystir lögreglunniHalldór Auðar Svansson, borgarfulltrúi Pírata, segir að hann skipi sér frekar í hóp þeirra sem finnst þetta slæm þróun. „Lögreglunni er falið að hafa einkarétt á ofbeldi og beitingu þess og það er hluti af lýðræðislegu aðhaldi að hafa skoðun á því hvernig því er beitt,“ segir Halldór. „Það er eitt meginmarkmiða hryðjuverka að skapa ótta og óvissu og láta fólk breyta hegðun sinni út frá ógninni.“ Halldór segir það vandmeðfarið hvernig skuli bregðast við ógninni og hvaða skilaboð séu send með því. Það sé erfitt að vera með aukinn viðbúnað og senda samtímis skilaboð um að ekkert sé að óttast. Aðspurður segir hann fyrst hafa heyrt af viðbúnaðinum í fjölmiðlum. Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni, segir að hann treysti lögreglunni til að meta aðstæður hverju sinni. Hann hafi heldur ekki heyrt af viðbúnaðinum fyrr en í fjölmiðlum. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri baðst undan viðtali þegar eftir því var falast. johannoli@frettabladid.is
Birtist í Fréttablaðinu Skotvopn lögreglu Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent