Um gæði nýju íslensku stjórnarskrárinnar – annar hluti Stephen M. Duvernay skrifar 16. ágúst 2017 06:00 Grein þessi er annar hluti í seríu sem þrír sérfræðingar í stjórnskipunarrétti við lagadeild Berkeley-háskóla skrifa. Í greinaseríunni er leitast við að greina og vísa á bug gagnrýni sem fram hefur komið á íslenska stjórnarskrárferlið og Alþingi hvatt til þess að lögfesta drög stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá fyrir Ísland. Í þessari grein fjöllum við um aðra gagnrýni á stjórnarskrárdrögin. Menn hafa sagt að kjósendur skyldu vara sig á þessum stjórnarskrárdrögum, enda hefði almenningur stjórnað gerð þeirra, en ekki stjórnmálamenn eða svokallaðir sérfræðingar. Þetta nefnum við „óttann við fjöldann“. Íslenska aðferðin fólst í þátttöku sem flestra, og þar var lögð áhersla á að virkja „almenning.“ Þar með eru vefengdar grunnhugmyndir módernísks skilnings á stjórnskipunarrétti, þeirra á meðal er hugmyndin um að stjórnskipunarréttur sé félagslegt fyrirbæri og viðfangsefni sem sé alfarið í höndum löglærðra fagmanna. Einnig er með hinni íslensku aðferð hunsaður sá skilningur að stjórnarskráin sé hin æðsta löggjöf sem nánast sé ógerlegt að breyta. Hvers vegna ætti almenn þátttaka við gerð stjórnarskrár endilega að vera af hinu illa? Hvaða „sérfræðingar“ sömdu Magna Carta og stjórnarskrá Bandaríkjanna? Þessi grundvallarskjöl voru ekki verk „sérfræðinga“ og atvinnustjórnmálamanna, heldur jarðeigenda og valinkunnra bænda. Það er ekki galli við grundvallarlöggjöf að hún sé verk almennings. Þvert á móti er þar kjarni sjálfstjórnar. Aðkoma borgaranna frá upphafi gerir þeim kleift að koma óskum sínum á framfæri við undirbúning að gerð nýrrar stjórnarskrár og við fyrstu drögin að henni. Það getur eflt lýðræðislegan grundvöll stjórnarskrárinnar og orðið til þess að styrkja samstöðuna um réttmæti hennar. Nú er það svo, að grundvöllur fulltrúalýðræðis er sú hugmynd að valdið sé alfarið hjá þjóðinni. Stjórnin þjónar almenningi en ekki öfugt. Í stjórnarskrárdrögunum er þessi grundvallarregla höfð að leiðarljósi. Í aðfaraorðum nýrrar stjórnarskrár segir: Við sem byggjum Ísland og er þannig undirbyggt að fólkið ráði stjórnarháttum. Í 2. grein, þar sem handhafar ríkisvalds eru skilgreindir, er eftirfarandi tekið fram: Alþingi fer með löggjafarvaldið í umboði þjóðarinnar. Öll gagnrýni þess efnis, að stjórnarskrárdrögin séu afrakstur of mikillar aðkomu „þjóðarinnar“, hunsar áralangar athuganir löglærðra sérfræðinga og umræður stjórnmálamanna. Stjórnarskrárdrögin eru árangur samvinnuferlis sem Alþingi átti skýra aðild að: það var Alþingi sem skipaði stjórnlagaráð árið 2011, og Alþingi ber að fullgilda drög stjórnlagaráðs til þess að ný stjórnarskrá taki gildi. Að lokum má geta þess að það telst varla róttæk og nýstárleg hugmynd að vilja breyta stjórnarskrá Íslands. Jóhanna Sigurðardóttir fyrrverandi forsætisráðherra mælti árum saman með umbótum á stjórnarskránni. Svo er núverandi stjórnarskrá ekki fyrsta stjórnarskrá Íslands. Færa má rök fyrir því að hún sé fjórða nútímalega stjórnarskrá þjóðarinnar (fyrst var það danska stjórnarskráin 1849, svo fyrsta íslenska stjórnarskráin 1874, svo stjórnarskráin frá 1920, og núverandi stjórnarskrá sem samþykkt var í júní 1944). Fræðimenn hafa kallað núverandi stjórnarskrá „bráðabirgðaskjal“ sem átti aðeins að gilda tímabundið, þar sem ávallt stóð til að endurskoða hana. Nú er komið að því.Höfundur er sérfræðingur við California Constitution Center í lagadeild Berkeley-háskóla. Ólöf Pétursdóttir þýddi greinina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Tengdar fréttir Um gæði nýju íslensku stjórnarskrárinnar – fyrsti hluti Í dag bregst ég við mótbárum þess efnis að aðferðin við að semja stjórnarskrárdrögin hafi skort lögmæti. 2. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Grein þessi er annar hluti í seríu sem þrír sérfræðingar í stjórnskipunarrétti við lagadeild Berkeley-háskóla skrifa. Í greinaseríunni er leitast við að greina og vísa á bug gagnrýni sem fram hefur komið á íslenska stjórnarskrárferlið og Alþingi hvatt til þess að lögfesta drög stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá fyrir Ísland. Í þessari grein fjöllum við um aðra gagnrýni á stjórnarskrárdrögin. Menn hafa sagt að kjósendur skyldu vara sig á þessum stjórnarskrárdrögum, enda hefði almenningur stjórnað gerð þeirra, en ekki stjórnmálamenn eða svokallaðir sérfræðingar. Þetta nefnum við „óttann við fjöldann“. Íslenska aðferðin fólst í þátttöku sem flestra, og þar var lögð áhersla á að virkja „almenning.“ Þar með eru vefengdar grunnhugmyndir módernísks skilnings á stjórnskipunarrétti, þeirra á meðal er hugmyndin um að stjórnskipunarréttur sé félagslegt fyrirbæri og viðfangsefni sem sé alfarið í höndum löglærðra fagmanna. Einnig er með hinni íslensku aðferð hunsaður sá skilningur að stjórnarskráin sé hin æðsta löggjöf sem nánast sé ógerlegt að breyta. Hvers vegna ætti almenn þátttaka við gerð stjórnarskrár endilega að vera af hinu illa? Hvaða „sérfræðingar“ sömdu Magna Carta og stjórnarskrá Bandaríkjanna? Þessi grundvallarskjöl voru ekki verk „sérfræðinga“ og atvinnustjórnmálamanna, heldur jarðeigenda og valinkunnra bænda. Það er ekki galli við grundvallarlöggjöf að hún sé verk almennings. Þvert á móti er þar kjarni sjálfstjórnar. Aðkoma borgaranna frá upphafi gerir þeim kleift að koma óskum sínum á framfæri við undirbúning að gerð nýrrar stjórnarskrár og við fyrstu drögin að henni. Það getur eflt lýðræðislegan grundvöll stjórnarskrárinnar og orðið til þess að styrkja samstöðuna um réttmæti hennar. Nú er það svo, að grundvöllur fulltrúalýðræðis er sú hugmynd að valdið sé alfarið hjá þjóðinni. Stjórnin þjónar almenningi en ekki öfugt. Í stjórnarskrárdrögunum er þessi grundvallarregla höfð að leiðarljósi. Í aðfaraorðum nýrrar stjórnarskrár segir: Við sem byggjum Ísland og er þannig undirbyggt að fólkið ráði stjórnarháttum. Í 2. grein, þar sem handhafar ríkisvalds eru skilgreindir, er eftirfarandi tekið fram: Alþingi fer með löggjafarvaldið í umboði þjóðarinnar. Öll gagnrýni þess efnis, að stjórnarskrárdrögin séu afrakstur of mikillar aðkomu „þjóðarinnar“, hunsar áralangar athuganir löglærðra sérfræðinga og umræður stjórnmálamanna. Stjórnarskrárdrögin eru árangur samvinnuferlis sem Alþingi átti skýra aðild að: það var Alþingi sem skipaði stjórnlagaráð árið 2011, og Alþingi ber að fullgilda drög stjórnlagaráðs til þess að ný stjórnarskrá taki gildi. Að lokum má geta þess að það telst varla róttæk og nýstárleg hugmynd að vilja breyta stjórnarskrá Íslands. Jóhanna Sigurðardóttir fyrrverandi forsætisráðherra mælti árum saman með umbótum á stjórnarskránni. Svo er núverandi stjórnarskrá ekki fyrsta stjórnarskrá Íslands. Færa má rök fyrir því að hún sé fjórða nútímalega stjórnarskrá þjóðarinnar (fyrst var það danska stjórnarskráin 1849, svo fyrsta íslenska stjórnarskráin 1874, svo stjórnarskráin frá 1920, og núverandi stjórnarskrá sem samþykkt var í júní 1944). Fræðimenn hafa kallað núverandi stjórnarskrá „bráðabirgðaskjal“ sem átti aðeins að gilda tímabundið, þar sem ávallt stóð til að endurskoða hana. Nú er komið að því.Höfundur er sérfræðingur við California Constitution Center í lagadeild Berkeley-háskóla. Ólöf Pétursdóttir þýddi greinina.
Um gæði nýju íslensku stjórnarskrárinnar – fyrsti hluti Í dag bregst ég við mótbárum þess efnis að aðferðin við að semja stjórnarskrárdrögin hafi skort lögmæti. 2. ágúst 2017 06:00
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun