Skotvopnaæfingum lögreglu fjölgað mikið Snærós Sindradóttir skrifar 14. júní 2017 09:00 Almennir lögregluþjónar hafa fengið mikla þjálfun í meðhöndlun skotvopna. Fréttablaðið/Eyþór Lögreglumál Á síðustu þremur árum hefur orðið veruleg aukning í skotvopnaæfingum almennra lögreglumanna frá því sem áður var. Áður en nýjar reglur um aðgerðaþjálfun tóku gildi, fyrir um þremur árum, var engin markviss eða samræmd þjálfun í meðhöndlun skotvopna. „Á heildina litið er um verulega aukningu að ræða og þjálfunin er mun markvissari og meira tengd við aðra aðgerðaþjálfun,“ segir Jón F. Bjartmarz, yfirlögregluþjónn hjá Embætti ríkislögreglustjóra. Æfingatími sérsveitar er óbreyttur og sérsveitin er alltaf vopnuð í útköllum. Reglurnar samræmdu og stórjuku hins vegar þjálfun allra almennra lögreglumanna. Þjálfun svokallaðra aðgerðahópa er nú 99 klukkustundir, sem jafngildir um tveimur og hálfri vinnuviku, á hverju ári. Inni í þeim tíma eru skotæfingar en einnig svokölluð mannfjöldastjórnun. Almennt útkallslið lögreglunnar hlýtur 69 klukkustunda þjálfun árlega, eða tæplega tvær vinnuvikur. Mismunurinn á milli aðgerðahópa og almenns útkallsliðs felst fyrst og fremst í þeim tímafjölda sem fer í þjálfun mannfjöldastjórnunar. „Fjöldi skotæfinga getur verið mismunandi milli ára. Áður fyrr var mjög mismunandi á milli embætta hversu mikil skotvopnaþjálfunin var og hjá sumum liðum hafði dregið úr skotæfingum,“ segir Jón. Áður en reglur voru settar um 69 eða 99 klukkustunda þjálfun á ári var ekkert skipulag á því hversu mikla skotvopnaþjálfun almennir lögreglumenn skyldu fá árlega og mjög misjafnlega að því staðið á milli embætta. Æfingar jukust í öllum tilfellum við setningu nýju þjálfunaráætlunarinnar. Það var í lok árs 2015 sem skammbyssum var komið fyrir í vopnakassa í lögreglubílum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Lengi hefur tíðkast að lögreglan í dreifðari byggðum hafi aðgang að skotvopni til að bregðast við útköllum þar sem viðbragðstími sérsveitar væri langur. Birtist í Fréttablaðinu Skotvopn lögreglu Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Lögreglumál Á síðustu þremur árum hefur orðið veruleg aukning í skotvopnaæfingum almennra lögreglumanna frá því sem áður var. Áður en nýjar reglur um aðgerðaþjálfun tóku gildi, fyrir um þremur árum, var engin markviss eða samræmd þjálfun í meðhöndlun skotvopna. „Á heildina litið er um verulega aukningu að ræða og þjálfunin er mun markvissari og meira tengd við aðra aðgerðaþjálfun,“ segir Jón F. Bjartmarz, yfirlögregluþjónn hjá Embætti ríkislögreglustjóra. Æfingatími sérsveitar er óbreyttur og sérsveitin er alltaf vopnuð í útköllum. Reglurnar samræmdu og stórjuku hins vegar þjálfun allra almennra lögreglumanna. Þjálfun svokallaðra aðgerðahópa er nú 99 klukkustundir, sem jafngildir um tveimur og hálfri vinnuviku, á hverju ári. Inni í þeim tíma eru skotæfingar en einnig svokölluð mannfjöldastjórnun. Almennt útkallslið lögreglunnar hlýtur 69 klukkustunda þjálfun árlega, eða tæplega tvær vinnuvikur. Mismunurinn á milli aðgerðahópa og almenns útkallsliðs felst fyrst og fremst í þeim tímafjölda sem fer í þjálfun mannfjöldastjórnunar. „Fjöldi skotæfinga getur verið mismunandi milli ára. Áður fyrr var mjög mismunandi á milli embætta hversu mikil skotvopnaþjálfunin var og hjá sumum liðum hafði dregið úr skotæfingum,“ segir Jón. Áður en reglur voru settar um 69 eða 99 klukkustunda þjálfun á ári var ekkert skipulag á því hversu mikla skotvopnaþjálfun almennir lögreglumenn skyldu fá árlega og mjög misjafnlega að því staðið á milli embætta. Æfingar jukust í öllum tilfellum við setningu nýju þjálfunaráætlunarinnar. Það var í lok árs 2015 sem skammbyssum var komið fyrir í vopnakassa í lögreglubílum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Lengi hefur tíðkast að lögreglan í dreifðari byggðum hafi aðgang að skotvopni til að bregðast við útköllum þar sem viðbragðstími sérsveitar væri langur.
Birtist í Fréttablaðinu Skotvopn lögreglu Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira