Gjaldþrot geðheilbrigðismála Sævar Þór Jónsson skrifar 14. júlí 2017 11:07 Í stöfum mínum sem lögmaður, og þá einkum sem lögráðamaður einstaklinga sem eiga við andleg veikindi að stríða, hef ég ítrekað rekið mig á algjört úrræðaleysi heilbrigðisyfirvalda sérstaklega í þeim tilvikum þegar þessir einstaklingar eru í neyslu. Oftar en ekki hafa þessir sömu einstaklingar brennt allar brýr að baki sér vegna neyslu og geðrænna kvilla sem oft er fylgikvilli ofneyslu vímuefna. Þá eru þessi sömu einstaklingar komnir á götuna og engin úrræði fyrir þá hvað t.d. húsnæðismál varðar. Það eru jú til ýmis vistunarúrræði en engin eða fá langtímaúrræði t.d. í húsnæðismálum. Þá eru fáu meðferðarúrræði sem eru á boðstólum ekki nægileg hnitmiðuð hvað varðar sérþarfir þessara einstaklinga en oftar en ekki þurfa bæði meðferðarúrræðin og vistunarúrræðin að haldast í hendur sérstaklega þegar um ræðir einstaklinga sem eiga bæði við alvarlega geðræna kvilla að stríða og langa neyslusögu.Fjársvelti virðist ráða ferðinni Eins og svo margt í okkar kerfum og þá sérstaklega í heilbrigðismálum virðist fjársvelti ráða ferðinni og úrræði og úrlausnir taka mið af því þrátt fyrir að vandinn sé mikill. Svo virðist sem kerfið gangi út á það að fjölskylda eða góðgerðasamtök taki að sér bæði að vista þessa einstaklinga og að finna þeim einhver úrræði. Getuleysið er algjört og dæmi um þetta eru mál sem hafa komið inn á borð hjá mér þar sem einstaklingar hafa verið vistaðir á geðdeildum tímabundið eftir t.d. sjálfsvígstilraunir meðan þeir voru í langvarandi neyslu og sleppt út án nokkurrar eftirfylgni. Þetta hefur sett mikið álag á aðstandendur sem oftar en ekki eru orðnir sjúklingar sjálfir og úrræðalausir. Þá hafa komið upp tilvik þar sem umræddir einstaklingar hafa komið út úr skammvinnu innígripi þessa ráðþrota kerfis og innan fárra daga svipt sig lífi. Það kann að vera að þessi málaflokkur er sé ekki tískumálaflokkur hjá stjórnmálamönnum en það er orðið mikilvægt að koma umræðunni af stað og fara að taka á þessum málum með öðrum hætti en að skera niður í kerfinu. Þá þarf félagslega kerfið einnig að vinna í að finna nýjar lausnir innan geðheilbrigðiskerfisins.Endurskoða þarf úrræði hjá borginni Einnig eru úrræði hjá borginni hvað varðar húsnæðismál sem þarf að endurskoða en borgin hefur t.d. rekið húsnæði fyrir langt leidda fíkla og alkóhólista sem eru á götunni. Þar er þeim gefið færi á að leita sér húsaskjóls eða sækja sér önnur úrræði í húsnæðismálum, þeir fá svo bætur greiddar en í þessu kerfi er að finna einstaklinga sem frekar ætti að ýta í meðferðarúrræði sem taka meira mið að því að hjálpa þeim í að ná bata í sinni fíkn. Nærtækara væri að tengja vistunarúrræði og greiðslur við það að þeir væru í meðferð hjá viðeigandi stofnun og þá væru fyrir hendi úrræði sem tækju mið af því að þessi einstaklingar væru með fjölþættan vanda í sinni neyslu.Úrræði og greiðslur án skilyrða fásinna Það að útbúa vistunarúrræði og greiðslur úr félagslega kerfinu án skilyrða um að þessir sömu einstaklingar séu í meðferðarúrræðum er að mínum mati fásinna og eitt dæmi um getuleysi kerfisins í þessum málaflokki. Þá eru langvarandi fjársvelti í geðheilbrigðismálum og meðferðamálum ekki vísir að góðri framtíð í þessum málaflokki sérstaklega þegar neyslu vímuefna er að aukast, t.d. á svokölluðum harðari efnum. Þá má einnig segja að réttarvörslukerfið þurfum einnig að taka breytingum þar sem einstaklingar sem brjóta af sér í neyslu sé frekar settir í úrræði sem taka mið að því að hjálpa þeim að hætta neyslu en ekki að refsa þeim eingöngu. Það er viða pottur brotin þegar kemur að þessum málaflokki en þetta hangir jú allt saman og einstaklingar með fjölþættan vanda þurfa fjölþætt úrræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Sævar Þór Jónsson Mest lesið Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Sjá meira
Í stöfum mínum sem lögmaður, og þá einkum sem lögráðamaður einstaklinga sem eiga við andleg veikindi að stríða, hef ég ítrekað rekið mig á algjört úrræðaleysi heilbrigðisyfirvalda sérstaklega í þeim tilvikum þegar þessir einstaklingar eru í neyslu. Oftar en ekki hafa þessir sömu einstaklingar brennt allar brýr að baki sér vegna neyslu og geðrænna kvilla sem oft er fylgikvilli ofneyslu vímuefna. Þá eru þessi sömu einstaklingar komnir á götuna og engin úrræði fyrir þá hvað t.d. húsnæðismál varðar. Það eru jú til ýmis vistunarúrræði en engin eða fá langtímaúrræði t.d. í húsnæðismálum. Þá eru fáu meðferðarúrræði sem eru á boðstólum ekki nægileg hnitmiðuð hvað varðar sérþarfir þessara einstaklinga en oftar en ekki þurfa bæði meðferðarúrræðin og vistunarúrræðin að haldast í hendur sérstaklega þegar um ræðir einstaklinga sem eiga bæði við alvarlega geðræna kvilla að stríða og langa neyslusögu.Fjársvelti virðist ráða ferðinni Eins og svo margt í okkar kerfum og þá sérstaklega í heilbrigðismálum virðist fjársvelti ráða ferðinni og úrræði og úrlausnir taka mið af því þrátt fyrir að vandinn sé mikill. Svo virðist sem kerfið gangi út á það að fjölskylda eða góðgerðasamtök taki að sér bæði að vista þessa einstaklinga og að finna þeim einhver úrræði. Getuleysið er algjört og dæmi um þetta eru mál sem hafa komið inn á borð hjá mér þar sem einstaklingar hafa verið vistaðir á geðdeildum tímabundið eftir t.d. sjálfsvígstilraunir meðan þeir voru í langvarandi neyslu og sleppt út án nokkurrar eftirfylgni. Þetta hefur sett mikið álag á aðstandendur sem oftar en ekki eru orðnir sjúklingar sjálfir og úrræðalausir. Þá hafa komið upp tilvik þar sem umræddir einstaklingar hafa komið út úr skammvinnu innígripi þessa ráðþrota kerfis og innan fárra daga svipt sig lífi. Það kann að vera að þessi málaflokkur er sé ekki tískumálaflokkur hjá stjórnmálamönnum en það er orðið mikilvægt að koma umræðunni af stað og fara að taka á þessum málum með öðrum hætti en að skera niður í kerfinu. Þá þarf félagslega kerfið einnig að vinna í að finna nýjar lausnir innan geðheilbrigðiskerfisins.Endurskoða þarf úrræði hjá borginni Einnig eru úrræði hjá borginni hvað varðar húsnæðismál sem þarf að endurskoða en borgin hefur t.d. rekið húsnæði fyrir langt leidda fíkla og alkóhólista sem eru á götunni. Þar er þeim gefið færi á að leita sér húsaskjóls eða sækja sér önnur úrræði í húsnæðismálum, þeir fá svo bætur greiddar en í þessu kerfi er að finna einstaklinga sem frekar ætti að ýta í meðferðarúrræði sem taka meira mið að því að hjálpa þeim í að ná bata í sinni fíkn. Nærtækara væri að tengja vistunarúrræði og greiðslur við það að þeir væru í meðferð hjá viðeigandi stofnun og þá væru fyrir hendi úrræði sem tækju mið af því að þessi einstaklingar væru með fjölþættan vanda í sinni neyslu.Úrræði og greiðslur án skilyrða fásinna Það að útbúa vistunarúrræði og greiðslur úr félagslega kerfinu án skilyrða um að þessir sömu einstaklingar séu í meðferðarúrræðum er að mínum mati fásinna og eitt dæmi um getuleysi kerfisins í þessum málaflokki. Þá eru langvarandi fjársvelti í geðheilbrigðismálum og meðferðamálum ekki vísir að góðri framtíð í þessum málaflokki sérstaklega þegar neyslu vímuefna er að aukast, t.d. á svokölluðum harðari efnum. Þá má einnig segja að réttarvörslukerfið þurfum einnig að taka breytingum þar sem einstaklingar sem brjóta af sér í neyslu sé frekar settir í úrræði sem taka mið að því að hjálpa þeim að hætta neyslu en ekki að refsa þeim eingöngu. Það er viða pottur brotin þegar kemur að þessum málaflokki en þetta hangir jú allt saman og einstaklingar með fjölþættan vanda þurfa fjölþætt úrræði.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun