Arðgreiðslur af veiði dreifast um byggðir landsins Árni Pétur Hilmarsson skrifar 10. ágúst 2017 06:00 Einar K. Guðfinnsson, sá ágæti maður, skrifar grein í Fréttablaðið í síðustu viku sem kannski mætti hafa gaman af ef ekki lægi svo mikið undir. Aðallega er hann að ræða í gífuryrðum um meint gífuryrði annarra án þess að leggja fram nokkur rök en er samt ofandottinn af meintu rökfærsluleysi þeirra er hann ritar gegn. Það eina sem er hans haldreipi er „mat“ Hafrannsóknastofnunar, stofnunar sem ekki hafði hugmynd um að 160 þúsund laxaseiðum var sleppt úr sjókví í Tálknafirði og ollu erfðamengun í nærliggjandi á. Ekkert kemur fram í greininni hvernig þetta „mat“ Hafrannsóknastofnunar var unnið. Nú er það svo að ég er ekki sérfræðingur á sviði laxeldis (frekar en Einar K.) en ég veit samt að ég er hræddur! Ég er hræddur um hvaða áhrif laxeldi hefur á þau hundruð áa sem á Íslandi renna. Ég veit að reynsla annarra þjóða af laxeldi er slæm hvað varðar umhverfismengun, sjúkdóma, slysasleppingar og erfðablöndun. Ég veit að á Íslandi eigum við eitthvað sem er algerlega einstakt í heiminum, sem eru fiskistofnarnir okkar. Ég veit að samkvæmt lögum ber okkur að vernda þær dýrategundir sem eru á Íslandi og teljast íslenskar fyrir framandi tegundum. Ég veit að fáar greinar dreifa arði út um byggðir landsins jafn vel og silungs- og laxveiði, því yfir 1.500 fjölskyldur í sveitum landsins njóta arðgreiðslna af veiði. Ég veit að á Íslandi eru tugir þúsunda manna sem leggja stund á stangveiði og hafa ánægju af. Ég veit að laxar geta auðveldlega ferðast hundruð og jafnvel þúsundir kílómetra. Það gera eldislaxar líka. Því eru allar ár á Íslandi í áhættuhópi fyrir þeim vágestum sem eldisfiskar eru. Ég veit að ef menn gætu ferðast aftur í tímann myndu þeir ekki fara í minkaeldi á Íslandi. Samt átti minkurinn ekki að sleppa og áhættan átti að vera lítil og tæknin vaxandi og góð. Ég veit að í tugum sveita landið um kring er mikil atvinnustarfsemi í kringum stangveiði sem skiptir heimamenn miklu máli. Ég er hlynntur fjölbreyttri atvinnustarfsemi á landsbyggðinni en tel að menn þurfi að stíga varlega til jarðar. Við megum ekki vinna tjón sem ekki verður aftur tekið. Náttúra Íslands og lífríki er á ábyrgð okkar allra.Höfundur er leiðsögumaður, veiðiréttarhafi, landeigandi, sveitarstjórnarmaður og grunnskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Tengdar fréttir Heimsendaspámenn og afneitunarsinnar Heimsendaspámenn eru þeir þegar þeir lýsa afleiðingum fiskeldis sem eins konar ragnarökum fyrir lífríkið í hafinu. Og svo birtast þeir sem afneitunarsinnar þegar þeir reyna að færa fyrir því rök að uppbygging fiskeldis verði til ógagns fyrir byggðirnar í landinu. 1. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Einar K. Guðfinnsson, sá ágæti maður, skrifar grein í Fréttablaðið í síðustu viku sem kannski mætti hafa gaman af ef ekki lægi svo mikið undir. Aðallega er hann að ræða í gífuryrðum um meint gífuryrði annarra án þess að leggja fram nokkur rök en er samt ofandottinn af meintu rökfærsluleysi þeirra er hann ritar gegn. Það eina sem er hans haldreipi er „mat“ Hafrannsóknastofnunar, stofnunar sem ekki hafði hugmynd um að 160 þúsund laxaseiðum var sleppt úr sjókví í Tálknafirði og ollu erfðamengun í nærliggjandi á. Ekkert kemur fram í greininni hvernig þetta „mat“ Hafrannsóknastofnunar var unnið. Nú er það svo að ég er ekki sérfræðingur á sviði laxeldis (frekar en Einar K.) en ég veit samt að ég er hræddur! Ég er hræddur um hvaða áhrif laxeldi hefur á þau hundruð áa sem á Íslandi renna. Ég veit að reynsla annarra þjóða af laxeldi er slæm hvað varðar umhverfismengun, sjúkdóma, slysasleppingar og erfðablöndun. Ég veit að á Íslandi eigum við eitthvað sem er algerlega einstakt í heiminum, sem eru fiskistofnarnir okkar. Ég veit að samkvæmt lögum ber okkur að vernda þær dýrategundir sem eru á Íslandi og teljast íslenskar fyrir framandi tegundum. Ég veit að fáar greinar dreifa arði út um byggðir landsins jafn vel og silungs- og laxveiði, því yfir 1.500 fjölskyldur í sveitum landsins njóta arðgreiðslna af veiði. Ég veit að á Íslandi eru tugir þúsunda manna sem leggja stund á stangveiði og hafa ánægju af. Ég veit að laxar geta auðveldlega ferðast hundruð og jafnvel þúsundir kílómetra. Það gera eldislaxar líka. Því eru allar ár á Íslandi í áhættuhópi fyrir þeim vágestum sem eldisfiskar eru. Ég veit að ef menn gætu ferðast aftur í tímann myndu þeir ekki fara í minkaeldi á Íslandi. Samt átti minkurinn ekki að sleppa og áhættan átti að vera lítil og tæknin vaxandi og góð. Ég veit að í tugum sveita landið um kring er mikil atvinnustarfsemi í kringum stangveiði sem skiptir heimamenn miklu máli. Ég er hlynntur fjölbreyttri atvinnustarfsemi á landsbyggðinni en tel að menn þurfi að stíga varlega til jarðar. Við megum ekki vinna tjón sem ekki verður aftur tekið. Náttúra Íslands og lífríki er á ábyrgð okkar allra.Höfundur er leiðsögumaður, veiðiréttarhafi, landeigandi, sveitarstjórnarmaður og grunnskólakennari.
Heimsendaspámenn og afneitunarsinnar Heimsendaspámenn eru þeir þegar þeir lýsa afleiðingum fiskeldis sem eins konar ragnarökum fyrir lífríkið í hafinu. Og svo birtast þeir sem afneitunarsinnar þegar þeir reyna að færa fyrir því rök að uppbygging fiskeldis verði til ógagns fyrir byggðirnar í landinu. 1. ágúst 2017 06:00
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar