Er í lagi að ráðherrar ljúgi? Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 20. júní 2017 07:00 Ég er einfaldur maður og held að lífið snúist í grundvallaratriðum um nokkra einfalda hluti: að vera góður við annað fólk, meta alla jafnt, ekki bara hugsa um eigin hagsmuni, að tala hreint út og segja satt. Og verði manni eitthvað á, þá á maður að leggja sig fram við að bæta fyrir það og leiðrétta. Ég held að þessi einfalda og bernska lífsspeki sé sérstaklega mikilvæg þeim sem taka þátt í stjórnmálum og enn frekar þeim sem falin er ábyrgð á hendur á þeim vettvangi. Ég hef verið nokkuð hugsi yfir því undanfarið að eftir umrót síðustu ára í stjórnmálum; eftir búsáhaldabyltingu, kröfu um gegnsærri og heiðarlegri stjórnmál, eftir að tvær af síðustu þremur ríkisstjórnum hafa hrökklast frá völdum vegna þess að almenningur treysti þeim ekki lengur – eftir allt þetta ferli virðumst við vera stödd á þeim stað að það sé í lagi að ráðherra ljúgi að Alþingi. Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra varð á dögunum uppvís að því að hafa sagt ósatt í pontu. Tilefnið var fyrirspurn Óla Halldórssonar, varaþingsmanns Vinstri grænna, um hvort fjárfestar hefðu sett sig í samband við ráðuneytið vegna Keflavíkurflugvallar. Þrátt fyrir að fjárfestar hefðu gert það, sagði Benedikt svo ekki vera. Og síðar sama dag áttu fjárfestar annan fund um einmitt þetta mál. Öllum getur orðið á, en það hvernig við tökum á slíku segir ansi margt um það hver við erum. Benedikt þagði þunnu hljóði yfir ósannindunum og það var ekki fyrr en Stundin hafði samband að ráðherrann útskýrði málið á Facebook. Og skýringin? Hann vissi einfaldlega ekki af því hvað verið var að bardúsa í ráðuneytinu varðandi fundi um mál sem hefur verið þó nokkuð í umræðunni. Enn hefur Benedikt þó ekki útskýrt hvers vegna hann beið með að útskýra ósannindin þar til blaðakonan kom upp um hann. Stjórnmálamenn eiga að vera þjónar fólksins, ekki herrar. Ráðherrar sem eru uppvísir að ósannindum, eiga að taka meiri ábyrgð á því en að henda í einn status sem segir ekki nema hálfa söguna. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbeinn Óttarsson Proppé Mest lesið Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Sjá meira
Ég er einfaldur maður og held að lífið snúist í grundvallaratriðum um nokkra einfalda hluti: að vera góður við annað fólk, meta alla jafnt, ekki bara hugsa um eigin hagsmuni, að tala hreint út og segja satt. Og verði manni eitthvað á, þá á maður að leggja sig fram við að bæta fyrir það og leiðrétta. Ég held að þessi einfalda og bernska lífsspeki sé sérstaklega mikilvæg þeim sem taka þátt í stjórnmálum og enn frekar þeim sem falin er ábyrgð á hendur á þeim vettvangi. Ég hef verið nokkuð hugsi yfir því undanfarið að eftir umrót síðustu ára í stjórnmálum; eftir búsáhaldabyltingu, kröfu um gegnsærri og heiðarlegri stjórnmál, eftir að tvær af síðustu þremur ríkisstjórnum hafa hrökklast frá völdum vegna þess að almenningur treysti þeim ekki lengur – eftir allt þetta ferli virðumst við vera stödd á þeim stað að það sé í lagi að ráðherra ljúgi að Alþingi. Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra varð á dögunum uppvís að því að hafa sagt ósatt í pontu. Tilefnið var fyrirspurn Óla Halldórssonar, varaþingsmanns Vinstri grænna, um hvort fjárfestar hefðu sett sig í samband við ráðuneytið vegna Keflavíkurflugvallar. Þrátt fyrir að fjárfestar hefðu gert það, sagði Benedikt svo ekki vera. Og síðar sama dag áttu fjárfestar annan fund um einmitt þetta mál. Öllum getur orðið á, en það hvernig við tökum á slíku segir ansi margt um það hver við erum. Benedikt þagði þunnu hljóði yfir ósannindunum og það var ekki fyrr en Stundin hafði samband að ráðherrann útskýrði málið á Facebook. Og skýringin? Hann vissi einfaldlega ekki af því hvað verið var að bardúsa í ráðuneytinu varðandi fundi um mál sem hefur verið þó nokkuð í umræðunni. Enn hefur Benedikt þó ekki útskýrt hvers vegna hann beið með að útskýra ósannindin þar til blaðakonan kom upp um hann. Stjórnmálamenn eiga að vera þjónar fólksins, ekki herrar. Ráðherrar sem eru uppvísir að ósannindum, eiga að taka meiri ábyrgð á því en að henda í einn status sem segir ekki nema hálfa söguna. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna.
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun