Mueller tekur höndum saman við saksóknara í New York Kjartan Kjartansson skrifar 31. ágúst 2017 11:29 Robert Mueller (t.h.) með James Comey sem Trump rak. Það varð kveikjan að því að Mueller var skipaður sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins. Vísir/AFP Robert Mueller, sérstakur rannsakandi meints samráðs forsetaframboðs Donalds Trump við Rússa, vinnur nú með ríkissaksóknara New York-ríkis að rannsókn á fyrrverandi kosningastjóra Trump. Samstarfið er talið geta slegið vopn úr höndum forsetans. Rannsóknin beinist að fjármálagjörningum Pauls Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Trump, að sögn bandaríska blaðsins Politico. Starfsmenn Mueller og Erics Schneiderman, æðsta lögfræðilega embættismanns New York-ríkis, eru sagðir hafa skipst á gögnum og rætt málin ítrekað síðustu vikurnar. Á meðal þess sem á að hafa komið á daginn í rannsókn beggja hópa eru vísbendingar um fjárglæpi Manafort, þar á meðal hugsanlegt peningaþvætti. Engar ákvarðanir hafa þó enn verið teknar um ákærur. Manafort hætti sem kosningastjóri Trump í ágúst í fyrra þegar hann var sakaður um að hafa þegið fé frá aðilum sem tengjast rússneskum yfirvöldum í Úkraínu. Hann hefur neitað öllum ásökunum á hendur honum.Húsleit var gerð hjá Manafort vegna rannsóknarinnar í lok júlí. Manafort hefur starfað sem málafylgjumaður í Washington um árabil, meðal annars fyrir erlendar ríkisstjórnir.Hringurinn í kringum Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Trump, virðist farinn að þrengjast.Vísir/AFPForsetinn getur aðeins náðað menn af alríkisglæpumSamstarf Mueller og Schneiderman er sagt setja aukinn þrýsting á Manafort og gefa rannsakendunum tak á honum og Trump sjálfum. Rannsakendur dómsmálaráðuneytisins og New York-ríkis eru sagðir hafa áhyggjur af því að það geti dregið úr samstarfsvilja Manafort að hann reiði sig á að Trump náði hann fyrir alla mögulega glæpi sem hann yrði sakfelldur fyrir. Með aðkomu dómsmálayfirvalda í New York-ríki væri náðunarvopnið hins vegar slegið úr höndum Trump. Hann hefur aðeins vald til þess að náða menn sem hafa verið dæmdir fyrir glæpi gegn alríkisstjórninni, ekki þá sem hljóta dóma innan einstakra ríkja Bandaríkjanna. Trump hefur ekki sagt opinberlega að hann hafi í hyggju að náða Manafort eða nokkurn annan sem hefur verið nefndur í tengslum við rannsóknina á meintu samráði við Rússa. Hann er hins vegar sagður hafa spurt ráðgjafa sína um völd sín til að náða einstaklinga. Fyrr í þessum mánuði náðaði Trump umdeildan sýslumann í Arizona sem hafði hlotið dóm fyrir að virða tilskipun alríkisdómstóls að vettugi. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Trump gagnrýndur fyrir náðun umdeilds fógeta Háttsettir repúblikanar eru á meðal þeirra sem fordæma náðun Trump á umdeildum fógeta frá Arizona. Sá hefur lengi verið sakaður um ómannúðlega meðferð á föngum, ofsóknir gegn innflytjendum og önnur embættisbrot í gegnum tíðina. 27. ágúst 2017 08:39 Trump náðar hinn umdeilda lögreglustjóra Arpaio Joe Arpaio var fundinn sekur um að hafa virt að vettugi réttartilskipun um að hætta að láta lögreglumenn við umferðareftirlit stöðva þá sem þeir töldu vera innflytjendur. 26. ágúst 2017 11:00 Húsleit gerð hjá fyrrverandi kosningastjóra Trump Útsendarar FBI lögðu hald á gögn í húsleit á heimili Pauls Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donalds Trump, 26. júlí. Húsleitin er sögð tengjast rannsókn á afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum í fyrra. 9. ágúst 2017 14:27 Kosningastjóri Trump rekur lögmenn sína Sérstakur rannsakandi á afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum hefur stefnt erlendum bönkum til að afhenda gögn um fyrrverandi kosningastjóra Donalds Trump. Sá hefur nú rekið lögmennina sem hafa komið fram fyrir hans hönd í rannsókninni fram að þessu. 11. ágúst 2017 11:41 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Fleiri fréttir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Sjá meira
Robert Mueller, sérstakur rannsakandi meints samráðs forsetaframboðs Donalds Trump við Rússa, vinnur nú með ríkissaksóknara New York-ríkis að rannsókn á fyrrverandi kosningastjóra Trump. Samstarfið er talið geta slegið vopn úr höndum forsetans. Rannsóknin beinist að fjármálagjörningum Pauls Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Trump, að sögn bandaríska blaðsins Politico. Starfsmenn Mueller og Erics Schneiderman, æðsta lögfræðilega embættismanns New York-ríkis, eru sagðir hafa skipst á gögnum og rætt málin ítrekað síðustu vikurnar. Á meðal þess sem á að hafa komið á daginn í rannsókn beggja hópa eru vísbendingar um fjárglæpi Manafort, þar á meðal hugsanlegt peningaþvætti. Engar ákvarðanir hafa þó enn verið teknar um ákærur. Manafort hætti sem kosningastjóri Trump í ágúst í fyrra þegar hann var sakaður um að hafa þegið fé frá aðilum sem tengjast rússneskum yfirvöldum í Úkraínu. Hann hefur neitað öllum ásökunum á hendur honum.Húsleit var gerð hjá Manafort vegna rannsóknarinnar í lok júlí. Manafort hefur starfað sem málafylgjumaður í Washington um árabil, meðal annars fyrir erlendar ríkisstjórnir.Hringurinn í kringum Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Trump, virðist farinn að þrengjast.Vísir/AFPForsetinn getur aðeins náðað menn af alríkisglæpumSamstarf Mueller og Schneiderman er sagt setja aukinn þrýsting á Manafort og gefa rannsakendunum tak á honum og Trump sjálfum. Rannsakendur dómsmálaráðuneytisins og New York-ríkis eru sagðir hafa áhyggjur af því að það geti dregið úr samstarfsvilja Manafort að hann reiði sig á að Trump náði hann fyrir alla mögulega glæpi sem hann yrði sakfelldur fyrir. Með aðkomu dómsmálayfirvalda í New York-ríki væri náðunarvopnið hins vegar slegið úr höndum Trump. Hann hefur aðeins vald til þess að náða menn sem hafa verið dæmdir fyrir glæpi gegn alríkisstjórninni, ekki þá sem hljóta dóma innan einstakra ríkja Bandaríkjanna. Trump hefur ekki sagt opinberlega að hann hafi í hyggju að náða Manafort eða nokkurn annan sem hefur verið nefndur í tengslum við rannsóknina á meintu samráði við Rússa. Hann er hins vegar sagður hafa spurt ráðgjafa sína um völd sín til að náða einstaklinga. Fyrr í þessum mánuði náðaði Trump umdeildan sýslumann í Arizona sem hafði hlotið dóm fyrir að virða tilskipun alríkisdómstóls að vettugi.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Trump gagnrýndur fyrir náðun umdeilds fógeta Háttsettir repúblikanar eru á meðal þeirra sem fordæma náðun Trump á umdeildum fógeta frá Arizona. Sá hefur lengi verið sakaður um ómannúðlega meðferð á föngum, ofsóknir gegn innflytjendum og önnur embættisbrot í gegnum tíðina. 27. ágúst 2017 08:39 Trump náðar hinn umdeilda lögreglustjóra Arpaio Joe Arpaio var fundinn sekur um að hafa virt að vettugi réttartilskipun um að hætta að láta lögreglumenn við umferðareftirlit stöðva þá sem þeir töldu vera innflytjendur. 26. ágúst 2017 11:00 Húsleit gerð hjá fyrrverandi kosningastjóra Trump Útsendarar FBI lögðu hald á gögn í húsleit á heimili Pauls Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donalds Trump, 26. júlí. Húsleitin er sögð tengjast rannsókn á afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum í fyrra. 9. ágúst 2017 14:27 Kosningastjóri Trump rekur lögmenn sína Sérstakur rannsakandi á afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum hefur stefnt erlendum bönkum til að afhenda gögn um fyrrverandi kosningastjóra Donalds Trump. Sá hefur nú rekið lögmennina sem hafa komið fram fyrir hans hönd í rannsókninni fram að þessu. 11. ágúst 2017 11:41 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Fleiri fréttir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Sjá meira
Trump gagnrýndur fyrir náðun umdeilds fógeta Háttsettir repúblikanar eru á meðal þeirra sem fordæma náðun Trump á umdeildum fógeta frá Arizona. Sá hefur lengi verið sakaður um ómannúðlega meðferð á föngum, ofsóknir gegn innflytjendum og önnur embættisbrot í gegnum tíðina. 27. ágúst 2017 08:39
Trump náðar hinn umdeilda lögreglustjóra Arpaio Joe Arpaio var fundinn sekur um að hafa virt að vettugi réttartilskipun um að hætta að láta lögreglumenn við umferðareftirlit stöðva þá sem þeir töldu vera innflytjendur. 26. ágúst 2017 11:00
Húsleit gerð hjá fyrrverandi kosningastjóra Trump Útsendarar FBI lögðu hald á gögn í húsleit á heimili Pauls Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donalds Trump, 26. júlí. Húsleitin er sögð tengjast rannsókn á afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum í fyrra. 9. ágúst 2017 14:27
Kosningastjóri Trump rekur lögmenn sína Sérstakur rannsakandi á afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum hefur stefnt erlendum bönkum til að afhenda gögn um fyrrverandi kosningastjóra Donalds Trump. Sá hefur nú rekið lögmennina sem hafa komið fram fyrir hans hönd í rannsókninni fram að þessu. 11. ágúst 2017 11:41
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent