Ljótur leikur Logi Einarsson skrifar 3. ágúst 2017 06:00 Mikilvægasta verkefni íslenskra stjórnmála er að auka jöfnuð landsmanna; eyða fátækt og bæta kjör þeirra sem standa höllum fæti. Yfir sex þúsund íslensk börn búa við fátækt. Það gera margir öryrkjar einnig og hafa ekki uppskorið í góðærinu síðustu ár. Aldraðir lifa sumir við nagandi óöryggi og skort. Ungt fólk hrekst milli íbúða á ótryggum og gróðavæddum leigumarkaði, hefur litla möguleika á að kaupa húsnæði og sér jafnvel takmarkaða framtíð hér á landi. Til að bæta úr þessari þjóðarskömm þarf að virkja það fegursta í mannssálinni; samkennd og samhjálp. Ná víðtækri sátt um samneyslu sem miðar að því að jafna lífskjörin. Við sem berum mikið úr býtum getum borið meiri álögur um leið og hlífa á þeim sem minna hafa milli handanna. Þá þarf þjóðin að fá sanngjarnari arð af auðlindunum. Hækka þarf lægstu launin, tryggja öryrkjum og öldruðum ásættanlegan lífeyri og gera þeim kleift að afla aukatekna, án þess að lífeyrir sé jafnharðan skertur. Þá þarf að auka barna- og húsnæðisstyrk, þannig að ungt fjölskyldufólk fari vel nestað út í lífið. Um þetta eru margir Íslendingar sem betur fer sammála en því miður ber nú á nokkuð nýjum og heldur ömurlegum tón í umræðunni. Þær raddir verða sífellt háværari í fjölmiðlum, á samfélagsmiðlum og jafnvel hjá stjórnmálamönnum, sem fullyrða að aðstoð við flóttamenn og hælisleitendur sé á kostnað þeirra Íslendinga sem eiga erfitt. Það er ósmekklegt að ýja órökstutt að því að einn hópur sem á um sárt að binda beri ábyrgð á öðrum í vondri stöðu. Og það er beinlínis ógeðslegt ef sá málflutningur er notaður til að afla stjórnmálaflokkum fylgis. Samfylkingin mun ekki taka þátt í slíku og andæfa honum kröftuglega. Ísland er ríkt land og við getum vel bætt aðstæður Íslendinga sem höllum fæti standa, um leið og við öxlum sjálfsagða ábyrgð: Að rétta þeim hjálparhönd, sem hingað leita, úr ömurlegum aðstæðum og af sárri neyð.Höfundur er alþingismaður og formaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Logi Einarsson Skoðun Mest lesið Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Sjá meira
Mikilvægasta verkefni íslenskra stjórnmála er að auka jöfnuð landsmanna; eyða fátækt og bæta kjör þeirra sem standa höllum fæti. Yfir sex þúsund íslensk börn búa við fátækt. Það gera margir öryrkjar einnig og hafa ekki uppskorið í góðærinu síðustu ár. Aldraðir lifa sumir við nagandi óöryggi og skort. Ungt fólk hrekst milli íbúða á ótryggum og gróðavæddum leigumarkaði, hefur litla möguleika á að kaupa húsnæði og sér jafnvel takmarkaða framtíð hér á landi. Til að bæta úr þessari þjóðarskömm þarf að virkja það fegursta í mannssálinni; samkennd og samhjálp. Ná víðtækri sátt um samneyslu sem miðar að því að jafna lífskjörin. Við sem berum mikið úr býtum getum borið meiri álögur um leið og hlífa á þeim sem minna hafa milli handanna. Þá þarf þjóðin að fá sanngjarnari arð af auðlindunum. Hækka þarf lægstu launin, tryggja öryrkjum og öldruðum ásættanlegan lífeyri og gera þeim kleift að afla aukatekna, án þess að lífeyrir sé jafnharðan skertur. Þá þarf að auka barna- og húsnæðisstyrk, þannig að ungt fjölskyldufólk fari vel nestað út í lífið. Um þetta eru margir Íslendingar sem betur fer sammála en því miður ber nú á nokkuð nýjum og heldur ömurlegum tón í umræðunni. Þær raddir verða sífellt háværari í fjölmiðlum, á samfélagsmiðlum og jafnvel hjá stjórnmálamönnum, sem fullyrða að aðstoð við flóttamenn og hælisleitendur sé á kostnað þeirra Íslendinga sem eiga erfitt. Það er ósmekklegt að ýja órökstutt að því að einn hópur sem á um sárt að binda beri ábyrgð á öðrum í vondri stöðu. Og það er beinlínis ógeðslegt ef sá málflutningur er notaður til að afla stjórnmálaflokkum fylgis. Samfylkingin mun ekki taka þátt í slíku og andæfa honum kröftuglega. Ísland er ríkt land og við getum vel bætt aðstæður Íslendinga sem höllum fæti standa, um leið og við öxlum sjálfsagða ábyrgð: Að rétta þeim hjálparhönd, sem hingað leita, úr ömurlegum aðstæðum og af sárri neyð.Höfundur er alþingismaður og formaður Samfylkingarinnar.
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar